Morgunblaðið - 29.12.2004, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
S
igur Víktors Jústsjenkos
í forsetakosningunum í
Úkraínu markar þátta-
skil í sögu landsins og
er enn eitt dæmið um
byltingaröldurnar sem risið hafa í
Mið- og Austur-Evrópu síðustu
fimmtán árin. Líklegt er að „app-
elsínugula byltingin“ í Úkraínu fái
sama sess í sögunni og „flauels-
byltingin“ í Tékkóslóvakíu, „rósa-
byltingin“ í Georgíu og allar hinar
friðsamlegu byltingarnar sem hafa
gerbreytt pólitíska landslaginu í
Evrópu.
Segja má að „appelsínugula bylt-
ingin“ sé einn af lokaþáttunum í
hruni Sovétríkjanna.
Jústsjenko hefur boðað umbæt-
ur á sviði stjórnsýslu, efnahags- og
fjármála til að búa í haginn fyrir
aðild Úkraínu að Evrópusamband-
inu, auk þess sem hann stefnir að
inngöngu landsins í Atlantshafs-
bandalagið innan sex ára. „Sam-
runi við Evrópu varðar öryggis-
hagsmuni Úkraínu,“ sagði hann í
kosningabaráttunni.
Þessi stefna olli titringi meðal
Rússa, sem hafa margir hverjir lit-
ið á Úkraínu sem hluta af Rúss-
landi, og einnig í iðnhéruðunum í
austanverðri Úkraínu „þar sem
þorri íbúanna lítur ekki á sig sem
borgara Úkraínu og beinir sjónum
sínum til Rússlands“, eins og
fréttaskýrandi í Kíev orðaði það.
„Ekki lengur í
skugga Rússlands“
Stefna Jústsjenkos fékk hins
vegar mikinn hljómgrunn í vestan-
verðri Úkraínu þar sem margir
íbúanna beina sjónum sínum í vest-
ur og vilja losna undan rússnesk-
um áhrifum.
„Appelsínugula byltingin er upp-
hafið að byltingu í þjóðarvitund
Úkraínumanna,“ sagði úkraínski
fréttaskýrandinn Vadím Karasev.
„Atburðirnir í Úkraínu eru loka-
þátturinn í hruni Sovétríkjanna og
landið er ekki lengur í skugga
Rússlands,“ sagði Volodymyr Lítv-
ín, forseti úkraínska þingsins.
„Við höfum verið sjálfstæð í 14
ár en nú erum við frjáls,“ sagði
Jústsjenko eftir að úrslit kosning-
anna voru ljós. „Nýtt tímabil er
hafið, nýtt og öflugt lýðræðisríki
hefur litið dagsins ljós.“
Þessi umskipti í sovétlýðveldinu
fyrrverandi hófust eftir síðari um-
ferð forsetakosninganna 21. nóv-
ember þegar yfirvöld lýstu því yfir
að keppinautur Jústsjenkos, Víktor
Janúkovítsj forsætisráðherra, væri
réttkjörinn forseti landsins. Jústsj-
enko sakaði yfirvöldin um viða-
mikil kosningasvik og hundruð
þúsunda Úkraínumanna tóku þátt í
götumótmælum sem stóðu í
sautján daga. Margir Úkraínu-
menn höfðu fengið sig fullsadda á
Leoníd Kútsjma, fráfarandi for-
seta, og stjórn hans sem hefur ver-
ið sökuð um spillingu og valdboðs-
stefnu.
Sovéska valdakerfið fullnægði
ekki þörfum tímans
Jústsjenko naut mests stuðnings
í vesturhéruðunum þar sem úkr-
aínsk þjóðernishyggja á dýpstar
rætur. Flestir íbúanna þar tilheyra
austrænni, kaþólskri kirkjudeild
sem hefur sína eigin helgisiði en
viðurkennir samt forræði páfans í
Róm (únítarar). Margir þeirra hafa
alist upp við sögur af úkraínskum
þjóðhetjum sem veittu Sovétríkj-
unum mótspyrnu allt til sjötta ára-
tugar aldarinnar sem leið.
Á meðal „appelsínugulu bylting-
armannanna“ voru þó einnig marg-
ir íbúar í austurhlutanum þar sem
flestir tala rússnesku, vinna í kola-
námum eða verksmiðjum, eru í
rétttrúnaðarkirkjunni og vilja ekki
að tengslin við Rússland verði rof-
in.
„Sovéska valdakerfið fullnægði
ekki lengur þörfum tímans, þess
vegna snerust margir Úkraínu-
menn á sveif með appelsínugulu
byltingarmönnunum, þeirra á með-
al eigendur lítilla og meðalstórra
fyrirtækja, “ sagði fréttaskýrand-
inn Volodymyr Malínkovítsj.
Hefur ár til að knýja
fram umbætur
Mótmælin kyntu undir spenn-
unni sem lengi hefur verið milli
landshlutanna tveggja og eitt af
brýnustu úrlausnarefnum Jústsj-
enkos verður að tryggja einingu
landsins og koma í veg fyrir að iðn-
héruðin í vestri segi skilið við aust-
urhlutann þar sem landbúnaður er
helsti atvinnuvegurinn.
