Morgunblaðið - 29.12.2004, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Flottir
smáréttir
fyrir veisluna
um áramótin
Hestakerra úr ferskum
ananas, hvítlauksristaður
humar, risarækjur og margt
fleira góðgæti.
á morgun
Í BÓKABÚÐUM Pennans-Ey-
mundssonar og Máls og menning-
ar er tekið 250 króna skilagjald
vegna bóka sem ekki voru keyptar
í þessum bókabúðum en ekkert
kostar að skipta bókum sem voru
keyptar þar. Ekkert gjald er held-
ur tekið fyrir bækur sem kosta
1.500 krónur eða minna.
Ingþór Ásgeirsson fram-
kvæmdastjóri verslunarsviðs
Pennans Eymundssonar segir að
fyrirtækið þurfi að bera töluverð-
an kostnað vegna skipta á bókum.
Mikil vinna sé fólgin í því að taka
við bókunum og síðan þurfi að
fjarlægja merkingar, pakka bók-
unum niður og senda aftur til út-
gefanda. Í fyrra hafi því verið
ákveðið að taka lágt gjald af skila-
bókum sem ekki voru seldar hjá
búðunum í stað þess að neita að
taka á móti bókum sem ekki voru
keyptar þar. Síðan þá hafa allar
bækur verið merktar með límmiða
með nafni fyrirtækisins svo það sé
augljóst hvar hún var keypt.
Ingþór ítrekar að hægt sé að
skila öllum nýjum bókum í búð-
unum og aðeins þurfi að greiða
skilagjald af bókum sem keyptar
voru annars staðar. Fyrir skila-
bækurnar fær fólk inneignarnótu
sem hægt er að nota við kaup á
öllum vörum í búðunum. Ingþór
telur að með þessu sé fyrirtækið
að veita viðskiptavinum sínum
góða þjónustu og þeir hafi almennt
tekið þessu vel. Þá hafi komið í
ljós að margir séu ánægðir með að
hafa þann möguleika að skila bók-
um sem keyptar voru annars stað-
ar til verslana Pennans-Eymunds-
sonar og þurfa ekki að hafa
áhyggjur af því að hugsanlega
verði ekki tekið við þeim þar. „Við
höfum ekki fundið fyrir óánægju
og fólk er mjög sátt við þetta,“
segir Ingþór Ásgeirsson.
Ekki lengur bók-fyrir-bók
Hjá Bónus er tekið við þeim
bókum sem voru til sölu fyrir jól
og eru með Bónus-miða. Síðast-
liðin ár var aðeins hægt að fá aðra
bók fyrir þá sem var skilað en svo
er ekki lengur. Svanur Valgeirsson
starfsmannastjóri Bónus segir að
viðskiptavinir fái inneignarnótu
fyrir skilabók og geti notað hana
við kaup á hvaða vöru sem er.
Hann segir að margir hafi verið
ónægðir með „bók-fyrir-bók“-regl-
una og því hafi hún verið aflögð í
bili. Skilafrestur er til sunnudags-
ins 9. janúar.
Í verslunum Hagkaupa er tekið
við öllum bókum sem voru þar til
sölu fyrir jól og enn eru í plast-
umbúðum. Verðið sem fæst fyrir
bækurnar er meðalverð þeirra síð-
ustu vikurnar fyrir jól. Hildur
Guðlaugsdóttir innkaupamaður hjá
Hagkaupum segir að viðskiptavin-
ir fái inneignarnótu fyrir skila-
bækur og geti notað hana til að
greiða fyrir allar tegundir af
vörum í staðinn. Ekkert skilagjald
er tekið. Skilafrestur er til 10. jan-
úar.
Hjá Griffli er ekki tekið skila-
gjald af bókum og tekið er við öll-
um bókum, jafnvel þó þær séu
ekki með skiptimiða frá Griffli.
„Ég var ekki að selja allar bækur
fyrir jólin en ég hugsa að ég taki
við þeim öllum. Ég get frekar end-
ursent þær en fólkið. Ég held ég
sé bara mjög liðleg í þessum mál-
um,“ segir Nína Kristbjörg Hjalta-
dóttir, verslunarstjóri. Fyrir skila-
bók fæst inneignarnóta sem gildir
í eitt ár.
Reglur bókabúða Pennans-Eymundssonar um skiptibækur
Skilagjald ef keypt
er annars staðar
Morgunblaðið/Kristinn
Skel fyrir gerviverktöku
„Stór hluti áætlana eru áætlanir á lög-
aðila, sem ekki eru í neinni alvörustarfsemi
en ætlað það hlutverk að dylja athafnir
manna, vera skel fyrir gerviverktöku eða
skýla þeim fyrir álagningu og innheimtu
skatta. Í mörgum tilvikum er í nafni einka-
hlutafélags stofnað til skulda við skatt-
yfirvöld, birgja o.fl. þar til einhver lán-
ardrottna, venjulega hið opinbera, krefst
gjaldþrotaskipta. Þá er einasta stofnað
nýtt félag og ferlið hefst að nýju.
