Morgunblaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Syrgjendur á Sri Lanka jarðsettu ígær fórnarlömb flóðbylgjunnarmiklu á sunnudag en talið er aðnær 20.000 manns hafi látið lífið þar í landi. Álíka margt fólk er talið hafa farist í Aceh-héraði í norðanverðri Indó- nesíu og þar réðst hungrað fólk inn í versl- anir. „Fólk stelur en ekki af mannvonsku heldur af því að það sveltur,“ sagði Irman Rachmat, starfsmaður Rauða krossins. „Okkur vantar fólk til að grafa hina látnu. Við höfum áhyggjur af því að líkin á göt- unum muni valda sjúkdómum.“ Víða er skortur á hreinu vatni en hjálparstofnanir eru byrjaðar að dreifa hjálpargögnum þar sem þörfin er talin mest. Enn er óljóst hve margt fólk lét lífið í náttúruhamförunum en síðdegis í gær var nefnd talan 55 þúsund, enn er lítið vitað um örlög mörg þúsund manna á afskekkt- um stöðum. Vitað er að milljónir manna hafa misst heimili sín. Hvarvetna liggja lík sem víða eru farin að rotna í hitanum, heilu þorpin hafa horfið og sjúkrahús og líkhús eru yfirfull. Fundist hafa um 10.000 lík í einni borg í Indónesíu, Meulaboh. Flestir fórust í Sri Lanka, Indónesíu og Indlandi en einnig varð mikið manntjón í Taílandi. Á austurströnd Afríku var skýrt frá manntjóni af völdum hamfaranna í Sómalíu, Tansaníu og í Kenýa. Afríkulönd- in eru um 4.500 kílómetra frá upptökum jarðskjálftans við Indónesíu sem olli flóð- bylgjunni. Til samanburðar er fjarlægðin yfir hafið milli Vestur-Evrópu og Banda- ríkjanna um 5.000 km. Staðfest hefur verið að tugir vestrænna ferðamanna eru meðal hinna látnu en ótt- ast að þeir séu mun fleiri, ef til vill mörg hundruð. Langflest fórnarlambanna eru samt íbúar í löndunum sjálfum og oft úr röðum blásnauðra fiskimanna sem nota veikbyggða báta. Talið er að um þriðja hvert fórnarlamb á Sri Lanka hafi verið barn. Erfiðara var fyrir börnin en full- orðna að bjarga sér í flaumnum með því að grípa í trjágreinar eða báta. Margir fundu ekki ástvini sína. „Hvar eru börnin mín?“ spurði Absah, 41 árs gömul kona í Banda Aceh í Indónesíu en hún leitaði í gær að 11 börnum sínum. „Hvar eru þau? Hvers vegna kom þetta fyrir mig? Ég hef misst allt.“ Líkum skolar á land Einna mest virðist manntjónið hafa ver- ið í Indónesíu en upptök jarðskjálftans á hafsbotni voru um 200 km undan Súmötru sem heyrir til Indónesíu. Urðu héruðin Aceh og Norður-Súmatra verst úti, bylgj- urnar sem gengu á land voru allt að 10 metra háar og fjöldi bæja og þorpa hvarf. Erlendum fréttamönnum hefur ekki verið leyft að fara til Aceh síðustu árin vegna átaka stjórnarhersins þar við inn- lenda uppreisnarmenn. Að sögn heimild- armanna í gær náði flóðið sums staðar um 15 km inn í landið og mun hafa drekkt sjúklingum á sjúkrahúsi í einni borginni. Margir þeirra sem komust af hafa ekkert húsaskjól. Varaforseti Indónesíu, Jusuf Kalla, sagði í gær að talið væri að á Súm- ötru einni hefðu um 27.000 manns farist og um milljón manns misst heimili sín. Manntjónið á Sri Lanka var í gær áætl- að allt að 20.000. Að sögn eins ráðherra landsins, Susil Premajayantha, eru hús 1,5 milljóna manna annaðhvort ónýt eða skemmd og fáir íbúanna munu komast af án hjálpar. Haft var eftir Premajayantha í The New York Times að vatnsflaumurinn hefði hrifið með sér um 1.400 km af járn- brautarsporum sem lágu frá höfuðborg- inni Colombo til suðurhéraðanna. Flóðið ýtti lest sem bar heitið Samudr- adevi, eða Drottning hafsins, af sporinu og margir farþeganna dóu eða þeirra er sakn- að. Þyrla hersins á Sri Lanka sótti í gær Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara Þýskalands, sem var í leyfi í Galle í sunn- anverðu landinu en þar olli flóðbylgjan miklu tjóni. Stjórnvöld hafa notfært sér að margir útlendu ferðamannanna eru með farsíma og hafa sent þeim smáskilaboð og þannig getað staðsett fólk sem orðið hefur að flýja inn í landið. Líkum hélt áfram að skola á land á um 2000 metra lang verðu Indlandi minnst 8.500 h mest í héruðun Pradesh og Ker illa úti. Einnig Flaumurin sér lest á Karlmaður í Aceh-héraði í Indónesíu heldur á líki ættingja arar leituðu áfram í von um að finna einhverja á lífi eftir fl Þriggja ára taí Pang-Nga-héra  Mest manntjón að líkindum í Indóne Banda Aceh, Colombo, Jakarta. AP, AFP. var eftir talsmanni norska utanríkis- ráðuneytisins að þar á bæ óttuðust menn að tala látinna Norðmanna ætti eftir að hækka gífurlega. Láta mun nærri að ekki hafi tekist að sannreyna hvar um 600 Norðmenn halda sig. Þar með er vitanlega ekki sagt að viðkom- andi hafi týnt lífi en þeir hinir sömu hafa a.m.k. ekki látið til sín heyra. Norskir fjölmiðlar hafa birt frásagnir af fólki sem missti börn þegar flóðbylgj- an reið yfir í Taílandi. Vitað var í gær um þrjú börn sem fórust þar en líkt og gilti um manntjón annars staðar var ógerlegt að fá fram glögga heildarmynd af ástandinu og tölu látinna. Dagblaðið NORSKI herinn bjó sig í gær undir að senda flugvél til Taílands í því skyni að flytja heim Norðmenn sem slösuðust í náttúruhamförunum í Asíu, að sögn Aft- enposten. Með í för verða hjálparstarfs- menn sem huga eiga að slösuðum og þeim sem eiga um sárt að binda. Í gær sögðu norsk yfirvöld að staðfest hefði verið að 13 Norðmenn hefðu týnt lífi í náttúruhamförunum. Enn hefði ekki tekist að ná í mikinn fjölda Norð- manna á svæðinu. Alls er talið að um 1.600 norskir ríkisborgarar hafi verið í löndunum sem urðu fyrir flóðbylgjunum sem jarðskjálftinn mikli við Súmötru hleypti af stað á öðrum degi jóla. Haft Aftenposten s móður, Trine bjarga tveggj horfði á eftir se brott með flóðö fjölskylduna þ ingi við strönd ins var ófundið ar slasaðist illa „Ari er nú Í Phuket er e aða gamlan n lífi. Fimm man íbúð í Phi Phi inn var ásamt e Norsk börn viðskila v NEYÐARHJÁLP TIL SUÐUR-ASÍU Skelfilegt umfang hamfaranna íSuður-Asíu er enn að koma í ljós.Í gær var sagt að vitað væri að 55 þúsund manns hefðu látið lífið í flóð- bylgjunni, sem myndaðist eftir jarð- skjálftann undan Súmötru á sunnudag og óttast er að mun fleiri hafi látið lífið. Talið er að þriðjungur þeirra, sem létu lífið, hafi verið börn. Ógerningur er að átta sig á hvað margir slösuðust og misstu heimili sín. Fréttir berast af því að mannslífum hafi verið bjargað með undursamlegum hætti, en mun fleiri frásagnir lýsa hryllingnum við að lenda í flóðbylgjunni og missa sína nánustu. Hjálp þarf að berast hratt á hamfara- svæðin og stofnanir og samtök á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóða Rauða krossinn hafa brugðist skjótt við, en ljóst er að það er ekki einfalt mál að skipuleggja bráðahjálp, sem þarf að berast til fjölda landa samtímis. Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, benti á þennan vanda í samtali þar sem hann sagði að einhver yrði að taka for- ustuna: „Ég held að eitt af vandamál- unum sé að þegar allir taki ábyrgðina sé það næstum eins og enginn beri ábyrgð- ina.“ Orð hans eiga sérstaklega við um framhald hjálparstarfsins. Ár er nú liðið síðan 30 þúsund manns létu lífið í jarð- skjálftanum í Bam í Íran. Þórir Guð- mundsson, sviðsstjóri útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands, fór þangað fyrir jól og lýsir því á heimasíðu samtakanna hvernig ástandið þar er núna. Íbúar borgarinnar eru enn í losti eftir jarð- skjálftann og margir búa í gámahýsum. Þangað berst enn aðstoð, en athyglin, sem þangað beindist í upphafi, er horfin. Jan Egeland, aðstoðarframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í fyrradag að nú væri þörf á umfangs- mestu neyðaraðstoð sögunnar. Hann kvartaði einnig undan því að hinar ríku þjóðir heims gæfu ekki nógu mikið. „Ég botna ekki í því hvers vegna við erum svona nísk. Í alvöru. Jólin eru tími, sem ættu að minna mörg vestræn ríki í það minnsta á hversu rík við erum orðin,“ sagði hann og bætti við að sumar rík- isstjórnir virtust trúa því að þær legðu of þungar byrðar á skattborgarann og skattborgarinn vildi borga minna: „Það er ekki satt. Þeir vilja gefa meira.