Morgunblaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Íþróttamaður
Skaftárhrepps |
Arnar Páll Gíslason
úr Ungmennafélag-
inu Skafta var út-
nefndur íþróttamað-
ur ársins í
Skaftárhreppi 2004.
Hann stundar frjáls-
ar íþróttir og æfir
með Ármanni í
Reykjavík. Arnar
Páll var valinn úr
hópi ellefu íþrótta-
manna sem tilnefndir voru við kjörið og er
vel að titlinum kominn, að því er fram kem-
ur í fréttatilkynningu.
Ráðstefna um samgöngur | Landbún-
aðar- og samgöngunefnd Húnaþings
vestra hefur samþykkt að leggja til við
sveitarstjórn að á hennar vegum verði
haldin ráðstefna um samgöngumál í og við
héraðið. Júlíus Guðni Antonsson lagði til-
löguna fram og var hún samþykkt sam-
hljóða.
Fram kemur í tillögunni að reynt verði
að fá til ráðstefnunnar sem flesta fulltrúa
þeirra sem að samgöngumálum koma,
kynntar mismunandi hugmyndir um fram-
tíðarsýn og íbúum gefinn kostur á að
koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Tólf íþróttamennhafa verið til-nefndir við kjör á
íþróttamanni Skaga-
fjarðar. Valið verður til-
kynnt 30. desember. Eft-
irtaldir íþróttamenn hafa
verið tilnefndir: Aldís Rut
Gísladóttir, Smári, frjálsar
íþróttir; Björn Jónsson,
Stígandi, hestaíþróttir;
Elísabet Jansen, Svaði,
hestaíþróttir; Gísli Eyland
Sveinsson, Tindastóll;
Guðmundur Sveinsson,
Léttfeti; Heiðrún Ósk Ey-
mundsdóttir, Stígandi; Jó-
hann Bjarkason, Golf-
klúbbur Sauðárkróks;
Sigurbjörn Árni Arn-
grímsson, Tindastóll;
Sunna Gestsdóttir, Tinda-
stóll; Sævar Birgisson,
Tindastóll; Vilhjálmur
Baldursson, Neisti.
Íþróttamaður
Veitt hafa verið verðlaun fyrir snyrtilegasta um-hverfi sveitabæjar og snyrtilegustu lóðina íSkaftárhreppi. Er þetta í annað sinn sem verð-
launin eru veitt. Ferðaþjónustan á Hunkubökkum, hjá
Jóhönnu Jónsdóttur og Pálma Hreini Harðarsyni,
hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilegasta umhverfi
sveitabæjar. Viðurkenning fyrir snyrtilegustu lóðina
árið 2004 kom í hlut Guðrúnar Ólafsdóttur og Elínar
Valdimarsdóttur á Kirkjubæjarklaustri I.
Snyrtilegt umhverfi
Andrés BjörnssonGilsárvöllum íBorgarfirði eystri
frétti að Friðrik Stein-
grímsson í Mývatnssveit
skorti siginn fisk og orti:
Ef að finna ekki má
eina spyrðu signa
skalt þér bara skella á
skötu yfirmigna.
Friðrik hafði útvegað sér
siginn fisk og svaraði:
Fiska signa fæ ég brátt
er fært mér jólin geta;
þú skötu yfirmigna mátt
maður sjálfur éta.
Þá Andrés:
Hana ét af hjartans lyst
helst vil nokkra diska;
þú hefur af miklu misst
meður harða fiska.
Loks Friðrik:
Lykt af skötu lyst fær spillt
svo liggur tómur diskur;
ósköp lítið eiga skylt
úldin skata og fiskur.
Skata fiskur?
pebl@mbl.is
Mýrdalur | Fallegt veður hefur
verið í Mýrdalnum að undan-
förnu þótt Vetur konungur
minni á það reglulega að hann
er við völd á þessum tíma árs.
Fólk notar góðviðrisdagana til
gönguferða. Í göngu upp að
Flúðanefi sem er austan við Vík
sáu göngumenn að miklir bunk-
ar af grýlukertum höfðu hlaðist
upp í hellisskúta í nefinu og var
að sjálfsögðu farið inn í skútann
til að skoða sig betur um. Það er
Sigrún Guðmundsdóttir úr Vík
sem þar krýpur.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Litskrúðug grýlukerti
Ganga
Norðausturland | Mat á umhverfisáhrifum
Norðausturvegar um Hólaheiði verður
kynnt á þremur fundum á Norðausturlandi
fljótlega eftir áramót.
