24 stundir - 18.12.2007, Page 27

24 stundir - 18.12.2007, Page 27
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 27 Það eru kynstrin öll af ljúffeng- um mat á borðum á jólunum og oftar en ekki er töluverður afgang- ur. Sumir kjósa að útbúa síðbúinn hádegismat á jólunum og nota til þess ýmsa afganga. Ragnar Óm- arsson, yfirkokkur á Domo, segir að það sé orðið algengara að fólk geri eitthvað skemmtilegt við af- gangana, annað en bara að hita þá upp. „Það er tilvalið að setja saman nettan „brunch“ en þá eru eggin algjörlega nauðsynleg, spæld, hrærð eða í eggjaköku. Það er í raun engin regla um hvernig megi útbúa góðan brunch, nema bara að nota afganga, bæta þá með fersku hráefni og nota hugmyndaflugið. Það er hægt að nota allt í brunch en það er nauðsynlegt að hugsa um að það er verið að sjóða saman morgunverð og hádegisverð. Mat- urinn má því vera nokkuð mikill og mettandi.“ Kjötafgangar nýttir Sjálfur segist Ragnar hafa gaman af því að bjóða upp á brunch heima hjá sér. „Þá er bara tekið til í kælinum og allir afgangar notaðir í eggjakökur, salöt og bixímat. Það er til að mynda sniðugt að nota hamborgarhrygginn sem beikon, skera hann þunnt og steikja á pönnu og spæla egg með. Svo má gera eggjaköku úr nánast hverju sem er, hamborgarhrygg, kalkún, hangikjöti og öllum baunaafgöngum. Það klikkar aldrei að gera salöt með kjötafgöngunum og nota á gott brauð. Eins má skera kjöt í grófa strimla og steikja á pönnu, krydda létt með mexíkósku kryddi, setja í mexíkóska pönnu- köku og bera fram með sýrðum rjóma og salsasósu. Svo eru gömlu góðu tartaletturnar alltaf góðar og þar þarf ekki alltaf að vera hangi- kjöt. Það má líka breyta til og blanda saman kalkún, kartöflum og maís með góðum rjómaosti.“ Útbúið síðbúinn hádegisverð úr jólaafgöngum Notið hugmyndaflugið Rúnar Ómarsson: „Það er tilvalið að setja saman nett- an brunch eftir jólin og nýta kjötafgangana.“ 24stundir/G.Rúnar Þrátt fyrir að heitt kakó standi svo sannarlega fyrir sínu er fátt betra á jólunum en alvöru heitt súkkulaði með þeyttum rjóma. Súkkulaðið er vissulega saðsam- ara en bragðgott eftir því. 2 lítrar nýmjólk 2 plötur af suðusúkkulaði ½-1 plata rjómasúkkulaði Hita mjólkina í potti. Brjótið súkkulaðið út í og bræðið við lág- an hita. Heitt súkkulaði á jólum Laufabrauð telja margir ómiss- andi á jólum. Flestir vilja það með jólahangikjötinu en aðrir með rjúpum og villibráð. Laufabrauð var gert á fínni heimilum því vegna skorts á korni var nýnæmi að bjóða upp á steiktar og vand- lega skreyttar hveitikökur. Sið- urinn virðist einna útbreiddastur fyrir norðan og norðaustan og þá sérstaklega nálægt kirkjubústöð- um og stærri bæjum. Skreyttar hveitikökur Margir hittast og borða saman góðan morgunverð í jólamán- uðinum. Þá er ómissandi að lífga upp á borðhaldið með því að bjóða upp á mímósur. Mímósur eru léttar appelsínusafa- kampavínsblöndur. Í blönduna þarf 4 dl af appels- ínusafa á móti 2 dl af kampavíni og skvettu af Triple Sec eða öðr- um appelsínulíkjör. Mímósur í „brunchinn“ KOKKARNIR Veisluþjónusta stílar inn á að vera alltaf með það nýjasta og ferskasta hverju sinni ásamt hinu hefðbundna. kr. 1.980- Karfa 1 kr. 2.790- Karfa 2 kr. 3.690- Karfa 3 S æ l k e r a g j a f i r Hátíðlegar og glæsilegar Vertu í sambandi og settu saman þína eigin sælkerakörfu í Osta- og Sælkeraborðinu Hagkaupum í Kringlunni og Smáralind Hringdu og fáðu upplýsingar í síma 511 4466 eða sendu tölvupóst á kokkarnir@kokkarnir.is www.kokkarnir.is kr. 5.390- Karfa 4 kr. 7.990- Karfa 5 kr. 12.900- Karfa 6 Sp ör e hf . - R ag nh ei ðu r Á gú st sd ót ti r

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.