24 stundir - 18.12.2007, Blaðsíða 2

24 stundir - 18.12.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 14 Amsterdam 1 Ankara 3 Barcelona 7 Berlín 0 Chicago 2 Dublin 6 Frankfurt 2 Glasgow 2 Halifax -6 Hamborg 2 Helsinki -1 Kaupmannahöfn 4 London 4 Madrid 7 Mílanó 3 Montreal -13 München 0 New York -2 Nuuk -2 Orlando 4 Osló -5 Palma 21 París -1 Prag 3 Stokkhólmur -3 Þórshöfn 8 Snýst í suðvestan 13-20 m/s með skúrum eða éljum sunnan- og vestanlands, en heldur hægari vindur og léttir til seinni partinn. Kóln- andi veður. VEÐRIÐ Í DAG 8 7 8 10 7 Léttir til síðdegis Sunnan og suðvestan 10-15 m/s og rigning eða súld, en heldur hægari vindur og úr- komulítið um landið norðaustanvert. Hiti 2 til 8 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN 7 7 6 9 8 Rigning eða súld Kona var sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir kynferðis- brot, en hún notfærði sér ástand vinkonu sinnar er hún sleikti kyn- færi hennar þar sem hún lá meðvit- undarlaus sökum ölvunar. Atvikið átti sér stað í júlí á síð- asta ári þar sem konurnar sátu að drykkju ásamt fjórum vinkonum sínum í sumarbústað. Sumar kvennanna sátu naktar í heitum potti og neyttu áfengis, en hin ákærða misnotaði brotaþola eftir að sú síðarnefnda lagðist drukkin til svefns inni í sumarbú- staðnum, nakin eftir veruna í heita pottinum. Brotaþola var tjáð af vinkonum sínum þegar hún komst til meðvit- undar að þær hefðu séð ákærðu með höfuðið á milli fóta hinnar ölvuðu. Hún gekk því næst á hina ákærðu og spurði hana út í atvikið, en hún neitaði sök þá og einnig síðar fyrir dómi. Hún fullyrti að ekkert kynferðislegt hefði átt sér stað á milli sín og brotaþola. Framburður vinkvennanna um gjörðir hinnar ákærðu þótti trú- verðugur. Þá þótti sannað að brotaþoli hefði sofið ölvunarsvefni og að hin ákærða hefði notfært sér ástand hennar. Auk skilorðsbundna fangelsis- dómsins var ákærðu gert að greiða brotaþola þrjú hundruð þúsund krónur í skaðabætur og tæpar 560 þúsund krónur í sakarkostnað. aegir@24stundir.is Kona dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot Braut gegn ölvaðri vinkonu Lögreglan á Selfossi telur að annar Pólverji, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í nauðgun í október, hafi rofið farbann og yf- irgefið landið. Félagi hans fór úr landi í byrjun desember. Lýst hefur verið eftir báðum mönnunum á Schengen-svæðinu. Í gær var tekin fyrir krafa lög- reglustjórans á Selfossi um fram- lengingu farbanns yfir tveimur Pólverjum, sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í nauðguninni. Annar þeirra, Jaroslaw Pruczynski, mætti ekki og við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að hann hefur ekki mætt til vinnu síðan 9. des- ember. Þriðja manninum var í dag gert að leggja fram tryggingu fyrir því að hann yrði tiltækur fyrir lög- reglu fram til 4. febrúar. mbl.is Nauðgunarrannsókn á Selfossi Annar Pólverji í farbanni fór úr landi Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri í 8 mánaða fangelsi, þar af 6 skilorðs- bundna, fyrir þrjár líkamsárásir, þar af eina sérlega hættulega. Hann var einnig dæmdur til að greiða öðrum manninum, sem hann réð- ist á, 275 þúsund krónur í bætur og hinum 95 þúsund auk málskostn- aðar. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa veist að manni, sem sat í bíl á Eskifirði í maí í vor og slá hann í andlitið í gegnum opna rúðu. Síðar sama kvöld sló hann manninn nokkur högg með golfkylfu í höf- uðið með þeim afleiðingum, að sá sem varð fyrir höggunum fékk m.a. heilablæðingu og mar á heila. Þá sló árásarmaðurinn annan mann í öxlina með golfkylfunni. Í dómnum segir, að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að maðurinn hafi á afar greinargóðan hátt játað háttsemi sína en á hinn bóginn sé litið til þess að í málinu sé hann sakfelldur fyrir þrjár fyrirvaralausar líkamsárásir af litlu tilefni. mbl.is Dæmdur fyrir þrjár árásir Umferðarnefnd Sniglanna undrast ummæli Rögnvaldar Jónssonar, eins reyndasta vegaverkfræðings landsins, um ákvörðun stjórnvalda um 2+2 veg til Selfoss og Borgarness. Rögnvaldur taldi að frekar ætti að byggja 2+1 vegi á þessum stöðum. Umferðarnefnd þykir ljóst af reynslu undanfarinna tveggja ára af 2+1 vegum, að þetta sé ekki góð lausn og sé í raun hættuleg lausn, og varar við því að svona vegir verði byggðir á Íslandi í framtíðinni. Svona vegir ýti undir hraðakstur á tvöföldum köflum, sérstaklega á háannatíma, hvort sem um er að ræða bifreiðar, bifhjól, fjórhjól eða stærri ökutæki. Sniglar undrast ummæli um 2+2 vegi út frá Reykjavík Allt útlit er fyrir að kveikt hafi verið í Fiskiðjunni í Vest- mannaeyjum, þar sem eldur kom upp aðfaranótt föstudags. Menn úr tæknideild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu rannsök- uðu vettvang í gær. Maður sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins hefur verið látinn laus. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar í Vest- mannaeyjum er málið enn í rann- sókn. Maðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald neitar að hafa kveikt í, en hann var síðastur út úr húsinu áður en eldurinn kom upp. mbl.is Útlit fyrir íkveikju í Eyjum Síðastliðinn laugardag birti blaðið verðkönnun á jóla- trjám. Þar sagði að miðað væri við tré á stærðarbilinu 1,5-2,0 metrar. Þarna átti að standa 1,75-2,0 metrar. Eft- irtaldir selja jólatré í stærð- arflokknum 1,50-1,75 metrar á lægra verði en tré sem eru í stærðarflokknum 1,75-2,0 metrar: Byko, Europris, Garð- heimar og Jólatréssalan Landakoti. Aðeins Blómaval selur þessa tvo stærðarflokka á sama verði. Trjástærðin reyndist röng Leiðrétting Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvað- eina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Starfsfólk verslana ber ábyrgð á helmingi búðahnupls hér á landi, en hlutfallið er með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Þetta kemur fram í nýlegri alþjóðlegri rannsókn, Glo- bal Theft Barometer, sem náði til 32 landa í Evrópu, Norður-Amer- íku og Asíu árið 2006. „Ég myndi giska á að tuttugu prósent starfsmanna steli um átta- tíu prósentum af því sem stolið er,“ segir Eyþór Víðisson, öryggisfræð- ingur hjá VSI – öryggishönnun og ráðgjöf. „Ég held að vandamálið hér á landi sé að hér vantar alla umræðu um þessi mál og sömu- leiðis fræðslu fyrir starfsmenn því ég tel að þeir viti ekki í mörgum til- fellum að þeir séu að gera rangt og fái sér súkkulaðistöng því aðrir gera það.“ „Kunningjaafgreiðslur“ Svokallaðar kunningjaaf- greiðslur eru ein tegund þjófnaðar sem er hvað algengust hér á landi hjá starfsfólki. „Þá kemur mamma í búðina, verslar og vörurnar eru settar í poka án þess að þær séu skannaðar inn í kerfið. Það er erfitt að rukka mömmu,“ segir Eyþór. Samkvæmt rannsókninni er svipaður fjöldi kvenna og karla gripinn við búðahnupl, en konur stela fleiri og ódýrari hlutum. Í rannsókninni kemur fram að þjófnaður er áttatíu prósent af rýrnun hjá verslunum. Kostnaður við búðahnupl hér á landi er tæpir þrír milljarðar króna, sem sam- svarar að hér sé stolið vörum í verslunum fyrir um átta milljónir króna á dag. Mest stolið í desember Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru 640 búðaþjófnaðir tilkynntir á síðasta ári, flestir í desembermán- uði eða 73. Á þessu ári hafa 715 búðahnuplsmál ratað inn á borð lögreglu en langflestir þjófanna voru á aldrinum 15 til 24 ára. Það sem af er desembermánuði hafa til- fellin verið 31 talsins. „Skýringin er einfaldlega sú að flestir stela í hlutfalli við það sem þeir versla. Langflestir stela þegar þeir eru að versla og svo nota margir tækifærið þegar mikið er að gera í verslunum,“ segir Eyþór. Starfsfólk stelur helmingnum  Starfsfólk verslana ábyrgt fyrir helmingi búðahnupls  Þjófn- aður starfsfólks hérlendis með því mesta sem þekkist í Evrópu ➤ Búðahnupl hefur minnkaðum 5,7% á milli ára hér á landi. ➤ Dregið hefur úr þjófnuðumum 3,2% prósent í Dan- mörku, um 2,3 prósent í Portúgal og um 2,2 prósent á Spáni. ➤ Meðaltalið í Evrópu var þó1,6% aukning búðaþjófnaða. BÚÐAHNUPL SÍÐASTA BÓK BJÖRNS TH. SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Í þessari margslungnu sögu frá Sturlungaöld segir frá systrum tveim, Þórum Guðmundsdætrum frá Þingvöllum og þungum örlögum þeirra, en Þóra yngri var móðir Gissurar jarls. Tær stíll og myndvísi á sviðsetningu atburða bregst Birni ekki í þessari bók fremur en í fyrri bókum hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.