Morgunblaðið - 29.12.2004, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GÍFURLEGT MANNTJÓN
Nú er ljóst að a.m.k. 55.000 manns
fórust í náttúruhamförunum í Asíu á
sunnudag og óttast er að tala látinna
eigi enn eftir að hækka verulega. Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunin varar
við því að farsóttir, sem hætt er við
að komi nú upp, geti kostað þús-
undir til viðbótar lífið á svæðunum
sem verst urðu úti. Talið er að
manntjón hafi orðið mest í Indónes-
íu, þar er vitað að 27.178 fórust og á
Sri Lanka er vitað að 18.706 fórust.
Hundraða Norðurlandabúa er sakn-
að en margir Evrópumenn höfðu flú-
ið vetrarhörkur í álfunni yfir jólin og
ferðast til Taílands og Indónesíu.
Ekki er vitað um ferðir 1.500 Svía.
Áfram árásir í Írak
Tugir Íraka féllu í nokkrum árás-
um sem uppreisnarmenn í landinu
stóðu fyrir í gær. Mest varð mann-
fall í árás á lögreglustöð í bænum
Dijla, sem er á milli borganna Tikrit
og Samarra.
Hættir að veita 100% lán
Landsbanki Íslands hefur hætt
veitingu 100% íbúðalána og lækkað
hámark lánanna í 90% af markaðs-
verðmæti íbúða. Bankinn vill með
þessu hvetja einstaklinga til var-
færni í lántökum.
Saknar ættingja sinna
Árný Aurangasri Hinriksson, sem
búsett er hérlendis en er ættuð frá
Sri Lanka, segist ekki vita hve
margir af ættingjum hennar hafi
farist í flóðbylgjunni á dögunum.
Breyttur afgreiðslutími
Afgreiðslutími fyrir herflugvélar á
Keflavíkurflugvelli verður styttur
frá og með næstu áramótum. Stefnt
er að því að flugafgreiðsla herflug-
véla verði boðin út á næsta ári.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 26/27
Viðskipti 14 Minningar 27/32
Úr verinu 17 Dagbók 36/38
Erlent 18/19 Myndasögur 36
Minn staður 20 Víkverji 36
Höfuðborgin 21 Staður og stund 38
Suðurnes 21 Listir 39/40
Akureyri 22 Fólk 41/44
Landið 22 Bíó 42/45
Daglegt líf 23 Ljósvakamiðlar 46
Forystugrein 24 Veður 47
Viðhorf 26 Staksteinar 47
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
FLUGELDAMARKAÐUR björgunarsveitanna í
Reykjavík stóð fyrir flugeldasýningu í samstarfi við
útvarpsstöðina Bylgjuna við Perluna í gærkvöldi.
Sýningin hófst klukkan 18 og var sprengt af krafti í
um átta mínútur, en flugeldum var skotið upp við
tónverk hljómsveitarinnar Todmobile og Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands og var það flutt í beinni útsend-
ingu á Bylgjunni. Óhætt er að segja að þarna hafi
verið um upphitun að ræða fyrir áramótin sem nálg-
ast óðfluga.
Morgunblaðið/Þorkell
Hitað upp fyrir áramótin
KONA sem stal veski af móður
langveiks barns í verslun Bón-
uss á miðvikudag gaf sig fram á
lögreglustöðinni í Hafnarfirði á
mánudagskvöld og skilaði vesk-
inu. Í því voru ómetanleg lækn-
isgögn vegna langveika barns-
ins sem var á leið til Banda-
ríkjanna á sjúkrahús.
Lögreglan í Hafnarfirði segir
að í töskunni hafi verið allt sem
máli skipti þar með talin lækn-
isgögnin og fleira. Móðir barns-
ins var að vonum glöð þegar hún
endurheimti aftur læknisgögnin
og lét svo um mælt að þetta
hefði verið „jólagjöfin í ár“ sam-
kvæmt upplýsingum lögregl-
unnar. Um það hvort hin skyn-
samlega ákvörðun þjófsins muni
verða honum til hagsbóta vegna
þjófnaðarmálsins er hins vegar
ekki á færi lögreglunnar að
dæma um. Málið verður afgreitt
eins og hvert annað mál frá
rannsóknardeild og mun sýslu-
maður taka ákvörðun um hvort
þjófurinn verði ákærður. Fari
málið fyrir dóm mun dómari að
lokum ákveða hvort breytni
þjófsins verði til þess að milda
refsingu yfir honum, verði hann
á annað borð sakfelldur.
Þjófurinn
skilaði
læknis-
gögnum
barnsins
KB BANKI vill auka hlutdeild sína á
fjármálamarkaði á Bretlandi, í Nor-
egi og Finnlandi, að því er fram kem-
ur í viðtali við Sigurð Einarsson,
stjórnarformann bankans, á vefsíðu
breska blaðsins Telegraph. Hann
segir þar að bankinn sé lítill á þessum
þremur mörkuðum. Vöxtur geti átt
sér stað með kaupum á öðrum fé-
lögum en bankinn hafi getu til að fjár-
festa fyrir um einn milljarð punda,
jafnvirði um 120 milljarða íslenskra
króna. Nokkuð sé hægt að gera fyrir
þá fjárhæð.
Í greininni á
vefsíðu Telegraph
er rakið hvernig
KB banki, sem
reyndar gengur
þar undir nafninu
Kaupþing, hefur
komið að ráðgjöf í
tengslum við fjár-
festingar Baugs
og Bakkavarar í
Bretlandi. Eru í
þessu sambandi nefnd kaup Baugs á
20% hlut í Arcadia á árinu 2002, sem
skilaði félaginu um 70 milljóna punda
hagnaði, og kaup Baugs á tískuvöru-
verslununum Oasis, Karen Millen,
Coast og Whistles. Þá er nefnt yfir-
tökutilboð Bakkavarar á Geest.
Getgátur um yfirtökutilboð
Tekið er fram í greininni í Tele-
graph að KB banki hafi sýnt vilja sinn
til að hasla sér frekar völl á Bretlandi
þegar Sigurður Einarsson fluttist
þangað í byrjun þessa árs. Þá segir að
bankinn vilji nú fjárfesta á allt að
fimm sviðum í fjármálageiranum á
Bretlandi; í fyrirtækja- og fjárfest-
ingarbankastarfsemi, lánsfjármark-
aði, einkabankaþjónustu og eigna-
stýringu. Þetta auki getgátur um
hugsanlegt yfirtökutilboð KB banka í
breska fjárfestingarbankanum Sing-
er & Friedlander, sem KB banki á
tæplega 20% hlut í.
Er haft eftir Sigurði að engar
ákvarðanir hafi verið teknar um frek-
ari kaup á hlutabréfum í þeim banka.
Segir hann að meginmarkmiðið sé að
skila hluthöfunum í KB banka aukn-
um arði af fjárfestingu sinni.
KB banki vill stækka á Bret-
landi, í Noregi og Finnlandi
Sigurður
Einarsson
TALSMAÐUR Impregilo, Ómar R. Valdimars-
son, segir það liggja ljóst fyrir að engin stífla verði
reist við Kárahnjúkavirkjun nema að til þess fáist
starfsfólk. Hann segir Impregilo ekki ætla að svo
stöddu að svara efnislega þeirri neikvæðu umsögn
sem ASÍ gefur umsóknum fyrirtækisins um at-
vinnuleyfi fyrir kínverska verkamenn. Málið eigi
eftir að fara fyrir samráðsnefnd atvinnurekenda
og verkalýðshreyfingarinnar.
Kínverjarnir áttu að koma í stað portúgalskra
starfsmanna sem yfirgáfu landið fyrir jól og koma
ekki aftur eftir áramót. Hinir kínversku starfs-
menn hafa unnið við virkjun sem Impregilo er að
reisa í Yangtse-fljóti í Kína og að sögn Ómars eru
þetta vanir og harðduglegir verkamenn, sem góð
reynsla sé af.
Ómar segir brýna þörf á að fá sem flest fólk til
starfa hið fyrsta. Framkvæmdin sé fjórum mán-
uðum á eftir áætlun, einkum við fremsta hluta að-
alstíflunnar, távegginn svonefnda.
Auglýst eftir fólki
Ómar segir Impregilo hafa gripið til þess ráðs
að fá Kínverjana þar sem lítil sem engin viðbrögð
hafi komið við atvinnuauglýsingum hér á landi.
Sömuleiðis hafi ekki verið góð reynsla af portú-
gölskum starfsmönnum. Nú sé gerð önnur tilraun
með því að auglýsa eftir lausum störfum í blöð-
unum í dag. Er þar auglýst eftir tækjamönnum,
smiðum, byggingaverkamönnum, járniðnaðar-
mönnum, rafvirkjum og þjónustufólki í mötuneyt-
um og vinnubúðum. Gerð er krafa um minnst
þriggja ára reynslu af sambærilegum störfum.
Ómar vísar þeirri gagnrýni á bug að Impregilo
borgi lág laun. Öll launakjör séu í samræmi við
virkjanasamning og á engum hafi verið brotið.
Talsmaður Impregilo um umsagnir ASÍ um atvinnuleyfisumsóknir
Engin stífla reist nema að
til þess fáist starfsfólk
IMPREGILO hefur sett í forgang umsóknir um
dvalar- og atvinnuleyfi fyrir 54 af þeim 150 Kín-
verjum sem upphaflega áttu að koma til starfa
við Kárahnjúkavirkjun. Útlendingastofnun gerir
að sögn Georgs Kr. Lárussonar, forstjóra henn-
ar, ekki athugasemdir við dvalarleyfi fyrir þenn-
an hóp, svo fremi sem atvinnuleyfi fáist frá
Vinnumálastofnun. Samkvæmt upplýsingum
þaðan hefur atvinnuleyfi hins vegar ekki verið
veitt og segir Egill Heiðar Gíslason verkefn-
isstjóri að ákvörðun um það liggi fyrir öðru
hvorum megin við áramót. Verið sé að skoða sér-
staklega þessar 54 umsóknir sem Impregilo hef-
ur valið úr.
Umsóknir fyrir 54
Kínverja í forgang