Morgunblaðið - 29.12.2004, Page 14

Morgunblaðið - 29.12.2004, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF LANDSBANKI Íslands hefur hætt veitingu 100% íbúðalána og lækkað hámark lánanna í 90% af markaðs- verðmæti íbúða. Vaxtakjör og skilyrði fyrir lánveitingu eru óbreytt en bank- inn vill með þessu hvetja einstaklinga til varfærni í lántökum. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að bank- inn hafi farið yfir þær breytingar sem orðið hafi á íbúðalánamarkaði á síð- ustu misserum og fagni þeirri já- kvæðu þróun sem orðið hefur. „Frá því að bankarnir hófu að veita íbúða- lán hefur sú samkeppni sem ríkir, leitt til þess að auka og bæta framboð íbúðalána til einstaklinga. Lands- bankinn hefur tekið þátt í þessari já- kvæðu þróun og veitt fjölda manna ný íbúðalán.“ Hann segir að þrátt fyrir að flest sé jákvætt við þessa þróun sé tvennt sem megi betur fara. „Í fyrsta lagi hefur Íbúðalánasjóð- ur, sem opinber aðili, aukið sam- keppni á þessum markaði og hefur bæði aukið lánshlutfall og lánsfjár- hæðir sínar. Þar með er verið að auka ríkisaðild á frummarkaði þessara lána í stað þess að draga úr henni. Í öðru lagi er ákvörðun bankanna um að veita 100% verðtryggð lán. Það telj- um við að geti verið neikvætt þegar horft er fram á veginn,“ segir Hall- dór. „Nú þegar líður að lokum þessa árs og farið er yfir málin, þá liggur fyrir að veruleg hækkun hefur orðið á íbúðaverði, eða allt að 17% á þessu ári. Auk þess sýna spár að verðbólgan geti þróast í og við efri mörk þeirra vikmarka sem Seðlabankanum hafa verið sett sem verðbólguviðmið. Verðbólguþrýstingur er því nokkur upp á við. Við þessar aðstæður teljum við það óskynsamlegt fyrir lántak- endur jafnt sem lánveitendur, og þar fara hagsmunir þessara aðila alveg saman, að veita 100% lán til íbúða- kaupa. Ef að eitthvert misgengi verð- ur á milli fasteignaverðs og verðbólgu þá myndast hugsanlega neikvætt eig- ið fé hjá einstaklingum með slík lán. Við teljum það of áhættusamt og þess vegna hættum við að veita 100% lánin til almennra viðskiptavina.“ 10% eigið fé er lágmark Landsbankinn mun þó eftir sem áður, ef aðstæður leyfa, veita brúun- arlán og skammtímafyrirgreiðslu til að mæta tímabundið heildarfjár- mögnun. „En þegar einstaklingar ákveða 25 og 40 ára fjárbindingu í húsnæði þarf að okkar mati að hafa lágmarks eiginfjárhlutfall. Að setja sér það sem markmið sem íbúðar- kaupandi að reyna að hafa 10% eigið fé er að mínu mati lágmark,“ segir Halldór.„Við viljum hvetja fólk til að sýna varfærni og stefna að því að mynda eigið fé í eign sinni, þó að það séu í upphafi tiltölulega lágar pró- sentur. Brýnt er að eitthvað eigið fé sé til staðar á móti hugsanlegum áföll- um sem geta orðið.“ Hann segir bankann hafa kynnt sér vel veitingu íbúðalána um alla Evrópu og þar séu lánahlutföllin algeng í kringum 80%, en 90% sé með því hæsta sem gerist. „Landsbankinn er t.d. stór aðili að veitingu íbúðalána í Bretlandi, í gegnum dótturfélagið Hertable Bank í London. Í Bretlandi er 85% hlutfall t.d. talið eðlilegt sem hámark. En á þessum mörkuðum er- um við reyndar ekki að tala um verð- tryggð lán.“ Landsbankinn er langt í frá að draga í land í samkeppni á íbúðalána- markaði, að sögn Halldórs. „Heildar- framboð okkar í húsnæðislánum er það víðtækasta sem nokkur einn banki veitir í dag. Við ætlum áfram að vera mjög öflugir lánveitendur á fast- eignamarkaði og keppa í þjónustu og með víðtæku framboði. En við teljum að með 100% lánunum hafi bankarnir gengið of langt sérstaklega í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á ný- liðnum vikum. Þetta skref sem við stígum núna er stigið af ábyrgðartil- finningu, m.a. gagnvart þjóðhagslegri þróun og þróun í útlánaaukningu. Með þessu viljum við gera okkar til að minnka spennuna á húsnæðismark- aði.