Morgunblaðið - 29.12.2004, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Árni GuðmundurJónsson fæddist
á Öndólfsstöðum í
Reykjadal 10. nóv.
1933. Hann lést á
heimlili sínu á Húsa-
vík 18. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jón Stef-
ánsson, múrara- og
byggingameistari á
Öndólfsstöðum, f. 8.
apríl 1900, d. 24. júní
1989 og Þórveig
Kristín Árnadóttir
frá Knarrareyri, f. 5.
september 1908, d.
23. maí 1935. Seinni kona Jóns var
Guðrún Jónsdóttir frá Brekkna-
koti, f. 15. júlí 1899, d. 11. maí
1988. Systkini Árna eru: Stefán
Þengill tónlistarmaður, f. 1929, d.
2001, Ingigerður Kristín, f. 1930,
Steingerður Sólveig, f. 1932 og
Hólmfríður Valgerður f. 1944.
Árni kvæntist hinn 11. septem-
ber 1959 Þorgerði Kristjönu Að-
alsteinsdóttur húsmóður, f. 6. nóv-
ember 1931. Foreldrar hennar
voru Aðalsteinn Guðmundsson
verkamaður, f. 11. september
1884, d. 25. ágúst 1953 og Hervör
Frímannsdóttir, f. 20. ágúst 1894,
sjúkraþjálfari , gift Gunnari Svan-
bergssyni sjúkraþjálfara, f. 1965.
Synir þeirra eru Bjartur, f. 1999
og Þorgeir, f. 2001. 5) Arngerður
Marí tónlistarfræðingur, f. 1975,
sambýlismaður Elmar Þór Gil-
bertsson rafeindavirki, f. 1978.
Dóttir þeirra er Alvilda Eyvör, f.
2004.
Árni stundaði nám við Héraðs-
skólann á Laugum 1949–1952 og
síðan við Iðnskólann á Húsavík.
Hann lauk sveinsprófi í húsgagna-
smíði 1957. Frá unglingsárum
starfaði Árni við búrekstur föður
síns, en 1954 stofnaði hann ásamt
Stefáni bróður sínum nýbýli á
Öndólfsstöðum, þar sem hann bjó
síðan ásamt konu sinni til ársins
1992. Í þrjá áratugi rak hann einn-
ig ásamt föður sínum trésmíða-
verkstæðið Kögur á Öndólfsstöð-
um. Þá starfaði hann frá
1993–2003 í kjötvinnslu Norð-
lenska á Húsavík. Árni stundaði
söngnám um tíma, var einn af
stofnendum Pólýfónkórsins og
söng alla tíð í kórum, síðast í
Kirkjukór Húsavíkur. Hann var
ötull félagsmálamaður, sat um
árabil í hreppsnefnd Reykdæla-
hrepps og var formaður Ung-
mennafélagsins Eflingar, Fjár-
ræktarfélags Reykdælinga, Fram-
sóknarfélags Reykdælinga og
Veiðifélags Reykjadalsár.
Útför Árna verður gerð frá
Húsavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
d. 6. desember 1981.
Sonur Þorgerðar og
fóstursonur Árna er
Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson rithöfund-
ur og tónlistarmaður,
f. 1955, kvæntur Önnu
Pálínu Árnadóttur
söngkonu, f. 1963, d.
2004. Börn þeirra eru
Árni Húmi f. 1988,
Þorgerður Ása, f.
1990 og Álfgrímur, f.
1997. Börn Árna og
Þorgerðar eru: 1) Þór-
veig Kristín kennari
og fjármálastjóri, f.
1960, var gift Jakobi Svani Bjarna-
syni. Börn þeirra eru Elsa María, f.
1982, Erna Jóna, f. 1988, Bjarni
Siguróli, f. 1988 og Eyrún Björk, f.
1999. 2) Sighvatur Rúnar bifvéla-
virki, f. 1961, kvæntur Evu Björgu
Jónsdóttur verslunarstjóra, f.
1962. Börn þeirra eru Árni Rúnar,
f. 1981, Alda Guðný, f. 1983 og Jón
Arnar, f. 1990. 3) Hervör Alma fé-
lagsráðgjafi, f. 1963, sambýlismað-
ur Óskar Dýrmundur Ólafsson for-
stöðumaður, f. 1966. Börn Ölmu og
fyrrverandi maka hennar, Hlyns
Helgasonar, eru Hrund, f. 1990 og
Ívar, f. 1997. 4) Sólveig Ása, f. 1968
Sumarsólin hellir geislum sínum
yfir Húsavík. Ég er þriggja ára.
Mamma tekur fagnandi á móti
dökkhærðum manni sem faðmar
hana og kyssir. Ég er undrandi, en
líka glaður. Maðurinn á gulan og
svartan jeppa. Við förum í bílferðir.
Ég sofna í aftursætinu. Haust, vet-
ur og vor. Svo flytjum við í Öndólfs-
staði og ég hef eignast pabba sem
heitir Árni. Amma flytur með okk-
ur. Við erum hamingjusöm fjöl-
skylda. Tíminn er fugl sem flýgur…
Hann þekkir alla fugla. Finnur
hreiðrin þeirra og sýnir mér egg og
unga. Hann leyfir mér að smíða
með sér. Réttir mér sandpappír,
hamar og nagla með stórum haus.
Með honum eignast ég líka afa og
Gunnu og Sigga og Bínu í ytra húsi.
Hann kann á allar vélar og er alltaf
að syngja. Á nýja verkstæðinu
heima á Öndólfsstöðum æfir karla-
kórinn og ég fæ að fylgjast með.
Þegar gest ber að garði eru Glunt-
arnir sungnir í stofunni. Hann smíð-
ar skápa og skúffur og margar
hlaupastelpur í sláttuvélina hans
Haraldar frænda á Breiðumýri. Allt
leikur í höndum hans. Hann er hag-
ur á bæði tré og járn. Getur búið til
flesta hluti. Á verkstæðinu hanga
verkfærin í röð og reglu. Í baukum
og kössum á hann þúsund skrítnar
skrúfur, rær, gorma, bolta, rör og
skífur. Þar er líka nóg af kubbum og
krossviðarafgöngum sem er gott að
smíða úr. Stundum sit ég á drátt-
arvélinni hjá honum og sofna við
vélarhljóðið. Hann hlær og syngur
með aðra hönd á stýri. Lánið leikur
við hann, ekki síst barnalánið, og
fjölskyldan stækkar með hverju
árinu. Herbergjum hússins fjölgar
líka. Hann setur upp veggi, smíðar
hillur og skápa, á meðan mamma
saumar gluggatjöld og föt af öllum
stærðum og gerðum. Fleiri hendur
taka þátt í daglegum störfum. Tím-
inn er hraðfleygur fugl… Hann
brýtur nýtt land, byggir stærri
hlöðu, kaupir öflugri dráttarvél og
heyvinnutæki. Það er enginn leikur
að sjá fyrir stórri fjölskyldu. Smíðar
innréttingar, hurðir og glugga.
Hver stund er dýrmæt og það er
meira en nóg að starfa. Eins gott að
láta ekki sjá sig á kafi í bók um
miðjan dag þegar fyrir liggur að
fúaverja timburstafla, mála þakið á
fjárhúsunum, stinga út úr hænsna-
kofanum eða tína steina úr túninu.
Hann er snillingur í að muna eftir
öllum þessum verkum í tíma og
ótíma. Hvergi í heiminum geta verið
jafn hreinir flórar og vel sópaðar
hlöður ímynda ég mér. Og allar vél-
ar vel smurðar og í stakasta lagi. Á
sumrin förum við í óteljandi bílferð-
ir á um héraðið á sunnudögum og
höfum á endanum þrætt flesta færa
vegarspotta. Land-Róverinn rúmar
allan krakkaskarann. Hann kennir
okkur að blása úr eggjum og upp
rennur tími mikillar eggjasöfnunar.
Það kostar margar ferðir og sumar
á fáfarna staði. Hann veit hvað fjöll-
in heita og vill að við leggjum þau
öll á minnið. Stundum förum við
með afa að veiða í Másvatni. Hann
er ákafur og segir afa að flýta sér.
Það er alltaf nóg að starfa. Á vorin
tekur marga daga að yfirfara og
gera við alla túngirðinguna, skóg-
ræktargirðinguna og hestagirð-
inguna. Við höfum með okkur hönk
af gaddavír, nokkra þunga rekavið-
arstaura og stóru sleggjuna sem
hann sveiflar hátt og hittir beint á
staurinn. Hann er ótrúlega sterkur
og getur víst lyft steðjanum í smiðj-
unni ef hann langar til. Hann vill að
við æfum frjálsar íþróttir, en ég vil
bara lesa og reyni stundum að fara
leynt með það. Hann veit hvað
kýrnar hugsa, líka á jólunum þegar
þær fá bestu töðuna. Honum er
annt um skepnurnar, en samt þarf
að slátra kálfunum. Þannig er lífið.
Tíminn er fugl sem flýgur æ hrað-
ar… Hann kennir okkur að bera
virðingu fyrir landinu, þekkir jurtir,
man staði og örnefni. Á sama hátt
og afi hefur hann yfir lausavísur.
Sumar hefur hann sjálfur ort. Segir
að maður geti fest sér góðar vísur í
minni við fyrstu heyrn. Staldrar við
stuðlana og höfuðstafina. Minnir á
mikilvægi þeirra. Í haustsól smölum
heiðina heima. Á meðan hann fer
hring um heiðina stend ég og bíð á
brúninni. Hann fer austur yfir fló-
ann, upp undir Hvítafell og kemur
niður hjá Varnargili. Kemur ekki
auga á strákinn sem á að vera á vís-
um stað og hóar af hæðarbrún.
Strákur er dottinn í dagdrauma og
ærnar rata ekki allar heim. Það
verður uppi fótur og fit.
Ferðalögin eru mikilvæg en
hvergi er áð lengur en á þarf að
halda. Þó er tími til að skoða næst-
um hvert einasta eyðibýli sem við
eigum leið hjá. Sundferðirnar eru
líka nauðsynlegar. Það er stutt í
sundlaugina á Laugum og á sumrin
er gaman að skreppa í Grjótagjá í
Mývatnssveit. Stundum kemur
strákurinn upp í honum, ekki síst
þegar Stefán Þengill er með í för.
Þá er auðvelt að sjá að pabbi var
einu sinni lítill strákur. Löngu
seinna á hann eftir að uppgötva að
án sundsins er enginn dagur full-
kominn.
Hann er strangur faðir en bannar
manni sjaldan nokkuð. Lætur í ljósi
ef honum mislíkar, getur reyndar
orðið fjúkandi reiður, en er fljótur
að jafna sig. Á erfitt með að skilja
að maður skuli vilja hanga og gera
ekki neitt þegar mest er um vert að
gera gagn. Fráleitt að láta það bíða
til morguns sem hægt er að gera í
dag. Þannig hugsar hann. Finnst
sum ljóð torskilin en leggur sig þó
eftir að botna í þeim. „Hvers vegna
ekkert rím? Þú ferð nú létt með að
stuðla.“ Hann leggur ríka áherslu á
að menn séu hófsamir og fari vel
með sitt. Spyr hvort maður hafi nóg
fyrir sig að leggja. Vill að maður viti
að hann sé ávallt tilbúinn að hlaupa
undir bagga ef á þarf að halda. Seg-
ir á lágu nótunum að hann sé stoltur
af manni, en finnst það jaðra við
sjálfshól. Við getum rætt um alla
hluti. Eigum á stundum tveggja
manna tal um viðkvæm mál. En
hann ræðir oftar um landsins gagn
og nauðsynjar og veltir fyrir sér
framtíð þjóðarinnar. Dregur heil-
indi stjórnmálamanna í efa. Setur
spurningarmerki við margar
ákvarðanir. Vill alltaf hreinskilin
svör.
Tíminn er fugl sem fer hraðar en
gulur og svartur jeppi með ungan,
dökkhærðan mann undir stýri, ljós-
hærða konu í flegnum sumarkjól við
hlið hans og sofandi strák í aftur-
sætinu.
Vetrarsólin yfir Húsavík. Það er
þá sem hann hverfur á vit feðra
sinna. Ég sé hann fyrir mér þegar
hann leggur augun aftur og svífur
af stað. Hann kemur við í Reykja-
dal. Fer að líkindum yfir Vatnshlíð-
ina og svo upp í heiðina, framhjá
Þorgrímssteini. Sér móta fyrir Önd-
hólunum og svífur austur yfir Fló-
ann, upp undir Hvítafell og loks nið-
ur með Varnargili. Hvít fönn yfir
öllu. Landið í vetrarskrúða. Og óm-
ur af himneskum söng.
Aðalsteinn Ásberg.
Ég tók þessa ákvörðun alveg
sjálfur. Ég hafði kynnst dóttur hans
Árna á Öndólfsstöðum um veturinn
og við verið saman nokkra mánuði.
Dóttirin, hún Solla, hafði ákveðið
áður en við kynntumst að fara til
Bretlands um sumarið að passa
barn. Og hún fór. Ég gat bara ekki
beðið eftir að kynnast því fólki sem
hafði tekist svo vel upp að búa hana
Sollu mína til.
Eins og ég sagði í upphafi tók ég
þessa ákvörðun sjálfur, alveg sjálf-
ur. Við hreyfðumst af stað hægt og
rólega bíllinn og ég á leið til
Öndólfsstaða í Reykjadal. Þar
bjuggu þau hjónin Árni og Togga,
sem höfðu gefið heiminum og síðar
mér, hana Sollu. Ég kom að dyr-
unum eins og ég var klæddur og
sagðist vera kærastinn hennar
Sollu, kominn frá Akureyri að skoða
hjónin og slotið. Síðar áttu menn
eftir að sligast af hlátri yfir þessari
sögu, hvernig mér hefði dottið þetta
í hug, hefði ég ekki bara getað beðið
eftir Sollu, sem kom aftur seinna
um sumarið. Svarið var einfalt, ég
gat ekki beðið, ég bara varð að sjá
herlegheitin. Mér var vel tekið boð-
ið inn í kökur og allslags kræsingar.
Eftir það spurði Árni hvort mér
lægi eitthvað á heim, ég hélt nú
ekki, þóttist viss um að nú ætti að
sýna mér eitthvað alveg sérstakt.
Sú varð raunin, við Sighvatur, bróð-
ir Sollu, vorum leiddir upp að gam-
alli hlöðu sem stóð við álíka gamalt
fjárhús og þangað ofaní vorum við
settir og mokuðum þaðan upp
margra ára gömlu heyi fram á
kvöld. Það var eitthvað við þetta,
þetta var skemmtileg reynsla og
þarna var honum Árna vel lýst, út-
sjónarsamur, notaði það vel sem
upp í hendur hans barst og ef það
barst honum ekki, sótti hann það
bara. Þarna spilaði ég mig upp í
hendurnar á honum og hann notaði
mig vel. Gott hjá þér karlinn minn.
Eftir að ég kláraði sjúkraþjálfun
átti hann eftir að nota þann aðgang
vel, spyrja, forvitnast og fá leiðbein-
ingar, nú síðast sneri ég upp á hann
á stofugólfinu hjá henni Ölmu hans
og reyndi að laga bakverk sem hafði
hrjáð hann um nokkurt skeið, með
bara ágætis árangri að hans mati.
Og auðvitað spurði hann mig á eftir
hvað væri að frétta af Akureyring-
um, ég átti að þekkja þá flesta eða
vera skyldur þeim.
Árni var einstakur maður, hann
fylgdist vel með því sem gerðist og
hafði hreinar og klárar skoðanir. En
umfram allt var hann tengdapabbi
minn sem reyndist okkur Sollu ein-
staklega vel með hjálpsemi sinni og
góðmennsku. Ég lít á það sem for-
réttindi að hafa fengið að ferðast
með Árna um lífsins krákustígi, allt
frá kynnum okkar á Öndólfsstöðum
forðum og sendi henni tengda-
mömmu minni hugheilar samúðar-
kveðjur.
Gunnar Svanbergsson.
Árni var einn af föstu punktunum
í tilverunni, hann var frændi okkar,
nágranni og vinur. Í uppvexti okkar
bjó hann með fjölskyldu sinni á
Öndólfsstöðum næsta bæ við okkur.
Börnin hans eru jafnaldrar okkar,
leikfélagar og vinir. Hann var bónd-
inn sem smíðaði og söng. Eftir að
við urðum fullorðin kynntumst við
honum sem frábærum sögumanni,
hann fræddi okkur um margt sem
gerst hafði í gamla daga og dró ekki
af sér í frásögnum. Það var alltaf
gott að hitta Árna, fá fast faðmlag
og koss á kinn, hvort heldur sem
var á Húsavík eftir að þau Toggu
fluttu þangað eða heima á Ökrum
þar sem hann átti sitt fasta sæti við
eldhúsborðið.
