Morgunblaðið - 13.11.2004, Side 62

Morgunblaðið - 13.11.2004, Side 62
62 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FLESTIR sem upplifðu brunaliðs- bröltið og eldbrellurnar í Back- draft, sælla minninga, fengu sig fullsadda af öllu slíku og í sann- leika sagt reiknaði ég ekki með miklu af Ladder 49. Annað kom á daginn. Myndin er vissulega ekk- ert meistaraverk en hún tekur fyr- ir viðkvæmt efni og gerir því væmnislítil skil. Tekst það í stórum dráttum sem henni er ætl- að: að heiðra störf og fórnfýsi slökkviliðsmanna. Má vera að Hollywood sé í og með að reisa sinn bautastein um hetjurnar í slökkviliði New York-borgar sem féllu í níðingsverkinu sem kennt er við 11. september. Hvað sem því líður kemur Ladder 49 á óvart. Einföld saga af slökkviliðsmanninum Jack Morri- son (Phoenix), sem einangrast í miðju eldhafi brennandi stórhýsis í upphafi myndar. Síðan er 10 ára ferill hans í liðinu rakinn frá fyrsta degi í afturhvörfum á milli þess sem félagar hans gera allt til að bjarga honum. Hann eignast konu og börn, vini og félaga innan liðsins og má segja að vel sé haldið á klisj- unum og endalokin engan veginn fyrirsjáanleg. Handritshöfundurinn reynir að skyggnast á bak við tjöldin og leit- ar svara við erfiðum spurningum, líkt og hver sé uppspretta hug- rekkisins sem knýr slökkviliðsmenn áfram undir lífshættulegum kring- umstæðum, hvaða áhrif slík störf hafa á einstaklinginn og fjölskyld- una, samhygðina innan hópsins. Aðalpersónurnar eru þokkalega dregnar, bæði hinn geðugi og hreinskipti Morrison og ekki síður Linda (Barrett), kona hans, sem stendur þétt við bakið á bónda sín- um. Phoenix er rísandi og traustur leikari og við eigum örugglega eftir að sjá meira til hinnar jarðbundnu Barret. Travolta verður að skilja rembinginn eftir heima og skilar vel hlutverki stjórans sem mótar sína menn og fær sérstakt dálæti á Morrison. Aðrir eru minna áber- andi. Leikstjórnin er í traustum höndum, hvort sem er fengist við logandi eldhafið eða manneskjurnar sem berjast við það, beint og óbeint, upp á líf og dauða. Brunaliðsmenn í blíðu og stríðu KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Leikstjóri: Jay Russell. Aðalleikendur: Joaquin Phoenix, John Travolta, Jacinda Barrett. 115. mín. Bandarísk. 2004. Ladder 49  Sæbjörn Valdimarsson PORTÚGALSKA fado-söngkonan Mariza heldur tvenna tónleika hér á landi á vegum Listahátíðar í Reykjavík á næsta ári. Tónleikarnir verða í Broadway 27. og 28. maí, en Mariza kemur með fjölmenna hljómsveit með sér. Mariza er fædd í Mósambík en ólst upp í Lissabon þar sem for- eldrar hennar ráku veitingahús sem frægt var fyrir fado-tónlist. Mariza var byrjuð að syngja fado fimm ára gömul, en sem táningur söng hún aðallega blús, djass og fönk. Áhugi á fado kviknaði svo hjá henni eftir tvítugt og síðan hefur hún helgað sig hefðinni. Mariza sló í gegn í Portúgal þeg- ar hún söng lög sem Amalia Rodriguez hafði gert fræg í sjónvarpsþætti 1999 og í kjölfar þess urðu margir til að kalla hana arftaka söng- konunnar miklu. Hún hefur þó lagt áherslu á að fado sé ekki safngripur, heldur lif- andi tónlistarform og hefur þannig leyft sér að bregða útaf hefðinni á síðustu plötum sínum. Á fyrstu plöt- unni, Fado Em Mim, sem kom út 2001 og var fyrsta fado-platan sem komst inn á portú- galska vinsældalistann í mörg ár, söng hún að- allega fado-söngva, en á Fado Curvo, sem kom út 2002 er tónlistin fjölbreyttari. Fyrir stuttu kom svo út mynddiskur með tónleika- upptökum. Tónlist | Portúgalska söngkonan Mariza til Íslands Fado á Listahátíð Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS VINCE VAUGHN VINCE VAUGHNBEN STILLER BEN STILLER DodgeBall  Ó.Ö.H. DV Toppmyndin á Íslandi í dag kl. 12, 1.20, 2.40 og 4. Ísl. tal. J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. kl. 12, 2 og 4. Ísl. tal. Sýnd kl. 12, 1.50, 3.50 og 8. Sýnd kl. 6 og 10. Kr. 500 Loksins mætast frægustu skrímsli kvikmyndasögunnar í mögnuðu uppgjöri! i í li i í j i Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 6. B.i. 14 ára. Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Ein besta spennu- og grínmynd ársins HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI  S.V. Mbl. Sýnd kl. 1.40 og 3.50 J U L I A N N E M O O R E Frumsýnd 18. nóv Frumsýnd 18. nóv Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. kl. 3.40 6, 8.30 og 10.40 B.i. 12 Sýnd kl. 4, 8 og 10. KRAFTSÝNING! Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Ein besta spennu- og grínmynd ársins HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI Aðeins 300 kr. Aðeins 300 kr. Aðeins 300 kr. GRÍNHELGI MISSTU ÞIG ÚR HLÁTRI fyrir aðeins 300 kr. Sýnd kl. 12, 1.50 og 3.50. Sýnd kl. 12, 2 og 4. Sýnd kl. 1.40 og 3.50.Sýnd kl. 12, 1.20, 2.40 og 4. BEN STILLER  Ó.Ö.H. DV  S.V. Mbl. DodgeBall VINCE VAUGHN Snargeggjuð gamanmynd frá hinum steikta Scary Movie hóp Aðeins 300 kr. Aðeins 300 kr. Aðeins 300 kr. Aðeins 300 kr. yfir 32.000 mann yfir 18.000 manns

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.