24 stundir - 18.12.2007, Blaðsíða 29

24 stundir - 18.12.2007, Blaðsíða 29
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 29 Að aðfangadegi og jóladegi lokn- um eru næstum alltaf afgangar af kjöti, meðlæti og sósum eftir sem má nýta til þess að útbúa dýrindis rétti. Kalkúnn með beikoni Kalkúnninn klárast sjaldan á einu kvöldi en gera má úr afgöngum bragðgóða pottrétti, pastarétti eða gómsætar samlokur. 3 smátt skornar beikonsneiðar ólífuolía 1 laukur saxaður 1 hvítlauksgeiri kalkúnakjöt 150 grömm grænar baunir 40 ml rjómi salt og pipar Steikið beikonið á pönnu þar til það er orðið stökkt. Lækkið hitann og bætið við lauknum og hvítlauk- num. Steikið þar til laukurinn er mjúkur en ekki brúnaður. Bætið við baununum ásamt ör- litlu vatni og látið sjóða smástund. Bætið svo við kalkúnanum og hitið í gegn. Hellið rjómanum saman við, saltið og piprið. Þetta er gott að bera fram með pasta og parmesanosti eða njóta með sætum eða brúnuðum kart- öflum. Jólasamlokur Kaldur hamborgarhryggur bragðast dásamlega og hann má bæði hita upp og snæða með með- lætinu frá kvöldinu áður eða skera kaldan niður og úbúa girnilegar samlokur. 2 brauðsneiðar 2 kjötsneiðar klettasalat 1 tómatur 2 matskeiðar parmesanostur Smyrjið brauðið og komið kjöt- inu, salatinu og ostinum fyrir á sneiðunum. Með þessu getur verið gott að setja sinnep eða aðrar sósur. Gómsætir afgangar nýttir til fulls Jólamaturinn daginn eftir 24 stundir/Árni Sæberg Samlokur Úr jólamatnum má búa til girnilegar samlokur sem hægt er að njóta með köldu meðlæti frá kvöldinu áður. Heitur jóla- drykkur Um jólin er gott að ylja sér við heitan drykk. 2 flöskur þurrt rauðvín ½ bolli púrtvín eða brandý 12 heilir negulnaglar Rifinn börkur af einni appelsínu Setjið allt í pott og hitið rólega. Gætið þess að blandan sjóði ekki. Hitið í um það bil 20 mínútur og berið fram í stórri skál. Skreytið með kanilstöngum og rifnu múskati. Heitt, hvítt jólakakó 1 bolli rjómi 1 bolli síróp ½ bolli sykur ½ bolli púðursykur 1/8 teskeið salt 1 bolli súkkulaði saxað ¼ bolli smjör Hrærið saman rjóma, sírópi, sykri, púðursykri og salti. Látið sjóða í 8 til 10 mínútur. Hrærið súkkulaðinu við og látið bráðna. Notið sírópið til þess að bragð- bæta kaffibollann. Gómsætt súkkulaðisíróp Kakó úr hvítu súkkulaði er af- skaplega bragðgott. ½ bolli hvítt súkkulaði ½ teskeið vanilludropar 2 bollar mjólk ¼ bolli rjómi 3 anísstjörnur Setjið súkkulaðið og vanilludrop- ana í skál og hitið mjólkina, rjómann og anísinn að suðu. Hellið yfir súkkulaðið og hrærið vel þar til bráðið.  Gjafabréf með tveimur blöðum og sjö blöð árið 2008 Aðeins kr. 4.790.- Áskrift í jólapakkann fyrir sumarhúsa- og garðeigendur                Sumarhúsið & Garðurinn - fæst í helstu bókaverslunum Pöntunarsími 586 8005 Matjurtir Jólagjöf í takt við tíðarandann               Aðgengileg, falleg, fróðleg og síðast en ekki síst skemmtileg bók. www.rit.is         www.rit.is Pöntunarsími 586 8005                 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.