Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Munurinn á forsetning-unum eftir og á eftirmun vera skýr í hug-um flestra Íslend-
inga. Forsetningin eftir að við-
bættu þolfalli vísar í flestum
tilvikum beint eða óbeint til tíma,
t.d.: Ég kem eftir tvo daga og
skilja eitthvað eftir sig. Forsetn-
ingin á eftir að viðbættu þágufalli
vísar hins vegar oft til hreyfingar
í röð, t.d.: hlaupa á eftir ein-
hverjum og koma á eftir ein-
hverjum. Málið er þó ekki alveg
svona einfalt því að í föstum orða-
samböndum er nokkurt svigrúm
til að nota hvort sem er eftir e-m
eða á eftir e-m, t.d. er ýmist sagt
reka eftir einhverjum [eft-
irrekstur] eða reka á eftir ein-
hverjum (oftast þannig). Ástæðan
er sú að myndin reka eftir ein-
hverjum er upprunaleg og breyt-
ingin eftir > á eftir (með vísan til
hreyfingar í röð) er ekki um garð
gengin í tilteknum samböndum.
Þetta kemur þó ekki að sök, mál-
kennd manna sker úr í vafa-
tilvikum. Hitt er verra og nýtt af
nálinni að forsetningin á eftir sé
látin vísa til tíma, t.d.: ?á eftir
[þ.e. eftir allt] allt sem á undan
er gengið; ?á eftir messu [þ.e. eft-
ir messuna] er kirkjugestum boð-
ið að ...; Morguninn á eftir [þ.e.
eftir] fór hann; ?eignast eitthvað
á eftir e-m [þ.e. eftir e-n] og ?Er
líf á eftir dauðanum? [þ.e. eftir
dauðann]. Öll eru þessi dæmi
fengin úr prentuðu máli og hér er
nýmæli á ferð sem hvorki sam-
ræmist málvenju né getur talist
til fyrirmyndar.
Eins og áður sagði er upp-
haflega myndin eftir einhverjum
enn notuð í föstum orða-
samböndum. Allir ættu að geta
verið sammála um það að við
segjum t.d. láta eitthvað/allt eftir
einhverjum, sjá eftir einhverju og
fylgja einhverju (góðum sigri) eft-
ir. Umsjónarmaður varð því mjög
undrandi er hann rakst á dæmið
fylgja e-u á eftir [þ.e. eftir]
(Sjónv. 23.6.04).
Sögnin að forða sér/e-m merkir
‘bjarga sér/e-m, koma sér/e-m
undan e-u’, t.d.: Guð forði mér frá
því að ...; forða lífi sínu; eitthvað
forðar einhverjum frá gjaldþroti
og þjófurinn reyndi að forða sér.
Í nútímamáli ber oft við að sögn-
in sé látin merkja ‘koma í veg
fyrir e-ð, afstýra e-u, hindra e-ð’,
t.d.: ?forða því að brúargólfið fari
af stað (Mbl. 5.8.04); ?Ökumaður
jeppans ... náði ekki að forða
árekstri (Fréttabl. 5.8.04);
?reyndi að forða slysi (Fréttabl.
11.8.04); ?forða verkfalli (19.9.04)
og ?forða sér frá fallbaráttunni
(Mbl. 20.8.04). Slík notkun mun
einungis vera
kunn úr nú-
tímamáli og
getur ekki tal-
ist til fyr-
irmyndar.
Eindæmin
eru verst sagði
Grettir Ás-
mundarson (Grettis saga, 16.
kafli). Í nútímamáli er til hvort
tveggja eindæmi ‘sjálfdæmi’ og
einsdæmi ‘einstæður atburður’.
Með orðinu eindæmi er myndað
orðasambandið gera eitthvað upp
á sitt eindæmi ‘á eigin ábyrgð’ en
orðið einsdæmi er notað í beinni
merkingu, t.d. það er ekkert eins-
dæmi að ... Þessum tveimur orð-
um bera að halda aðskildum,
þeim má helst ekki rugla saman
eins og í eftirfarandi dæmi:
?Koma þarf í veg fyrir að einn
ráðherra geti tekið geðþótta-
ákvörðun upp á sitt einsdæmi
[þ.e. eindæmi] hver setjist í æðsta
rétt þjóðarinnar (30.9.04). — Það
er örugglega ekkert einsdæmi að
ráðherra geri eitt og annað upp á
sitt eindæmi, það er raunar ein-
dæma ósennilegt að þeir láti af
því.
Til gamans má geta þess að af
myndinni eindæmi (t.d. í Grettis
sögu) er myndað nafnorðið en-
dimi eða endemi og er það notað í
ýmsum samböndum, t.d.: mörg
endemi tóku menn þá til önnur,
þau er nú mundi ódæmi þykja og
eitthvað er með (mikilum) endem-
um, sbr. enn fremur: endemis
rugl, vitleysa ... (‘einstakt rugl’).
Orðatiltækið e-ð liggur í loftinu
merkir ‘e-ð mun gerast (fljót-
lega), e-ð vofir yfir’, t.d.: mér
fannst einhver ógnun beinlínis
liggja í loftinu eða það liggur í
loftinu að stjórnvöld láti verk-
fallið til sín taka. Orðatiltæki
þetta mun vera erlent að uppruna
en það skiptir reyndar ekki höf-
uðmáli, telja má að það hafi öðl-
ast fullan þegnrétt í íslensku.
Hitt finnst umsjónarmanni mik-
ilvægt að það sé notað með þeim
hætti sem málnotendur hafa kom-
ið sér saman um. Svo er þó ekki
alltaf eins og eftirfarandi dæmi
sýnir: Hin endalausa spurning
sem hangið hefur í loftinu …
(Fréttabl. 5.7.04). Slík málbeiting
finnst umsjónarmanni ekki til fyr-
irmyndar en hér dæmi hver fyrir
sig.
Úr handraðanum
Sögnin stagast á e-u merkir
‘klifa á e-u, endurtaka e-ð (í sí-
fellu); þrástagast á e-u’, t.d. skrif-
ar Jón Thoroddsen í Pilti og
stúlku: Þetta er nú hún Tigga
þín, sem þú hefur verið allajafna
að stagast á og í þjóðsögum Jóns
Árnasonar stendur: stagast aftur
og aftur á þessu. Umsjónarmaður
telur að líkingin að baki orða-
sambandinu vísi til þess er bót er
stöguð á flík eða skó. Til þessa
bendir að Gísli biskup Þorláksson
segir í bréfi (1669) að hann geti ei
legið í því skóbótarstagi árlega
árs að skrifa nýtt umboðsbréf en
þar er vísað til sífelldra end-
urtekninga. — Sögnin að staglast
á e-u ‘stagast á e-u, endurtaka
e-ð í sífellu’ er talsvert yngri (frá
19. öld) en þar kann líkingin að
vísa til þess er menn stagla sokk,
stagla í gat (á flík) eða stagla
saman gat. Til slíkrar iðju vísar
nafnorðið stagl, t.d. málfræðistagl
og bónastagl. Umsjónarmaður
hefur vanist því að nota fremur
sögnina staglast á e-u en stagast
á e-u og málfræðistag (eða annað
af þeim toga) þekkir hann alls
ekki.
Í nútímamáli er
til hvort tveggja
eindæmi ‘sjálf-
dæmi’ og eins-
dæmi ‘einstæð-
ur atburður’.
jonf@hi.is
ÍSLENSKT MÁL – 40
Jón G. Friðjónsson 40. þáttur
EÐLILEG atvik réðu því að ég
lenti á flugvelli fyrir skömmu, allt í
einu raðaði lögreglan sér upp fyrir
framan dyrnar, hætta á ferðum,
fólk komst ekki sína leið og vissi
ekki hvers vegna. Við biðum og það
lá óskilgreindur ótti í loftinu. Við-
brögðin ólík; öskur á stangli, lág-
vært söngl, þögn, bölv og ragn,
kona sparkaði í vegg, karl hrópaði
að hann væri andskotans enginn
gísl, barn kjökraði, starfsmaður
bað fólk að róa hugann. En einsog
hendi væri veifað var hættunni af-
lýst og okkur, öllu þessu nafnlausa
fólki, var hleypt út í aðskiljanleg
farartæki sem fluttu okkur hvert á
sinn staðinn, hvert til sinna örlag-
anna.
