Morgunblaðið - 29.12.2004, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 23
DAGLEGT LÍF
S
ala á flugeldum er hafin af fullum krafti
og flestir flugeldamarkaðir hafa nú opið
fram eftir og fram á gamlársdag. Óskar
Bjartmarz, varðstjóri hjá lögreglunni í
Reykjavík, segir að ekki sé ósennilegt
að álykta að landsmenn eyði hundruðum milljóna í
skoteldana þetta árið eins og undanfarin ár þrátt
fyrir að verðið hafi verið að lækka síðastliðin tvö
ár.
Hann telur að magnið sem flutt er inn til lands-
ins að þessu sinni sé svipað og í fyrra en þá voru
m.a. fluttir inn 530.000 flugeldar og um 91.000 blys.
Fjöldi söluaðila er einnig svipaður og í fyrra en í ár
eru það 24 söluaðilar sem hafa fengið tilskilin leyfi
fyrir sölu skotelda og selja á 48 stöðum á höfuð-
borgarsvæðinu.
Landsbjörg með 300–400 tonn
Slysavarnafélagið Landsbjörg flytur inn 300–
400 tonn af flugeldum fyrir þessi áramót og dreifir
á 120 flugeldamarkaði björgunarsveitanna úti um
allt land. Flugeldasala björgunarsveitanna á sér 35
ára hefð, en flugeldasalan er helsta tekjulind sveit-
anna og getur skipt sköpum ef á reynir, segir Val-
geir Elíasson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
Síðustu ár hafa flugeldasérfræðingar Lands-
bjargar sótt sér efnivið í smiðju Íslendingasagna
þegar kemur að flugeldum, að sögn Valgeirs. Þar
hafa fornkappar á borð við Gunnar á Hlíðarenda,
Gretti Ásmundarson og Hallgerði langbrók verið
gæddir lífi á litríkan og hljómmikinn hátt með
hjálp kínverskra flugeldagerðarmanna. Verð á
varningnum er það sama og í fyrra enda fara öll
innkaup frá Kína fram í dollurum, sem nú er nokk-
uð hliðhollur söluaðilum, að sögn Valgeirs.
Helsta nýjungin í ár hjá björgunarsveitunum er
svokallað vopnabúr, að sögn Valgeirs. Það inni-
heldur kröftugar rakettur í nýjum búningi, sem
bera nöfn vopna fornhetjanna svo sem Exi, Lás-
bogi, Sverð, Bogi, Atgeir, Spjót og Hnífur.
Til styrktar langveikum börnum
Kiwanisklúbburinn Esja í Reykjavík selur flug-
elda að Engjateigi 11 í Reykjavík til styrktar lang-
veikum börnum. „Við flytjum flugeldana inn sjálfir
frá Evrópu. Við bjóðum upp á einn fjölskyldu-
pakka en þess utan erum við nú að gera tilraun
með innflutning á þremur tegundum af litlum fjöl-
skyldupökkum, sem í eru litlar tertur, gos og litlir
flugeldar, segir Sverrir Karlsson, formaður flug-
eldanefndar Esju. „Uppbyggingin í flugeldasöl-
unni er svipuð og í fyrra og verðið það sama. Við
erum búnir að standa í þessu í hátt í þrjátíu ár og
fer ágóðinn allur til styrktar langveikum börnum.“
Til styrktar heimilislausum börnum
Kiwanisklúbburinn Höfði í Grafarvogi er með
flugeldasölu að Dvergshöfða 27 og rennur hagn-
aður af sölunni til góðgerðarmála.
„Við höfum í mörg ár styrkt Geldingalæk, sem
er heimili fyrir heimilislaus börn, auk annarra
verkefna, er varða börn, segir Sigurður Svav-
arsson, sem situr í flugeldanefnd kiwanisklúbbsins
Höfða í Grafarvogi. Flugeldana og blysin flytur
Höfði inn frá Kína og Hollandi. „Við bjóðum nú
upp á eina stærð af fjölskyldupokum, en þar að
auki erum við auðvitað með úrval af tertum, flug-
eldum og smávöru. Verðið er það sama og í fyrra.
Auglýsingapésum hefur verið dreift frá kiwanis-
klúbbnum Höfða á heimili í Grafarvogi, Árbænum
og í Grafarholti sem veitir 20% afslátt af uppsettu
verði.
Ný heiti á fjölskyldupökkunum
KR-flugeldar hafa flutt in skotelda í rúmlega
tuttugu ár. Lúðvík Georgsson hjá KR-flugeldum
segir að fjölskyldupakkarnir hafi fengið nýtt útlit
og heiti nú Brons, Silfur og Gull.
„Áður var sá háttur hafður á að flugeldapakk-
arnir voru útbúnir hér á landi en nú koma allir
pakkar tilbúnir frá Kína. Í leiðinni var ákveðið að
hanna nýjar umbúðir, gefa pökkunum ný nöfn og
endurskoða innihald þeirra.“
Lúðvík segir að ýmsar nýjungar séu í skoteldum
og blysum og bendir á að nú séu gosin öll komin í
íslenskar umbúðir. Hann bendir á að í fyrra hafi
verð á skoteldum lækkað og að í ár lækki það enn
frekar og er skýringin hagstætt gengi dollara.
Hundrað skota verðlaunaterta
Ódýri flugeldamarkaðurinn er með ýmis tilboð í
gangi. Hundrað skota verðlaunaterta hjá þeim er á
25% afslætti, risa fjölskyldupakkinn er á 40% af-
slætti, miðnæturrakettur á 42% afslætti og allar
aðrar vörur á 20% afslætti.
Vinsælastar hjá þeim voru í fyrra tívolíbombu-
rakettur. Einnig eru þeir með mikið úrval af skot-
tertum, allt frá smátertum upp í risatertur og allt
þar á milli.
Grannaskelfir vinsælastur
Gæðaflugeldar hafa verið með flugeldasölu í 14
ár. Auk pakkanna eru þeir með úrval af tertum,
rakettum, gosum, ýlum o.fl. 25% afsláttur er af öll-
um vörum hjá Gæðaflugeldum. Nýjungar hjá þeim
eru tertur sem eru framleiddar sérstaklega fyrir
þá og heita íslenskum nöfnum eins og Stóri hvellur
og Partý bomba. Í fyrra var vinsælust hjá þeim
litla tertan Grannaskelfir sem kostar 500 krónur.
Einnig hefur 20 kílóa tertan Stóra sýning alltaf
selst upp.
Íslensk eldfjallanöfn og fuglar
Gullborg flugeldar eru gamalgrónir á mark-
aðnum og hafa verið með flugeldasölu frá 1978.
Þeir voru fyrstir til að setja íslensk nöfn á eldfærin
og til dæmis heita skotkökurnar nöfnum íslenskra
eldfjalla, allar rakettur bera nöfn íslenskra fugla
auk mynda af fuglunum, blysin heita Blámi,
Grænka og Roði eftir þeim lit sem úr þeim kemur
og kúlublysin heita nöfnum eins og Töfrasproti.
Vinsælasta kakan hjá þeim í fyrra heitir Víti og er
25 skota kaka sem kostar 500 krónur. Hjá Gull-
borg flugeldum er hægt að kaupa staka hluti en
einnig fjórar stærðir af fjölskyldupökkum.
Pakkarnir ólíkir
Ógerningur er að bera saman verð milli sölu-
aðila því pakkarnir eru ólíkir að gæðum og stærð
og er því einungis um vísbendingar að ræða. Þær
upplýsingar sem fram koma í meðfylgjandi töflu
eru alls ekki tæmandi því mörg íþróttafélög og
önnur félagasamtök sem ekki er getið um í töfl-
unni, selja flugelda. Margir bjóða afslætti, t.d. er
Fylkir með afslátt í dag, 29. desember, gegn fram-
vísun dreifimiða. Þá ber að geta þess að margir
selja flugelda, blys, stjörnuljós og annan varning í
lausasölu og verðið er misjafnt eftir sölustöðum.
NEYTENDUR | Verð á flugeldum lækkar eða stendur í stað
Landsmenn skjóta á loft
um 530.000 flugeldum
Í fyrra skutu landsmenn á loft
um 530.000 flugeldum og 91.000
blysum en að sögn Óskars Bjart-
marz, varðstjóra hjá lögreglunni
í Reykjavík, er ekki ósennilegt að
magnið sé svipað sem landsmenn
nota um þessi áramót.
Lesið leiðbeiningar sem fylgja skoteldum og blysum og farið eftir þeim.
*(
+,
-
( F
$"
%"2
1(& &
&PPP)"
%
)&"##:
"2
$"
%
!"#$#%&' $(! #%( )'
$ % " #) %$*(! $ ! % $!"#$#%$
%./
'
(8
J6(
%
&,
,$
J )
, 98
5 !
)
3 J6(
.
18
J6(
%
&,
1
)
2:
J6(
0#
3$)%
J (
>-8#
1 $ !
"
3 J
12%(" *%
2&
*
2
, -8#
02!
183$)%
J6(
12%(" %N
-8#
'(
,
J6(
,
%3
$
4(
? (
J6(
%3
$
5!
N 3$)%
J6(
+ ##
6
,-
,-
,-
,-
.&
66
/ ##&
7
/ ##&
8
0)'# 1#%$&
0)'# 1#%$&
+##
7
. #"$
7
/ ##&
7 66
2 ## 3&
6
.3&
9
+-
8 7
4$##
9
.3&
8 66
5 &
9
+$
9 8
5 &
9 66
. #"$
7
4$##
9
. #"$
7
4$##
9
. #"$
7
4$##
9
Þegar skotið er upp flugeldumber að hafa margt í huga ogeitt af því er sú staðreynd að
dýrin stór og smá fyllast miklum
óróa við lætin sem fylgja sprenging-
unum og flýja jafnvel að heiman og
týnast. Eins er mikil slysahætta af
útigangshrossum sem tryllast gjarn-
an við sprengingar og ljósaglampa
og dæmi er um að þau hafi ætt fyrir
bíla. Þeir sem eiga gæludýr geta þó
gert ráðstafanir og dýralæknar
mæla með því að halda hundum og
köttum innandyra á gamlárskvöld
og gefa þeim róandi lyf meðan á her-
legheitunum stendur. Hestamenn
ættu að byrgja glugga á hesthúsum
og hafa ljósin kveikt til að draga úr
áhrifum frá ljósglömpum og jafnvel
stilla á háværa tónlist í útvarpi til að
draga úr áhrifum af sprengihávaða.
Dýralæknar hvetja fólk eindregið til
að láta duga að skjóta upp flugeld-
um á gamlársdag en ekki í marga
daga fyrir og eftir, til að leggja þessi
ósköp ekki lengur á skepnurnar en
nauðsyn krefur, því þær verða skelf-
ingu lostnar og líða kvalir þegar
skotgleðin gagntekur mannfólkið.
Morgunblaðið/Jim Smart
Flugeldar
eru skelfing
fyrir skepnur
Enginn má versla með skot-elda í smásölu nema hannhafi til þess leyfi frá hlut-
aðeigandi lögreglustjóra. Bannað
er að selja eða afhenda skotelda
barni yngra en 16 ára sé þess getið í
leiðbeiningum með skoteldum. Öll
sala á skoteldum til barna yngri en
12 ára er óheimil og öll meðferð
barna á þeim skal vera undir eft-
irliti fullorðinna.
Slysin gera ekki boð á undan sér.
Lesa á vel leiðbeiningar sem fylgja
skoteldum og blysum og fara eftir
þeim og ekki á að vera með skot-
elda við brennur. Reynslan sýnir að
alltaf er eitthvað um slys um ára-
mót af völdum skotelda og blysa.
Þeim má fækka verulega ef fólk
umgengst þá hluti eins og ætlast er
til. Með því að fara varlega er hægt
að draga úr líkum á þessum slysum.
Meðferð skotelda er heimil frá kl. 9
til miðnættis á tímabilinu 28. des-
ember til 6. janúar að báðum dög-
um meðtöldum. Á nýársnótt má þó
skjóta upp lengur.
Lögreglan hvetur fólk til að gæta
hófs í áfengisneyslu og foreldra til
að gleyma ekki börnum sínum svo
flestir megi eiga ánægjuleg áramót.
Meðferð áfengis og notkun skotelda
og blysa fer alls ekki saman.
Verð á flugeldapökkum er það
sama og í fyrra hjá sumum sölu-
aðilum en hefur lækkað hjá öðrum.
Áfengi og
skoteldar eiga
ekki saman
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson