24 stundir - 18.12.2007, Page 2

24 stundir - 18.12.2007, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 14 Amsterdam 1 Ankara 3 Barcelona 7 Berlín 0 Chicago 2 Dublin 6 Frankfurt 2 Glasgow 2 Halifax -6 Hamborg 2 Helsinki -1 Kaupmannahöfn 4 London 4 Madrid 7 Mílanó 3 Montreal -13 München 0 New York -2 Nuuk -2 Orlando 4 Osló -5 Palma 21 París -1 Prag 3 Stokkhólmur -3 Þórshöfn 8 Snýst í suðvestan 13-20 m/s með skúrum eða éljum sunnan- og vestanlands, en heldur hægari vindur og léttir til seinni partinn. Kóln- andi veður. VEÐRIÐ Í DAG 8 7 8 10 7 Léttir til síðdegis Sunnan og suðvestan 10-15 m/s og rigning eða súld, en heldur hægari vindur og úr- komulítið um landið norðaustanvert. Hiti 2 til 8 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN 7 7 6 9 8 Rigning eða súld Kona var sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir kynferðis- brot, en hún notfærði sér ástand vinkonu sinnar er hún sleikti kyn- færi hennar þar sem hún lá meðvit- undarlaus sökum ölvunar. Atvikið átti sér stað í júlí á síð- asta ári þar sem konurnar sátu að drykkju ásamt fjórum vinkonum sínum í sumarbústað. Sumar kvennanna sátu naktar í heitum potti og neyttu áfengis, en hin ákærða misnotaði brotaþola eftir að sú síðarnefnda lagðist drukkin til svefns inni í sumarbú- staðnum, nakin eftir veruna í heita pottinum. Brotaþola var tjáð af vinkonum sínum þegar hún komst til meðvit- undar að þær hefðu séð ákærðu með höfuðið á milli fóta hinnar ölvuðu. Hún gekk því næst á hina ákærðu og spurði hana út í atvikið, en hún neitaði sök þá og einnig síðar fyrir dómi. Hún fullyrti að ekkert kynferðislegt hefði átt sér stað á milli sín og brotaþola. Framburður vinkvennanna um gjörðir hinnar ákærðu þótti trú- verðugur. Þá þótti sannað að brotaþoli hefði sofið ölvunarsvefni og að hin ákærða hefði notfært sér ástand hennar. Auk skilorðsbundna fangelsis- dómsins var ákærðu gert að greiða brotaþola þrjú hundruð þúsund krónur í skaðabætur og tæpar 560 þúsund krónur í sakarkostnað. aegir@24stundir.is Kona dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot Braut gegn ölvaðri vinkonu Lögreglan á Selfossi telur að annar Pólverji, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í nauðgun í október, hafi rofið farbann og yf- irgefið landið. Félagi hans fór úr landi í byrjun desember. Lýst hefur verið eftir báðum mönnunum á Schengen-svæðinu. Í gær var tekin fyrir krafa lög- reglustjórans á Selfossi um fram- lengingu farbanns yfir tveimur Pólverjum, sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í nauðguninni. Annar þeirra, Jaroslaw Pruczynski, mætti ekki og við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að hann hefur ekki mætt til vinnu síðan 9. des- ember. Þriðja manninum var í dag gert að leggja fram tryggingu fyrir því að hann yrði tiltækur fyrir lög- reglu fram til 4. febrúar. mbl.is Nauðgunarrannsókn á Selfossi Annar Pólverji í farbanni fór úr landi Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri í 8 mánaða fangelsi, þar af 6 skilorðs- bundna, fyrir þrjár líkamsárásir, þar af eina sérlega hættulega. Hann var einnig dæmdur til að greiða öðrum manninum, sem hann réð- ist á, 275 þúsund krónur í bætur og hinum 95 þúsund auk málskostn- aðar. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa veist að manni, sem sat í bíl á Eskifirði í maí í vor og slá hann í andlitið í gegnum opna rúðu. Síðar sama kvöld sló hann manninn nokkur högg með golfkylfu í höf- uðið með þeim afleiðingum, að sá sem varð fyrir höggunum fékk m.a. heilablæðingu og mar á heila. Þá sló árásarmaðurinn annan mann í öxlina með golfkylfunni. Í dómnum segir, að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að maðurinn hafi á afar greinargóðan hátt játað háttsemi sína en á hinn bóginn sé litið til þess að í málinu sé hann sakfelldur fyrir þrjár fyrirvaralausar líkamsárásir af litlu tilefni. mbl.is Dæmdur fyrir þrjár árásir Umferðarnefnd Sniglanna undrast ummæli Rögnvaldar Jónssonar, eins reyndasta vegaverkfræðings landsins, um ákvörðun stjórnvalda um 2+2 veg til Selfoss og Borgarness. Rögnvaldur taldi að frekar ætti að byggja 2+1 vegi á þessum stöðum. Umferðarnefnd þykir ljóst af reynslu undanfarinna tveggja ára af 2+1 vegum, að þetta sé ekki góð lausn og sé í raun hættuleg lausn, og varar við því að svona vegir verði byggðir á Íslandi í framtíðinni. Svona vegir ýti undir hraðakstur á tvöföldum köflum, sérstaklega á háannatíma, hvort sem um er að ræða bifreiðar, bifhjól, fjórhjól eða stærri ökutæki. Sniglar undrast ummæli um 2+2 vegi út frá Reykjavík Allt útlit er fyrir að kveikt hafi verið í Fiskiðjunni í Vest- mannaeyjum, þar sem eldur kom upp aðfaranótt föstudags. Menn úr tæknideild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu rannsök- uðu vettvang í gær. Maður sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins hefur verið látinn laus. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar í Vest- mannaeyjum er málið enn í rann- sókn. Maðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald neitar að hafa kveikt í, en hann var síðastur út úr húsinu áður en eldurinn kom upp. mbl.is Útlit fyrir íkveikju í Eyjum Síðastliðinn laugardag birti blaðið verðkönnun á jóla- trjám. Þar sagði að miðað væri við tré á stærðarbilinu 1,5-2,0 metrar. Þarna átti að standa 1,75-2,0 metrar. Eft- irtaldir selja jólatré í stærð- arflokknum 1,50-1,75 metrar á lægra verði en tré sem eru í stærðarflokknum 1,75-2,0 metrar: Byko, Europris, Garð- heimar og Jólatréssalan Landakoti. Aðeins Blómaval selur þessa tvo stærðarflokka á sama verði. Trjástærðin reyndist röng Leiðrétting Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvað- eina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Starfsfólk verslana ber ábyrgð á helmingi búðahnupls hér á landi, en hlutfallið er með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Þetta kemur fram í nýlegri alþjóðlegri rannsókn, Glo- bal Theft Barometer, sem náði til 32 landa í Evrópu, Norður-Amer- íku og Asíu árið 2006. „Ég myndi giska á að tuttugu prósent starfsmanna steli um átta- tíu prósentum af því sem stolið er,“ segir Eyþór Víðisson, öryggisfræð- ingur hjá VSI – öryggishönnun og ráðgjöf. „Ég held að vandamálið hér á landi sé að hér vantar alla umræðu um þessi mál og sömu- leiðis fræðslu fyrir starfsmenn því ég tel að þeir viti ekki í mörgum til- fellum að þeir séu að gera rangt og fái sér súkkulaðistöng því aðrir gera það.“ „Kunningjaafgreiðslur“ Svokallaðar kunningjaaf- greiðslur eru ein tegund þjófnaðar sem er hvað algengust hér á landi hjá starfsfólki. „Þá kemur mamma í búðina, verslar og vörurnar eru settar í poka án þess að þær séu skannaðar inn í kerfið. Það er erfitt að rukka mömmu,“ segir Eyþór. Samkvæmt rannsókninni er svipaður fjöldi kvenna og karla gripinn við búðahnupl, en konur stela fleiri og ódýrari hlutum. Í rannsókninni kemur fram að þjófnaður er áttatíu prósent af rýrnun hjá verslunum. Kostnaður við búðahnupl hér á landi er tæpir þrír milljarðar króna, sem sam- svarar að hér sé stolið vörum í verslunum fyrir um átta milljónir króna á dag. Mest stolið í desember Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru 640 búðaþjófnaðir tilkynntir á síðasta ári, flestir í desembermán- uði eða 73. Á þessu ári hafa 715 búðahnuplsmál ratað inn á borð lögreglu en langflestir þjófanna voru á aldrinum 15 til 24 ára. Það sem af er desembermánuði hafa til- fellin verið 31 talsins. „Skýringin er einfaldlega sú að flestir stela í hlutfalli við það sem þeir versla. Langflestir stela þegar þeir eru að versla og svo nota margir tækifærið þegar mikið er að gera í verslunum,“ segir Eyþór. Starfsfólk stelur helmingnum  Starfsfólk verslana ábyrgt fyrir helmingi búðahnupls  Þjófn- aður starfsfólks hérlendis með því mesta sem þekkist í Evrópu ➤ Búðahnupl hefur minnkaðum 5,7% á milli ára hér á landi. ➤ Dregið hefur úr þjófnuðumum 3,2% prósent í Dan- mörku, um 2,3 prósent í Portúgal og um 2,2 prósent á Spáni. ➤ Meðaltalið í Evrópu var þó1,6% aukning búðaþjófnaða. BÚÐAHNUPL SÍÐASTA BÓK BJÖRNS TH. SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Í þessari margslungnu sögu frá Sturlungaöld segir frá systrum tveim, Þórum Guðmundsdætrum frá Þingvöllum og þungum örlögum þeirra, en Þóra yngri var móðir Gissurar jarls. Tær stíll og myndvísi á sviðsetningu atburða bregst Birni ekki í þessari bók fremur en í fyrri bókum hans.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.