Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 41 UMRÆÐAN ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 AF HVERJU heyrist svona lítið frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavík- ur? hefur oft verið spurt und- anfarið. Við því er einfalt svar, það hefur ekki verið háttur Mæðrastyrksnefndar, í þau 76 ár sem hún hefur starfað, að bera störf sín á torg. Samt þekkjast störf hennar vel. Það sýnir góður stuðningur einstaklinga, félaga og fyrirtækja. Nefndin er afar þakk- lát öllum stuðningsaðilum sem hafa gert henni kleift að starfa. Engum fjármunum er eytt í að auglýsa nefndina en hver króna notuð til aðstoðar þeim sem á þurfa að halda. Þess vegna heyrist svona lítið frá nefndinni. Unnið er þar í hljóði. Að nefndinni standa átta kven- félög í Reykjavík og hjá henni starfa um 20 sjálfboðaliðar sem tilnefndir eru af þessum kven- félögum. Matar- og fataúthlutun er í hverri viku á miðvikudögum. Að jafnaði hafa komið í ár 110 fjölskyldur í hverri viku en af þeim koma 56% einu sinni í mán- uði. Á framfæri þessara fjöl- skyldna eru um 400 börn. Tíma- bundnir erfiðleikar eru oft orsök þessara heimsókna sem skjólstæð- ingum tekst að ná tökum á, en því miður eru líka afar erfiðar að- stæður margra sem eiga sér mjög mismunandi uppruna. Það eru áreiðanlega þung spor fyrir marga sem til Mæðrastyrksnefndar leita en lögð er mikil áhersla á að létta þau spor eftir megni. Á sl. sumri fóru um 80 börn í sveit í eina viku hvert á vegum nefndarinnar. Hverri krónu af þeim peningum sem söfnuðust til þessa verkefnis var varið í þágu dvalar í sveit fyrir börn og engu eytt í auglýsingar né annan kostn- að! Á sl. ári veitti nefndin rúmlega 1.700 fjölskyldum lið í jólamán- uðinum, auk þess fengu aðstoð um 1000 fjölskyldur í 3.115 skipti á árinu 2003. Augljóst er að þörfin hefur síst minnkað. Nú er und- irbúningur hafinn að söfnun bæði vegna jóla og brýnna verkefna og við setjum allt okkar traust á þá sem vilja veita okkur lið til þess að geta glatt aðra. Treysta má því að þeim peningum verður ein- göngu varið til þess að styrkja skjólstæðinga, en ekki í dýrar auglýsingar og myndbirtingar. Bankanúmer nefndarinnar er 0101-26-35021 og kt. 470269-1119 vilji fólk leggja þeim lið er minna mega sín, hver eftir sinni getu. Öll aðstoð er vel þegin. Þeir sem vilja kynna sér starfsemina eru vel- komnir á Sólvallagötu 48. MÆÐRASTYRKSNEFND. Af hverju heyrist svona lítið … Frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Tónleikar í Glerárkirkju sunnudaginn 14. nóvember kl. 16.00 Einleikari: Nicole Cala Cariglia. Stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Efnisskrá: Robert Schumann: Sellókonsert. Johannes Brahms: Sinfónía nr. 4. Verð aðgöngumiða kr. 1.500. Eldri borgarar kr. 1.000. Aðgangur ókeypis fyrir 20 ára og yngri. Ársmiðar á þrenna tónleika til sölu í Pennanum- Bókvali og við innganginn á kr. 3.500.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.