Deilan um forsetakosningarnar
var leyst með málamiðlunarsam-
komulagi um umbætur á kosninga-
löggjöfinni, sem stjórnarandstaðan
krafðist, og stjórnarskrárbreyt-
ingar sem fólu í sér að völd forset-
ans voru minnkuð verulega.
Vegna þessa samkomulags hefur
Jústsjenko aðeins í mesta lagi eitt
ár til að knýja fram þær umbætur
sem hann lofaði í kosningabarátt-
unni og til að koma í veg fyrir að
horfið verði aftur til stjórnarhátta
Kútsjma.
„Úkraína hefur tvímælalaust
sagt skilið við áhrifasvæði Rúss-
lands,“ sagði Malínkovítsj. „Hún
gerði það með pólitískum umbótum
sem fela í sér að horfið er frá for-
setaræðinu sem einkennt hefur
mörg fyrrverandi lýðveldi Sovét-
ríkjanna og leiðir til valdboðs-
stefnu.“
Hóta verkföllum
Mikill drungi var yfir stuðnings-
mönnum Janúkovítsj forsætisráð-
herra í austanverðri Úkraínu þeg-
ar úrslit kosninganna lágu fyrir.
Þeir höfðu hótað fjöldagöngu til
Kíev í því skyni að mótmæla af-
skiptum Vesturlanda sem þeir sök-
uðu um að hafa rænt réttkjörinn
forseta völdum með því að knýja
fram aðrar kosningar. Janúkovítsj
hefur þó beðið stuðningsmenn sína
að sýna stillingu og lofað að hvetja
hvorki til götumótmæla né aðskiln-
aðar austurhéraðanna.
Stuðningsmenn Janúkovítsj í
Austur-Úkraínu bræða nú með sér
hvernig þeir eigi að haga barátt-
unni gegn Jústsjenko næstu mán-
uði og ár.
Þeir vonast nú til þess að
Janúkovítsj forsætisráðherra og
bandamönnum hans vegni vel í
næstu þingkosningum, sem verða
árið 2006, og geti veitt Jústsjenko
harða andstöðu á þinginu.
Margir íbúar iðnhéraðanna eru
andvígir efnahagsstefnu Jústsj-
enkos sem greip til erfiðra efna-
hagsaðgerða þegar hann var for-
sætisráðherra frá desember 1999
til apríl 2001. Stjórn hans lokaði þá
meðal annars kolanámum og varð
það til þess að heilu byggðarlögin
urðu atvinnulaus.
Stjórn Janúkovítsj forsætisráð-
herra hefur hins vegar varið sem
svarar um 125 milljörðum króna á
ári í fjárstyrki til kolanámanna,
einkum til að greiða laun og eftir-
laun.
Andstæðingar Jústsjenkos segja
að verði niðurgreiðslunum hætt
þurfi að loka mörgum kolanámum.
Þeir hafa því hótað verkföllum og
segja að þau geti lamað allt efna-
hagslífið í landinu sem standi og
falli með kolanámunum og iðnað-
inum í Austur-Úkraínu.
Hvað gera olígarkarnir?
Andstæðingar Jústsjenkos von-
ast einnig til þess að úkraínskir
auðkýfingar komi þeim til hjálpar.
Margir svokallaðir „olígarkar“
Úkraínu, sem auðguðust á einka-
væðingunni eftir hrun Sovétríkj-
anna, eru í iðnhéruðunum.
„Öflugu olígarkarnir í austan-
verðri Úkraínu eru fullfærir um að
gera nýrri ríkisstjórn erfitt fyrir,“
sagði Pjotr Harvat, einn af helstu
stuðningsmönnum Jústsjenkos í
borginni Donetsk í Austur-Úkr-
aínu. Hann taldi líklegt að olígark-
arnir myndu reyna að hindra efna-
hagsumbætur Jústsjenkos og
leggjast hart gegn tilraunum hans
til að fara ofan í saumana á einka-
væðingunni.
Auðugasti maður Úkraínu, Rinat
Akhmetov, býr í Donetsk og er
einn af olígörkunum sem Jústsj-
enko telur að gegni of miklu hlut-
verki í stjórnmálum landsins.
Akhmetov studdi Janúkovítsj for-
sætisráðherra fyrir kosningarnar
en virðist nú leggja áherslu á að
eiga gott samstarf við nýkjörna
forsetann.
Jústsjenko hefur lofað rannsókn
á einkavæðingu stálvers sem hann
telur að hafi verið selt Akhmetov á
of lágu verði.
„Ég skipulagði ekki söluna, var
bara einn þeirra sem gerðu tilboð,
og vilji nýi forsetinn rannsaka
hana þá ræður hann því,“ hafði
breska ríkisútvarpið BBC eftir
Akhmetov.
