Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 57 DAGBÓK Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó í dag kl. 14. Auka- umferðir eftir kaffi. Hárgreiðslu– og fót- snyrtistofa eru opnar frá kl. 9–16 alla virka daga. Breiðfirðingafélagið | Félagsvist sunnu- daginn 14. nóvember, kl. 14. Kaffiveitingar, allir velkomnir. FEBÁ, Álftanesi | Farið verður að sjá sýn- inguna „Edith Piaf“ í Þjóðleikhúsinu á laug- ardagskvöld. Félag eldri borgara Kópavogi | Opið hús verður fyrir félagsmenn FEBK og gesti þeirra kl. 14 í Félagsmiðstöðinni Gullsmára. Dagskrá: Píanóleikur Elsa Fanney Jóns- dóttir. Leiftur frá liðnum árum. Kaffi og meðlæti. Sigríður Norðkvist stjórnar fjöldasöng. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Félag eldri borgara Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Fyrirhuguð er ferð á Listasafn Einars Jónssonar fimmtudaginn 18. nóv- ember kl. 13. Safnið stendur um þessar mundir fyrir kynningarátaki á afsteypum og býður félagsmönnum upp á afslátt á verði. Skráning á skrifstofu FEB í s. 588 2111. Félagsstarf aldraðra Garðabæ | Göngu- hópur hittist í Kirkjuhvolskjallaranum, lagt af stað kl. 10.30. Hæðargarður 31 | „Út í bláinn“ fjölskyldu- ganga Háaleitishverfis. Lagt af stað kl. 10. Húsið opnað kl. 9.30. Teygjuæfingar og vatn í boði. Upplýsingar í síma 568 3132. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund alla laugardaga kl. 20. Einnig eru bæna- stundir alla virka morgna kl. 6–7. Langholtskirkja | Kirkjuprakkarar, starf fyrir 7–9 ára, er á mánudögum kl. 15.30– 16.30. Athugið breyttan tíma. Fjölbreytt starf í umsjón Ólafs Jóhanns og Guð- mundar Arnar. Njarðvíkurprestakall | Kirkjuvogskirkja (Höfnum): Sunnudagaskóli á morgun kl. 13.30 í umsjá Margrétar H. Halldórsdóttur og Gunnars Þórs Haukssonar. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. Baldur Rafn Sigurðsson sóknarprestur. Njarðvíkurprestakall | Ytri-Njarðvíkur- kirkja: Sunnudagaskóli á morgun kl. 11 í umsjá Margrétar H. Halldórsdóttur og Gunnars Þórs Haukssonar og Natalíu Chow Hewlett organista. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. Baldur Rafn Sigurðsson sóknarprestur. Staður og stund http://www.mbl.is/sos SÝNINGIN „Ferð að yfirborði jarð- ar,“ með verkum Boyle-fjölskyld- unnar frá Skotlandi verður opnuð í dag kl. 15 í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Með- limir Boyle-fjölskyldunnar eru fjór- ir, hjónin Mark Boyle og Joan Hill og börn þeirra Sebastian og Georgia, en hópurinn vinnur sem einn listamaður að öllum verkefnum sínum. Listsköpun þeirra er nokk- urs konar fjölskyldufyrirtæki. Boyle-fjölskyldan hefur sérhæft sig í að gera svokallaðar jarð- sneiðar, sem eru nákvæmar eft- irmyndir af jarðsvæði, en fyrstu jarðsneiðina gerðu þau Mark og Joan árið 1964. Fjórum árum seinna hófu þau risavaxið verkefni sem nefnist Ferð að yfirborði jarðar. Takmark þeirra var að gera ná- kvæma eftirmynd af 1000 hlutum yf- irborðs jarðar, sem væru valdir af handahófi. Verkefnið hófst þegar áhorfendur voru beðnir um að kasta pílum í risastórt heimskort til að velja stað- ina. Sjötíu prósent pílnanna lentu í sjó en sú fyrsta stakkst í Ísland. Í framhaldinu ferðuðust þau til margra landa, borga og afskekktra staða, og gerðu ofurraunsæja lág- mynd af því svæði þar sem pílan hafði lent. Aðferðin sem þau nota við að endurskapa jarðsvæðin svo ná- kvæmlega, oft úr óstöðugum efnum eins og sandi, mold og ís er vel varið leyndarmál. Fjölskyldan hefur aldr- ei komið til Íslands, áfangastaðar fyrstu pílunnar, eða haldið þar sýn- ingu, fyrr en nú. Þau sýndu fyrst í Listasafninu á Akureyri en þaðan kemur sýningin í Hafnarborg. Mark og Joan eiga sér langan fer- il að baki og hafa m.a. unnið með listamönnum á borð við Jimi Hend- rix og Dieter Roth. Með Hendrix bjuggu þau til skynvíkkandi ljósa- sýningu, sem varð afar þekkt og bregður m.a. fyrir í bíómyndunum um spæjarann Austin Powers. Sýning Boyle-fjölskyldunnar er haldin í samstarfi við Listasafnið á Akureyri, sýningar- og safnstjóri Hannes Sigurðsson. Safnið er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og