Þá fór ég allt í einu
að hugsa norður!
Þetta var sterk upplifun og mér
varð hugsað til leikrits Hrafnhildar
Hagalín, Norður, sem ég sá fyrir
fáum dögum. Ég þekkti spennuna
aftur þaðan, mundi óttann og óró-
leikann. Já, ég hafði aftur verið
stödd á stað sem kveikti í mér og
minnti mig á að sennilega verðum
við alltaf fangar valdsins. En til að
gera langa sögu stutta þá hafði mér
verið boðið Norður með góðum vin-
um. Ég verð þó að segja einsog er
að ég var ekki spennt fyrir sýning-
unni. Hvers vegna? Vegna þess að
flestir gagnrýnendur voru búnir að
hamast svo á efninu, dangla svo í
texta, leikmynd, leikstjórn og leik
að mig langaði hreint ekki. Já,
gagnrýni hefur, því miður, alltof oft
sín tilætluðu áhrif. Ég
hlýt því að hugsa, hef
svo sem gert það svo
oft áður, hvort það sé
ekki eðlilegt að leyfa
leikriti að renna um
skeið, liðka sig í far-
vatninu, spyrjast út
og fá sína umræðu
manna á milli áður en
hin faglega gagnrýni
birtist. En fagleg
gagnrýni er auðvitað
sú sem gefur okkur
nýja og óvænta dýpt í
verkið. Niðurrifið get-
ur ekki gert það frek-
ar en upphafningin.
Það er augjóst mál.
En ég drattaðist
sem sé af stað í Þjóð-
leikhúsið og í hausn-
um á mér dundu setn-
ingar einsog: „Verst
er að hér er valtað yf-
ir leikrit Hrafnhildar
Hagalín. Ekkert
hlustað eftir tónunum
í verkinu.“ „Það var
geinilegt að þeir leik-
arar sem vanastir
voru gátu stjórnað sér
sjálfir.“ Margar leiðinlegri setn-
ingar sagðar sem ég nenni ekki að
hafa eftir enda skildi ég þær ekki
eftir að hafa séð leikritið. Mér varð
á að hugsa. Hvers vegna lætur fólk
svona? Hvers vegna þessi heift?
Svarið felst ef til vill í því sem Haf-
liði Arngrímsson sagði í Víðsjá:
„Og maður finnur fyrir óþægindum
og kvíða innra með sér. Fyllist allt
að því vanlíðan og hjartað dunar í
brjósti manns. Þetta er ekki þægi-
legt leikrit.“ Satt er það. Sýningin
er afar óþægileg og þar liggur
kannski hundurinn
grafinn. Fullyrðingar
einsog að leikstjórinn,
Viðar Eggertsson, hafi
verið að sviðsetja sjálf-
an sig og hugmyndir
sínar um nútíma leik-
hús verða því hreint og
beint óskiljanlegar.
Að hugleiða
aðalatriði
Í hléi heyrði ég konu
segja að hún skildi
ekkert í gagnrýninni,
sýningin væri frábær.
Ég var sammála enda
viss um að þetta nöt-
urlega, fallega og
furðulega leikrit rataði
sína leið þrátt fyrir
hinar dæmalausu full-
yrðingar um að leik-
stjórinn hafi ekki verið
þarna. Látum nú ekki
svona. Það voru allir
þarna og vel það!
Leikritið gæti ekki
hafa valdið slíkum usla
í sálarlífinu nema að
svo hafi verið. En þeg-
ar ég fór að hugsa bet-
ur um þetta þá datt mér í hug að
kannski værum við ekkert sér-
staklega hrifin af nýstárlegu leik-
húsi, þannig lagað séð, datt í hug
að kannski værum við ennþá
öruggust meðal hins viðurkennda
og fyrirséða. Spurning? Nei, auð-
vitað ekki. Við viljum að leikritin
ögri, skemmti og andskotist í okk-
ur, viljum eitthvað djarft og lyg-
inni líkast. Og við viljum ekki að
listin sé kaffærð! Við viljum leikrit
sem segja okkur eitthvað nýtt um
það sem við þegar vitum en hafi
líka til að bera eitthvað sammann-
legt og töfrandi. Við hljótum því að
sjá Norður og ákveða sjálf hvort
við förum norður og dæmum niður,
eða segjum norður og upp! Hvor-
ugt skiptir máli. Þetta eru klisjur.
Aðalatriðið er þetta: Góð leikrit
hafa í sér að geyma frumkraft, eld,
átök, gleði, húmor. Þau endurlifna í
minningunni, veðrast með tím-
anum, en eru fyrst og síðast eitt-
hvað sem engu er líkt. Leikritið er
náið listform. Hver einasta stund í
leikhúsi er einstök. Og þá er ég ef
til vill komin að kjarnanum.
Kannski sá ég ekki sama leikrit og
gagnrýnendurnir! Það kann að
vera því leikritið „Norður“ sem ég
sá var nefnilega fjandi sterkt, ögr-
andi, villt og fallegt. Allt vann sam-
an að þeirri heildarmynd sem ég
gleymi ekki. En sýningin gladdi
mig ekki einsog góður glassúr á
rétti stundu með réttu fólki á réttri
köku. Hún kallaði ekki fram löng-
unina í gamlar lummur, saltfisk,
saltkjöt og súrsaða hrútspunga.
Verkið kallar á nýtt hugsanaferli,
sýnir okkur síbreytilega möguleika
leikhússins og þess vegna held ég
að vegir þess muni liggja til allra
átta.
Að endingu þetta!
Í Norðri Hrafnhildar Hagalín er
lífsháski sem vefst saman við
hættulega flotta leikmynd, leik-
stjórn, hljóðmynd og ótrúlegan
leik. Þess vegna þakka ég fyrir mig
og hvet aðra til að dæma sýningu
sem ég sá og gengur enn þrátt fyrir
að gagnrýnandi sem vildi kannski
fara austur hafi sagt að verkið hafi
aldrei verið frumsýnt.
Förum norður!
Vigdís Grímsdóttir
fjallar um leikritið Norður
’Verkið kallar ánýtt hugsana-
ferli, sýnir okk-
ur síbreytilega
möguleika leik-
hússins og þess
vegna held ég
að vegir þess
muni liggja til
allra átta.‘
Vigdís Grímsdóttir
Höfundur er rithöfundur.
ENNÞÁ eru þess dæmi að maður
hitti fólk sem hefur gömlu rang-
hugmyndirnar um skjalasöfn, að þau
séu gamaldags þunglamalegar stofn-
anir, þar sem gamlir tóbakskarlar
sitji í þungu rykugu lofti við skriftir
og starfsmennirnir séu fornfálegir
sérvitringar.
Kannski hefur þessi
ímynd einhvern tímann
verið til, alveg í gamla,
gamladaga. Í dag eru
skjalasöfn ríkis og
sveitarfélaga flest nú-
tímalegar opinberar
stofnanir sem keppast
við að bjóða góða og
skjóta þjónustu fyrir
almenning, fræðimenn
og stofnanir. Sífellt eru
gerðar meiri faglegar
kröfur til skjalasafn-
anna, verksvið þeirra
hefur víkkað og starfs-
menn þeirra eru sér
meðvitandi um að starf
þeirra út á við er ekki
síður mikilvægt en
vandað innra starf.
Til hvers
skjalasöfn?
Eitt af héraðs-
skjalasöfnunum er
Borgarskjalasafn
Reykjavíkur og er það
rekið af Reykjavík-
urborg. Safnið varð-
veitir eldri skjöl borgarstofnana,
leiðbeinir og hefur eftirlit með
skjalastjórn þeirra og tekur ákvarð-
anir um eyðingu skjala sem ekki er
talin ástæða til að varðveita, í sam-
ræmi við gildandi reglur. Safnið tek-
ur einnig til varðveislu skjöl ein-
staklinga, félaga og fyrirtækja og
aðrar heimildir sem varpa ljósi á
sögu Reykjavíkur og Reykvíkinga.