“ Þakklátir þegar fram í sækir Halldór telur að Landsbankinn beri ekki samkeppnislegan skaða af því að hætta veitingu 100% lána. „Við teljum svo ekki vera. Þarna verðum við að sýna ábyrgð og leiðbeina af ábyrgð, sérstaklega ungu fólki. Ég vona þvert á móti að viðskiptavinir virði það við bankann og sæki þá enn frekar ráðgjöf og viðskipti þar sem það sér að það er að fá mjög ábyrga ráðgjöf. Ef einhver viðskipti sem við viljum ekki standa að, fara annað, þá verður svo að vera. Það þarf þó ekki til þess að koma og vonandi verða við- skiptavinir okkar, þegar fram í sækir, okkur þakklátir fyrir að hafa tekið þetta skref og komið í veg fyrir mögu- lega erfiðleika síðar.“ Landsbankinn hefur fram til þessa veitt tiltölulega fá 100% lán og segir Halldór að langstærstur hluti ein- staklinga sæki um lán á bilinu 70 til 80%. „Staðan er því óbreytt fyrir langsamlega stærsta hóp okkar við- skiptavina.“ Engar breytingar verða á erlend- um lánum bankans en þar hvetur Halldór jafnframt til að fólk sýni var- færni. Miðað við aðstæður í dag eigi þeir sem hafa tekjur sínar í íslenskum krónum að taka innlend íbúðalán. Óverðtryggð lán til fasteignakaupa tíðkast víðast erlendis en sér Halldór fram á að hlutur þeirra aukist hér á landi? „Víðast í Evrópu hafa íbúðalán verið að þróast í að verða lán með breytilegum vöxtum sem taka mið af skammtímavöxtum. Þetta er algengt á Norðurlöndum, í Bretlandi og víðar. Með tímanum gæti það þróast í þá átt hér á landi en ég hygg að langtímalán verði hér fyrst um sinn, að megin- stofni til, með verðtryggðum kjör- um,“ segir hann. Íbúðalánasjóður dragi sig út Fyrra atriðið sem Halldór nefndi sem neikvætt í þróun á íbúðalána- markaði var samkeppni Íbúðalána- sjóðs við bankana. Halldór segir að bankarnir og stjórnvöld þurfi að ræða betri verkaskiptingu á þessum mark- aði. „Það er okkar von að bankar og hið opinbera geti náð sátt um nýja verka- skiptingu. Mér sýnist sem stjórnvöld hafi fullkomlega náð fram þeim mark- miðum sem sett voru, þ.e. að tryggja aðgang að íbúðalánum með allt að 90% veðhlutfalli á hagstæðum kjör- um, og aðkoma bankanna hefur tryggt þessi markmið í sessi. Með því að láta eðlileg markaðslögmál gilda í þessum viðskiptum, náum við fram langbestri vöruþróun og bestum kjör- um fyrir einstaklinga. Landsbankinn vill með þessari ákvörðun um lækkað lánshlutfall sýna fram á fyllstu ábyrgð í lánveitingum. Um leið og við hvetjum til aukinnar ábyrgðar í þess- um málaflokki þá hvetjum við stjórn- völd til þess að huga að þessari verka- skiptingu.“ Halldór segir Íbúða- lánasjóð samt sem áður hafa mikilvægu hlutverki að gegna og leggur áherslu á að Landsbankinn gagnrýni ekki almennt starfsfólk sjóðsins, sem sé að vinna innan ákveð- ins lagaramma, heldur beinist gagn- rýni hans að lagarammanum sjálfum. „Ég tel að stjórnvöld eigi að taka frumkvæði á nýju ári, afmarka sín viðfangsefni betur og koma á verka- skiptingu þar sem markaðslögmálin fá notið sín. Ríkið getur samhliða rækt sitt félagslega hlutverk annars vegar auk þess sem Íbúðalánasjóður gæti annast ákveðið heildsöluhlut- verk, hins vegar.