lýkur sýningunni 29. nóvember. Morgunblaðið/Sverrir Boyle-fjöl- skyldan kannar yfir- borð jarðar LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið annað kvöld kl. 19.00 á Hótel Sögu, Súlnasal Boðin verða upp um 160 verk, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14 – 16, í dag kl. 10.00 – 17.00 og á morgun kl. 12.00 – 17.00. Sími 551 0400 Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Sýningar kvikmyndasafnsins Í VETUR hef ég sótt þónokkrar sýningar hjá Kvikmyndasafni Ís- lands í Bæjarbíói og haft af mikinn lærdóm og skemmtun. Þriðjudaginn 9. nóvember fór ég að sjá Ívan grimma eftir Eisenstein og hugsaði mér gott til glóðarinnar, enda mikið meistaraverk þar á ferð. Sýningin gekk bærilega, þótt sýn- ingarstjórinn hökti lítillega á sumum samskeytum, en slíkt eykur auðvitað bara á stemninguna. Mér brá hins vegar í brún þegar sýningunni lauk: Myndin hafði að- eins tekið um 100 mínútur í sýningu en skv. áreiðanlegum heimildum er heildartími Ívans grimma 115 mín- útur. Kópía Kvikmyndasafnsins virðist vera alvarlega brengluð. Ég sting upp á því að umsjónarmenn kvik- myndasýninga í Bæjarbíói taki það fram sérstaklega ef um styttar út- gáfur mynda er að ræða, því annað er fúsk. Gestur Jónsson. Verkfalli mótmælt ÉG mótmæli verkfallinu. Mig langar að komast í skólann og hitta vini mína og ég vil fá að læra í skólanum en get ekki gert neitt í þessu verk- falli. Af hverju hittast ekki nemend- urnir í sínum skóla og ræða saman og læra eitthvað? Hvernig geta þeir gert okkur þetta? Loka okkur úti og segja okkur bara að fara heim. Nú er nóg komið, ég þoli þetta ekki lengur. Mótmæl- um verkfallinu. Árni Bragi Eyjólfsson, nemandi í 5. bekk Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðarsveit. Drengjareiðhjól í óskilum NÝLEGT drengjareiðhjól, Diamond, fannst í Mýrinni í Garða- bæ. Upplýsingar í íþróttahúsinu í Mýrinni eða í síma 517 6600. Blár Nokia-sími týndist BLÁR NOKIA 3100 með tveimur límmiðum aftan á týndist í eða við Sundhöllina á Barónsstíg síðdegis sl. miðvikudag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 588 4880 eða 860 1206. Kettlingar fást gefins TVEIR gullfallegir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 565 4210 eða 869 5128. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Í FRAMHALDI af fréttatilkynn- ingu stjórnar sjálfseignarstofn- unarinnar Kvikmyndahátíðar í Reykjavík (KÍR), sem birtist í Morgunblaðinu í gær, vill stjórn Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (AKR) koma eftirfar- andi á framfæri. Eins og fram hefur komið var Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stofnuð 27. júlí síðast- liðinn í þeim tilgangi að halda veg- lega alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík þar sem slík hátíð hefur ekki verið haldin frá árinu 2001. Markmið starfsemi AKR er: § Að auka fjölbreytni í kvikmynda- úrvali hér landi og höfða til breiðs hóps áhorfenda með fjöl- breyttri og framsækinni dag- skrá. § Að gera kvikmyndaáhugafólki á Íslandi kleift að sjá kvikmyndir sem hafa litla möguleika á að komast í almenna dreifingu á al- þjóðlegum kvikmyndamarkaði; sem endurspegla menningu margvíslegra menningarsvæða; og sem ella myndu ekki skila sér hingað til lands. § Að skapa beintengingu og mið- punkt fyrir það nýjasta, fersk- asta og áhugaverðasta sem er að gerast á hinu alþjóðlega og ís- lenska kvikmyndasviði. Þessi þáttur þjónar upprennandi lista- mönnum á sviði íslenskrar kvik- myndagerðar ekki síður en hinu almenna kvikmyndaáhugafólki. § Að efla og glæða áhuga almenn- ings á kvikmyndum í víðu sam- hengi. Með því að veita almenn- ingi aðgang að slíkum verkum, með því að standa fyrir fræðslu og víðtækri og vandaðri umræðu um kvikmyndir og með því að tengja starf hátíðarinnar við skólastarf. § Að koma á samstarfi á breiðum grunni við listastofnanir, ýmsa menningarviðburði og sveitar- félög víða um land. Menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg eru bakhjarlar hátíðarinnar og styðja hana með fjárframlögum. Listrænir ráðgjafar AKR eru Sigurjón Sighvatsson