24 stundir - 18.12.2007, Blaðsíða 27

24 stundir - 18.12.2007, Blaðsíða 27
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 27 Það eru kynstrin öll af ljúffeng- um mat á borðum á jólunum og oftar en ekki er töluverður afgang- ur. Sumir kjósa að útbúa síðbúinn hádegismat á jólunum og nota til þess ýmsa afganga. Ragnar Óm- arsson, yfirkokkur á Domo, segir að það sé orðið algengara að fólk geri eitthvað skemmtilegt við af- gangana, annað en bara að hita þá upp. „Það er tilvalið að setja saman nettan „brunch“ en þá eru eggin algjörlega nauðsynleg, spæld, hrærð eða í eggjaköku. Það er í raun engin regla um hvernig megi útbúa góðan brunch, nema bara að nota afganga, bæta þá með fersku hráefni og nota hugmyndaflugið. Það er hægt að nota allt í brunch en það er nauðsynlegt að hugsa um að það er verið að sjóða saman morgunverð og hádegisverð. Mat- urinn má því vera nokkuð mikill og mettandi.“ Kjötafgangar nýttir Sjálfur segist Ragnar hafa gaman af því að bjóða upp á brunch heima hjá sér. „Þá er bara tekið til í kælinum og allir afgangar notaðir í eggjakökur, salöt og bixímat. Það er til að mynda sniðugt að nota hamborgarhrygginn sem beikon, skera hann þunnt og steikja á pönnu og spæla egg með. Svo má gera eggjaköku úr nánast hverju sem er, hamborgarhrygg, kalkún, hangikjöti og öllum baunaafgöngum. Það klikkar aldrei að gera salöt með kjötafgöngunum og nota á gott brauð. Eins má skera kjöt í grófa strimla og steikja á pönnu, krydda létt með mexíkósku kryddi, setja í mexíkóska pönnu- köku og bera fram með sýrðum rjóma og salsasósu. Svo eru gömlu góðu tartaletturnar alltaf góðar og þar þarf ekki alltaf að vera hangi- kjöt. Það má líka breyta til og blanda saman kalkún, kartöflum og maís með góðum rjómaosti.“ Útbúið síðbúinn hádegisverð úr jólaafgöngum Notið hugmyndaflugið Rúnar Ómarsson: „Það er tilvalið að setja saman nett- an brunch eftir jólin og nýta kjötafgangana.“ 24stundir/G.Rúnar Þrátt fyrir að heitt kakó standi svo sannarlega fyrir sínu er fátt betra á jólunum en alvöru heitt súkkulaði með þeyttum rjóma. Súkkulaðið er vissulega saðsam- ara en bragðgott eftir því. 2 lítrar nýmjólk 2 plötur af suðusúkkulaði ½-1 plata rjómasúkkulaði Hita mjólkina í potti. Brjótið súkkulaðið út í og bræðið við lág- an hita. Heitt súkkulaði á jólum Laufabrauð telja margir ómiss- andi á jólum. Flestir vilja það með jólahangikjötinu en aðrir með rjúpum og villibráð. Laufabrauð var gert á fínni heimilum því vegna skorts á korni var nýnæmi að bjóða upp á steiktar og vand- lega skreyttar hveitikökur. Sið- urinn virðist einna útbreiddastur fyrir norðan og norðaustan og þá sérstaklega nálægt kirkjubústöð- um og stærri bæjum. Skreyttar hveitikökur Margir hittast og borða saman góðan morgunverð í jólamán- uðinum. Þá er ómissandi að lífga upp á borðhaldið með því að bjóða upp á mímósur. Mímósur eru léttar appelsínusafa- kampavínsblöndur. Í blönduna þarf 4 dl af appels- ínusafa á móti 2 dl af kampavíni og skvettu af Triple Sec eða öðr- um appelsínulíkjör. Mímósur í „brunchinn“ KOKKARNIR Veisluþjónusta stílar inn á að vera alltaf með það nýjasta og ferskasta hverju sinni ásamt hinu hefðbundna. kr. 1.980- Karfa 1 kr. 2.790- Karfa 2 kr. 3.690- Karfa 3 S æ l k e r a g j a f i r Hátíðlegar og glæsilegar Vertu í sambandi og settu saman þína eigin sælkerakörfu í Osta- og Sælkeraborðinu Hagkaupum í Kringlunni og Smáralind Hringdu og fáðu upplýsingar í síma 511 4466 eða sendu tölvupóst á kokkarnir@kokkarnir.is www.kokkarnir.is kr. 5.390- Karfa 4 kr. 7.990- Karfa 5 kr. 12.900- Karfa 6 Sp ör e hf . - R ag nh ei ðu r Á gú st sd ót ti r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.