Morgunblaðið - 29.12.2004, Síða 9

Morgunblaðið - 29.12.2004, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Samkvæmisfatnaður www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Útsalan er hafin Str. 36-60 Útsalan byrjar 40% afsláttur af öllum vörum tískuvöruverslun, Laugavegi 82. HEIMILI og skóli – landssamtök foreldra hlutu 25 milljóna króna styrk frá Evrópusam- bandinu (ESB) til að vinna að verkefni um ör- yggi barna og unglinga í notkun Netsins og nýrra miðla. Verkefninu er ætlað að vekja samfélagið til vitundar um jákvæða þætti Netsins og nýrra miðla og beinist fyrst og fremst að börnum, for- eldrum, skólakerfinu og netþjónustuaðilum. Markmið þess er að koma á samvinnu þessara aðila auk stjórnvalda og fjölmiðla, til þess að börn og foreldrar geti notið möguleika upplýs- ingatækninnar á jákvæðan og öruggan hátt, segir í tilkynningu frá Heimili og skóla. Meðal áhersluþátta verkefnisins eru: Siðferði og samskiptahættir á Netinu, notkun og merk- ing tölvuleikja, persónuöryggi, gagnrýnin net- notkun og notkun farsíma meðal barna og ung- linga með tilliti til síaukinnar samvirkni þeirra við Netið. Netöryggisverkefnið er til tveggja ára og unnið innan ramma Evrópuverkefnisins SIAP sem styrkt er af Safer Internet Action Plan áætlun ESB. Samningsaðili við ESB er mennta- málaráðuneytið sem hefur falið Heimili og skóla að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins að öllu leyti fyrir Íslands hönd. Heimili og skóli er í samstarfi við önnur lönd í Evrópu og deilir með þeim upplýsingum, aðferðafræði og þekk- ingu. Markmiðið er að til verði sameiginlegur evrópskur sjóður þekkingar og aðferðafræði á þessu sviði sem styður hið jákvæða og hamlar gegn neikvæðum hliðum upplýsingatækninnar. Verkefnið mun að nokkru leyti byggjast á SAFT (Safety, Awareness, Facts and Tools), samvinnuverkefni nokkurra landa, um öryggi barna á Netinu, sem Heimili og skóli unnu fyrir Íslands hönd árin 2002–2004. Megináherslur SAFT voru kannanir á netnotkun barna, gerð siðareglna um notkun Netsins og gerð kennslu- efnis fyrir nemendur í 4.–6. bekk grunnskóla. Þetta efni má nálgast á vefsíðunni www.saft.is. Heimili og skóli fá 25 milljóna styrk frá ESB HRÓKURINN og Bónus bjóða börnum og fullorðnum til fjöl- teflis við danska stórmeistarann Henrik Danielsen í Kringlunni í dag og á morgun. Fjölteflið fer fram við Bónusbúðina í Kringl- unni milli klukkan 14 og 18 báða dagana. Jafnframt verður starf Hróksins kynnt í máli og mynd- um en megináherslur Hróksins árið 2005 verða í barnastarfinu, í samræmi við þá stefnu félags- ins að öll börn á Íslandi eigi að kynnast töfraheimi skáklistar- innar. Eftir áramótin hefst Tívolí- syrpa Hróksins og Íslandsbanka auk þess sem haldin verða Bón- usmót fyrir börn á þeim stöðum þar sem Bónus er með verslanir. Henrik Danielsen vann áður með andlega vanheilu fólki í Danmörku en starfar nú við skákkennslu á Íslandi en hann er skólastjóri Skákskóla Hróks- ins. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið vel geta hugsað sér að setjast að hér á landi en hann kann vel við það að kenna ungum börnum skák. „Ég tel að skákin sé bæði þroskandi og til þess fallin að veita börnum aga. Því er það mikilvægt að kenna sem flestum börnum skák og að auki er það skemmtilegt og gefandi,“ segir Henrik. „Þá læra börnin einnig að takast á við ósigur í skákinni en það þarf einnig að takast á við ósigra í lífinu. Allir leikir í skák hafa afleiðingar og þannig er því einnig farið í lífinu.