kvikmynda- framleiðandi og kvikmyndagerðar- mennirnir Dagur Kári Pétursson, Sólveig Anspach og Sturla Gunn- arsson. Þá hefur fulltrúum fag- félaga kvikmyndagerðarmanna og leikara auk fulltrúa ríkis, borgar og AKR verið boðið að sitja í heið- ursnefnd Alþjóðlegrar kvikmynda- hátíðar í Reykjavík. Skv. samningi við menntamálaráðuneytið sér Kvikmyndamiðstöð Íslands um þá skipan. Þegar hafa verið tilnefnd í heiðursnefnd: Sigríður Péturs- dóttir og Ólafur H. Torfason til vara fyrir Reykjavíkurborg og Stefán Baldursson og Breki Karls- son fyrir AKR. Nýlega var undirrituð vilja- yfirlýsing um samstarf við mennta- og menningarsetrið á Eiðum, sem Sigurjón Sighvatsson er í forsvari fyrir. Með henni eru lögð drög að samvinnu Eiða og AKR við eflingu menningar á landsbyggðinni og höfuðborgar- svæðinu, og áhuga almennings á sjónrænum listum í víðu sam- hengi. Í fréttatilkynningu frá að- standendum Kvikmyndahátíðar í Reykjavík kemur fram ásökun þess efnis að AKR notfæri sér nafn og viðskiptavild KÍR án leyf- is. Þetta er misskilningur. AKR fékk í lok ágúst sl. munnlegt leyfi Friðriks Þórs Friðrikssonar, for- svarsmanns KÍR, til að nota nafn og viðskiptavild hátíðarinnar. Stjórn AKR ákvað að nota ekki nafn KÍR eins og ljóst má vera. Í vörumerki hátíðarinnar stóð um tíma Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík en á ensku Reykjavík Film Festival. Hún hefur einnig í nokkrum bréfum sagt sig arftaka KÍR. Þetta gerði hún í góðri trú en mun ekki gera það héðan í frá þar sem forsvarsmenn KÍR eru greini- lega ekki á eitt sáttir um að hún megi kynna sig með þeim hætti. AKR harmar þennan leiða mis- skilning. Í fréttatilkynningu frá KÍR kemur jafnframt fram að ef slegið er upp í simaskra.is nafni Kvik- myndahátíðar í Reykjavík er búið að slá þar inn nafn og síma AKR. Ástæður þessa liggja í leitarforriti vefsímaskrárinnar. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er skráð í simaskra.is sem Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík og hefur aldrei verið skráð þar undir öðru heiti. Stjórn Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar harmar þennan leiða misskilning sem hefði mátt leiðrétta með einfaldri fyrirspurn eða ábendingu. Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík hefur ekki verið kunnugt um áform KÍR um áframhaldandi starfsemi, fyrr en nú. Þar sem þessi leiði misskiln- ingur hefur nú verið leiðréttur tel- ur AKR mikilvægt að áhugafólk um uppbyggingu öflugrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík vinni sameiginlega og af heilum hug að því markmiði. Reykjavík, 12. nóvember 2004 Stjórn Alþjóðlegrar kvikmynda- hátíðar í Reykjavík: Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri AKR, Breki Karlsson, stjórnarmaður, Tómas Hermannsson, stjórnarformaður AKR. Fréttatilkynning frá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík 12. nóvember 2004 Að gefnu tilefni BJÖRK Guðna- dóttir og Ráðhild- ur Ingadóttir opna myndlist- arsýningar í Ný- listasafninu í dag kl. 17. Á sama tíma opnar Ný- listasafnið sýn- ingu á verkum í eigu safnsins sem kallast Sýra Nostalgía. Sýning Bjarkar heitir „Eilífðin er líklegast núna“ og er þar að finna fjölda skúlptúra úr gipsi og eitt stórt verk úr áli og pólýester siffon. Björg vill ögra skynjun áhorfandans með formum og lita- notkun, sem minna bæði á teikni- myndir barnæskunnar og erótísk- ar línur mannslíkams. Verkin öðlast þannig nýja verund sem er bæði munúðarleg og fyndin. Sýning Ragn- heiðar „Inni í kuðungi, einn díll,“ er undir miklum áhrifum drauma hennar, en sem barn og unglingur dreymdi hana drauma sem leiddu til áhuga hennar á stjörnu- fræði og náttúruvísindum. Undanfarið hefur Ráðhildur skoðað drauma sína með því að endurgera þá í formi myndbanda. Á sýningunni er ein slík endur- gerð, auk skúlptúrs og vegg- málverks. Draumfarir og framandi form Sýningarnar eru opnar frá kl. 13–17 miðvikudaga til sunnudaga og standa til 19. desember. Ráðhildur Ingadóttir Björk Guðnadóttir Myndlist | Tvær listakonur opna sýningar í Nýlistasafninu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.