Morgunblaðið - 29.12.2004, Side 37

Morgunblaðið - 29.12.2004, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 37 DAGBÓK Það er orðinn árviss viðburður að fram-varðasveit íslenskrar popptónlistar komisaman við áramót í Háskólabíói viðHagatorg og leggi Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB) lið. Árið í ár er engin undantekning, fjöldi vinsælla tónlistar- manna hefur boðað komu sína á tónleikana, sem nú verða haldnir í sjötta skiptið. Meðal þeirra er hljómsveitin Sálin hans Jóns míns, sem hefur verið með frá upphafi. Allir þeir sem koma fram á tón- leikunum gefa vinnu sína til fulls, Háskólabíó gefur húsnæðið og allir tæknimenn og aðrir starfsmenn gefa vinnu sína. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói annað kvöld og hefjast stundvíslega kl. 19.30. Í ár koma fram á tónleikunum, auk Sálarinnar; Bubbi Morth- ens, Paparnir, Birgitta Haukdal, Nylon, Í svörtum fötum, Á móti Sól, Hæsta hendin, Jón Sigurðsson og Kalli Bjarni. „Undanfarin ár hafa yfir 10 milljónir króna safn- ast, en nú er markmiðið að hækka þá upphæð í a.m.k. 12 milljónir,“ segir Einar Bárðarson, skipu- leggjandi tónleikanna. Nú eru þessir tónleikar orðnir að árvissri hefð hjá þér, hvað liggur að baki henni? „Við Einar Björnsson, annar Selfyssingur, höf- um verið í þessu undanfarin sex ár, en frændi minn greindist með krabbamein um það leyti. Þá fórum við af stað með þessa tónleika. Frændi minn er ein- kennalaus í dag, sem betur fer, og gengur vel. Við förum líka reglulega í heimsókn til Styrkt- arfélagsins og fylgjumst grannt með starfseminni. Við eigum þar marga og góða vini, en starf okkar hefur verið mikils metið þar inni. Það er hreint með ólíkindum hvað tónlistarfólkið okkar hefur verið almennilegt og elskulegt að koma ár eftir ár og skemmta með okkur án þess að taka krónu fyrir. Listafólkið treystir því eins og gestir okkar að þessir peningar skila sér beint til þeirra sem þurfa á þeim að halda.“ Má segja að hér sé um að ræða nokkurs konar uppskeruhátíð? „Já, við getum kallað þetta þakkargjörðarhátíð. Concert og tónlistarmennirnir og allir sem eru að leggja þarna til vinnu sína eru í raun að þakka fyr- ir gott ár og loka árinu með því að styrkja gott málefni. Við erum náttúrlega að reka tónleikahald hér hjá Concert árið um kring. Einu sinni á ári tök- um við þetta góða málefni og gerum það almenni- lega og af heilindum. Það er allt frágengið og eng- inn óvæntur kostnaður. Allur aðgangseyrir er afhentur í hléi, óskiptur. Þessir tónleikar gefa okk- ur miklu meira en peningar geta nokkurn tíma fært.“ Tónlist | Styrktartónleikar Concert fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna „Gefa meira en nokkrir peningar“  Einar Bárðarson er fæddur árið 1972, upp- alinn á Selfossi. Hann gekk í Fjölbrautaskóla Suðurlands og nam markaðsfræði við Arizona State-háskóla. Þar dvaldi hann í um það bil þrjú ár. Einar á og rekur fyrirtækið Concert í Reykjavík sem sér um ráðgjöf og kynningarmál fyrir tón- listarmenn og annast ýmis verkefni tengd tónlist, m.a. tónleikahald. Einar er einnig framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverð- launanna og hefur unnið náið með Jazzhátíð Reykjavíkur. Unnusta Einars er Áslaug Thelma Einarsdóttir, kynningarstjóri Ice- landair. Hin forheimska þjóð NÚ Á dögunum vakti athygli að stjórnarmenn Skólafélags Mennta- skólans í Reykjavík skyldu ganga of langt með glensi sínu. Um er að ræða einhvers konar lag, sem flutt var á árshátíð nemenda Lærða skólans nú fyrir skömmu, og fór víst texti þessi fyrir brjóstið á húsmæðrum landsins. Tveir ungir piltar voru dregnir til saka og látnir biðjast velvirðingar í opnum bréfum, sem birtust í bæði Morgun- og Fréttablaðinu. Piltarnir eru sagðir við hestaheilsu. Nú vekur hins vegar athygli að á þessum sama tíma, hinum megin á jarðkringlunni, nánar tiltekið í Al- þingishúsi Íslands, féllu þau orð að stjórnarandstaðan væri skipuð aft- urhaldssinnuðum kommatittum (eða e-ð álíka), og það í beinni útsendingu! Enn hefur enginn sótt þennan stjórn- málamann til saka og heimtað form- lega afsökun, jafnvel þótt hann eigi að vera meiri fyrirmynd en kjánarnir okkar með leirburðinn ofangreinda, og spyrja sig nú margir hver ástæðan sé. Að baki þessu liggja margar ástæður og engar. En helst þó ein. Þjóðin er einfaldlega það auðkeypt að trúa alhæfingum eins og að lögreglan ætti rétt á að handtaka hvern þann sem mótmælti þar sem það væri ekki „hefð fyrir að mótmæla“ (líking Arn- ars Sigurðssonar, bókmennta- fræðinema í HÍ). Það er einfaldlega búið að stimpla í heilabú þjóðarinnar að hugmyndir, eins og að nota 1. árs nemendur í framhaldsskóla sem kyn- lífsleikföng (sjá texta hins umdeilda lags), séu rangar en þó eru engar frekari útskýringar gefnar. Eins og hamstrar í hlaupahjólum berjast t.d. femínistar gegn nauðgunum, án ár- angurs, þar sem mannskepnunni hef- ur aldrei gefist færi a að ákveða sjálf hvort nauðgun sé af hinu góða eða slæma. Siðferði þróast ekki hjá barni, þannig að það greini rétt frá röngu, heldur er stöðluðum skipunum þving- að í haus þess og enginn veit hvort það hafi tekist fyrr en barnið okkar ræðst inn í blokk í Fossvoginum, vopnað byssu. Við fáum ekki að gera upp hug okkar, því samfélagið hefur nú þegar gert það. Að lokum ætlar undirritaður ekki að verja vinstri- menn – þá sem féllu fyrir íhaldinu og hröktu frá völdum einhvern besta borgarstjóra sem Reykjavík hefur haft, Þórólf Árnason – hina svoköll- uðu kommatitti. Þið, þjóðin, megið aftur á móti tæta í ykkur þingmann- inn sem var svo rosalega í nöp við þá. Treystum okkur til að ákveða hvað sé rétt og hvað rangt. Annars töpum við því eina sem greinir okkur frá dýrum. Sjálfstæðan vilja. Jakob Tómas Bullerjahn, Hamrahlíð 7, Rvík. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is YOGA •YOGA • YOGA YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, símar 588 5711 og 694 6103 www.yogaheilsa.is Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Nýtt í yogastöðinni Heilsubót - KRAFT YOGA Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur NÝTT! Asthanga Yoga Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Samsung SGH-X450 fallegur 3 banda sími með hágæða skjá NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE Amerískar Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is lúxus heilsudýnur sjónvörp tölvur þynnir rafhlöður málning húsgagnabón M IX A • fít • 0 4 0 6 4 Þakka þér fyrir að skila spilliefnum á réttan stað Mörg þeirra spilliefna sem finnast á heimilum okkar geta valdið varanlegum skaða komist þau í snertingu við náttúruna. Spilliefnum á að skila til viðurkenndra móttökustöðva (Sorpu á höfuð- borgarsvæðinu) svo þeim sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt. Nánari upplýsingar í síma 520 2220 eða á www.efnamottakan.is Dæmi um spilliefni sem finnast á heimilum okkar Afmælisfagnaðurinn verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu og hefst klukkan 20:00. Léttar veitingar og afmælisdagskrá í boði FFÍ frá kl. 20:00 til kl. 23:00. Fyrrverandi félagsmenn og velunnarar velkomnir. Flugfreyjufélag Íslands Flugfreyjufélag Íslands býður til fagnaðar þann 30. desember nk. í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 Bb7 9. e4 b4 10. Ra4 c5 11. e5 Rd5 12. Rxc5 Rxc5 13. dxc5 Bxc5 14. Rg5 Dc7 15. 0–0 Dxe5 16. Da4+ Ke7 17. Rxf7 Kxf7 18. Dd7+ Be7 19. Dxb7 Hhc8 20. Da6 Bc5 21. Hb1 Bb6 22. Bd2 Kg8 23. b3 Dd4 24. Hbe1 Hd8 25. He4 Rc7 26. Hxd4 Rxa6 27. Hxd8+ Hxd8 28. Bxa6 Hxd2 29. Bc4 Kf7 30. Kh1 Bxf2 31. g3 Ke7 32. Ha1 e5 33. a4 e4 34. Hf1 Hc2 35. Kg2 Bd4+ 36. Kh3 Staðan kom upp á sterku lokuðu skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Ashdod í Ísrael. Boris Gelfand (2.693) hafði svart gegn Gregory Kaidanov (2.611) og nýtti sér samspil peða sinna og biskups. 36. … Hxc4! 37. bxc4 b3 38. Kg4 Kd6! 39. Kf4 Kc5 40. Kxe4 Kxc4 41. h4 b2 42. g4 Bb6 og hvítur gafst upp enda ræður hann ekki við hótun svarts Kc4-c3. Loka- staða mótsins varð þessi: 1.–4. Ilya Smirin (2.673), Boris Avrukh (2.614), Eduardas Rozentalis (2.595) og Boris Gelfand (2.693) 3 vinninga af 5 mögu- legum. 5.–6. Gregory Kaidanov (2.611) og Emil Sutovsky (2.697) 1½ v. Flugeldamót Taflfélags Kópavogs fer fram í dag, 29. desember. Nánari upp- lýsingar er að finna á www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.