Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðmundur Sig-fússon fæddist á
Stóru-Hvalsá í
Hrútafirði 5. nóv-
ember 1912. Hann
andaðist á Heil-
brigðisstofnuninni á
Hvammstanga 5.
nóvember síðastlið-
inn. Guðmundur var
sonur hjónanna
Kristínar Gróu Guð-
mundsdóttur, f.
8.10. 1888, d. 15.2.
1963, og Sigfúsar
Sigfússonar, f. 7.8.
1887, d. 29.1. 1958,
á Stóru-Hvalsá, Hrútafirði. Krist-
ín Gróa og Sigfús eignuðust fjór-
tán börn og eru sex þeirra á lífi í
dag.
Hinn 10. september 1939
úar 1942, maki Pálmi Sæmunds-
son, f. 25. september 1933. Börn
þeirra eru þrjú og barnabörn tíu.
4) Margrét Hanna, f. 16. nóv-
ember 1955, maki Guðmundur
Rúnar Erlendsson, f. 26. apríl
1954. Dætur hennar af fyrra
hjónabandi eru þrjár og barna-
börn tvö. 5) Sigfús, f. 5. janúar
1958, maki Ingibjörg Sigríður
Karlsdóttir, f. 3. september 1952.
Dætur hennar eru tvær.
Guðmundur og Hanna hófu bú-
skap á Kolbeinsá árið 1937 og
bjuggu þar í sjö ár. Fluttu þá að
Stóru-Hvalsá og bjuggu þar í
u.þ.b. tvö ár. Keyptu eftir það
hálfa jörðina Kolbeinsá og stund-
uðu búskap þar til ársins 1999,
er þau fluttu á Heilbrigðisstofn-
unina á Hvammstanga. Með bú-
skapnum vann Guðmundur ýmis
störf utan heimilis og tók virkan
þátt í félagsmálum í sveitinni.
Útför Guðmundar fer fram frá
Prestbakkakirkju í Hrútafirði í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
kvæntist Guðmundur
Hönnu Guðnýju
Hannesdóttur, f. 17.9.
1916. Foreldrar
hennar voru Margrét
Kristjánsdóttir og
Hannes Guðnason frá
Þurranesi í Saurbæ.
Börn Guðmundar og
Hönnu eru; 1) Hilm-
ar, f. 2. apríl 1938,
maki Sigurrós Magn-
ea Jónsdóttir, f. 5.
september 1939.
Börn þeirra eru fjög-
ur, barnabörn þrett-
án og barnabarna-
barn eitt. 2) Guðbjörn Agnar, f.
8. júní 1940, maki Sólveig Guð-
björt Guðbjartsdóttir, f. 3. mars
1940. Börn þeirra eru fimm og
barnabörn sex. 3) Ásdís, f. 2. jan-
Elsku pabbi, við þökkum þér fyrir
samfylgdina og allt sem þú gerðir
fyrir okkur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku mamma, Guð styrki þig í
sorg þinni og umvefji þig alla tíð.
Þín
börn og tengdabörn.
Mig langar með nokkrum fátæk-
legum orðum að kveðja afa minn
Guðmund Sigfússon, eða Munda
eins og hann var ætíð kallaður.
Afi og amma bjuggu á Kolbeinsá í
Hrútafirði og þegar ég var barn var
það alltaf tilhlökkunarefni að fara í
heimsókn til þeirra og fannst mér í
raun að ekki væri farið nógu oft.
Seinna varð ég þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að vera í sveit hjá þeim í
nokkur sumur og var sá tími eft-
irminnilegur og góður.
Ég á margar góðar minningar frá
veru minni á Kolbeinsá hjá ömmu og
afa. Eins og ég kynntist afa þá var
hann rólegur og yfirvegaður. Hann
gat þó alveg reiðst, en það var sára-
sjaldan sem ég sá það gerast. Afi var
sauðfjárbóndi og var hann natinn við
bústörfin og hélt öllu í röð og reglu
eins og kostur var. Honum þótti
vænt um skepnurnar og ljóst að þær
skiptu hann máli. Hann var handlag-
inn og gerði við það sem hann mögu-
lega komst yfir að lagfæra sjálfur.
