24 stundir


24 stundir - 18.12.2007, Qupperneq 29

24 stundir - 18.12.2007, Qupperneq 29
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 29 Að aðfangadegi og jóladegi lokn- um eru næstum alltaf afgangar af kjöti, meðlæti og sósum eftir sem má nýta til þess að útbúa dýrindis rétti. Kalkúnn með beikoni Kalkúnninn klárast sjaldan á einu kvöldi en gera má úr afgöngum bragðgóða pottrétti, pastarétti eða gómsætar samlokur. 3 smátt skornar beikonsneiðar ólífuolía 1 laukur saxaður 1 hvítlauksgeiri kalkúnakjöt 150 grömm grænar baunir 40 ml rjómi salt og pipar Steikið beikonið á pönnu þar til það er orðið stökkt. Lækkið hitann og bætið við lauknum og hvítlauk- num. Steikið þar til laukurinn er mjúkur en ekki brúnaður. Bætið við baununum ásamt ör- litlu vatni og látið sjóða smástund. Bætið svo við kalkúnanum og hitið í gegn. Hellið rjómanum saman við, saltið og piprið. Þetta er gott að bera fram með pasta og parmesanosti eða njóta með sætum eða brúnuðum kart- öflum. Jólasamlokur Kaldur hamborgarhryggur bragðast dásamlega og hann má bæði hita upp og snæða með með- lætinu frá kvöldinu áður eða skera kaldan niður og úbúa girnilegar samlokur. 2 brauðsneiðar 2 kjötsneiðar klettasalat 1 tómatur 2 matskeiðar parmesanostur Smyrjið brauðið og komið kjöt- inu, salatinu og ostinum fyrir á sneiðunum. Með þessu getur verið gott að setja sinnep eða aðrar sósur. Gómsætir afgangar nýttir til fulls Jólamaturinn daginn eftir 24 stundir/Árni Sæberg Samlokur Úr jólamatnum má búa til girnilegar samlokur sem hægt er að njóta með köldu meðlæti frá kvöldinu áður. Heitur jóla- drykkur Um jólin er gott að ylja sér við heitan drykk. 2 flöskur þurrt rauðvín ½ bolli púrtvín eða brandý 12 heilir negulnaglar Rifinn börkur af einni appelsínu Setjið allt í pott og hitið rólega. Gætið þess að blandan sjóði ekki. Hitið í um það bil 20 mínútur og berið fram í stórri skál. Skreytið með kanilstöngum og rifnu múskati. Heitt, hvítt jólakakó 1 bolli rjómi 1 bolli síróp ½ bolli sykur ½ bolli púðursykur 1/8 teskeið salt 1 bolli súkkulaði saxað ¼ bolli smjör Hrærið saman rjóma, sírópi, sykri, púðursykri og salti. Látið sjóða í 8 til 10 mínútur. Hrærið súkkulaðinu við og látið bráðna. Notið sírópið til þess að bragð- bæta kaffibollann. Gómsætt súkkulaðisíróp Kakó úr hvítu súkkulaði er af- skaplega bragðgott. ½ bolli hvítt súkkulaði ½ teskeið vanilludropar 2 bollar mjólk ¼ bolli rjómi 3 anísstjörnur Setjið súkkulaðið og vanilludrop- ana í skál og hitið mjólkina, rjómann og anísinn að suðu. Hellið yfir súkkulaðið og hrærið vel þar til bráðið.  Gjafabréf með tveimur blöðum og sjö blöð árið 2008 Aðeins kr. 4.790.- Áskrift í jólapakkann fyrir sumarhúsa- og garðeigendur                Sumarhúsið & Garðurinn - fæst í helstu bókaverslunum Pöntunarsími 586 8005 Matjurtir Jólagjöf í takt við tíðarandann               Aðgengileg, falleg, fróðleg og síðast en ekki síst skemmtileg bók. www.rit.is         www.rit.is Pöntunarsími 586 8005                 

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.