24 stundir - 18.12.2007, Blaðsíða 17

24 stundir - 18.12.2007, Blaðsíða 17
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 17 Björn Bjarnason segir að Jón-as Kristjánsson og Egill Helgason séu í skjallbandalagi. Þeir sameinist svo Pétri Gunnarssyni Eyju- ritstjóra um þá túlkun að hér eigi að vera fjórir óeirðabílar á vegum óeirða- lögreglu undir stjórn dóms- málaráðherra. Á vefsíðu Jónasar segir: „Björn Bjarnason dóms- málaráðherra vill koma upp vel vopnaðri óeirðalöggu að erlendri fyrirmynd. … Ráðherrann gerir ráð fyrir gjá milli stjórnvalda og borgara. Sem endi með, að stjórn- völd þurfi að verja sig gegn al- menningi. … Fjörugt verður í landinu, þegar rætast huldar hug- sjónir herforingjans Björns Bjarnasonar.“ Björn segist þurfa „að hryggja þessa áhugamenn um öryggismál með því, að ég hef ekki neina tillögu í þá veru, sem þeir lýsa. Þeir verða líklega að flytja á eyjan.is til að njóta hennar í fram- kvæmd.“ Vefmiðillinn Eyjan virðist ekki hátt skrifaður hjá Birni Bjarna- syni, enda ræður hann sjálfur yfir miðli sem hann treystir betur en öðrum, bjorn.is. Ritstjóri þess miðils leggur ekki í vana sinn að vera í skjallbandalagi með öðru fjölmiðlafólki – þvert á móti. Séra Geir Waage og BaldurÞórhallsson prófessor takast á um kristileg málefni nú fyrir jól- in. Presturinn hrakti allar rök- semdir prófessorsins í mikill Morgunblaðsgrein um helgina. Greinin sú var ekki nútímaleg að formi til, með stafsetningu aftan úr grárri forneskju. Um þá skoðun Baldurs, að ekki sé langt síðan „mikið þurfti til að yf- irmenn kirkjunnar féllust á að konur stæðu körlum jafn- fætis innan kirkjunnar og í sam- félaginu,“ segir Geir: „Ekki kann- ast eg við nein veruleg átök um það, að konur tækju vígslu til prestsembættisins í Þjóðkirkj- unni. … varla hefðu slík átök far- ið fram hjá mjer, hefðu þau orð- ið.“ Reyndar bendir orðfæri séra Geirs og fleira í hans fari til þess að flest sem gerst hefur síðustu tvær aldir hafi farið framhjá hon- um. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Menntamálin verða í framtíðinni eitt mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálanna því menntastefna þjóðar er í senn samfélags-, menn- ingar-, atvinnu- og efnahagsstefna hennar. Menntun og vísindi eru grundvöllur framfara og undirstaða öflugs samfélags. Menntamálaráð- herra hefur nú mælt fyrir heildstæð- um og metnaðarfullum skólafrum- vörpum sem endurspegla stefnu ríkisstjórnarinnar um að mennta- kerfi þjóðarinnar skuli vera í fremstu röð í heiminum. Í anda stefnu rík- isstjórnarinnar er lögð áhersla á gæði, sveigjanleika og fjölbreytni námsins. Verklegu námi er gert hátt undir höfði sem og skapandi hugs- un. Þá er áhersla lögð á velferð og hagsmuni barna og unglinga og um leið hvatt til aukins samstarfs milli skóla, foreldra, nemenda og annarra hagsmunaaðila. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar er sérstaklega fjallað um mik- ilvægi þess að minnka miðstýringu og auka faglegt og rekstrarlegt sjálf- stæði einstakra skóla. Þetta einkenn- ir frumvörpin. Fram kemur að menntamálaráðuneytið ber ábyrgð á málaflokknum og setur leikreglur en sinnir um leið eftirfylgni með því að þær leikreglur séu virtar með gæða- mati. Ábyrgð sveitarfélaga er skil- greind og skerpt er á stjórnskipan skólanna. Sveitarfélögum er gert að setja almenna stefnu um skólamál og sinna gæðamati. Skólar, stjórnendur þeirra og starfsmenn fá aukið frelsi og sveigjanleika til að sinna hlutverki sínu og móta áherslur í starfi í sam- vinnu við hagsmunaaðila. Um leið er gert ráð fyrir lögbindingu gæða- kerfis starfseminnar með innra og ytra gæðamati, sem