Morgunblaðið - 29.12.2004, Page 29

Morgunblaðið - 29.12.2004, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 29 MINNINGAR tíndi upp hvern einasta garnspotta sem til hafði fallið eftir nemend- urna. En öllu þessu skyldi til haga haldið. Áratugum síðar birtust þau hvert á fætur öðru litríku hekluðu rúmteppin, sem hún hafði lagt alla sína alúð og natni í að hekla handa stórum hópi systkinabarna sinna, fádæma falleg og vel gerð; úr spott- unum þeim arna. Margt verður nýtnum að notum, og sjaldan hefur það átt betur við en um teppin góðu. Kæmi hún á okkar fund, eða við í heimsókn til hennar, gaukaði hún gotteríi að okkur krökkunum, Konga súkkulaði og súkkulaðirús- ínum, og kanilkakan hennar var óviðjafnanlegt hnossgæti. Okkur krökkunum þótti hún forfrömuð að hafa siglt til Noregs til mennta, og hún var óspör á hvatningu til okkar um að ganga menntaveginn. Hún fylgdist alla tíð vel með norsku mannlífi, og las norsku blöðin sér til mikillar ánægju. Þar kynnti hún okkur jafnt fyrir kóngafólki sem hinum kostulega Stomperud í teiknimyndasögunum. Margrét föðursystir mín var góð kona. Hún var hjartahrein og trúuð, og vildi öllum vel. Hún hafði sterk- mótaðar skoðanir á þjóðmálum, og tók ævinlega málstað lítilmagnans í samfélaginu. Hún var einstök frænka, sem gott var að geta leitað til. Ég kveð hana með söknuði, og djúpu þakklæti fyrir allt það sem hún var mér. Það er huggun að vita af henni leggjast til hinstu hvílu á Siglufirði hjá afa og ömmu og Gariböldunum tveimur, bræðrum sínum litlu, sem dóu svo ungir. Hvíl í friði elsku frænka mín. Bergþóra. Elsku Magga frænka. Við þökkum fyrir allar yndislegar stundir sem við áttum með þér og munum við geyma minningarnar frá Holtsgötunni vel og munu þær hlýja okkur um ókomna framtíð. Þegar Magga bjó á Holtsgötunni var það venja að fara til hennar í heimsókn og var þar alltaf tekið á móti okkur með hlýju og ást. Ósjaldan var farið í boltaleik á ganginum, okkur kennt að prjóna eða annað tengt handa- vinnu og okkur sagðar sögur af fjöl- skyldunni frá því í gamla daga. Aldrei komum við til Möggu án þess að fá kræsingar og alltaf var boðið upp á súkkulaðirúsínur og hver og einn fékk litla kók í plasti í sinn eig- in litaða bolla og ekki má gleyma pönnukökunum og sultusúkkulaði- kökunni sem var skreytt með gaff- alförum að hætti Möggu. Eftir ynd- islega heimsókn var venjan að Magga beið úti í glugga á næst efstu hæð og veifaði bless. Minning- arnar eru svo margar og munu þær lifa í hjörtum okkar og fylgja okkur ávallt. Takk fyrir allt og allt, Guð geymi þig og verndi, elsku Magga frænka. Einar, Sigmundur, Soffía Arna, Sara Margrét og Magðalena. Þegar ég sit hér við tölvuna og reyni að setja á blað nokkur orð um elskulega föðursystur mína Möggu sem lést 16. desember sl., velta minningarnar fram og hugurinn leitar til æskuáranna á Siglufirði. Í minningunni var alltaf mikil hríð og ófærð á þessum árstíma og von var á Möggu frænku heim. Við biðum spennt eftir Norðurleiðarrútunni því við vissum að Magga var þar á meðal farþega. Hún var að koma heim í jólafrí og stundum var biðin löng, því oft var illfært á þessum tíma og oft hittum við hana ekki fyrr en daginn eftir. Þá var hlaupið út í hús til ömmu og afa og heilsað upp á Möggu og þá dró hún oftast eitthvað fram til að gleðja litlar sál- ir, og af því að Magga var handa- vinnukennari þá var það gjarnan einhvers konar handavinna sem hún kom með handa okkur. Í fyrstunni voru það perlur, það voru saumaðar litlar mottur, utan um eldspít- ustokka, servíettuhringir og margt fleira. Seinna urðu það stærri hlut- ir, og það var setið í vesturstofunni hjá ömmu og afa og saumaðir púð- ar, myndir og ýmislegt fleira fallegt leit dagsins ljós. Það má segja að Magga hafi vakið áhuga minn á handavinnu á æskuár- unum, hún taldi það ekki eftir sér að kaupa fyrir mig handavinnu, hvort sem það var mynd, útsaumsgarn eða efni í dúk. Magga var ákaflega nýtin á alla hluti og passaði vel upp á allt. Til dæmis um það var að þegar hún var við kennslu þá tíndi hún upp alla garnspotta sem til féllu og höfðu verið skildir eftir í lok dagsins og setti þá í poka og tók þá með sér heim í stað þess að setja þá í rusla- fötuna, og úr þessum spottum hekl- aði hún litlar dúllur sem hún setti saman og gerði úr teppi. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að flest öll systkinabörn hennar hafi verið búin að fá svona teppi frá henni. Magga mátti ekkert aumt sjá og hún var boðin og búin að hjálpa ef einhver þurfti á hjálp að halda. Hún hugsaði fyrst og fremst um aðra heldur en sjálfa sig. Hún var ekki rík af veraldlegum eigum og bjó til dæmis alltaf í leiguhúsnæði og það sem hún átti gaf hún öðrum. Það var sama hvenær komið var til Möggu alltaf vildi hún gefa kaffi og svo voru tekna fram nokkrar sortir af kökum með. Magga átti líka alltaf súkkulaðirúsínur sem börnin okkar fengu þegar þau komu í heimsókn. Ef hún kom til okkar í heimsókn þá brást það ekki að að hvert barn fékk poka af súkkulaðirúsínum. Síðast þegar ég talaði við hana var hún orðin nokkuð veik af þeim sjúkdómi sem hrjáði hana en samt var hún að hafa áhyggjur af mér, hvort allt gengi nú nógu vel hjá mér og börnunum mínum, þannig var Magga, alltaf að hugsa um aðra. Nú þegar ég kveð elsku frænku mína og hún er farin í sína hinstu ferð á æskuslóðirnar veit ég að það verður tekið vel á móti henni í henn- ar nýju heimkynnum af ömmu og afa, Gariböldunum báðum og Pétri og öðrum sem á undan eru farnir. Ég bið Guð að láta ljósið skína og vísa henni veginn. Hafðu þökk fyrir alla vinsemd þína í minn garð og barna minna elsku frænka mín. Guð geymi þig. Anna Margrét. Mig langar til þess að minnast Möggu frænku með fáeinum orðum. Magga var föðursystir mín og hefur alla tíð verið hluti af lífi mínu. Þegar ég var barn, bjó Magga í sama húsi og ég og fjölskylda mín á Snorra- braut 30, hún á fyrstu hæð og við á annarri hæð. Það leið því ekki sá dagur að ég færi ekki niður til Möggu til þess að „hjálpa“ henni við það sem hún var að gera, eða bara fá köku og kakó. Magga gaf sér allt- af tíma fyrir mig, við sátum oft tím- unum saman og máluðum, teiknuð- um eða föndruðum eitthvað, en hún var listamaður í höndunum. Magga fylgdist alltaf með hvernig systkinabörnunum hennar vegnaði og hún lagði á það áherslu að við gengjum menntaveginn og helst vildi hún að við spiluðum á eitthvert hljóðfæri. Magga var alltaf stolt af systkinabörnum sínum, hún vildi alltaf öllum vel. Við krakkarnir vor- um þó ekki alltaf sömu skoðunar og hún og stundum þreytt á því þegar hún talaði um reglusemi í drykkju sem öðru, en ég bar samt alltaf virð- ingu fyrir skoðunum hennar. Magga frænka var fórnfúsasta manneskja sem ég hef nokkurn tíma þekkt og ég efast um að ég eigi eftir að kynn- ast annarri slíkri. Magga var þannig að hún hugsaði alltaf fyrst um aðra áður en hún hugsaði um sig sjálfa. Þegar ég var lítill fannst mér það alltaf svo leiðinlegt að Magga frænka skyldi ekki eiga neinn mann og engin börn, ég skildi það eig- inlega aldrei því hún hefði orðið al- veg einstök móðir. Ég lofaði Möggu því að þegar ég yrði stór og eign- aðist stelpu, skyldi hún heita í höf- uðið á henni. Árið 1994 gat ég svo staðið við það loforð þegar Margrét Petrína yngri fæddist. Ég veit að það gladdi Möggu frænku mikið því hún mundi enn hverju ég hafði lof- að. Magga frænka var alltaf tilbúin að hjálpa öðrum, alveg sama hvern- ig hún var til heilsunnar. Hún hjálp- aði okkur Guðbjörgu á margan máta, m.a. með að passa Margréti Petrínu yngri þegar hún var lítil, á meðan mamma hennar var í skól- anum og ég í vinnu en Magga var þá hætt að vinna. Magga var sjálfstæð kona, enda hafði hún alla tíð búið ein og haft fulla stjórn á sínum málum. Það var henni því erfitt þegar hún þurfti fyrir nokkrum árum að flytja á öldr- unarheimili og gat ekki lengur séð um allt sjálf. Flutningurinn fór illa í hana og hún átti erfitt með að finna sig heima á nýjum stað. Magga veiktist sl. sumar og var lögð inn á Landspítalann í Fossvogi þar sem hún lést hinn 16. desember sl. Ég og fjölskylda mín erum afar þakklát fyrir að Magga frænka var hluti af lífi okkar. Það var okkur mikils virði að fá tækifæri til að kveðja Möggu þegar við komum heim til Íslands í október sl. Þá þegar var fyrirséð að hún átti ekki langt eftir meðal okk- ar. Elsku Magga frænka, takk fyrir allt sem þú hefur verið okkur. Hallur Guðjónsson, Guðbjörg R. Tryggvadóttir, Margrét Petrína Hallsdóttir, Danmörku. Elsku Magga. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakk- lát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt lát- inn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Þú hefur oft í hönd mér haldið horft í augu mín. Aldrei svíkur, aldrei deyr endurminning þín. (Höf. ók.) Þakka þér fyrir allt, elsku Magga mín. Þórunn Guðjónsdóttir. Í mörgum fjölskyldum er til ein frænka sem er aðalfrænkan, hún gerir allt fyrir alla og ekkert skiptir hana meira máli en fólkið hennar. Við vorum svo ríkar að eiga eina slíka í Möggu frænku, systur henn- ar mömmu, og hefur líf okkar systr- anna verið samofið lífi hennar, okk- ur til mikillar blessunar. Magga frænka var umfram allt góð kona og áttum við systkina- börnin hennar öll sérstakan stað í hjarta hennar. Hún eignaðist ekki börn sjálf þannig að við urðum börnin hennar. Hún var með okkur á okkar stærstu stundum og þegar Magga kom norður að vetri þá voru jólin komin og þegar Magga kom að vori kom hún með sumarið. Magga kenndi okkur að lesa, reikna, vinna ýmiskonar handavinnu og húsverk, gaf okkur ljúffengar kræsingar að borða, en umfram allt gaf hún okk- ur mikla hjartahlýju. Hún bjó yfir mikilli rósemi og þolinmæði gagn- vart okkur sem börnum og fullorðn- um konum og fundum við ávallt griðastað hjá henni, hvort sem það var á Siglufirði eða í Reykjavík. Magga var mikill viskubrunnur og hafði hún gaman að því að tala um lífið og tilveruna. Hún var ætíð nægjusöm fyrir sig sjálfa, en gaf okkur svo mikið. Umhyggja Möggu kom ekki síst fram í viðhorfi hennar til menntunar og mikilvægi þess að við gengjum menntaveginn, þannig væru okkur allir vegir færir. Þetta viðhorf hennar mótaðist af þeim að- stæðum sem hún ólst upp við þar sem fjölskyldan bjó ekki við alls- nægtir og lífsbaráttan var hörð. Hins vegar bjó hún við allsnægtir í andlegum efnum þar sem hún fékk mikla ást og hlýju frá foreldrum sínum og talaði hún oft um það. Nú er elsku Magga lögð af stað í sína hinstu ferð í faðm hins góða og leyndardómsfulla. Við grátum af gleði yfir því að hafa átt hana, en líka af því við munum sakna hennar svo mikið. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Magga, og Guð geymi þig. Guðný Sigríður, Guðrún Herdís og Guðbjörg Jóna. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR H. LÁRUSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtudaginn 30. desember kl. 13.00. Jón Magnús Magnússon, Elínborg Magnúsdóttir, Ástþór Magnússon, Natalía Wium, Jónína Magnúsdóttir, Jón Tryggvi Kristjánsson, Elsa Magnúsdóttir, Pjetur N. Pjetursson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ALDA B. JÓNSDÓTTIR, Hólmgarði 25, Reykjavík, sem lést á Vífilsstöðum að kvöldi miðviku- dagsins 22. desember, verður jarðsungin frá Digraneskirkju fimmtudaginn 30. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Elli- og hjúkrunarheimili DAS, Vífilsstöðum. Róbert Lárusson, Katrín Jóna Róbertsdóttir, Jónína Róbertsdóttir, Benedikt Guðbrandsson, Lárus Róbertsson, Harpa Karlsdóttir, Dóróthea S. Róbertsdóttir, Sverrir Jensson, barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir til allra er sýndu okkur hlýhug vegna andláts eiginmanns míns og föður okkar, BERNDT OLOV EDVARD GRÖNQVIST, Nýbýlavegi 46, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk og eigendur Da- nica sjávarafurða. Gerður Sæmundsdóttir, Róbert Ragnar Grönqvist, Christina Guðrún Grönqvist. Ástkær sonur okkar og bróðir, HJALTI ÞÓR ÍSLEIFSSON, Gnoðarvogi 56, Reykjavík, lést á Skógarbæ mánudaginn 27. desember. Útförin auglýst síðar. Ísleifur Þorbjörnsson, Hafdís Sigurðardóttir, Sveinlaug Ísleifsdóttir, Hrefna Dröfn Ísleifsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir, afi og langafi, GUÐLAUGUR BERGMANN, Sólbrekku á Hellnum í Snæfellsbæ, lést á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 27. desember. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 5. janúar kl. 15:00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Fjölskyldan hefur stofnað Minningarsjóð um Guðlaug Bergmann. Markmið hans er að styðja verkefni í umhverfis- og samfélagsmálum. Þeir, sem vilja minnast hins látna, geta lagt framlag inn á reikning sjóðsins sem er: 1143-18-640230, kt. 201038-2949. Guðrún G. Bergmann, Ragnar Guðlaugsson, Lára Birgisdóttir, börn og barnabörn, Ólafur Gunnar Guðlaugsson, Herdís Finnbogadóttir og synir, Daníel Magnús Guðlaugsson, Hafdís Guðmundsdóttir og synir, Guðjón Bergmann, Jóhanna Bóel Bergmann og börn, Guðlaugur Bergmann yngri og Auður Björk H. Kvaran, Ásgeir Theodór Bergmann og fjölskylda á Bahamas.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.