Á síðustu árum er stofnun félaga orðin
svo einföld og kröfur svo litlar að þær
hindra engan sem það kýs á annað borð í að
leggja út á vafasama braut í þessum efnum.
Á sama hátt fylgir því enginn kostnaður og
lítil óþægindi að afskrá ekki líflaust félag en
láta það hanga á skrá svo árum skiptir án
þess að sinna nokkrum skyldum,“ segir
meðal annars í leiðara ríkisskattstjóra.
FJÓRÐUNGUR allra einkahlutafélaga skil-
ar ekki skattframtölum eða öðrum
skýrslum og sætir þar af leiðandi áætlun
tekjuskatts og virðisaukaskatts með mikl-
um tilkostnaði og óþægindum fyrir skatt-
yfirvöld.
Þetta kemur fram í leiðara Indriða H.
Þorlákssonar ríkisskattstjóra í nýju tölu-
blaði af Tíund, fréttablaði embættisins.
Fram kemur að skattaframkvæmd hér er
að ýmsu leyti svipuð og hjá nágrannaþjóð-
unum. Að tvennu leyti skerum við okkur þó
úr. Annars vegar hvað varðar kæruleysi
skattaðila gagnvart vanskilum og ónóg úr-
ræði skattyfirvalda þess vegna og hins veg-
ar hvað varðar mikinn fjölda lögaðila sem
stofnaðir hafi verið í óljósum tilgangi eða
beinlínis til að hindra eðlilega skattfram-
kvæmd, en hvort tveggja megi rekja til
löggjafar hér sem sé langt í frá sambærileg
við löggjöf í þessum efnum hjá hinum
Norðurlandaþjóðunum.
Fjórðungur skilar
ekki framtölum
Ríkisskattstjóri fjallar um einkahlutafélög
FRAMLÖG Íslands til þróunarmála verða
0,35% af vergri landsframleiðslu árið 2009 nái
markmið ríkisstjórnarinnar fram að ganga.
Þetta kemur fram í formála Davíðs Odds-
sonar, utanríkisráðherra, að ársskýrslu Þró-
unarsamvinnustofnunar. Á næsta ári verður
þetta hlutfall 0,22% en viðmið Sameinuðu
þjóðanna er 0,7%.
Að sögn Sighvats Björgvinssonar, fram-
kvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar,
fær stofnunin um 35% framlaga Íslendinga til
þróunarmála en á næsta ári nemur sú upp-
hæð um 720 milljónum. Heildarupphæðin er
því áætluð rúmir tveir milljarðar. Til sam-
anburðar má nefna að á árinu sem er að líða
voru framlög til þróunarmála 1.645 milljónir
og því er um umtalsverða aukningu að ræða.
Mest til Malaví
Þróunarsamvinnustofnun er sjálfstæð
stofnun en heyrir undir utanríkisráðuneytið.
Hún sér um svokallaða tvíhliða þróunaraðstoð
en aðalsamstarfslöndin eru Malaví, Mósamb-
ík, Namibía og Úganda. Á næsta ári stendur
til að bæta löndunum Sri Lanka og Nikar-
agúa við.
Mestum fjármunum er varið í aðstoð við
uppbyggingu í Malaví í suðausturhluta Afríku
en meðal verkefna eru skipulagning og fram-
kvæmd við fiskeldisnám og fullorðinsfræðsla í
þrjátíu þorpum.
Tveir þriðju hlutar framlaga Íslendinga til
þróunarmála fara í önnur verkefni á vegum
ríkisstjórnarinnar. Útgjöld varðandi frið-
argæslu falla þar undir en fjárframlög til
hennar hafa aukist verulega á undanförnum
árum. Hluti fer þá til íslensku friðargæsl-
unnar og hluti til friðargæsluverkefna á veg-
um Sameinuðu þjóðanna. Að sögn Sighvats á
það sama við í öllum OECD löndunum en
hann segir einnig að ríkið veiti fé til al-
þjóðastofnana eins og alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins og til félagasamtaka eins og Rauða kross-
ins og Hjálparstarfs kirkjunnar.
Þrátt fyrir verulega aukningu á framlagi
Íslendinga til þróunarmála er enn langt í að
við náum markmiði Sameinuðu þjóðanna að
framlagið verði 0,7% af landsframleiðslu. Sig-
hvatur segir að meðaltalið í Evrópu sé í
kringum 0,3% og nefnir hann Noreg, Svíþjóð,
Danmörku og Holland sem dæmi um lönd
sem hafa náð markmiði Sameinuðu þjóðanna.
Framlög til þróunar-
mála verði 0,35% 2009