Morgunblaðið - 29.12.2004, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Margrét PetrínaHallsdóttir
fæddist á Siglufirði
23. ágúst 1922. Hún
andaðist á Landspít-
alanum í Fossvogi að
kvöldi 16. desember
síðastliðins. Foreldr-
ar Margrétar voru
Hallur Garibaldason
verkamaður, f. 24.
júní 1893, d. 15. apríl
1988, og Sigríður
Jónsdóttir, f. 15. des-
ember 1897, d. 10.
ágúst 1983. Systkini
Margrétar eru a)
Garibaldi Hallsson, f. 12. septem-
ber 1918, lést tveggja ára úr
barnaveiki; b) Pétur Garibaldason
Hallsson, f. 2. apríl 1920, d. 24
nóvember 1991, kvæntur Inger
Hallson. Börn þeirra eru Mona,
Bjarni, Hallur Karl og Jonna, sem
lést þriggja ára; c) Garibaldi
Hallsson, f. 3. september 1926, lést
níu mánaða gamall úr kíghósta, d)
Magðalena Sigríður Hallsdóttir, f.
28. júní 1928, gift Guðlaugi H.
blindur faðir hans, og síðar meir
dóttir Jóhannesar, Magðalena
Björk, f. 6. maí 1934.
Margrét lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar
1938. Hún stundaði nám við Hús-
mæðraskólann á Laugalandi í
Eyjafirði 1944–45, og vefnaðar-
nám við sama skóla 1947–48. Hún
nam hannyrðir við Statens
kvinnelige Industriskole í Ósló
1958–1959 og lauk handavinnu-
kennaraprófi 1962. Auk þess sótti
Margrét fjölmörg námskeið í
handmenntum, tómstundaiðju,
tungumálum og fleiri greinum,
hér heima, í Noregi og í Dan-
mörku.
Margrét kenndi vefnað og
handavinnu við ýmsa skóla frá
1946, og kenndi handavinnu og
tómstundaiðju við Æskulýðsheim-
ili Siglufjarðar frá hausti 1959.
Hún var handmenntakennari við
Barnaskóla Garðabæjar, sem síð-
ar varð Flataskóli, frá árinu 1964,
og starfaði þar til starfsloka. Hún
var lengi prófdómari í handavinnu
við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar,
og starfaði hjá Pósti og síma á
Siglufirði á sumrin í fjölmörg ár.
Margrét var ógift og barnlaus.
Útför Margrétar verður gerð
frá Siglufjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Karlssyni á Siglufirði.
Börn þeirra eru
Guðný Sigríður, Guð-
rún Herdís, Karl og
Guðbjörg Jóna. e)
Helgi Hallsson, f. 16.
febrúar 1931, kvænt-
ur Eddu Indriðadótt-
ur á Akureyri. Börn
þeirra eru Anna Mar-
grét, Indriði Hallur
og Helga Sigríður; f)
Jón Hallsson, f. 29.
september 1932,
kvæntur Kristínu
Ólafsdóttur í Reykja-
vík. Dætur þeirra eru
Bergþóra, Sigríður, Ólöf, Íma Þöll
og Þórhildur Halla; g) Guðjón
Hallur Hallsson, f. 23. mars 1939,
kvæntur Emmy Margit Þórarins-
dóttur í Reykjavík. Börn þeirra
eru Hallur og Þórunn. Auk þess
bjuggu á heimili Sigríðar og Halls,
Óskar Garibaldason, f. 1. ágúst
1908, bróðir Halls, sem ólst þar
upp eftir snjóflóðin á Engidal við
Siglufjörð vorið 1919, Jóhannes
Jósefsson, f. 16. maí 1908, Jósef,
Látin er í Reykjavík Margrét
Petrína Hallsdóttir föðursystir mín.
Hún fæddist á Siglufirði, ólst þar
upp, og þar verður hún jarðsett í
dag. Magga var þriðja barn afa
míns og ömmu, Sigríðar Jónsdóttur
frá Máná í Úlfsdölum og Halls
Garibaldasonar sem fæddur var á
Mannskaðahóli á Höfðaströnd;
næstelst sex barna þeirra er kom-
ust á legg. Líf afa og ömmu var ekki
alltaf auðvelt. Elsti sonur þeirra,
Garibaldi, lést í barnæsku, og Gari-
baldi yngri, sem var næsta barn á
eftir Möggu, lést einnig. Náttúru-
hamfarirnar frostaveturinn mikla,
þegar snjóflóð hreif með sér bæinn
Engidal við Siglufjörð setti mark
sitt á fjölskylduna, en þar fórst
langamma, móðir Halls afa, Mar-
grét Petrína Pétursdóttir, ásamt
þremur börnum sínum, tengdabörn-
um og öðru heimilisfólki. Sigríður
amma missti föður sinn ung að
aldri, þegar bátur hans fórst á leið-
inni milli Haganesvíkur og Hofsóss.
Ef til vill voru þessir erfiðleikar
ekki meiri en gekk og gerðist hjá ís-
lensku alþýðufólki í þá daga, en sár-
ir hljóta þeir samt að hafa verið.
Lærdómurinn í húsi afa míns og
ömmu á Siglufirði var sá, að fólk
hjálpaðist að, sýndi hvert öðru og
náunganum samhug og góðvild, og
börnin voru hvött til að verða ær-
legir og gegnir þjóðfélagsþegnar.
Það var veganestið sem Magga
hafði með sér úr foreldrahúsum,
þegar hún hélt til Noregs, ung kona
til að læra hannyrðir og vefnað.
Slíkur ofurhugur hefur sjálfsagt
verið fátíður í litlum sjávarplássum
í þá daga, og hreint ekki gefið að
stúlkur kæmust til mennta, hvað þá
til útlanda.
Handavinnan varð líf og starf
Möggu. Hún var ekki bara afar vel
menntuð í þeirri grein, heldur af-
burða listfeng og vandvirk. Allt lék í
höndum hennar. Vafalaust hefur
henni kippt í kynið hvað þetta varð-
ar, því báðir afar hennar, Garibaldi
Einarsson formaður á hákarlaskip-
um við Siglufjörð og Jón Þorsteins-
son hreppstjóri í Haganesvík þóttu
afbragðsgóðir vefarar. Öll sumur
bernsku minnar hjá afa og ömmu á
Siglufirði stóð stóri vefstóllinn
hennar Möggu eins og risavaxið
furðuverk á norðurloftinu, og á það
horfði borgarkrakkinn með lotn-
ingu.
Já, sumrin á Sigló, þau voru engu
lík. Að koma í hús afa og ömmu var
að koma á sitt annað heimili, og af
endurminningum frá þeim tíma
stafar birta og ómæld hlýja. Þar var
oft mannmargt, þar vildum við öll
vera sem oftast og lengst. Barna-
börn afa og ömmu slógust um að
vera á kvistinum og geta vaknað, og
opnað yndislegan kvistgluggann út í
siglfirska sumarið, þar sem sölt
sjávarlyktin blandaðist peninga-
lyktinni sem engum var til ama í þá
daga. Við blöstu bræðslutankarnir
tveir og stóri strompurinn sem afi
átti stóran þátt í að koma upp,
Skollaskál í austri, Hólshyrnan í
suðri, Siglunesið í norðri og malandi
bátarnir á spegilsléttum firðinum,
eins og skuggamyndir í dalalæðunni
á morgnana. Og alltaf þetta magn-
aða logn, sem við borgarbörnin
þekktum ekki frá okkar heimaslóð-
um. Niðri í norðurstofu bjó Magga.
Þótt starfsvettvangur hennar yrði
lengstum hér fyrir sunnan, fór hún
heim á Siglufjörð öll sumur, vann á
Pósthúsinu og var afa og ömmu til
halds og trausts þegar gestagang-
urinn var hvað mestur. Það var ekki
síst henni að þakka að afi og amma
gátu haldið slíkri reisn og rausn við
afkomendur sína og aðra gesti á
heimili sínu langt fram á háan aldur.
Dagarnir á Sigló voru tóm sæla.
Magga eyddi ómældum tíma í að
hafa ofan af fyrir okkur systkina-
börnum sínum, og kunni vel á okkur
lagið. Tímunum saman sátum við
frænkurnar og jafnöldrurnar Guð-
rún, Anna Margrét og ég og lærð-
um að sauma perlur, eða bródera
eitthvað skemmtilegt; hekla og
prjóna undir handleiðslu Möggu.
Hún kunni svo margt skemmtilegt
sem venjulegir handavinnukennar-
ar virtust ekki hafa nokkra vitn-
eskju um. Hún kenndi okkur fingra-
vefnað og spjaldvefnað, og að hnýta
færeysk bönd, tólftottabönd, og
bara nafnið eitt sagði allt um það
hvað iðjan sú var skemmtileg.