er markvisst og stöðugt ferli. Gæðamat krefst þess að við skil- greinum hvað vel er gert og hvað betur má fara í starfseminni. Það hefur tvíþætt hlutverk, annars veg- ar eftirlitshlutverk og hins vegar umbótahlutverk. Bæði hlutverkin eru nauðsynleg allri starfsemi því miklir framþróunarmöguleikar fel- ast í markvissu gæðastarfi. Niðurstöður PISA-rannsóknar- innar sem kynntar voru fyrr í des- ember voru vonbrigði, við stóðum okkur í meðallagi vel. Rannsóknin ber saman prófárangur 15 ára nemenda í lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði í 57 löndum. Sem betur fer sættum við Íslendingar okkur ekki við annað en að vera í fremstu sætum í samanburðarvísi- tölum. Ég sé í þessum niðurstöð- um gríðarleg sóknarfæri því við höfum þegar byggt upp innviðina sem þarf til að ná árangri og verði frumvörp ráðherra að lögum gefast enn frekari tækifæri til að bæta ár- angur starfsins. Innihald námsins og fagleg þekk- ing kennara á öllum skólastigum skiptir gríðarlega miklu máli í skóla- starfi. Gert er ráð fyrir því að fagleg þekking kennara verði efld með lengingu kennaranámsins. Í því sam- hengi ætla ég að leyfa mér að rifja upp og líta til miðalda, til þess sem þá var kennt til að undirbúa nem- endur fyrir háskólanám. Undirbún- ingsnámið skiptist í þríveg og fjór- veg. Þrívegur fól í sér þrennt. Í fyrsta lagi var áhersla á málfræði til þess að nemendur gjörþekktu uppbyggingu málsins. Í öðru lagi var kennd mælskulist um framsetningu máls, bæði í ræðu og riti. Í þriðja lagi var kennd rökfræði þannig að nemend- ur kynnu að byggja upp málsókn og fylgja henni eftir. Að loknum þrívegi kom fjórvegurinn sem var ekki síst ætlaður fyrir þá sem stefndu á há- skólanám, t.d. í heimspeki eða guð- fræði. Í fjórvegi fólst kennsla í flat- armálsfræði, tölvísi, stjarnfræði og tónlist. Í framhaldsskólafrumvarp- inu er gert ráð fyrir fjölbreytni um leið og kveðið er á um að áhersla skuli vera á grunn í íslensku, stærð- fræði og ensku. Spennandi væri að setja íslensku og stærðfræði í þrí- og fjórvegsbúning. Í dag eru um 22,5 prósent fólks á vinnumarkaði með háskólapróf, en í ljósi mikilvægis menntunar fyrir þjóðina er óskandi að þetta hlutfall nálgist 50 prósent á næstu áratugum. Verði skólafrumvörpin að lögum er kominn grundvöllur fyrir mun hærra menntunarstigi þjóðarinnar sem á eftir að efla hagsæld hennar um ókomin ár. Höfundur er alþingismaður Menntastefna þjóðarinnar VIÐHORF aGuðfinna S. Bjarnadóttir Mennta- málaráðherra hefur nú mælt fyrir heildstæðum og metn- aðarfullum skólafrumvörpum sem endurspegla stefnu rík- isstjórnarinnar um að menntakerfi þjóðarinnar skuli vera í fremstu röð í heiminum. Leður sófasett Hornsófasett Sófasett með skemli Tungusófar Tungu hornsófar Stakir sófar Borðstofuborð og stólar Skenkar Sófaborð Eldhúsborð Rúmgaflar Leðursófasett áður 239,000 Nú 119,900 Hornsófar tau áður 198,000 Nú 103,000 Hornsófar leður áður 249,000 Nú 149,000 Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510 HÚ SG AG NA - L AG ER SA LA HÚSGAGNALAGERSALA VERÐDÆMI Opnunartími mán-fös 9.00-18.00 lau 11.00-16.00 sun 13.00-17.00 ALLTAF EINHVAÐ NÝTT Bækur þýska rithöfundarins og tónlistarmannsins Alexöndru Kui eiga sér tryggan og sífellt stærri hóp aðdáenda, enda tekst henni að byggja upp dulmagnaða spennu án þess að fara troðnar slóðir. Bækur hennar ná stöðugt vaxandi útbreiðslu, því hér er sleginn nýr tónn bæði hvað varðar stíl og efnistök. www.skjaldborg.is Óvenjuleg og spennandi skáldsaga um glæp ATVINNUBLAÐIÐ atvinna@24stundir.is alltaf á laugardö gum Pantið gott pláss t ímanlega Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.