24 stundir - 28.12.2007, Side 6

24 stundir - 28.12.2007, Side 6
Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is Enex Kína stendur nú í mikilli uppbyggingu á hitaveitu í borginni Xianyang í Shaanxi-héraði í Kína og stefnir fyrirtækið á að byggja þar upp stærstu hitaveitu í heimi á næstu árum. Á sögufrægum stað Enex Kína hefur byggt upp starf- semi sína í Shaanxi, sem er land- lukt hérað með 37 milljónir íbúa, í Mið-Kína. „Þetta er sögufrægt svæði því að á tímabili var þarna höfuðborg Kína,“ segir Gunnar Snorri Gunn- arsson, sendiherra Íslands í Kína, og á þar við höfuðborg héraðs- insm, Xian, sem er gömul höfuð- borg kínverska keisaradæmisins. Xianyan þar sem Enex Kína hefur starfsstöð sína er í 50 kílómetra fjarlægð frá Xian. Íbúar Xianyang eru um fjórar milljónir. „Þetta er langt inni landi og þarna hafa mál- in vissulega þróast nokkuð vel og fram á við en mun hægar en með- fram ströndinni,“ segir Gunnar Snorri. Hann segir að á þessu svæði sé mjög áberandi meginlandslofts- lag, þar verði heitt á heitt á sumrin og kalt á veturna og því mikil þörf fyrir hitaveitu. Mikill áhugi og stuðningur „Það sem er skemmtilegt við þetta er að við höfum orðið vör við það í sendiráðinu og annars staðar að það eru mjög margir í Kína að fylgjast með þessu og sjá hvernig þessu miðar áfram.Ýmis önnur svæði í Kína munu eflaust fylgja á eftir,“ segir Gunnar Snorri. Ásgeir Margeirsson, stjórnarfor- maður Enex Kína, segir að borg- aryfirvöld í Xianyang sýni mikinn stuðning en undir borginni er jarðhitalind sem hefur 90-110 gráða heitt vatn í miklum mæli, sem hefur hingað til verið að mestu ónýtt. „Yfirvöld á þessu svæði hafa mikinn áhuga á því að rækta þetta og þróa. Þau hafa mikinn metnað til þess að skapa sér ákveðna sér- stöðu,“ segir Gunnar Snorri og bætir við: „Á þessu ári fékk borgin til að mynda titilinn Jarðhitaborg Kína.“ Aukin lífsgæði Jarðhitaveitan sem Enex Kína stendur nú að því að byggja mun leysa af hólmi kolakyndingu. „Það er alveg feikilegur munur sem verður á lífsgæðum fólks á þessu svæði,“ segir Gunnar Snorri og bætir við: „Mengunin getur verið alveg skelfileg víða í Kína. Bæði eru það orkuver sem rekin eru með kolum og síðan eru það einstak- lingar sem kynda upp húsin sín með kolasalla.“ Hann segir reykinn sem fylgi þessu hvíla eins og ský yf- ir borgum. „Allt sem hægt er að gera til þess að draga úr því skiptir gríðarlega miklu máli fyrir lífsgæði í Kína og einnig í baráttunni gegn hlýnun jarðar,“ segir Gunnar Snorri sem segir að Kínverjar verði að mæta orkuþörf sinni með ein- hverjum öðrum hætti en með kol- um. „Orkuþörf þeirra er svo mikil að þetta mun aldrei geta leyst hana alla, en þetta getur verið hluti af lausninni,“ segir hann. Mikil áhrif hitaveitu í Kína  Enex byggir stærstu hitaveitu í heimi á sögufrægum stað í Kína  Eykur lífsgæði íbúa svæðisins mikið, segir sendiherra Íslands ➤ Enex Kína hefur byggt uppstarfsemi sína í Shaanxi- héraði í Kína sem er landlukt hérað í miðju landinu með 37 milljónir íbúa. ➤ Í borginni Xianyang, þar semfyrirtækið er nú að byggja upp hitaveitu, búa um 4 millj- ónir manna. ➤ Það er stefna kínverskrastjórnvalda að 15% af orku- þörf Kína verði mætt með endurnýjanlegum orkugjöf- um árið 2020. ENEX KÍNA Nordic photos/AFP Kolamengun Í mörgum borgum í Kína er mikil mengun vegna brennslu kola. 6 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 24stundir Búast má við að mikill fjöldi fólks leiti aðstoðar vegna áfengis- sýki sinnar í byrjun nýs árs. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfir- læknis á Vogi, fjölgar þeim sem vilja komast í meðferð alltaf í byrj- un árs. „Það kemur vanalega mjög mikill fjöldi inn til okkar eftir ára- mót. Á hverju ári er ný byrjun, nýtt líf og nýjar vonir. Fólk ákveður gjarnan að staldra við um áramót og reyna þá að snúa við blaðinu.“ Þórarinn segir að yfirleitt komi upp einhver krísa sem rekur fólk af stað. „Þó er það nú samt til í dæm- inu að fólk setjist niður með sjálfu sér og ákveði að gera eitthvað í sín- um málum, án þess að einhver sér- staklega alvarlegur atburður eigi sér stað í lífi þess.“ Áfengi mesta heilsufarsógnin Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir segir að áfengismis- notkun sé eitthvert mesta heilsu- farsvandamál vesturlandabúa. Embættið hefur nýlega gefið út klínískar leiðbeiningar um grein- ingu og meðhöndlun áfengisvanda í heilsugæslu. Áður höfðu engar slíkar leiðbeiningar verið til. „Við teljum mjög nauðsynlegt að verk- lagsreglur af þessu tagi séu til inni á heilsugæslunni.“ freyr@24 stundir.is Margir vilja snúa við blaðinu um áramót og hætta að drekka Fjöldi á Vog í byrjun nýs árs Alkóhólismi Fjölmargir leita sér meðferðar vegna drykkju í byrjun árs. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur verið mikill hvata- maður samstarfs við Kínverja um jarðhitaverkefni og stutt fyrirtæki í markaðssókn þar. Forsetinn heimsótti Xian Yang borg í Sha- anxi fylki í Kína og skoðaði hita- veituframkvæmdir í október sl. Þar fundaði hann með Zhang Li Yong aðalritara Kommúnistaflokksins í Xianyang borg. Forsetinn átti einnig fund með ríkisstjóra Shaanxi fylkis þar sem ýt- arlega var rætt um næstu áfanga í jarðhitasamvinnu Shaanxi við Ís- land. Forsetinn lagði áherslu á að ýtarleg úttekt yrði gerð á jarð- hitamöguleikum fylkisins með það að markmiði að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar. Í öðru lagi yrði hitaveituframkvæmdum hrað- að eftir föngum og í þriðja lagi yrði efld samvinna vísindamanna og sérfræðinga á þessu sviði. Ríkisstjórinn fagnaði mjög þessum hug- myndum enda væru miklar jarðhitaauðlindir í fylkinu og brýnt væri að nýta þær í samræmi við nýjar umhverfisáherslur kínverskra stjórn- valda. ejg Stórt hlutverk forsetans Að sögn lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu var mjög rólegt um jólahátíðina. Á jóladag voru tveir árekstrar á Kjalarnesi og nokkrir minniháttar í bænum. Þá kviknaði í bílskúr í vesturbæ. Að sögn lögreglunnar er alltaf eitthvað um ofbeldi á heimilum yfir jólin þar sem lögreglan þarf að fjarlægja drukkna fjölskyldu- meðlimi en þó ekki meira en aðr- ar helgar. Ekki bar mikið á ölv- unarakstri um jólin. Róleg jólahátíð hjá lögreglu Tilkynnt var um innbrot í vinnu- skúr við vatns- verksmiðjuna Hlíðarenda sem er í byggingu í Ölfusi. Að sögn lögreglu var miklu stolið þar af rafmagnsverkfærum. Allt voru þetta nýleg verkfæri, yngri en tveggja vikna, og talið er að tjón nemi fleiri hundruð þúsund krónum. Síðast var fólk við vinnu hinn 22. desember. Allir þeir sem telja sig geta gefið upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Sel- fossi. aak Rándýrum verk- færum stolið Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir HÁSKERPA HEIM Í STOFU WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 MIRAI 32” LCD háskerpusjónvarp 79.900- TILBOÐ

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.