Morgunblaðið - 29.12.2004, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýndi í gærkvöldi
leikritið Óliver! eftir Lionel Bart, sem byggt er
á sögunni um Óliver Twist eftir Charles Dick-
ens. Sunna Björk og fleiri unnu við að sminka
leikarana og gera þá klára fyrir sýninguna þeg-
ar ljósmyndari Morgunblaðsins leit baksviðs í
gærkvöldi. Með hlutverk Ólivers Twist fer
Gunnar Örn Stephensen, 10 ára gamall Eyfirð-
ingur, og er hann nánast alla sýninguna á svið-
inu. Ólafur Egill Egilsson, sem er aftastur á
myndinni, fer með hlutverk skúrksins Fagins.
Fremst á myndinni er svo Þorsteinn Bachmann,
fyrrverandi leikhússtjóri LA, sem einnig tekur
þátt í leiksýningunni. Góður rómur var gerður
að sýningunni og leikurum vel fagnað í leikslok.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gerðir klárir fyrir frumsýningu á Akureyri
LANDSBANKI Íslands hefur
hætt veitingu 100% íbúðalána og
lækkað hámark lánanna í 90% af
markaðsverðmæti íbúða. Vaxta-
kjör og skilyrði fyrir lánveitingu
eru óbreytt en bankinn vill með
þessu hvetja einstaklinga til var-
færni í lántökum.
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, segir bank-
ana hafa gengið of langt þegar far-
ið var að veita 100% verðtryggð
íbúðalán. „Veruleg hækkun hefur
orðið á íbúðaverði, eða allt að 17% á
þessu ári. Auk þess sýna spár að
verðbólgan geti þróast í og við efri
mörk þeirra vikmarka sem Seðla-
bankanum hafa verið sett sem
verðbólguviðmið. Verðbólguþrýst-
ingur er því nokkur upp á við. Við
þessar aðstæður teljum við það
óskynsamlegt fyrir lántakendur
jafnt sem lánveitendur, og þar fara
hagsmunir þessara aðila alveg
saman, að veita 100% lán til íbúðar-
kaupa. Ef eitthvert misgengi verð-
ur á milli fasteignaverðs og verð-
bólgu þá myndast hugsanlega
neikvætt eigið fé hjá einstakling-
um með slík lán. Við teljum það of
áhættusamt og þess vegna hættum
við að veita 100% lánin til almennra
viðskiptavina.“
Halldór segir þetta skref stigið
af ábyrgðartilfinningu, m.a. gagn-
vart þjóðhagslegri þróun og þróun
í útlánaaukningu. Hann hvetur
jafnframt stjórnvöld til að huga að
nýrri verkaskiptingu á milli banka
og sparisjóða annars vegar og
Íbúðalánasjóðs hins vegar. „Þar
sem að markaðurinn getur leyst
ákveðin verkefni innan ramma
laga sem sett eru og tryggja þau
meginmarkmið í sessi sem stjórn-
völd vilja setja og sátt er um, þar á
ríkið að draga sig út úr beinni þátt-
töku enda ekki lengur þörf á rík-
isvaldinu,“ segir Halldór.
LÍ hættir að veita
100% íbúðalán
Hámark lánshlutfalls vegna íbúðarkaupa lækkar í 90%
Landsbankinn/14
ÍSLANDSBANKI átti frumkvæði
að því að bjóða 100% íbúðalán og
segir Jón Þórisson, aðstoðarfor-
stjóri bankans, að lækkun láns-
hlutfalls sé þar ekki til skoðunar.
„Við fórum af stað með það í
huga að þarna væri verið að full-
fjármagna fasteignir fyrir fólk,
sem það áður fjármagnaði með
öðrum hætti, þ.e. með skamm-
tímaskuldum, lánsveði eða uppá-
skriftum nákominna. Nú höfum
við heildarmyndina og betri
möguleika á að greina áhættu og
getum ráðlagt viðskiptavinum
okkar í takt við það,“ segir Jón.
Hann segir að hafa þurfi í huga
að þó svo að 100% lán séu í boði þá
séu innan við 3% af heildarláns-
fjárhæðum Íslandsbanka með
veðhlutfalli á bilinu 90–100%.
Hreiðar Már Sigurðsson, for-
stjóri KB banka, segir bankann
vera að skoða málið, eins og ávallt
þegar breytingar verði á mark-
aðnum.
Lítill hluti
með 100%
ÁRIÐ 2004 slær öll met hvað varðar veltu á
fasteignamarkaði og eykst um 11% frá 2003
en þinglýstum samningum fækkar hins veg-
ar um 17%. Fjárfest var fyrir 177 milljarða
á fasteignamark-
aði á höfuðborgar-
svæðinu og Akur-
eyri fram til 22.
desember og á
þessi tala því eftir
að hækka eitthvað
fram að árslokum.