Fólki er ekki alltaf ljós munurinn á
skjali og prentuðu efni. Meginmun-
urinn er sá að skjalið er yfirleitt ein-
ungis til í einu eintaki en prentað efni
í fjölda eintaka. Skjalið er því oft ein-
stakt og verður ekki bætt ef það tap-
ast. Skjal getur verið sendibréf, dag-
bók, tölvupóstur, ljósmynd, bókhald,
póstkort og svo mætti lengi telja.
Bækur og dagblöð teljast ekki til
skjala.
Af hverju geyma skjöl?
Opinberum stofnunum er óheimilt að
eyða nokkru skjali án þess að skrif-
leg heimild liggi fyrir þar um frá
Þjóðskjalasafni eða viðkomandi hér-
aðsskjalasafni. Þetta er til að tryggja
að skjölum sé ekki eytt handahófs-
kennt, heldur sé búið að taka form-
lega ákvörðun um að þau hafi ekki
gildi til framtíðar, því skjöl eru
geymd af margvíslegum ástæðum.
Skjöl Reykjavíkurborgar eru einkum
varðveitt af því að þau hafa lagalegt,
fjárhagslegt eða sögulegt gildi. Skjöl
eru oft varðveitt þar sem þau hafa að
geyma upplýsingar varðandi réttindi
Reykvíkinga eða fjalla um líf þeirra.
Dæmi um það eru skjöl um hús og
lóðir, einkunnir, bekkjarlistar, skatt-
framtöl og skjöl Barnavernd-
arnefndar. Einkaskjalasöfn veita
sömuleiðis ómetanlegar og fjöl-
breyttar upplýsingar um sögu og
mannlíf borgarinnar.
Hverjir eiga erindi á
Borgarskjalasafn?
Öllum er heimill að-
gangur að safninu og
aðstoða starfsmenn
gesti við að finna upp-
lýsingar og heimildir.
Aðgangur fer eftir
Upplýsingalögum,
Stjórnsýslulögum eða
öðrum lögum sem
kunna að gilda. Al-
mennt eru skjöl sveit-
arfélaganna opin en
fyrst og fremst eru lok-
uð skjöl sem hafa að
geyma trúnaðarupplýs-
ingar um einkamálefni
einstaklinga eða fjár-
hagsmálefni fyrirtækja.
Almenningur sækir
safnið í vaxandi mæli og
vinsælustu skjölin eru
þau sem tengjast fólk-
inu sjálfu, svo sem upp-
lýsingar um hús og íbúa
þess. Á vef safnsins
www. borgarskjala-
safn.is eru birtar skjalaskrár og upp-
lýsingar um vinsælustu skjalaflokk-
ana.
Árið 1974 séð í skjölum
Í dag taka Borgarskjalasafn Reykja-
víkur, Þjóðskjalasafn Íslands og hér-
aðsskjalasöfn um land allt þátt í Nor-
rænum skjaladegi. Þema dagsins er
árið 1974 séð í skjölum og er það fjöl-
breytt mynd af árinu sem safnkostur
skjalasafnanna sýnir.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur
opnar sýningu í Kringlunni laug-
ardaginn þar sem sýnd verða skjöl
tengd jólahaldi landsmanna og sér-
staklega fjallað um jólin 1974. M.a.
verða sýnd jólakort frá ýmsum tím-
um. Borgarskjalasafnið mun sömu-
leiðis kynna starfsemi sína með text-
um og ljósmyndum og fjalla um hvað
var að gerast í Reykjavík árið 1974.
Sýningin í Kringlunni mun standa út
nóvember. Borgarskjalasafnið tekur
einnig þátt í sýningu á vefnum
www.skjaladagur.is.
Skjalasöfnin í landinu eru fjár-
sjóður heimilda og upplýsinga sem
bíða þess að verða dregnar fram í
dagsljósið.
Skjalasafn – átt þú
erindi þangað?
Svanhildur Bogadóttir
minnir á Norrænan skjaladag,
13. nóvember
’Skjalasöfnin ílandinu eru fjár-
sjóður heimilda
og upplýsinga
sem bíða þess
að verða dregn-
ar fram í dags-
ljósið.‘
Svanhildur Bogadóttir
Höfundur er borgarskjalavörður
í Reykjavík.