Morgunblaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÞÓRARINN BJÖRNSSON,
Flókagötu 51,
sem lést að morgni jóladags, verður jarðsung-
inn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 30. desem-
ber kl. 13.00.
Kristín H. Halldórsdóttir,
Ragnhildur Þórarinsdóttir, Bergur Benediktsson,
Guttormur Björn Þórarinsson, Ástríður V. Traustadóttir,
Margrét H. Þórarinsdóttir, Magnús Þór Karlsson
og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KRISTINN BJÖRNSSON
sálfræðingur,
lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi
sunnudaginn 26. desember.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 4. janúar kl. 11.00.
Birna Pála Kristinsdóttir, Sigurður Magnús Garðarsson,
Magnús Kristinsson, Cristína Antonía Luchoro
og barnabörn.
✝ Stefán PéturValdimarsson
frá Varmadal í Vest-
mannaeyjum fæddist
20. júní 1942. Hann
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
19. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Margrét
Pétursdóttir frá
Varmadal í Vest-
mannaeyjum, f. í
Vallanesi á Héraði
3.5. 1911, d. 24.8.
2002 og Valdimar
Sveinsson frá
Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, f.
18.6. 1905, d. 27.1. 1947. Þau
gengu í hjónaband 26.9. 1942.
Systkini Péturs eru: 1) Sveinn, f.
11.8. 1934, 2) Esther, f. 10.12.
1938, 3) Sigríður, f. 31.1. 1945, 4)
Arnór Páll, f. 30.6. 1946 og tveir
drengir sem dóu ungir, 1932 og
1936. Margrét giftist aftur 1959
Þorgeiri Jóelssyni frá Sælundi í
Vestmannaeyjum, f. 15.6. 1903, d.
13.2. 1984. Dætur Þorgeirs eru
1965, maki Ingibergur Óskarsson,
f. 1963. Synir þeirra eru Óskar
Pétur, f. 1993, og Stefán Örn, f.
1995. Dóttir Margrétar og Ólafs
Ásmundssonar, f. 1961, er Björg, f.
1984. 2) Sigfús Pétur, f. 11.7. 1968,
maki Salome Ýr Rúnarsdóttir, f.
1978, dóttir þeirra Súsanna Sif, f.
2003. 3) Valdimar Helgi, f. 31.8.
1976, maki Anna Valsdóttir, f.
1977.
Pétur stundaði sjómennsku
lengst af, einnig vann hann á
þungavinnuvélum. Hann byrjaði á
sjó 15 ára gamall með föðurbróður
sínum Elíasi Sveinssyni á Sjö-
stjörnunni VE en var síðar á Hug-
in VE. Pétur og Anna byrjuðu sinn
búskap á Nýjabergi Vestmanna-
eyjum 1964. Í eldgosinu 1973 flutt-
ust Pétur og Anna með 2 börn til
Keflavíkur. Vann Pétur hjá Rek-
unni á þungavinnuvélum. 1980
fluttu Pétur og Anna aftur heim til
Eyja. Fór Pétur þá til sjós með
Sveini bróður sínum á Valdimar
Sveinssyni VE, lengst af sem
kokkur. 1989 byrjaði Pétur á Gull-
berginu VE og var þar sem kokk-
ur. Pétur vann síðastliðin ár á
þungavinnuvélum hjá Einari og
Guðjóni í Vestmannaeyjum.
Pétur verður jarðsunginn frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Lára, f. 1932, og
Gerða, f. 1943. Pétur
fór í fóstur 1947 til
Helgu Sveinsdóttir
föðursystur sinnar og
Árna eiginmanns
hennar á Kröggólfs-
stöðum í Ölfusi. Börn
þeirra eru 1) Sigurður
Kristján, f. 1925, 2)
Ragnar, f. 1926, 3)
Magnea Sveinbjörg, f.
1930, 4) Sigrún, f.
1932, d. 2004, 5)
Helga, f. 1935 og 6)
Ragnhildur, f. 1938
Var hann hjá þeim í
tvö ár en dvaldist þar alltaf á
sumrin til 15 ára aldurs.
Pétur kvæntist 24.12. 1965
Önnu Sigfúsdóttir frá Bergholti
Raufarhöfn, f. 27.10. 1945 For-
eldrar hennar voru Sigríður
Sveinbjörnsdóttir, f. á Þórshöfn á
Langanesi 30.5. 1914, d. 18.1.
1997, og Sigfús Kristjánsson, á
Rifi á Melrekkasléttu, f. 31.7.
1897, d. 10. 6. 1968. Börn Péturs
og Önnu eru 1) Margrét, f. 20.10.
Elsku Pétur minn, mín hinsta
kveðja til þín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín elskandi eiginkona
Anna.
Elsku pabbi.
Það er ótrúlegt hvað hlutirnir
gerast hratt. Ekki óraði okkur fyrir
því að veikindi þín tækju svona
stuttan tíma. Þið mamma nýbúin að
kaupa Nýjaberg og þú öllum stund-
um að dytta að húsinu. Þú varst
svona handlaginn heimilisfaðir sem
gast gert allt. Það var alltaf hægt
að leita til þín og ef vantaði einhver
ráð eða aðstoð þá varst þú alltaf
tilbúinn. Við eigum minningar um
þig sem hressan og kátan mann
sem tók öllu létt þótt eitthvað bját-
aði á og alltaf varst þú spaugsamur.
Við höfum varla náð að átta okkur á
því að þú sért farinn frá okkur. Þú
sem áttir eftir að hitta litla barnið
okkar sem á að koma í mars. Takk
fyrir allar stundirnar sem við áttum
saman.
Vilji guðs hefur tilgang þótt hann
sé okkur hulinn.
Augun því hef ég upp til þín,
annast þú, Drottinn, sálu mín.
Gef mér þinn guðdómsanda.
Þolinmæði og trausta trú
tendra í mínu brjósti nú,
svo stöðugur kunni’ að standa.
(Ólafur Einarsson.)
Valdimar Helgi og Anna.
Elsku pabbi, tengdapabbi og afi.
Við trúum ekki að þú sért farinn,
við söknum þín svo sárt. Það er
stórt skarð í lífi okkra allra sem
aldrei er hægt að fylla. Þú varst
okkur svo mikið, elsku pabbi og afi
okkar. Það eru varla til orð til að
lýsa því hvernig okkur líður núna.
Það verður skrýtið að finna fyrir
því þegar okkur vantar einhverja
aðstoð eða svör við einhverju því
ekki vantaði svör né hjálpsemina
hjá þér, þú varst alltaf tilbúinn og
manna fyrstur á staðinn þegar eitt-
hvað var. Alltaf ef eitthvað vantaði
vissum við að þú kæmir með góð
ráð fyrir okkur.
Það sem okkur finnst óréttlátt er
að þú hafir þurft að fara þar sem þú
og mamma og amma okkar ætluðuð
nú að fara að njóta lífsins niðri á
Nýja Bergi þar sem þið byrjuðuð
ykkar búskap. Þú varst svo ákveð-
inn í því að hafa allt fínt hjá ykkur
og vannst næstum 24 tímana stans-
laust svo allt yrði klárt sem fyrst og
helst fyrir jólin. Það tókst hjá þér
eins og allt sem þú tókst þér fyrir
hendur, það gerðir þú listavel og
varst ekkert að hangsa við hlutina.
Það sem þú varst sterkur að
standa í veikindunum með mömmu
og ömmu okkar og lést allt ganga
upp og jafnvel eftir að þú veikist þá
komst ekkert annað að en að henni
Önnu þinni liði sem best, alltaf
sagðir þú að ekkert væri að þér.
Svona varstu, elsku pabbi og afi
okkar, hugsaðir alltaf fyrst um
aðra.
Elsku pabbi minn, það sem ég er
heppinn að eiga þig fyrir pabba og
fá að fylgjast með þér og læra ým-
islegt af þér. Ég man þegar ég var
lítill peyi, þá var ekkert mál þegar
ég fékk ekki eitthvað, eins og bíl
eða eitthvað álíka hjá mömmu, því
þá var bara að bíða eftir pabba,
þegar pabbi kæmi heim þá fengi ég
bílinn. Ég var líka svo heppinn að
fá að flækjast með þér út á sjó á
Valdimar 14 ára gamall og byrjaði
þá áhugi minn á sjómennsku, að
vera eins og pabbi minn. Ég er svo
þakklátur fyrir þann tíma sem ég
fékk með þér þegar við vorum sam-
an á Gullberginu, sá tími sem og
annar er mér ómetanlegur. Að fá að
kynnast pabba sem vinnufélaga líka
er frábært og að hafa þig sem besta
vin.
Elsku Pétur minn, þó svo það
hafi verið stuttur tími sem ég fékk
með þér, eða tvö og hálft ár, þá
finnst mér ég hafi þekkt þig alla
mína tíð. Þú sýndir mér stax þína
réttu hlið og tókst mér strax eins
og þinni eigin dóttur, ég þakka þér
kærlega fyrir allt og það voru for-
réttindi að fá að kynnast þér, elsku
Pétur minn.
Elsku pabbi og afi okkar, þó það
taki okkur langan tíma að sætta
okkur við það að þú sért farinn þá
vitum við nú af þér á góðum stað og
að þú vakir yfir mömmu og ömmu
okkar sem okkur öllum og það er
gott að vita. Við elskum þig og þín
er sárt saknað, elsku pabbi, tengda-
pabbi og afi. Innilegar saknaðar-
kveðjur,
Sigfús Pétur, Salome Ýr
og Súsanna Sif.
Elsku pabbi, ég sakna þín svo
mikið. Jólin eru komin og minning-
arnar streyma. Ég man þegar við
vorum ein jólin að búa til jólakon-
fekt, við vorum að gera uppáhalds
konfektið þitt, Bounty, það var svo
gaman hjá okkur, við skemmtum
okkur svo vel og ekki leiddist
mömmu að heyra hláturinn í okkur.
Það var svo gaman að gefa þér að
borða, þú naust þess svo að borða
góðan mat og á jólunum þá tókst þú
þér þinn tíma við það. Þegar ég var
lítil þá var ég alltaf að reka á eftir
þér því okkur systkinunum langaði
svo að fara að opna pakkana og allt-
af fengum við að opna einn pakka á
milli rétta og voru það pakkarnir
frá ykkur mömmu. Voru það oftast
pakkar með dóti sem við höfðum
óskað okkur.
Elsku pabbi minn, þú varst besti
pabbi í heimi, alltaf leið manni vel í
návist þinni, þú vast þúsundþjala-
smiður og gast nánast allt og alltaf
boðinn og búinn að hjálpa og gefa
ráð.
Þú varst stoltur pabbi og afi og
dáður af okkur börnunum, barna-
börnunum og tengdabörnunum. Þið
mamma voruð alltaf svo samrýnd í
öllu sem þið tókuð ykkur fyrir
hendur og áttuð þið mjög fallegt
heimili. Þið voruð nýflutt aftur á
æskuslóðir mínar niður á Nýja
Berg en þar áttum við heima fyrir
gos, þið voruð búin að gera svo
sætt hjá ykkur.
Elsku pabbi, þær eru margar
minningarnar sem ég á um þig og
ætla ég að varðveita þær í hjarta
mínu um ókomna tíð.
Ó, pabbi minn, nú sól til viðar sígur,
og söngvar hljóðna, fölva slær á jörð.
Þeir fljúga burt er húmið yfir hnígur,
er himinhvolfið fylltu þakkargjörð.
Það dimmir nú og dökknar hér í heimi,
ó, pabbi minn, þú horfinn ert mér frá.
Í hjarta minning þína geymi,
ég man þig æ – og tárin stöðugt væta brá.
Ó, pabbi minn, ég heyri klukkur hljóma,
því hér og nú er þungbær ögurstund.
Í mínum huga minningarnar óma,
þú ert horfinn Drottins þíns á fund,
Ó, pabbi minn, minn hugur harmi sleginn
nú horfir fram á dægrin tóm og löng,
mín von er sú, við hittumst hinum megin
og helgum Guði færum okkar dýrðarsöng.
(Ingibjörg Guðnadóttir.)
Þín dóttir
Margrét.
Hann afi var indæll maður, hann
var svo hjartahlýr.
Í hjarta okkar geymum við
margar minningar eins og þegar
við vorum í Hollandi. Þá fórum við
að hjóla saman amma, afi og við
fjölskyldan og skoðuðum húsdýrin.
Það var líka gaman að koma til
Eyja á lundapysjuveiðar.
Við bræðurnir hjálpuðum afa að
smíða í garðinum þeirra í sumar.
Nú er hann afi farinn til Guðs.
Oft vonir bregðast vilja
oss veitir þungt að skilja
Guðs voldugt vísdómsráð.
Þú Guð, sem gleði vekur
þú gefur og þú tekur
en öll þín stjórn er einskær náð.
Oft falla fljótt að jörðu
í frosti og veðri hörðu
hér fíngerð, fögur blóm.
