Morgunblaðið - 13.11.2004, Side 48
48 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Friðrik Bjarna-son fæddist í
Hörgsdal á Síðu 4.
júlí 1910. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilinu á Kirkjubæjar-
klaustri laugardag-
inn 6. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Bjarni Bjarnason,
bóndi í Hörgsdal, f.
17.7. 1871, d. 17.9.
1946, og kona hans
Sigríður Kristófers-
dóttir, f. 7.10. 1879,
d. 11.5. 1966. Þau
eignuðust ellefu
börn sem öll eru lát-
in og ólu auk þess
upp þrjú fósturbörn. Friðrik var
sjöundi í systkinaröðinni ásamt
Jakobi tvíburabróður sínum.
Sigríður Matthíasdóttir fæddist
bóndi á Fossi, f. 17.3. 1892, d.
28.8. 1935, og kona hans Helga M.
Ólafsdóttir, f. 22.12. 1892, d. 27.
júlí 1972. Sigríður átti eina syst-
ur, Jóhönnu, f. 21.6. 1924, sem lif-
ir systur sína.
Þau Friðrik og Sigríður gengu
í hjónaband 23. maí 1940 og
bjuggu óslitið frá 1948 á Hraun-
bóli á Síðu í V-Skaftafellssýslu.
Þau hjónin eignuðust þrjár dætur
sem eru: 1) Matta, f. 11.7. 1940,
maki Benedikt Bjarnarson, f. 7.1.
1936. Börn þeirra eru Þuríður
Helga, Sigurður Friðrik og Hauk-
ur Camillus. 2) Helga, f. 23.9.
1941. Dætur hennar eru Sigríður
og Þóra Mjöll. 3) Bára Sigríður, f.
24.7. 1944. Sonur hennar er Örn
Frosti. Barnabarnabörnin eru ell-
efu.
Útför Friðriks verður gerð frá
Prestbakkakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
á Fossi á Síðu 14. maí 1922. Hún
lést á Landspítalanum í Fossvogi
17. júlí síðastliðinn. Foreldrar
hennar voru Matthías Stefánsson,
Við fráfall tengdaforeldra minna
Sigríðar Matthíasdóttur og Friðriks
Bjarnasonar er mér efst í huga
þakklæti fyrir allt sem þau voru
mér og þátt þeirra í uppeldi barna
minna, sem nutu þeirra ómetanlegu
forréttinda að vera á sumrin í sveit-
inni hjá afa og ömmu. Sú reynsla og
lærdómur við bústörf og samvistin
við þau hefur nýst þeim vel á lífs-
leiðinni. Þrettán ára missir Sigríður
föður sinn sviplega aðeins 43ja ára
gamlan og er eftir það með móður
sinni að mestu leyti á Þverá í sömu
sveit eða allt þar til hún giftist
tengdaföður mínum. Fyrsta hjóna-
bandsárið bjuggu þau hjá foreldr-
um Friðriks í Hörgsdal en flytja
síðan að Hraunbóli í sömu sveit og
eru þar til 1945. Þau flytja aftur í
Hörgsdalinn og eru þar til 1948 er
þau flytja endanlega að Hraunbóli
og bjuggu þar alla tíð síðan.
Þar til Friðrik hóf sjálfur búskap
hafði hann unnið ýmis störf. Hann
var m.a. í læri í söðlasmíði hjá Frið-
riki Kristóferssyni í Mörk, og sagði
hann mér að þeir hefðu unnið virkin
í eldsmiðjunni hjá Sigfúsi á Geir-
landi. Einnig vann hann með Sig-
fúsi við að setja upp rafstöðvar í
Mýrdalnum. Þeir eru og margir
veggirnir í sveitinni sem hann hlóð
en hann þótti sýna þar mikla verk-
lagni og útsjónarsemi og var eft-
irsóttur til slíkra starfa.