“ Í fjölmiðlum víða um heim hefur einn- ig verið fjallað um ástæðurnar að baki því að ekki hafi verið komið fyrir kerfi í Indlandshafi til þess að vara við slíkum hörmungum. Slíkt viðvörunarkerfi er í Kyrrahafi og er sérstaklega háþróað í Japan. Það hefði varað við þeim nátt- úruhamförum, sem voru yfirvofandi á Indlandshafi. Ein ástæðan er sennilega sú að flóðbylgjur af völdum skjálfta eru afar fátíðar í Indlandshafi, en einnig ber að hafa í huga að að því liggja einkum þróunarlönd og slíkt kerfi því aftarlega í forgangsröðinni við ráðstöfun almanna- fjár þar. Ljóst er að bjarga hefði mátt þúsundum mannslífa hefði viðvörun borist í tæka tíð því að ekki hefði þurft að flytja fólk langt inn í land til þess að komast undan flóðbylgjunni. Þau lönd, sem verst urðu úti í nátt- úruhamförunum á sunnudag, þurfa á hjálp að halda núna og munu áfram þurfa aðstoð. Ríkisstjórn Íslands hefur látið fimm milljónir í aðstoð til fórnar- lambanna. Þjóðin hefur efni á að gefa meira. Hér verður tugum milljóna króna eytt í flugelda fyrir þessi áramót. Sjö þúsund manns hafa nú hringt í neyð- arsíma Rauða kross Íslands, 907 2020. Fleiri Íslendingar hafa efni á því sím- tali. FLUGELDAIÐJAN OG KÍNVERJAR Í Morgunblaðinu í gær var frá þvískýrt, að nær hálfrar aldar gamalt fyrirtæki, Flugeldaiðjan, hefði hætt starfsemi sinni. Fyrirtækið stofnaði Þórarinn Símonarson árið 1958 og hefur framleiðsla þess verið hans aðalstarf síðan. Eiginkona hans, Ingunn Ingva- dóttir, hefur starfað í fyrirtækinu með manni sínum og börn þeirra tvö starfað með þeim framan af og annað þeirra til þessa dags. Flugeldaiðjan er því dæmi- gert lítið fjölskyldufyrirtæki. Slík fyrir- tæki vekja ekki athygli fjölmiðla með sama hætti og stóru fyrirtækin gera en þau er þó og hafa alltaf verið mikilvæg undirstaða íslenzks atvinnulífs. Hjónin eru bæði komin á níræðisald- ur og eru sátt við að hætta starfseminni. En hvers vegna tóku þau ákvörðun um að hætta? Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Þórarinn Símonarson: „En nú er svo komið að útilokað er að keppa við Kínverja í verði.“ Hvers vegna er útilokað að keppa við Kínverja í verði? Ástæðan er sú, að launakostnaður í Kína er ekki nema brot af því, sem tíðkast hér á Íslandi og ann- ars staðar á Vesturlöndum. Þess vegna er margvísleg framleiðsla flutt til Kína. Frosinn fiskur er fluttur til Kína til vinnslu og í sumum vinnslugreinum eru íslenzk fiskvinnslufyrirtæki ekki lengur samkeppnisfær við Kínverja. Dúkkur eru framleiddar í Kína eins og þekkt hefur orðið hér um þessi jól. Og svo mætti lengi telja. Hvað felst í því, að ódýrara sé að framleiða nánast hvað sem er í Kína? Í því felst arðrán okkar Vesturlandabúa á kínversku alþýðufólki. Nú fyrir jólin var frá því skýrt hvers vegna sum leikföng eru ódýr. Það er vegna þess, að þau eru framleidd í barnaverksmiðjum í Kína. Skýrt var frá því hvernig framleiðslunni er háttað. Börn vinna í leikfangaverk- smiðjum sjö daga vikunnar. Vinnudag- urinn er langur og þau fá aldrei frí. Þess vegna eru leikföng frá Kína ódýr. Er alveg sjálfsagt að ríkar þjóðir Vesturlanda njóti góðs af hinum lágu launum í Kína? Viljum við kaupa vörur, sem byggjast á barnaþrælkun? Hefðum við keypt vörur, sem framleiddar hefðu verið í Auschwitz? Viljum við að velmeg- un okkar byggist á fátækt og þjáningum annars fólks? Einhverjir munu svara þessum spurningum á þann veg, að það sé betra fyrir þetta fátæka fólk að hafa einhverja vinnu og einhver laun en enga vinnu og engin laun. En er það svar, sem við getum sætt okkur við? Sumir vilja ekki kaupa egg, sem hænur innilokaðar í búrum verpa heldur einungis egg, sem hænur sem ganga um frjálsar verpa eins og t.d. á Sólheimum í Grímsnesi. Getum við Vesturlandabúar ekki sagt með sama hætti: við kaupum ekki leik- föng – eða flugelda – sem framleidd eru með þrælkun barna í verksmiðjum? Þetta er kannski umhugsunarefni fyrir þjóð, sem er gersamlega að tapa sér í neyzluæði. Eða er henni kannski al- veg sama?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.