Morgunblaðið - 29.12.2004, Side 39

Morgunblaðið - 29.12.2004, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 39 Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, al- menn handavinna, böðun, spilað brids/vist. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dag- blöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–16.45 hárgreiðslan opin, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 13–16 sam- verustund, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félagsstarf Gerðubergs | Opið kl. 9– 16.30, m.a. spilasalur frá hádegi. Skráning í ferðalag 4. jan. stendur yfir á staðnum og í síma 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna – bútasaumur, útskurður, hár- greiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 11 banki, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 brids, kl. 15 kaffi. Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf kl. 9–16. Skráning í Listasmiðju í fram- sögn og framkomu sem verður alla mánudaga eftir áramót. Kennari Soffía Jakobsdóttir. Hárgreiðslustofa 568 3139. Fótaaðgerðarstofa 897 9801. Nánari upplýsingar í síma 568 3132. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10–12 sund (Hrafnistulaug), kl. 10.15–11.45 spænska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 12.15–14 versl- unarferð í Bónus í Holtagörðum, kl. 13– 14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurð- ur, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Kirkjustarf Dvalarheimilið Hjallatún | Helgistund kl. 20. Organisti er Kristín Waage. Kór Víkurkirkju syngur. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prest- ar safnaðarins þjóna fyrir altari, org- elleikari Hörður Bragason. Allir vel- komnir. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum kl. 20. Bæna- og þakkarstund. Kaffiveitingar eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Kristniboðssambandið | Kristniboðs- sambandið þiggur með þökkum um- slög og frímerki af jólapóstinum. Þau eru seld til ágóða fyrir kristniboðs- og hjálparstarf í Afríku. Móttaka er við sölubás Kristniboðssambandsins á 2. hæð Kringlunnar, í húsi KFUM og K á Holtavegi 28 og Glerárgötu 1 á Ak- ureyri, svo og í sumum kirkjum. Neskirkja | Jólaball eldri borgara og Litla kórs Neskirkju verður kl. 15.30. Gunnar Eyjólfsson leikari segir sögur, Litli kórinn og Inga J. Backman syngja, jóladans, kaffiveitingar og hugvekja. Allir velkomnir. Kl. 12.15. Ath. fyrir- bænamessa, sr. Sig. Árni Þórðarson. Staður og stund http://www.mbl.is/sos HRAFNHILDUR Björnsdóttir sópran- söngkona mun syngja hlutverk Næturdrottn- ingarinnar í uppfærslu English Touring Opera á Töfraflautu Mozarts í vor. Hrafnhildur mun enn- fremur syngja annað hlut- verk í uppfærslunni, sem er stytt, sem og í kórnum í annarri uppfærslu óperu- flokksins, á óperunni Mary, Queen of Scots. Þá mun Garðar Thor Cortes taka þátt í uppfærslu þriðju óperunnar hjá English Tour- ing Opera í vor, Cosi fan tutte. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hrafnhildur mun bregða sér í hlut- verk Næturdrottningarinnar frægu, því hún tók þátt í uppfærslu Aber- deen International Youth Festival á óperunni í sumar og hlaut mjög góða dóma fyrir. Það lá því beint við að hún reyndi að komast að í þessu hlutverki, eða hvað? „Nei, ég vissi ekki einu sinni að þeir ætluðu sér að setja upp þessa óperu,“ segir hún þegar Morgunblaðið hefur samband við hana vegna málsins. „En ég hef sérhæft mig dálítið í þessu hlutverki. Það eru færri sem geta sungið það vegna þess hve hátt það liggur. Ég hef það því alltaf með mér í prufur, og hafði það líka þegar mér var boð- ið að syngja fyrir hjá English Tour- ing Opera. Þar átti að syngja eitt- hvað þrennt, og ég bauð dóm- nefndinni þetta meðal annars, sem þau vildu endilega heyra.“ Það eru fyrst og fremst tvær aríur sem Næturdrottningin syngur, og söng Hrafnhildur aðra þeirra í inntökuprófinu. „Þá var ég búin að syngja þrjú verk og mér var þakkað fyrir og ég fór út. En þá kom for- maður dómnefnd- arinnar á eftir mér og spurði hvort ég gæti nokkuð sungið hina aríuna líka, sem ég gerði. Tveimur dögum síðar höfðu þau sam- band við mig og buðu mér að vera með í vor og taka meðal annars að mér þetta hlutverk.