Ég kom fyrst að Hraunbóli 1961
og man ekki eftir að hafa misst úr
sumar fram á þennan dag. Það var
alltaf tilhlökkunarefni að komast í
sveitina þar sem maður varð svo
andlega afslappaður að tíminn stóð
nánast í stað. Ekki er hægt að
segja að tengdaforeldrar mínir hafi
verið nýjungagjörn heldur héldu
sér að mestu við gamla lagið. Það
var með ólíkindum hvað tengda-
föður mínum tókst að framlengja
líftíma tóla og tækja með þeim efni-
viði sem hendi var næst og hefur
reynsla hans af söðlasmíði og upp-
setningu rafstöðva komið þar að
góðu gagni. Ég á vonandi eftir að
koma oft að Hraunbóli í framtíðinni
og þá verður gott að geta rifjað upp
þær góðu stundir sem ég átti þar
með tengdaforeldrum mínum.
Blessuð sé minning þeirra.
Benedikt Bjarnarson.
Elskuleg afi okkar og amma, hafa
nú lokið löngu dagsverki sínu. Afi
er nú kominn til ömmu nákvæmlega
16 vikum eftir að hún kvaddi þenn-
an heim. Við systkinin eigum marg-
ar góðar minningar frá sumardvöl
okkar í sveitinni hjá ömmu og afa á
Hraunbóli. Þessar minningar úr
barnæskunni viljum við af alhug
þakka fyrir. Samvera okkar með
ömmu og afa hefur gefið okkur gott
veganesti út í lífið og þá ekki síður
hin síðari ár er fjölskyldur okkar
hafa notið þessara samverustunda
með okkur. Við höfum alltaf álitið
okkur einstaklega heppin og stór-
auðug, að geta komist í friðsæld
sveitarinnar til ömmu og afa. Þar
gátum við gleymt klukkunni, tölv-
unni og símanum og bara notið þess
að vera til.
Börnin okkar kunnu líka að meta
það að komast burt úr skarkala
hins daglega lífs í friðinn og kyrrð-
ina hjá langömmu og langafa á
Hraunbóli. Að Hraunbóli kom eng-
inn að tómum kofanum. Kökunum,
rjómakaffinu og steikunum hennar
ömmu gerðu allir góð skil og verður
sárt saknað í Hraunbólsferðum
okkar.
Ekki var fyrir að fara efnislegum
lífsgæðum eða þægindum á Hraun-
bóli, en þar fundum við heilbrigða
og andlega lífssýn sem við systkinin
ásamt fjölskyldum okkar eigum eft-
ir að búa að allt okkar líf.
Elsku amma og afi, við kveðjum
ykkur með þakklæti í huga og biðj-
um góðan Guð að geyma ykkur. Þið
munuð búa í hjörtum okkar að ei-
lífu.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þuríður Helga, Sigurður
Friðrik, Haukur Cam-
illus og fjölskyldur.
FRIÐRIK BJARNASON OG
SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR
✝ Hólmfríður Pét-ursdóttir fæddist
í Presthvammi í Lax-
árdal 17. júlí 1926.
Hún lést á Heilbrigð-
isstofnun Þingey-
inga, Húsavík, 3.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Pétur Jóns-
son, bóndi og
vegavinnuverkstjóri
í Reykjahlíð í Mý-
vatnssveit, f. 18. apr-
íl 1898, d. 17. nóv
1972, og Kristín Þur-
íður Gísladóttir, f.
31. júlí 1895, d. 21. júlí 1984. Systk-
ini Hólmfríðar eru Gísli, f. 10. maí
1922, d. 25 apríl 1950, Jón Ár-
mann, f. 24. maí 1924, Snæbjörn, f.
31. ágúst 1928, og Helga Valborg,
f. 26. júní 1936.
Hólmfríður giftist 18. apríl 1949
Sverri Tryggvasyni frá Víðikeri, f.
15. júlí 1920, d. 8. júní 1999. For-
eldrar hans voru Tryggvi Guðna-
son, f. 9. nóv. 1876, d. 29. okt.1937,
og Sigrún Ágústa Þorvaldsdóttir,
f. 2. okt. 1878, d. 27. nóv. 1959.
Börn Hólmfríðar og Sverris eru: 1)
Héðinn, f. 20. sept. 1949, sambýlis-
kona Lára Ingvarsdóttir. Börn
Héðins og Huldu Finnlaugsdóttur,
en þau slitu samvistum, eru: a)
Tryggvi, f. 1974, d. 16. maí 1993. b)
Erna, f. 1976, dóttir hennar og
Harðar Sigurjóns Karlssonar er
Álfheiður Kristín. Sambýlismaður
Ernu er Halldór Gunnarsson, son-
ár. Hólmfríður var formaður
Menningarsjóðs þingeyskra
kvenna um árabil. Hún stóð fyrir
því að sjóðurinn var stofnaður
1951 og stuðlaði að því að endur-
reisa hann upp úr 1990. Hlutverk
sjóðsins var að styrkja konur í
Suður-Þingeyjarsýslu til náms. Í
tilefni af 50 ára afmæli sjóðsins var
gefin út hjá bókaútgáfunni Pjaxa
ehf. í samvinnu við Menningar-
sjóðinn bók með hugverkum 180
þingeyskra kvenna og var Hólm-
fríður upphafsmaður og aðal-
hvatamaður að bókinni. Skóg-
ræktarfélag var stofnað í
Suður-Þingeyjarsýslu árið 1943.
Hún átti þátt í að endurvekja fé-
lagið um 1970 og var formaður
þess frá 1977 til 1996. Árið 1985
var stofnað fyrir tilhlutan hennar
ITC deildin Fluga, sem starfar inn-
an alþjóðasamtakanna Internat-
ional Training in Communication.
Hólmfríður var tvisvar forseti
deildarinnar og forseti II. ráðs
ITC. Hún tók að sér ábyrgðarstörf
fyrir landsvið samtakanna. Hólm-
fríður var hvatamaður að því að
Handverksfélagið Dyngjan var
stofnað í Mývatnssveit og var í
stjórn þess félags. Einnig hafði
hún forgöngu um að stofna Félag
eldri Mývetninga og var auk þess
einnig einn af aðalhvatamönnum
þess að stofna Mývatnssafn, til að
varðveita muni og sýna ókomnum
kynslóðum hvernig lifað var í Mý-
vatnssveit fyrrum. Á síðastliðnu
ári var Hólmfríður sæmd riddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu
fyrir störf hennar að félagsmálum,
handverki og skógrækt.
Útför Hólmfríðar fer fram frá
Reykjahlíðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
ur þeirra er Brynjar
Logi. c) Jóhannes Pét-
ur, f. 1979, sambýlis-
kona Sólveig Hlín
Kristjánsdóttir. d)
Helgi, f. 1988. e) Ein-
ar, f. 1990. Dóttir Héð-
ins og Rufiu Alexivu,
Diljá, f. 2001. 2) Sig-
rún, f. 9. maí 1953,
maður hennar er Frið-
rik Lange Jóhannes-
son. Börn þeirra eru:
a) Sverrir Lange, f.
1975, sambýliskona,
Helga María Gísla-
dóttir, sonur þeirra er
Tristan Alex Lange og b) Daði
Lange, f. 1979. 3) Kristín Þuríður,
f. 6. des. 1959. Sonur hennar og Jó-
hannesar Hjálmarssonar er Bjart-
mar Þorri, f. 1978. 4) Gísli, f. 18.
maí 1961, kona hans er Lilja Sig-
ríður Jónsdóttir. Börn þeirra eru
Aldís, f. 1983, Eyrún, f. 1990, Tóm-
as, f. 1994, og Bjarki, f. 2001.
Árið 1957 stofnuðu Sverrir og
Hólmfríður nýbýli út úr landi
Reynihlíðar, reistu þar íbúðarhús
og nefndu bæinn Víðihlíð. Hólm-
fríður vann lengi í hótelinu í
Reynihlíð, fyrst var hún starfs-
stúlka og síðan sá hún um árarað-
ir, um að baka brauð og kaffibrauð
í hótelinu. Um 50 ár starfaði Hólm-
fríður í Kvenfélagi Mývatnssveitar
og var formaður þess frá 1952 til
1974 með hléum eða samtals í 15
ár. Hún var formaður Kvenfélaga-
sambands Suður-Þingeyinga í 11
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti
(Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.)
Elsku Fríða frænka mín var góð
fyrirmynd fyrir unga stúlku. Hug-
sjónamanneskja, barðist fyrir jafn-
rétti kynjanna og hagsmunum minni-
máttar, umhverfissinni sem sá
Hólasand í hillingum hulinn skógi
grænum. Hún var skáld og listamað-
ur, orti vísur við öll möguleg tækifæri
og bjó til hvað sem var úr hverju sem
var – snillingur í höndunum. Hún var
óþreytandi afl í margvíslegum fé-
lagsstörfum. Fáir hafa átt Fálkaorð-
una meira skilið en hún fyrir framlag
sitt þar.