Við sendum Toggu og öllum af-
komendum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Akrasystkin og fjölskyldur.
Það var alltaf gaman að fara með
Árna, hvort heldur var á nýja og
ókunna staði eða til að verða vitni
að viðburðum, því allt var honum
einskær upplifun sem hann kunni
að njóta. Hann hafði áhuga á öllum
þáttum mannlífsins, fólki, hegðun
þess og athöfnum. Að fylgja honum
í upplifun sinni var því ætíð
skemmtun og opnaði fyrir manni
nýjar hliðar á þáttum lífsins sem
annars kunnu að virðast hversdags-
legir.
Eitt sumarið lánaði hann mér
horn á verkstæðinu sínu og hann
fylgdist grannt með furðulegum til-
burðum mínum við myndlist, var
alltaf til í að ræða efasemdir sínar
og fannst vel þess virði að reyna að
skilja hvers vegna ungur maður
kaus að tjá sig svona í myndgerð
þar sem engin almennileg mynd var
á. Mér er einnig minnisstæð ferð
okkar í Nútímalistasafnið í Barce-
lona þar sem fyrir augu bar hug-
myndalist áttunda áratugarins, list
eins fjarri íslenska málverkinu og
hægt er að hugsa sér. Hann þreytt-
ist þó ekki á að skoða það sem fyrir
augu bar og setti stöðugt fram
spurningar um tilgang og eðli þess-
ara verka, spurningar sem oftar en
ekki opnuðu augu mín fyrir nýjum
flötum í merkingu þeirra.
Sama forvitnin um gangverk
hlutanna einkenndi einnig ferðir
okkar á ýmsa viðburði, knatt-
spyrnuleik í Lundúnaborg, nautaat
í Barcelona eða orgeltónleika í Páls-
kirkjunni. Ætíð gátum við rætt
þessa viðburði og umfram allt upp-
lifun okkar af þeim til hlítar og
fundið í þeim tilgang og eðli sem gaf
lífinu og fólkinu í kringum okkur
aukið gildi.
Og ekki þurftu hlutirnir að vera
stórir um sig eða hátíðlegir til að
vekja óspillta athygli Árna, honum
þótti fólkið í heita pottinum allt eins
mikils virði og spurði það ætíð
spjörunum úr um hagi þess, um
byggðamál og landsmálin. Aldrei
urðu umræður í heita pottinum
hversdagslegar þegar Árni átti í
hlut og aldrei horfði fólk feimið
hvað framan í annað þegar hann var
með.
Hvar sem Árni kom við var hann
hvati á frjóa umræðu og skapandi
hugsun um tilveruna. Ég veit að
hans verður sárt saknað hvar sem
hann kom við og votta ég Þorgerði
alla samúð mína.
Hlynur Helgason.
Það voru sorgarfréttir sem bár-
ust okkur hinn 18. desember sl.,
Árni móðurbróðir okkar var látinn.
Það er svo margt sem rifjast upp
frá gömlum dögum. Í huga okkar
var Árni frændi og Öndólfsstaðir
fastur punktur í tilverunni og höf-
um við öll skottast með honum og
fjölskyldu hans við hin ýmsu störf í
sveitinni síðan við munum eftir okk-
ur. Viljum við þakka honum fyrir
ógleymanlegar stundir og góðvild í
okkar garð og biðjum guð að vaka
yfir honum.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Elsku Togga, Aðalsteinn, Þór-
veig, Sighvatur, Alma, Solla, Adda
og fjölskyldur, megi algóður guð
gæta ykkar og styrkja.
Guðrún, Kristinn,
Védís og Árni Kár.
ÁRNI GUÐMUNDUR
JÓNSSON
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÖNNU PÁLÍNU SIGURÐARDÓTTUR,
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum,
áður Hásteinsvegi 64.
Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun til starfs-
fólks Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja og Hraunbúða.
Guð blessi ykkur öll.
Guðlaugur Guðjónsson,
Inga Hrönn Guðlaugsdóttir, Birkir Agnarsson,
Guðrún Guðlaugsdóttir, Henrý Henrikssen,
Sigríður Guðlaugsdóttir, Sigurgeir Þór Sigurðsson,
Guðjón Guðlaugsson, Helga Katrín Sveinbjörnsdóttir
og ömmubörnin.