Seinna kenndi hún mér að orkera,
sem mér þótti merkileg kúnst, og er
illu heilli búin að glutra niður. Hún
bar líka í mig bækur, og þar voru
rómantísku ástarsögurnar efstar á
blaði. Veit maður nokkuð um ís-
lenskar bókmenntir án þess að hafa
lesið Dalaprinsinn og aðra íslenska
sveitarómantík? Hjá afa og ömmu
mátti allt, enda treystu þau barna-
börnunum sínum vel. Það var aðeins
eitt sem var bannað, og þar var það
Magga sem tók af skarið. Það mátti
ekki fara í kaðlana á stóru tönk-
unum, og ekki í sjókaðalinn niðrá
bryggju. Þótt Magga gæti verið
býsna ákveðin, var þetta bann nú
samt að engu haft, og samviskan
bleksvört fyrir vikið. Það skynjaði
Magga vel, og var skemmt undir
niðri, því allt fór þetta auðvitað vel,
og enginn datt í sjóinn. Það var í
eðli Möggu að bera hag sinna nán-
ustu fyrir brjósti, og ekki mátti hún
hugsa til þess að eitthvað slæmt
henti fjölskyldu hennar. Hún var
alla tíð reiðubúin að hjálpa og hlú að
sínum nánustu, hvenær sem þess
gerðist þörf. Þótt hún yrði aldrei rík
af veraldlegum auði, þá átti hún
ómælda sjóði af andlegum styrk,
hjartagæsku, náungakærleik og
hlýju, og þess nutum við öll sem í
kringum hana vorum. Hún var
nægjusöm og sjálfri sér nóg, en ör-
lát í garð annarra. Mér er það minn-
isstætt þegar við faðir minn fórum
einu sinni sem oftar að sækja hana
suður í skóla eins og hún kallaði
ferðalagið í Flataskóla í Garðabæ
þar sem hún kenndi um árabil. Eitt-
hvað þótti föður mínum hún sein við
fráganginn og stússið í skólastof-
unni eftir vinnudaginn, þar sem hún
MARGRÉT PETRÍNA
HALLSDÓTTIR
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ERLA HALLDÓRSDÓTTIR,
Hjallaseli 11,
Reykjavík,
lést á aðfangadag á gjörgæsludeild Landspítala í
Fossvogi.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 30. desember kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast Erlu, er bent á félagið Alnæmisbörn, bankareikningur
1155-15-40733, kennitala 560404-3360.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gestur Gíslason,
Ragnar Gestsson,
Hildur Gestsdóttir, Oscar Aldred
og Unnur Aldred.
Ástkær vinkona okkar,
AÐALHEIÐUR ÁRNADÓTTIR
fyrrv. formaður verkakvennafélagsins
Öldunnar á Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki
fimmtudaginn 23. desember síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju fimmtu-
daginn 30. desember kl. 14:00.
Hilmar Aadnegard, Hallfríður Guðleifsdóttir og dætur.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, tengdadóttir,
amma og systir,
ÓLÖF SVAVARSDÓTTIR
sjúkraliði,
Hrauntungu 12,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 26. desember.
Garðar Flygenring,
Hilmar Darri Flygenring, Hólmfríður Kristjánsdóttir,
Margrét Ýr Flygenring,
Kristín Ingvarsdóttir,
Kristján Á. Flygenring, Margrét D. Flygenring,
Jack Wallace
og systkini hinnar látnu.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna
andláts og útfarar
GUÐMUNDAR L. FRIÐFINNSSONAR
rithöfundar og bónda.
Guð blessi ykkur öll.
Aðstandendur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURVIN SVEINSSON
rafvirkjameistari,
Vesturbraut 11,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánu-
daginn 27. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jóhanna Karlsdóttir,
Kristín Sigurvinsdóttir, Hreinn Steinþórsson,
Kristrún Sigurvinsdóttir George, Leo George,
Hafsteinn Sigurvinsson, Anna Árnadóttir,
Jóhanna Svanlaug Sigurvinsdóttir, Þorvaldur Kjartansson,
Sigurvin Ægir Sigurvinsson, Bergþóra Sigurjónsdóttir,
Ólöf Sigurvinsdóttir, Halldór R. Þorkelsson,
Dröfn Sigurvinsdóttir,
Karitas Sigurvinsdóttir, Tryggvi B. Tryggvason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar,
JÓN BJARNI ÓLAFSSON,
Borgarbraut 65a,
Borgarnesi,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn
27. desember.
Kristrún Jóna Jónsdóttir, Guðmundur Arason,
Sæmundur Jónsson, Kristín Anna Kristjánsdóttir
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
KARL TORFASON,
Þórólfsgötu 7,
Borgarnesi,
andaðist í Borgarnesi mánudaginn
27. desember.
Ingibjörg Júlíusdóttir,
Torfi Júlíus Karlsson, Ingunn Jóhannesdóttir,
Viðar Karlsson, Kristjana Höskuldsdóttir,
Laufey Karlsdóttir, Valur Marteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.