Ég syrgi einn af hornsteinum fjöl-
skyldunnar okkar, móðursystur sem
passaði mig þegar ég var lítil. Hjarta
heimilis þar sem klukkan 5 á aðfanga-
dag var enn verið að búa til síðustu
jólagjafirnar eins og á verkstæði jóla-
sveinanna, þar sem hlý angan af
reyktum silungi og heitu brauði fyllti
vitin og umvafði mann öryggi. Heimili
þar sem ég fékk að hlusta á Litlu Ljót
og Áfram stelpur á plötuspilaranum,
þar sem ég lærði að passa börn,
barnabörnin. Ég minnist Fríðu við að
klippa rósir í gróðurhúsinu, við gróð-
ursetningu trjáa uppi í brekku, heyri
óm af hlátrasköllum í Grjótagjá og
sögur hennar af álfum og tröllum á
söluferðum okkar fyrir S.Í.B.S. Það
var fjör í kringum hana við undirbún-
ing skemmtiatriða þorrablóta, á álfa-
dansæfingum, við laufabrauðsgerð
heima á torfunni okkar að ég tali ekki
um jólaboðin þá var gott að vera með
Fríðu í liði sem vissi allt og var til í að
leika hvað sem var. Best af öllu var að
koma til Fríðu í bakaríið á hótelinu, fá
góð ráð og heimsins bestu rúnn-
stykki.
Oft bakaði hún fyrir jarðarfarir þar
með sköpunargleði og samúð, ég sé
fyrir mér skærbleikar tertur fyrir
unnanda þess lits. Skyldu hennar
tertur vera skreyttar rósum í dag? Ég
mun sakna frænku minnar og vildi
geta kvatt hana betur og þakkað fyrir
allt sem hún gaf mér.
Elsku Héðinn, Rúna, Stína, Gilli og
fjölskyldur, Erna mín og Þorri, ég
hugsa til ykkar.
Kveðja
Drífa Arnþórsdóttir.
Í dag kveðjum við kæra frænku,
Hólmfríði Pétursdóttur úr Víðihlíð. Í
minni fjölskyldu var hún gjarnan köll-
uð Fríða gamla frænka, ekki af því að
hún hafi verið svo gömul heldur af því
að hún var svo góð frænka.
Það eru forréttindi að fá að alast
upp í samhentri stórfjölskyldu og eiga
þannig margar góðar minningar frá
stórum sem smáum viðburðum sem
ylja manni um hjartarætur um ókom-
inn tíma. Nú þegar komið er að leið-
arlokum hjá Fríðu þá streyma minn-
ingabrotin um huga minn.
Svartabrauðið í eldhúsinu í Víðihlíð.
Félagsmálanámskeið hjá Fríðu þegar
ég var unglingur. Bakstursilmur í
bakaríinu á hótelinu. Súkkulaðikök-
urnar og rúnstykkin! Vísur, spakmæli
og geislandi bros. Ferðir upp í skóg-
ræktargirðingu. Vínberja- og rósa-
rækt í gróðurhúsinu. Og jólagjafirnar
úr Víðihlíðarsmiðju. Seint gleymi ég
henni Soffíu slöngu sem einu sinni
skreið upp úr risapoka sem komið
hafði verið fyrir undir jólatrénu í
Austurhlíð. Fríða var mikil hagleik-
skona og allt virtist leika í höndum
hennar.
Enda brást það yfirleitt ekki að ef
einhver lenti í vandræðum með að út-
búa eitthvað eða laga þá var hægt að
leita til Fríðu og hún bjargaði mál-
unum. Hún var líka óþrjótandi upp-
spretta hugmynda og eftir hana liggja
stórkostleg listaverk, bæði stór og
smá, hvort heldur sem um handverk
eða hugverk er að ræða. Fríða var
atorkumikil og átti mörg áhugamál.
Sameiginlegt áhugamál okkar voru
félagsstörf og um skeið vorum við
samtíða í ITC-starfi. Það voru lær-
dómsrík og skemmtileg ár og ekki var
nú kynslóðabilinu fyrir að fara þar.
Þó það sé lífsins gangur að menn-
irnir týni tölunni og allir verði að vera
undir það búnir þá er erfitt að hugsa
sér stórfjölskylduna án Fríðu gömlu
frænku. Elsku Gilli, Stína, Rúna,
Héðinn og fjölskyldur, innilegar sam-
úðarkveðjur til ykkar allra.
Birna, Steinar og börn.
Ég var lítil í sveitinni okkar, elsku
Fríða ömmusystir, og af því ég var
svo lítil þá man ég ekki svo skýrt.
Margar minninganna um þig eru
eins og máðar vatnslitamyndir eða
kunnugleg lykt sem maður getur ekki
skilgreint, bara þekkir og gleðst,
bráðnar að innan, lekur til og rennur
saman svo allt verður óskýrt, og eftir
stendur tilfinningin ein. Vatnslita-
myndir af hrafntinnu við útidyrnar,
fallegum púðum í týndu herbergi,
rugguhesti, hægindastól og rúg-
brauði með reyktum silungi.
Þú gafst mér prjónapúka og vísu í
fermingargjöf, og ég safna málverk-
um eftir þig og vel þeim hjartastað.
Almættið styrki ykkur öll, sem haf-
ið elskað og misst þessa góðu konu.
Helga Valborg Steinarsdóttir.
Í kjölfar sumarloka, á einhverju
hlýjasta sumri sem Íslendingar hafa
upplifað lauk Hólmfríður Pétursdótt-
ir vegferð sinni á þessari jörð. Hólm-
fríður var einn af stofnendum Lands-
samtaka ITC á Íslandi. Er á engan
hallað þótt fullyrt sé að með henni sé
genginn einn af máttarstólpum sam-
takanna. Margir eru þeir félagar sem
til hennar hafa sótt stuðning og
hvatningu. Hún var til síðasta dags
áhugasamur og ötull félagi og lét ekk-
ert aftra sér frá þátttöku. Það varð
ekki fundið af návist við hana á lands-
þingi ITC í vor að hún hefði þar í för
með sér óboðinn gest, sjúkdóminn
sem hún tókst á við síðustu misserin.
Þannig var hún, ávallt glaðvær,
kjarkmikil og ung í anda. Stjórn
Landssamtaka ITC á Íslandi vottar
öllum aðstandendum innilega samúð
og hugsar til Hólmfríðar með þökk og
virðingu.
Arnþrúður Halldórs-
dóttir, forseti Lands-
samtaka ITC á Íslandi.
Dalurinn opnast, himinhá
hamrafjöll við þér taka.
Vinur minn kær, ég kveð þig nú,
þú kemur ekki til baka.
Vinkona mín Hólmfríður Péturs-
dóttir er farin og kemur ekki til baka
eins og segir í þessu litla kínverska
ljóði.
Ég kynntist Fríðu, eins og hún var
oftast kölluð, 1985 þegar við sátum
báðar Landsþing ITC á Íslandi sem
haldið var í Stykkishólmi. Ég heill-
aðist af þessari lágvöxnu konu sem
var þó nokkru eldri en ég, en yngri í
anda. Hún var frjó í hugsun og mikill
heimsborgari. Fríða blandaði geði við
fólk frá ýmsum löndum og hýsti
marga útlendinga sem vantaði húsa-
skjól og náði góðu sambandi við þá,
hverrar þjóðar sem þeir voru. Fríða
var vel lesin og víðsýn og fylgdist vel
með því sem var að gerast bæði heima
og heiman. Hún var jafnan í forystu-
sveit þeirra sem voru í félagsstörfum
og kenndi á mörgum félagsmálanám-
skeiðum sem haldin voru í Þingeyj-
arsýslum.
Hún var stofnforseti ITC-deildar-
innar Flugu sem var stofnuð í Mý-
vatnssveit og nágrannabyggðum árið
1985. Gegndi hún einnig mörgun
trúnaðarstörfum á efri sviðum ITC.
ITC Fluga starfar innan Alþjóða-
HÓLMFRÍÐUR
PÉTURSDÓTTIR