24 stundir - 18.12.2007, Blaðsíða 32

24 stundir - 18.12.2007, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir Þrátt fyrir að malt og appelsín standi alltaf fyrir sínu vill fólk oft drekka eitthvað annað um hátíð- irnar, og ekki síst á gamlárskvöld þegar margir lyfta sér upp. Á gamlárskvöld freistast fólk oft til að prófa eitthvað nýtt en láta það gamla lönd og leið. Þótt margir kjósi fremur áfenga drykki eru síst færri sem vilja óáfenga en ljúf- fenga drykki. Hvort heldur sem er, þá er tilvalið að prófa nýja drykki og oft er netið gagnlegt í leit að þeim. Hér eru til að mynda þrír ljúffengir drykkir sem hægt er að gæða sér á á gamlárskvöld sem og önnur kvöld. Klassískur kampavínskokteill Sítrónusafi Síróp Kampavín Gin Setjið sítrónusafann í hristara og bætið sírópi út í. Fyllið hristarann af kampavíni og gini. Berið fram í kampa- vínsglasi. Líflegur sparidrykkur Ávaxtasafi að eigin vali Sprite eða sódavatn. Blandið saman í könnu, smakk- ið til og hellið í glös. Það er til- valið að skreyta glösin með app- elsínu- eða sítrónusneiðum. Blóðuga marían 100 g klaki 175 ml vodka örlítið af sellerífræjum skvetta af sérríi skvetta af Worcestershire-sósu 1 msk. kremuð piparrót 1 lítri tómatsafi sítrónusneiðar Tabasco-sósa sellerístilkar Setjið klaka, vodka, sellerífræ, sérrí, Worcestershire-sósu, piparrót og tóm- atsafa í stóra könnu og hrærið vel. Renn- ið sítrónusneiðum meðfram barmi glas- ins og hellið blöndunni í glasið. Berið fram með Tabasco sósu og selleríi. Kampavínskokteill og líflegur sparidrykkur Ljúffengir drykkir á gamlárskvöld Áramót Það er alltaf gaman að prófa að skála í nýjum drykkjum. 200 g smjör 175 g sykur 1 matskeið síróp 550 ml hveiti 1 teskeið matarsódi 50 g möndlur Blandið saman smjöri, sykri og sírópi. Bætið söxuðum möndlum út í ásamt hveiti og matarsóda. Hnoðið deigið og mótið í kúlur. Bakið við 200 gráður í 15 mín- útur. Sænskar jólakökur Í Belgíu er hefð fyrir því að baka jólabrauð í líki Jesúbarnsins. Brauðið er búið til úr hveiti, eggj- um, mjólk, geri, rúsínum og sykri. Brauðið er yfirleitt borið fram á jóladag með bolla af heitu súkkulaði. Ýmsar útgáfur eru til af brauðinu og fer það eftir landssvæðum hvað brauðið kall- ast, hver uppskriftin er nákvæm- lega og með hverju brauðið er borið fram. Jólabrauð í líki Jesúbarnsins Það eru ekki aðeins Íslendingar sem gera vel við sig í mat og drykk um jólin. Í fyrra snæddu 60 millj- ónir Breta um 11 milljónir kalkúna sem þeir skoluðu niður með 142 milljónum lítra af bjór og 40 millj- ón léttvínsflöskum. Um 3 millj- ónum tonna af rusli er fargað yfir jólin í Bretlandi og 10 milljónir plastpoka eru notaðir við inn- kaupin. Um 16.000 tonn af jóla- matnum enda í ruslinu. Jólamaturinn endar í ruslinu Súkkulaði tilheyrir tvímælalaust lysti- semdum lífsins. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að hófleg neysla á dökku súkkulaði hefur góð áhrif á heilsufar fólks. Meðvitund neytenda og þekking þeirra á súkkulaði vex stöðugt. Því leggur Nói Síríus metnað í að uppfylla óskir viðskiptavina sinna og bjóða þeim gæðavörur úr úrvals hráefni. Kökur og konfekt, eggjandi eftirréttir, tertur og töfrandi drykkir. Lykilinn að öllum þessum guðdómlegu dásemdum er að finna í Síríus súkkulaðinu – stolti Nóa Síríus. Njótið vel! F í t o n / S Í A Síríus Konsum Suðusúkkulaði er samheiti yfir dökkt, mjólkurlaust súkkulaði sem nefnist Síríus Konsum og er með 45% kakóinnihaldi. Súkkulaðiunnendur vita að Sírius Konsum er frábært hráefni í bakstur, matargerð, súkkulaðidrykki og ljúffenga eftirrétti og ekki síðra sem átsúkkulaði, enda uppáhald margra. Síríus Konsum Orange Síríus Konsum Orange er eins og venjulegt Konsum, að viðbættri náttúrulegri appelsínuolíu, sem gefur ljúffengan appelsínukeim. Síríus rjómasúkkulaði Síríus rjómasúkkulaði hefur öðlast sess sem vinsælasta átsúkkulaði Íslendinga. Bragðið er sérlega ljúft og milt og flestir borða það bara eitt og sér. Síríus rjómasúkkulaði fæst bæði hreint og bragðbætt – og þá ýmist með rúsínum, kornkúlum og hnetum eða bæði hnetum og og rúsínum. Síríus 56% Síríus 56% hefur meira kakóinnihald en Konsum. Súkkulaðibragðið er ósvikið líkt og í öðrum Konsum súkkulaði- plötum og sver sig í ættina hvað bragð og gæði snertir. Síríus 70% Mikið og afgerandi súkkulaði- bragð, með mikilli fyllingu. Kakóinnihaldið er eins og nafnið gefur til kynna 70%. Í dökku súkkulaði er mikið magn af andoxunarefninu epicathecin sem hefur góð áhrif á hjartað og virkar eins og vítamín, víkkar æðar og bætir blóðrennsli. www.noi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.