Í bréfi, sem Vegagerðin sendi sveitar-
stjóra Öxarfjarðarhrepps, segir að vinna
við mat á umhverfisáhrifum Norðaustur-
vegar um Hólaheiði hafi staðið yfir að und-
anförnu.
„Tilgangur þessa nýja vegar er meðal
annars að styrkja samgöngur milli byggða-
kjarna á Norðausturlandi, auka umferðar-
öryggi og stuðla að myndun eins þjónustu-
svæðis sem nær til Kópaskers, Raufar-
hafnar og Þórshafnar,“ segir í bréfinu en
frá því er greint á vefnum dettifoss.is.
Framkvæmdinni verður skipt í þrjá
áfanga. Sá fyrsti er bygging vegar frá
Katastöðum um Hólaheiði og Hófaskarð að
Norðausturvegi ofan við Kollavík. Annar
áfanginn er vegagerð frá Fjallgarðsmelum
við Kollavík að Sævarlandi og sá þriðji er
nýr vegur frá fyrsta áfanga á Hólaheiði,
meðfram Ormarsá að Norðausturvegi við
Hól. Á sjö köflum fyrirhugaðs vegar verða
lagðir fram mismunandi valkostir til at-
hugunar og úrskurðar Skipulagsstofnunar.
Allar veglínur sem lagðar eru fram í mats-
skýrsludrögunum ná markmiðum fram-
kvæmdarinnar. Við skilgreiningu og
ákvörðun um mismunandi valkosti var
fjöldi mismunandi leiða skoðaður. Stór lið-
ur í þeirri vinnu var að koma til móts við
sjónarmið landeigenda. Mat á umhverfis-
áhrifum er unnið af VSÓ Ráðgjöf undir
verkstjórn Vegagerðarinnar en að verk-
efninu koma einnig aðilar með sérþekk-
ingu á ýmsum sviðum, s.s. jarðfræði, gróð-
urfari, fuglalífi og veðurfari.
Vegagerðin efnir til þriggja funda þar
sem framkvæmdin verður kynnt, í Sval-
barðsskóla í Þistilfirði , Félagsheimilinu á
Raufarhöfn og í Grunnskólanum á Kópa-
skeri, en þeir verða allir laugardaginn 8.
janúar næstkomandi.
Kynning á
vegi um
Hólaheiði
H
rin
gb
ro
t
Fyrir
flottar
konur
Bankastræti 11 sími 551 3930
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
♦♦♦
Best skreyttu húsin | Sveitarfélagið
Árborg veitti eigendum tveggja íbúðar-
húsa og eins fyrirtækis viðurkenningar
fyrir best skreyttu húsin fyrir jólin.
Viðurkenningarnar komu í hlut Guð-
mundar Kr. Jónssonar og Láru Ólafsdótt-
ur í Vallholti 38 og Eggerts Skúla Jóhanns-
sonar og Sædísar Óskar Harðardóttur á
Baugstjörn 28. Bogi Karlsson og Kristín
Guðmundsdóttir tóku við viðurkenningu
fyrir hönd fyrirtækisins síns, Karls úr-
smiðs.
Hitaveita Suðurnesja og ýmis fyrirtæki
veittu vinningshöfum verðlaun, meðal ann-
ars í formi vöruúttektar.
Greiða fyrir þvottinn | Vistmenn á
öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Ísa-
fjarðarbæjar munu frá og með áramótum
þurfa að kosta þvott á fatnaði sínum.
Stofnunin innheimtir 5.500 kr. gjald á
mánuði fyrir að þvo einkafatnað vist-
manna sem þess óska.
Fram kemur á vef Bæjarins besta á
Ísafirði að fatnaður vistmanna á öldr-
unardeild var lengst af þveginn á þvotta-
húsi stofnunarinnar. Í sumar var þvotta-
húsinu lokað og samið við Efnalaugina
Albert um allan þvott. Frá þeim tíma
hefur efnalauginn innheimt gjald fyrir að
þvo einkaþvott vistmanna og hefur Heil-
brigðisstofnunin greitt það sjálf þar til
nú að farið verður að innheimta gjald hjá
vistmönnum. Heimilisfólki eða aðstand-
endum þess er hins vegar gefinn kostur
á því að sjá um þvottinn fyrir sig eða
sína.
Jón Fanndal Þórðarson, formaður fé-
lags aldraðra á Ísafirði, fordæmir þessa
ákvörðun í samtali við vefinn. Segir að
hún lýsi í versta falli mikilli mannvonsku
eða í besta falli ótrúlegu hugsunarleysi.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN