24 stundir - 18.12.2007, Blaðsíða 31
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 31
Hátíðarmaturinn krefst und-
irbúnings og er nauðsynlegt að
skipuleggja sig vel áður en hafist
er handa. Sumt er hægt að und-
irbúa snemma í desember og
frysta í allt að eina til tvær vikur.
Byrjaðu degi fyrr
Á Þorláksmessu skal fara yfir
allt sem nota á í jólamatinn og
ganga úr skugga um að ekkert
vanti til matargerðarinnar.
Eftirréttinn má gera tilbúinn
á Þorláksmessu og jafnvel fyrr,
til dæmis ef um heimatilbúinn
ís er að ræða en hann má búa
til snemma þar sem hann er
hvort sem er frystur.
Ef borinn er fram kalkúnn á
aðfangadag skal ekki gleyma
því að það tekur nokkra daga
að affrysta fuglinn í ísskáp.
Ef fuglinn er fylltur má búa
til fyllinguna og setja hana inn
í fuglinn á Þorláksmessu sem
gefur enn betra og meira bragð
og eins má fara að huga að sós-
unni. Það er tilvalið að búa til
soðið sem á að setja út í sós-
una.
Leggðu á borð og ljúktu við
að stússast í skreytingum á
heimilinu tímanlega þannig að
ekkert þurfi að huga að þess
háttar umstangi.
Hafðu eldunartímann á öllu
sem á að elda á hreinu þannig
að þú byrjir nógu snemma að
matbúa á aðfangadag.
Á aðfangadagsmorgun
Undirbúðu allt snemma
þannig að þú eigir einhvern ró-
legan tíma yfir daginn. Ef sósan
er ekki tilbúin byrjaðu þá á
henni þar sem hún má malla
góða stund. Settu kjötið tím-
anlega í ofninn og ef þú ert
ekki með forsoðnar kartöflur
settu þá kartöflurnar í suðu.
Taktu til það meðlæti sem á að
vera með matnum og settu í
skálar. Brúnaðu kartöflurnar á
meðan steikin mallar.
Það tekur tíma að undirbúa jólamatinn
Tímanlega í jólamatinn
Jólamaturinn Það getur tekið langan tíma að undirbúa mat-
inn um hátíðarnar og ætti að hefjast handa í tíma.
24 stundir/Þorkell
Held ekki fast
í hefðirnar
Sigmundur Ernir Rúnarsson,
forstöðumaður fréttasviðs
Stöðvar 2
„Ég er dálítið frjálslegur í
þessu og held ekki endilega
fast í hefðirnar. Við höfum því
prófað að hafa ýmislegt í jóla-
matinn, allt frá saltfiski til
hangikjöts. En ætli við verðum
ekki með humar í forrétt þetta
árið og í aðalrétt verður pur-
usteik sem ég elda með sér-
stökum hætti. Við eldum jóla-
matinn saman enda er ég
vaskur í eldhúsinu,“ segir Sig-
mundur Ernir og hlær. „Aðal-
atriðið er að gefa sér góðan
tíma til að elda og framreiða
jólamatinn. Við erum líka allt-
af með hangikjöt og hamborg-
arhrygginn á sínum stað og
oftast er það kalkúnn á gaml-
árskvöld. Við kryddum þetta
líka aðeins með því að hafa
líka ýmsa fiskrétti svo maður
fái ekki hundleiða á kjöti.“
Þóra Tómasdóttir
sjónvarpskona
„Það verður frjáls aðferð í eldhús-
inu þessi jólin. Flestir úr minni
fjölskyldu verða erlendis og ég
ætla því að hafa eitthvað fljótlegt,
ætli það verði ekki hreindýr, car-
paccio og eitthvað óvænt og
óhefðbundið.
Ég hef yfirleitt borðað rjúpu en
það hefur breyst undanfarin ár. Ég
þekki ekki nægilega góðar skyttur,
það hefur að minnsta kosti enginn
fært mér rjúpur í ár og ég þarf því
að velja það sem er næst efst á
óskalistanum. Rjúpan er besta
villibráðin og ég á eflaust eftir að
sakna hennar á jólunum en ég
borða hana á áramótunum í stað-
inn. Það er algjörlega óráðið hvað
verður í matinn aðra jóladaga og
ég er ekki einu sinni farin að
hugsa út í það. Þetta verða mjög
óvenjuleg jól hjá mér. Eina mark-
miðið með jólunum núna er að
það verði ekkert stress og ég nenni
ekki að eyða heilum dögum í eld-
húsinu, ég ætla bara að slaka á.“
Óhefðbundin
jól án streitu
JÓLAMATURINN?
Nýárskvöld
í Perlunni
Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207 · perlan@perlan.is · www.perlan.is
Hr
ing
br
ot
Gjafabréf PerlunnarGefðu einstaka kvöldstund í jólagjöf!