“ Alsæl með þetta Hrafnhildur lauk söngnámi frá Trinity College of Music í London í fyrra og er nú búsett hér á landi, en ferðast utan og syngur fyrir. Að mati innvígðra í söngheiminum ytra þykir það ansi gott eitt og sér að fá að syngja fyrir hjá English Touring Opera, en söngvarar í prufur eru valdir úr umsóknum sem berast. „Hvað þá að vera boðið hlutverk. Ég er því alsæl með þetta,“ segir Hrafn- hildur. English Touring Opera er óp- eruflokkur sem ferðast um Bretland og setur upp sýningar. Frumsýn- ingin á Töfraflautunni verður í lok janúar. „Ég myndi segja að þetta væri mjög gott tækifæri. Vonandi getur það orðið stökkpallur yfir í eitthvað annað,“ segir Hrafnhildur að síðustu. Tónlist | Íslenskir söngvarar taka þátt í uppfærslum English Touring Opera Íslensk nætur- drottning www.englishtouringopera.org.uk Hrafnhildur Björnsdóttir DAGBÓK/MENNING KRISTÍN Þorkelsdóttir flytur í dag hádegisfyrirlestur í Hafnarhúsinu, þar sem hún mun fjalla um seðla- hönnun, viðhorf til efnisvals á seðl- unum, söguna sem þeir segja, og skýra frá því hvernig munir úr Þjóð- minjasafninu koma þar við sögu. Er þetta síðasti fyrirlesturinn í tengslum við yfirstandandi sýningu um graf- íska hönnun á Íslandi. Kristín hefur verið aðsópsmikil á íslenskum sjónmenntavettvangi, grafískur hönnuður til margra ára og höfundur að prentgripum, auglýs- ingum, merkjum og öðru sjónrænu efni sem mótað hefur umhverfi lands- manna og vitund í ríkum mæli. Þá er hún einnig ötull vatnslitamyndamál- ari. Að sögn Kristínar er afar áhuga- vert að kanna þau svið þar sem list og hönnun skarast. „Í raun og veru er hver seðill þéttskrifað blað úr okkar þjóðarsögu, en þessar blaðsíður eru skráðar með myndmáli,“ segir Krist- ín. „Ég reyni að opna augu fólks fyrir því. Til dæmis eru á milli fjörutíu og fimmtíu tilvitnanir á seðlunum í menningararfinn sem er aðallega á Þjóðminjasafninu og fleiri söfnum. Það kom mér sjálfri á óvart hvað þetta er mikið, þegar ég fór að telja þetta saman.“ Ný peningaseðlasería var sett í umferð fyrsta janúar árið 1981, þegar gjaldmiðilsbreytingin varð. Þá var lægsti seðillinn tíu krónur. „Sá seðill finnst mér standa fyrir fyrsta al- mannatengslamanninn sem við Ís- lendingar eignuðumst, Arngrím Jónsson lærða,“ segir Kristín. Næstur var fimmtíu króna seðillinn, sem ber portrett af Guðbrandi Þorlákssyni. „Hann er í raun og veru minnisvarði um prentverkið og prentlistina. Þar er mikið af skrauti og letri úr Guðbrandsbiblíu sem er notað í þann seðil. Svo kemur hundraðkallinn, þar sem handritin og handritasöfnunin eru umfjöllunar- efnið. Þessir þrír eru allir horfnir þó þeir séu ennþá gjaldgengir.“ Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbar- áttan eru aðalefni fimmhundruð króna seðilsins og því næst kemur þúsund króna seðillinn með Brynjólfi Sveinssyni og Skálholtskirkjunum. „Brynjólfur lét reisa síðustu stóru bygginguna í Skálholti, en þús- undkallinn er í raun minnisvarði um byggingarlist,“ segir Kristín. „Fimm- þúsundkrónaseðillinn er að mínu mati afar merkilegur seðill. Hann er sá fyrsti með konu á og þar gekk ég út frá nytjalist. Þar er Ragnheiður Jónsdóttir í aðalhlutverki, en hún var biskupsfrú á Hólum. Ragnheiður sinnti hannyrðakennslu og var mikið í hannyrðum sjálf, en hannyrðar og út- skurður voru listform þess tíma og eru mjög mikið notaðar í seðlunum. Allt sem er á hverjum seðli er líka tengt lífshlaupi þess manns sem hann prýðir. Þegar þessi seðlasería var hönnuð var farið á söfn og leitaðar uppi persónur sem voru til myndir af og hafa eitthvað fram að færa. Þá er leitað að munum sem tengjast þeim og minningum. Brynjólfur er und- antekningin frá þessu, en þar skóp ég mynd af honum út frá afar skýrum lýsingum sem voru til af honum.“ Myndlist | Fyrirlestur um seðlahönnun í Hafnarhúsi Menningarsaga í myndmáli Morgunblaðið/Ásdís Kristín Þorkelsdóttir myndlistarmaður fjallar um hönnun peningaseðla. Græna slumman og önnur ljóð – Stelpur og strákar innst inní, er eftir Thorstein Thomsen í þýðingu Þórðar Helgasonar og Mich- aels Dal. Mynd- skreyting er eftir Piu Dalsgaard. Bókin hefur að geyma 48 ljóð um unglinga. Í ljóðunum birtist margvíslegur hugarheimur ung- linga, vandamál þeirra, sorg og gleði. Höfundur setur yrkisefni sitt fram fyrir lesendur á einfaldan hátt, þar sem mikil kímni og nærgætni ríkja. Þannig tekst honum fyrirhafnarlítið að leiða lesandann inn í risavaxin tilfinn- ingavandamál unglinganna og fá hann til að velta þeim fyrir sér. Yrk- isefnin eru af ýmsum toga, svo sem einelti, ástarsorg, fötlun og vanaleg samskiptavandamál unglinga inn- byrðis og við fullorðna. Einnig á höf- undur til að bregða upp einföldum myndum sem geta vakið hugrenn- ingatengsl. Útgefandi er Iða. Bókin er 63 síður. Ljóð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.