Hann tók einnig skýrt fram að
hann telur tímabært að koma á
efnahagslegum umbótum í Úkr-
aínu og vill að tengslin við Evrópu-
sambandið verði bætt.
Fréttaskýring | „Appelsínugula byltingin“ í Úkraínu kann að reynast hægðarleikur miðað við
það sem koma skal því að talið er að mjög erfitt verði fyrir nýkjörinn forseta, Viktor Jústsjenko,
að tryggja einingu landsins og koma á þeim umtalsverðu umbótum sem hann hefur lofað.
Einn af lokaþáttunum
í hruni Sovétríkjanna
AP
Stuðningsmaður Viktors Jústsjenkos heldur á ketti sem er með appelsínugulan trefil á Sjálfstæðistorginu í Kíev í
gær. Jústsjenko fékk 51,99% atkvæða í forsetakosningunum á sunnudag og Viktor Janúkovítsj forsætisráðherra
44,19%. Úrslitin verða hins vegar ekki staðfest formlega fyrr en hæstiréttur Úkraínu hefur tekið fyrir kæru
Janúkovítsj sem segir að skipulögð kosningasvik hafi átt sér stað af hálfu stuðningsmanna Jústsjenkos.
’Öflugu olígarkarnir íaustanverðri Úkraínu
eru fullfærir um að
gera nýrri ríkisstjórn
erfitt fyrir.‘
BANDARÍSKI rithöfundurinn
Susan Sontag lést í gærmorgun
á sjúkrahúsi í New York, 71 árs
að aldri. Son-
tag hafði átt
við hvítblæði
að stríða, að
sögn tals-
manna sjúkra-
hússins.
Sontag var í
hópi kunnustu
menntamanna
í Bandaríkj-
unum og
fjallaði um fjölmörg efni í bók-
um sínum, allt frá ballett til
ljósmyndunar. Þá kom hún
verkum rithöfunda á borð við
Walter Benjamin og Elias Can-
etti á framfæri í Bandaríkjun-
um. Árið 2000 hlaut Sontag
bandarísku bókmenntaverð-
launin fyrir sagnfræðilega
skáldsögu, sem nefndist In Am-
erica. Þekktust var hún þó fyrir
ritgerðir sínar, allt frá því að
hún ritaði sína fyrstu 1964 en
þar er kynnt til sögunnar sú af-
staða til menningar að hún geti
verið „svo slæm að hún sé góð“.
Sontag var framarlega í
mannréttindabaráttu, bæði í
Bandaríkjunum og annars
staðar. Á síðasta áratug fór hún
m.a. oft til ríkja fyrrum Júgó-
slavíu og hvatti til þess að al-
þjóðasamfélagið gripi til að-
gerða til að binda enda á
borgarastríð þar. Sontag hafði
gagnrýnt George W. Bush
Bandaríkjaforseta, m.a. for-
dæmdi hún innrásina í Írak og
sagði árásina 11. september
2001 afleiðingu tiltekinna
gjörða Bandaríkjanna.
Susan
Sontag
látin
New York. AP.
Susan Sontag
ANDREI Illarionov, helsti efna-
hagsráðgjafi Vladímírs Pútíns Rúss-
landsforseta, kallaði í gær þjóðnýt-
ingu Yukos-olíurisans mesta „svindl
ársins“. Varaði hann við vaxandi rík-
isafskiptum í Rússlandi. Gagnrýni
Illarionovs á hendur ríkisstjórn Pút-
íns vekur eftirtekt en hann sakaði
stjórnina um að nota „fjármuni rúss-
neskra borgara“ til að ná til sín
helstu eignum Yukos.
„Þegar spurt er um svindl ársins á
þessu ári þá er sigurvegarinn sala
Yuganskneftegaz til dularfulls fyrir-
tækis […] og síðan kaup [ríkisolíu-
félagsins] Rosneft á því fyrirtæki,“
sagði Illarionov en hann er fylgis-
maður frelsis í viðskiptum.
Hljóta aðrir sömu örlög?
Illarionov sagði það „ráðgátu árs-
ins“ hvaðan peningarnir komu, sem
notaðir voru til að kaupa framleiðslu-
arm Yukos, dótturfyrirtækið Yug-
anskneftegaz, 19. desember sl. Sagði
hann að peningarnir, 10 milljarðar
Bandaríkjadala, geti „aðeins hafa
komið úr ríkissjóði því að ekkert
annað fyrirtæki hefði bolmagn til að
leggja til slíkt fé“. „Peningarnir voru
teknir frá borgurum þessa lands,“
sagði Illarionov á fundi með frétta-
mönnum í Moskvu.
Umbótasinnaðir embættismenn í
Rússlandi eru sagðir hafa verið á
móti stefnu Pútín-stjórnarinnar
gagnvart Yukos og Illarionov harm-
aði í gær „eyðileggingu öflugasta
olíufyrirtækisins í Rússlandi“. Hann
útilokaði ekki að önnur rússnesk fyr-
irtæki hlytu sömu örlög.
Þjóðnýt-
ing Yukos
„svindl
ársins“
Moskvu. AFP.