Veltan í fyrra
var 160 milljarðar
kr. og hafði hún þá
aukist um 24% frá
2002. Fjöldi þing-
lýstra samninga á
þessu ári er 9.980 en var 11.800 í fyrra og
hefur þeim því fækkað um 17%. Árið 2002
voru þinglýstir samningar ríflega 10 þús-
und og aukningin milli áranna 2001 og 2002
um það bil 17%. Árið 1999 var metár í fjölda
kaupsamninga þegar nærri 11.600 samn-
ingum var þinglýst. Þeim fækkaði árin 2000
og 2001 en fjölgaði aftur árið 2002
Undanfarin 10 ár hefur verið stöðug
aukning á veltu í fasteignaviðskiptum í
krónum talið. Árið 1994 var veltan 49 millj-
arðar króna á verðlagi þess árs og fór fyrst
yfir 100 milljarða árið 1999.
Enn metár
í fasteigna-
viðskiptum
*2F'/J
Q Q Q Q Q
Q :
/
!$& 667;
2($%"2
AFGREIÐSLUTÍMI fyrir herflug-
vélar á Keflavíkurflugvelli verður
styttur frá og með næstu áramót-
um. Stefnt er að því að flugaf-
greiðsla herflugvéla verði boðin út á
næsta ári, samkvæmt upplýsingum
frá Friðþóri Eydal hjá upplýsinga-
skrifstofu varnarliðsins.
Flugafgreiðsla fyrir herflugvélar,
sem leið eiga um Keflavíkurflugvöll,
verður opin frá klukkan 7–19,
mánudag til laugardags frá og með
1. janúar næstkomandi, í stað sólar-
hringsafgreiðslu alla daga vikunn-
ar. Breytingin hefur engin áhrif á
almennt flug um Keflavíkurflugvöll
eða flugrekstur varnarliðsins sjálfs
og er í takt við rekstrartilhögun sem
viðhöfð er á flestum flugbækistöðv-
um Bandaríkjaflota.
Um 100–150 herflugvélar leggja
jafnan leið sína um Keflavíkurflug-
völl í hverjum mánuði. Ekki er búist
við að breytingin hafi áhrif á þann
fjölda heldur mun ferðum þeirra
verða hagað í samræmi við nýjan af-
greiðslutíma. Breyting þessi mun
þýða hagræðingu í röðum varnar-
liðsmanna sem fækka mun í störf-
um við afgreiðslu ofangreindra við-
komuflugvéla. Að sögn Friðþórs er
ekki búist við því að íslenskum
starfsmönnum varnarliðsins fækki
vegna þessarar breytingar.
Stefnt mun að því að flugaf-
greiðsla vegna herflugs, sem á leið
um Keflavíkurflugvöll, verði boðin
út á næsta ári. Síðastliðið sumar fór
fram forval vegna slíks útboðs. Þá
var miðað við að breytingin yrði um
þessi áramót, en framkvæmd máls-
ins hefur dregist, að sögn Friðþórs.
Auk hermanna, sem starfa í flug-
afgreiðslu, annast starfsmenn flug-
þjónustudeildar slökkviliðsins á
Keflavíkurflugvelli fermingu og af-
fermingu herflugvéla á flugvellin-
um.
Breyttur afgreiðslutími her-
flugvéla á Keflavíkurflugvelli
STJÓRN Strætó bs. ætlar að láta reyna á
lögmæti þess að ríkið endurgreiði 2⁄3 hluta
virðisaukaskatts af öllum hópferðabílum
öðrum en strætisvögnum, og verður ríkinu
stefnt fyrir dóm fái strætisvagnar ekki sömu
meðferð og aðrir hópferðabílar fyrir lögum.
Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri
Strætó bs., segir að hefði fyrirtækið fengið
sömu skattaívilnanir við innkaup á strætis-
vögnum eins og aðrir sem reka hópferðabíla
hefði Stætó getað sparað 70–80 milljónir
króna, sem hefði dugað til að kaupa a.m.k.
fjóra nýja vagna, frá því reglugerð um end-
urgreiðslu virðisaukaskatts af hópferðabíl-
um tók gildi.
Um er að ræða ákvæði í reglugerð um
tímabundna niðurfellingu 2⁄3 hluta virðis-
aukaskatts af nýjum hópferðabílum, þar
sem sérstaklega er tekið fram að þetta
ákvæði eigi ekki við um almenningsvagna.
„Við teljum að það fái ekki staðist, þetta er
mismunun, við uppfyllum öll önnur skilyrði.
Svo finnst fólki líka að þar sem við rekum al-
menningssamgöngur, með tilheyrandi þjóð-
hagslegri hagkvæmni að einhverju leyti, þá
skjóti skökku við að sá partur af málaflokkn-
um njóti ekki þessara ívilnana,“ segir Ás-
geir.
Þetta mál verður kannað nánar á næst-
unni, það rætt við lögfræðinga og sendar
fyrirspurnir til fjármálaráðuneytis og inn-
heimtumanns ríkissjóðs.
Stjórn Strætó ósátt við að fá
ekki lækkun á virðisaukaskatti
Íhuga að
stefna ríkinu
vegna mis-
mununar
Morgunblaðið/Kristinn
♦♦♦