“ Með heildsöluhlut- verkinu á Halldór við að Íbúðalána- sjóður verði kaupandi að söfnum íbúðalána sem bankarnir hafa lánað gegn ákveðnum skilyrðum. Þannig gæti sjóðurinn tekið að sér að koma að fjármögnun lánanna á eðlilegum markaðskjörum. Núna er tíminn kominn „Meginhlutverk stjórnvalda er að afmarka og setja lagaumgjörð sem tryggir samkeppni og bestu kjör til neytenda. Í öllum hagkerfum hafa menn komist að þeirri niðurstöðu, að það er óskynsamlegt fyrir sama aðila að vera hinn opinberi aðili sem setur leikreglurnar og vera jafnframt beinn þátttakandi sem einn af keppinautun- um á sama markaði. Þessi tvö hlut- verk fara einfaldlega ekki saman. Þar sem að markaðurinn getur leyst ákveðin verkefni innan ramma laga sem sett eru og tryggja þau meg- inmarkmið í sessi sem stjórnvöld vilja setja og sátt er um, þar á ríkið að draga sig út úr beinni þátttöku enda ekki lengur þörf á ríkisvaldinu. Þetta hefur alltaf verið markmiðið varðandi íbúðalán sem aðra fjármálaþjónustu, það er bara spurning um tímapunkt og tímasetningar. Ég held að núna sé tíminn kominn að finna leiðir til að breyta þessu. Einkavæðing banka- kerfisins tókst mjög vel, bætti þjón- ustu og jók afl fyrirtækjanna. End- anleg markaðsvæðing íbúðalána mun hafa sömu jákvæðu áhrifin,“ segir Halldór J. Kristjánsson. Landsbankinn lækkar hámark íbúðalána í 90% Morgunblaðið/Þorkell Íbúðalán Halldór J. Kristjánsson segir bankana hafa gengið of langt.                        ! "#  $! "# "% & '(&)  )  * !  +   ,  - ,  .  , +   /  / ' 0 )(  # 0# ) 1 23( 1 "2"'(&)  , 4 "   !  ' 2  %"+   '" % * 2#%( *" , ( 5 % , * %)6  78 3 )  %,   -$ " .)  (8%" 9:3( 1+' 1&"); 1"%"  1$"2% $%3 %)6 3 <  <6  2% $% = " $% 7 28%" 22>1, " #! $ !% " ",  ' ?6( )( %  .  2+    <) % &' ()! @A?B 1%  % %       >    > >   >   >  > > >  > > > > > > > > > > 6 )& )6 % % > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > C DE C DE C DE > > C DE C> DE > > C>DE > CDE > CDE > > > C>DE > C>  DE C>DE > > C> DE > > > > > > > > > > > * % #   <, %  F - "#1       >     > >  >    >    >   > >  > > >  > > > > > > >           >     >    >                      >      =% #G5  <*H3" "   '($ % #    > > > >   >   >   > > > > > > > > > > > > <*>I "2&) 23   $"3" )(&<*>16  % ( ) 26)$", %3)"  )  <*>'63" %" 2" %J  ); - "#G  5 % ,  3)  ) &  <*>1(8 );  3)" 2G6 2" %* !  3) ));$ "  ) * !  3) ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI 9  K 1LM     D D '<1? NO    D D AA 0/O    D D -'O 9     D D @A?O N P     D D ● MYNTBREYTING mun fara fram í Tyrklandi um áramótin en þá verða sex núll strokuð aftan af tyrknesku lír- unni samkvæmt frétt Svenska Dagbladet. Þar með verða til að mynda 20 milljónir líra að 20 lírum. Er hér um að ræða umfangsmiklar efnahagsumbætur en Tyrkir hafa lengi búið við háa verðbólgu. Nú hefur hins vegar tekist að draga verulega úr verðbólgu í Tyrklandi og er búist við að hún verði 10,7% á þessu ári og mun það vera lægsta verðbólgustig í Tyrk- landi frá því mælingar hófust. Markmið tyrknesku ríkisstjórn- arinnar með myntbreytingunni er að ná verðbólgunni niður í 4,5% árið 2007 og eru þessar umbætur liður í þeirri viðleitni stjórnvalda en Tyrkir hafa sótt um aðild að Evrópusam- bandinu. Tyrkir deila með milljón í líruna ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði lít- illega í viðskiptum gærdagsins, eða um 0,15% og fór í 3.361 stig. Mest hækkun varð á hlutabréfum í Atorku, um 1,36%, en Hampiðjan lækkaði mest, um 3,23%. Alls námu hlutabréfaviðskipti ríflega 1,5 millj- örðum króna. ICEX-15 hækkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.