“ Henrik segist hvergi banginn fyrir fjölteflið en hann hefur margoft teflt við fleiri en einn andstæðing í einu. „Þeir sem vilja tefla ættu að koma í Kringluna og setjast við skák- borðið en það er öllum frjálst,“ segir Henrik að lokum. Danski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Teflir við gesti Kringlunnar DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur verið kærður til kærunefndar jafnrétt- ismála vegna brots á jafnréttislögum við skipun í stöðu aðstoðaryfirlög- regluþjóns rannsóknardeildar lögregl- unnar í Kópavogi. Von er á niðurstöðu nefndarinnar fljótlega. Staðan var auglýst til umsóknar í desember í fyrra og voru umsækjend- ur 22. Dómsmálaráðherra skipaði í mars sl. Björgvin Björgvinsson lög- reglufulltrúa í stöðuna til næstu fimm ára. Björgvin hefur verið lögreglumaður frá 1969, lengst af hjá lögreglunni í Reykjavík og var lögreglufulltrúi í rannsóknardeild frá 1998. Eina konan sem sótti um starfið, Svanhvít Eygló Ingólfsdóttir, hefur verið lögreglumað- ur frá 1978 og lögreglufulltrúi frá 1987. Hún hefur allan sinn starfsferill unnið hjá sýslumanninum í Kópavogi. Að sögn Huldu Rúriksdóttur hdl., lögmanns Svanhvítar, sendi sýslumað- urinn í Kópavogi umsagnir um um- sækjendurna til dómsmálaráðherra og kom þar fram að Björgvin væri hæf- astur í starfið og að valið hafi staðið milli hans og Svanhvítar. Ráðherra hafi sent álitið til ríkislögreglustjóra til skoðunar og það hafi verið mat rík- islögreglustjóra að Svanhvít væri a.m.k. jafnhæf eða hæfari til að gegna starfinu. Með tilliti til jafnréttislaga hafi ríkislögreglustjóri því mælt með að hún yrði skipuð í stöðuna og var vísað til þess að fáar konur væru í yf- irmannsstöðum innan lögreglunnar. Í umsögn ríkislögreglustjóra hafi kom- ið fram að einungis ein kona gegndi stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns en 26 karlmenn eru í því starfi, og af 23 yf- irlögregluþjónum væri engin kona. Kærður fyrir brot á jafnréttis- lögum Einn kvenkyns og 26 karlkyns aðstoðar- yfirlögregluþjónar FJÖLMARGAR fyrirspurnir hafa borist Samtökum verslun- ar og þjónustu um skilarétt á vörum sem keyptar eru til jóla- gjafa, að því er fram kemur á vef samtakanna. Segir þar að engin lög skyldi verslanir til að taka við ógallaðri vöru en hins vegar styðjist fjölmargar versl- anir við almennar verklags- reglur sem gefnar voru út fyrir fjórum árum um skilarétt. Er þar gert ráð fyrir að lág- marki 14 daga skilarétti gegn framvísun kassakvittunar og að hægt sé að fá gjafamiða á vöru sem miðast við að varan sé afhent 24. desember. Þess ber að geta að fjölmargar verslanir hafa mun rýmri skila- frest á vörum. Miðað við útsöluverð Samkvæmt verklagsreglum viðskiptaráðuneytisins um skilarétt o.fl. skal við skil vöru á útsölu miðað við verð vör- unnar á útsölunni ef hún var keypt innan 14 daga fyrir upp- haf útsölu, nema seljandi sam- þykki aðra verðviðmiðun. Neytandi eigi þó ávallt rétt á inneignarnótu og skuli þá mið- að við upprunalegt kaupverð vörunnar. 14 daga lágmarks- skilafrestur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.