Marga hluti hafði afi smíðað sjálfur
og hefur pabbi sagt mér frá mörgu
sem hann hefur smíðað og búið til á
sinni ævi.
Það var spennandi að vera í sveit-
inni og læra þau störf sem þarf að
sinna þar. Afi kom mér inn í störfin
og kenndi mér að hirða skepnurnar
og sinna því sem sinna þurfti. Þegar
honum fannst tími til kominn kenndi
hann mér á traktor og mátti þá bara
keyra í fyrsta gír. Þetta kom þó allt í
rólegheitum og ekki leið á löngu þar
til ég gat sinnt þeirri vélavinnu sem
þurfti, til dæmis við heyskapinn.
Afi og amma áttu á þessum tíma
tvo hunda, þá Kol og Gutta. Gutti
var öllum góður en Kolur var hins
vegar mjög frekur og ákveðinn en
hlýddi húsbónda sínum í einu og öllu
og sýndi honum ósvikna tryggð. Já,
hann afi náði vel til dýranna.
Meðan ég var í sveit á Kolbeinsá
sá afi um minkaveiðar í hreppnum.
Ósjaldan fór ég með honum og þá
var einnig með í för minkahundurinn
Kolur. Þetta voru oft skemmtilegar
ferðir og margt lærði ég af afa um
veiðarnar og ekki síður um atferli
minksins.
Tel ég mig hafa lært margt gott af
afa á þessum tíma og vonandi hef ég
létt eitthvað undir með honum og
ömmu við bústörfin.
Eitt af því sem upp úr stendur frá
veru minni í sveitinni hjá afa og
ömmu er hversu gestkvæmt var oft
hjá þeim. Þau eru mörg skyldmenn-
in og vinafólkið og það var sama
hversu margir komu í heimsókn, það
var alltaf hægt að búa til svefnpláss.
Það voru allir velkomnir. Það var
ekki amalegt að koma að Kolbeinsá
til Hönnu og Munda.
Nú er komið að kveðjustund. Afi
hefur skilað góðu dagsverki; dags-
verki sem hann getur verið hreykinn
af. Við sem eftir sitjum minnumst
hans með virðingu og þökk. Þrátt
fyrir að gamall maður kveðji þennan
heim er alltaf sárt að missa ástvin og
er söknuðurinn mikill.
Elsku amma. Missir þinn er mik-
ill. Hugur okkar Lóu er hjá þér á
þessum erfiðu tímum.
Birkir.
Elsku afi, þar kom að því að mað-
urinn með ljáinn hafði betur og leiðir
skiljast. Síðast þegar ég sá þig var
ekki mikinn bilbug á þér að finna.
Það var í haust þegar þú skaust suð-
ur á spítala í smá aðgerð. Þótt þú
værir nýlega kominn úr svæfingu
þegar ég heimsótti þig þá varstu
með á öllu sem var að gerast og að
sjálfsögðu stutt í glettnina eins og
vanalega. Þegar hjúkrunarfræðing-
urinn kom inn og spurði sem svo
hvort þú værir þarna ennþá, þá
leistu á hana með stríðnisbrosinu og
svaraðir „hva, bjóstu við að ég myndi
strjúka heim af spítalanum“. Þetta
atvik er fyrir mér á margan hátt lýs-
andi fyrir þau kynni sem ég hef haft
af þér frá því ég fyrst man eftir mér.
Það var aldrei kvartað yfir hlutunum
og ætíð hægt að sjá spaugilegu hlið-
arnar á öllum málum. Þær eru vissu-
lega margar og ánægjulegar minn-
ingarnar sem ég á frá heimsóknum
og veru minni hjá ykkur ömmu á
Kolbeinsá og ég efast ekki um að ég
deili þeim tilfinningum með mörg-
um. Oft á tíðum var veran þar hálf-
gert ævintýri fyrir börn þar sem
ætíð var nóg að gera hvort sem var
við störf eða leik. Maður beið með
spenningi eftir því á vorin að fá að
koma með á sjóinn þegar grásleppu-
veiðin hófst, síðan var það selveiðin
og svo var ógleymanlegt að fara með
í eyjuna til að sækja dúninn. Það var
einnig lærdómsríkt að fylgjast með
hversu mikla virðingu þú barst fyrir
dýrum og náttúrunni. Veiðimennsk-
an var þér í blóð borin en þó var
aldrei neitt dýr veitt nema það hefði
tilgang. Ég hef ekki tölu á öllum
þeim fuglategundum og eggjateg-
undum sem ég bragðaði á hjá ykkur
ömmu, að ég tali nú ekki um allar
þær útfærslur á selkjöti sem hægt
var að hugsa sér, allt var nýtt sem
hægt var og úr því eldaður matur.