Þú forsjón Guðs ert falinn
og fegri staður valinn,
vér skiljum ei vorn skapa dóm.
(Guðríður Þóroddsdóttir.)
Óskar Pétur og Stefán Örn.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Þessar ljóðlínur koma upp í huga
okkar nú þegar við kveðjum elsku-
legan bróður okkar og mág, Stefán
Pétur Valdimarsson frá Varmadal
sem fallinn er frá aðeins 62 ára.
Það er alltaf tregafullt að kveðja,
jafnvel þótt vitað sé að einhvern
tíma á lífsleið okkar ber dauðinn að
dyrum og enginn kemst undan því
að hlýða kalli hans. Söknuður eftir
látinn ástvin er ætíð sár.
Ekki datt okkur í hug, elsku Pét-
ur, þegar þú greindist með þennan
illkynja sjúkdóm í ágúst síðast liðn-
um að þú yrðir farinn frá okkur eft-
ir aðeins fjóra mánuði. Orð mega
sín lítils, en minningarnar eru ótal-
margar og dýrmætar sem við mun-
um ylja okkur við um ókomin ár.
Þú varst alltaf svo hlýr og vinagóð-
ur og vildir öllum vel. Við trúum því
að nú líði þér vel og að mamma,
pabbi og þeir sem á undan eru
gengnir hafi tekið þér opnum örm-
um.
Elsku Pétur, við viljum þakka
þér samfylgdina og biðjum góðan
guð að geyma þig, elsku vinur.
Hafðu þökk fyrir vináttu þína og
tryggð. Við munum hittast aftur.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höfundur ók.)
Elsku Anna, það er mikið lagt á
þig og fjölskyldu þína því missir
ykkar er mikill. Við biðjum algóðan
guð að gefa þér styrk í veikindum
þínum og allt það góða sem til er að
styðja þig, börnin þín, tengdabörn
og barnabörn á þessum erfiðu tím-
um.
Blessuð sé minning Stefáns Pét-
urs Valdimarssonar.
Sveinn og Lára,
Esther og Guðni,
Sigríður og Óskar,
Arnór Páll og Svanhildur.
Pétur er dáinn. Það er sárt að sjá
á eftir honum. Pétur var góður fé-
lagi og vinur. Hann var hættur á
sjó og líkaði það vel, þá gat hann
verið meira hjá Önnu sinni. Hann
var alltaf að gera fínt í kringum þau
og njóta lífsins. En svo komu upp
veikindi hjá Önnu og þurftu þau að
fara margar ferðir til Reykjavíkur
og er þetta ár búið að vera erfitt
þeim, en Pétur var alltaf hress og
horfði fram á veginn. Í ágúst sl.
kom í ljós að Pétur gekk ekki heill
og greindist með æxli í höfði og tók
þá við önnur barátta sem hann tók
með ró og bjartsýni eins og alltaf.
Um miðjan desember var hann
lagður inn á Landspítalann á sömu
stofu og Anna og voru þau þar sam-
an í viku. Þar lést hann í örmum
Önnu. Ég var búin að sitja hjá þeim
í nokkra daga og gat því kvatt hann
vel. Börnin þeirra vöktu yfir þeim
dag og nótt og var það mikill styrk-
ur fyrir Önnu að hafa þau hjá sér.
Rikki þakkar þér samverustund-
irnar á liðnum árum. Ég bið Guð að
hjálpa Önnu og fjölskyldu hennar
yfir þessa erfiðleika.
Guð blessi þig.
Þín mágkona,
Þórdís.
Það var eins og jólaljósin misstu
lit sinn og ljóma er okkur bárust
þær sorgarfréttir að Pétur Valdi-
marsson hefði kvatt þetta líf. Við
höfum undanfarna mánuði fylgst
PÉTUR
VALDIMARSSON
Elsku bestu afi.
Ég sakna þín svo mikið
og skil ekki alveg af hverju
þú kemur ekkert til mín.
Ég er alltaf að spyrja um
þig og leita að þér. Alltaf
þegar ég fer með mömmu
og pabba niður í bæ þá
ljóma ég öll þegar húsið
þitt og ömmu nálgast og
sést því þá held ég að ég sé
að fara að sjá þig, elsku afi
minn. Núna sé ég þig í
draumunum mínum, ég
elska þig afi.
Súsanna Sif.
HINSTA KVEÐJA