Veður og veðurfréttir voru mikil-
vægar hjá þér eins og mörgum öðr-
um Íslendingum og þeir voru fáir
veðurfréttatímarnir sem fóru fram
hjá þér. Mér er mjög minnisstætt
hvernig þú samviskusamlega í mörg
ár skrifaðir alltaf niður vindstig og
hitastig á öllum veðurstöðvum
landsins. Hvort þú notaðir þessar
upplýsingar veit ég ekki en eflaust
hafa þær hjálpað þér við að skilja
betur hegðun náttúrunnar. Öll
smíðavinna lék í höndunum á þér,
sama hvort um var að ræða járn eða
tré. Ótrúlegustu hlutir voru smíðað-
ir, allt frá smágerðum handverkfær-
um úr járni og upp í trébát sem not-
aður var í mörg ár. Þær voru oft
fjörugar umræðurnar sem áttu sér
stað í eldhúsinu á Kolbeinsá. Þar
voru allir hlutir ræddir, tekist á um
menn og málefni og flest látið flakka,
oftast þó á léttu nótunum. Stundum
tókst þú ekki beinan þátt í þessu
heldur lást á bekknum og skaust svo
bara inn athugasemdum ef þér
fannst rangt farið með eða þá bara
til að stríða okkur hinum og hlóst
svo ef þér tókst að hræra upp í öllu.
Oft furðaði ég mig á öllum þeim
fjölda af vísum sem þú kunnir utan-
bókar. Þær einhvern veginn duttu út
úr þér við ólíklegustu tækifæri
þannig að maður stundum veltist um
af hlátri. Þessar vísur komu úr öllum
áttum en höfundar var ekki endilega
alltaf getið, enda ekki víst að menn
vildu kannast við að hafa samið sum-
ar þeirra. Oft settist þú á kvöldin
fyrir framan orgelið góða og spilaðir
og söngst. Það lék í höndum þínum
eins og annað enda með sterka og
hljómfagra rödd sem virtist ekki
hafa dofnað síðast þegar ég heyrði
þig syngja. Það var á níræðisafmæl-
inu þínu fyrir tveimur árum þar sem
þú söngst eins og herforingi ásamt
systkinum þínum og fleirum.
Afi minn, ég er sannfærður um að
vel hefur verið tekið á móti þér þar
sem þú ert núna og ég bið góðan guð
að vera með þér. Takk fyrir allt.
Elsku amma, þótt það er örugg-
lega aldrei hægt að undirbúa sig full-
komlega undir það að missa mann-
inn sinn eftir 70 ára samvist þá veit
ég að þú tekur þessu af því æðru-
leysi og skilningi sem þér einni er
lagið. Ég votta þér mína innilegustu
samúð.
Guðmundur Pálmason.
Elskulegur afi minn er fallinn frá,
og valdi sér sama dag og er hann
fæddist fyrir 92 árum síðan.
Afi og amma eru stór hluti í mín-
um uppvexti, og nánast á hverjum
degi var hlaupið „heim“ til ömmu og
afa og samgangur var mikill á milli
heimilanna. Margar minningar á ég
um afa, þar má nefna þegar verið
var að smala og afi náði í okkur
krakkana á jeppanum sínum og
keyrði okkur á móts við karlana sem
höfðu farið af stað ríðandi fyrr um
morguninn og áttum við að aðstoða
við að reka síðasta spölinn heim.
Hann hafði mikinn áhuga á að segja
okkur nöfn á kennileitum, enda var
hann sérstaklega minnugur á þau og
svo síðar þegar við fórum um og orð-
in jafnvel sjálf ríðandi spurði hann
okkur hvar við hefðum farið og hvort
hefðu nú verið kindur á þessum
hólnum eða dalnum og kannaði með
því kunnáttu okkar.
Á vorin var ævinlega veiddur sel-
ur, það var eins og karlarnir á bæn-
um yrðu léttari í spori þegar komið
var að því, þó vinnan væri mikil og
vinnudagur oft mjög langur. Þar
minnist ég afa standandi við flán-
ingsbrettið sem hann hafði útbúið
sjálfur, og með vasahnífinn sinn að
flá selina, gaf sér tíma til að spjalla
við okkur, stoppaði ef til vill, til að fá
sér í nefið og svo var haldið áfram.
Einnig var farið niður í eyju að
taka dún, það fannst okkur spen-
nadi, þá fór afi á trillunni sinni, svo
var siglt niðureftir og vonaðist mað-
ur eftir að fá að sigla með, en stund-
um var fólkið svo margt að einhverj-
ir urðu að labba niður í Búðarvog og
við vorum svo ferjuð út í eyjuna. Þá
fræddi hann okkur um heiti á öllum
víkum og vogum, skerjum og hólm-
um á leiðinni og vonaðist sjálfsagt til
að eitthvað sæti eftir í kollinum á
okkur. Í þessum ferðum var byssan
höfð með, afi var mikill veiðimaður,
hann reyndi að halda ránfugli og
minki frá varpinu og lá á grenjum á
vorin.
Marga morgna kom hann við í eld-
húsinu hjá mömmu, settist hann þá
alltaf á sama stað við eldhúsborðið,
mamma náði i bollann „hans“ og
færði honum kaffi, afi hélt sig við
sama bollann, einhvern sem hentaði
vel fyrir hans myndarlega nef,
stundum ef hann var eitthvað meira
að flýta sér settist hann í efstu
tröppuna og fékk sopann sinn þar.
Afi spilaði á orgel, var undirleikari
í kirkjunni um tíma, hann átti fót-
stigið orgel sem hann spilaði oft á.
Fannst mér mjög gaman að hlusta á
hann spila og syngja, og lagið „Ó, þá
náð að eiga Jesú“ á alltaf eftir að
minna mig á hann.
Margt rifjast upp, afi að smíða úr
járni í litlu smiðjunni sinni, að dytta
að verkfærum í skemmunni, eitt-
hvað að laga trilluna sína eða hvað
annað sem gera þurfti.
Amma var ævinlega við hlið afa,
hvort heldur að færa honum eitthvað
í svanginn eða vinna við hlið hans í
útiverkum. Í haust voru þau búin að
vera gift í 65 ár, ó já, ekki alltaf sam-
mála, en ekki skilin enn eins og
amma orðaði það sjálf er hún sagði
lauslega frá lífshlaupi sínu á ættar-
móti fyrir nokkrum árum síðan.
Elsku amma mín, missir þinn er
mikill, mér finnst ég vera ríkari
manneskja að hafa fengið að eiga
ykkur að, og ósköp hefur mér fund-
ist fallegt hversu vel þú hlúðir að afa
allt til loka.
Hvíl í friði elsku afi minn, minning
þín lifir áfram með okkur.
Þín
Erna.
Guðmundur á Kolbeinsá kvaddi
þessa jarðvist á 92. afmælisdaginn
sinn hinn 5. nóvember sl. Stundin
friðsæl líkt og ég skynja lífshlaup
hans. Umhverfið kunnuglegt og
gott. Hann í sínu herbergi, sínu rúmi
með Hönnu sér við hlið. Starfsfólk
sjúkrahússins á Hvammstanga
skammt undan, sem ávallt hefur
sýnt þeim nærgætni og virðingu.
Guðmundur var afi mannsins míns
og langafi barnanna minna og einnig
góður vinur minn. Við Ragnar
bjuggum með þeim Guðmundi og
Hönnu á Kolbeinsá 1 um tveggja ára
skeið. Synir okkar Jón Pálmar og
Auðunn Ingi voru 4 og 6 ára er við
fluttum í sveitina og eyddu þeir
löngum stundum í endanum hjá
langömmu og langafa við gott atlæti.
Þetta var dýrmætur tími. Þeir námu
margt af þeim og er Auðunn Ingi hóf
skólagöngu sína 6 ára gamall hafði
hann tileinkað sér ýmislegt úr mál-
fari þeirra svo eftir var tekið. Guð-
mundur hefur glatt okkur með nær-
veru sinni og fallegri söngrödd við
skírnir og fermingar barnanna okk-
ar. Er Auðunn Ingi fermdist vorið
2003 lagði hann mikið á sig að koma
og fylgja honum til altaris þrátt fyrir
lasleika. Það sýndi fallegan hug
hans. Það var mannbætandi að búa í
návist við Guðmund og Hönnu. Hjá
þeim áttu allir skjól, ekki var farið í
manngreinarálit, allir höfðu eitthvað
til síns ágætis. Börn löðuðust að
þeim enda hlustað á raddir þeirra.
Hanna, það væri hver maður
sæmdur af þínu dagsverki. Þú og
börnin þín eruð lánsöm að hafa notið
langrar samvistar við góðan eigin-
mann og föður. Ég votta öllum þeim
er tengjast Guðmundi á Kolbeinsá
samúð. Ég sakna vinar í stað en er
líka þakklát Guði fyrir að hafa
ákveðið heimferð hans á þessum
tímapunkti, því þegar athafnir dag-
legs lífs fara að verða erfiðar er
hvíldin kærkomin. Með eftirfarandi
ljóðlínum kveð ég Guðmund á Kol-
beinsá og þakka honum hans góða
vinskap.
Lokið er vöku langri
liðinn er þessi dagur.
Morgunsins röðulroði
rennur upp nýr og fagur.
Miskunnarandinn mikli
metur þitt veganesti.
Breiðir út ferskan faðminn
fagnandi nýjum gesti.
(H.A.)
Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir.
Ég er ekki sá eini sem Mundi og
Hanna á Kolbeinsá hafa átt þátt í að
koma til manns. Meira og minna all-
an þeirra búskap dvaldist að sum-
arlagi hjá þeim fjöldi barna og ung-
linga úr þéttbýlinu, oft skyldfólk en
alls ekki alltaf. Allir leituðust við að
halda tengslunum áfram eftir að
sveitadvölinni lauk með því að koma
í heimsóknir á hverju sumri, og þá
oft með eigin fjölskyldu. Ég var einn
af þeim, og einstök tengsl tókust
milli Ólafar konu minnar og þeirra
hjóna sem tóku henni opnum örm-
um, sem vert er að þakka sérstak-
lega.
Kolbeinsá er ekki eins og hvaða
sveitabær sem er. Hlunnindajörð að
fornu fari, sem veitti börnum ótrú-
lega upplifun á leið til aukins þroska.
Auk hefðbundins búskapar var
stunduð selveiði, æðardúnstekja,
lundaveiði, söfnun og vinnsla á reka-
við, hrognkelsaveiðar og jafnvel
handfæraveiðar. Lífið við ströndina,
æðurin, krían, teistan, lómurinn,
marflærnar og marglytturnar, rek-
inn í fjörunni og sjálf hafaldan að
norðan og brimið við klettana var ei-
líf uppspretta nýrra ævintýra og
uppgötvana sem greypt eru í sálar-
tetrið og aldrei fyrnast. Ég er sann-
færður um að dvölin þessi 10 sumur í
röð, frá 5 til 15 ára aldurs, frá sauð-
burði fram yfir réttir, hefur mótað
persónu mína meira en flest annað. Í
huganum var eilíf sól í Hrútafirð-
inum á þessum tíma, nokkuð sem ég
hef átt erfitt með að sannfæra aðra
um síðar.
Guðmundur föðurbróðir minn var
ekki heldur eins og hvaða bóndi sem
er. Hann var einstaklega handlaginn
og smíðaði þau áhöld sem ekki voru
til á bænum og auk þess skeifur og
ótal aðra hluti sem óþarfi er upp að
telja. Hann var talinn góður sláttu-
maður og laginn við skepnur, slyng-
ur við veiðar á ref og rjúpu og bjarg-
aði sér almennt ákaflega vel við
búskapinn. Hann hélt okkur sumar-
krökkunum vel að verki og vonandi
höfum verið til einhvers gagns, en
aldrei minnist ég þess að hann hafi
GUÐMUNDUR
SIGFÚSSON
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta