24 stundir - 28.12.2007, Side 30

24 stundir - 28.12.2007, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 24stundir Á alþjóðlegri loftslagsráðstefnu sem fram fór á Balí rétt fyrir jól var mikið rætt um samgöngur jafnt á vegum, í háloftum og á sjó, enda kemur mikið af koltvísýringi andrúmsloftsins þaðan. Einn þátt- takenda á ráðstefnunni var Jack Short, framkvæmdastjóri Samtaka evrópskra samgönguráðherra. Í er- indi sínu fjallaði hann á gagnrýn- inn hátt um hinar háværu kröfur sem uppi eru um aukna notkun á lífrænu eldsneyti. Lífrænt eldsneyti er að hans sögn afar dýrt og því ekki valkostur fyrir alla auk þess sem það er mun lakari orkugjafi. Short bendir á að við hina miklu samgönguaukningu sem áætluð er á næstu árum og áratug- um blasi við að ekki sé hægt að reiða sig um of á að sem flestir noti lífrænt eldsneyti. „Það er mjög mikilvægt að fleiri, ódýrari og öflugri kostir séu skoðaðir. Einnig er mikilvægt að unnið sé með þeim sem eiga hags- muna að gæta og starfa í þessum geira í stað þess að einblína á að draga úr samgöngum og flutn- ingum,“ sagði hann. „Eins og er tel ég of miklar vonir bundnar við lífrænt eldsneyti sem er hvorki ódýr valkostur né sérstaklega um- hverfisvænn.“ Hann segir ýmislegt annað lík- legra til árangurs, eins og til dæm- is smíði sparneytnari samgöngu- tækja og þjálfun atvinnubílstjóra í umhverfisvænni akstri. „Hvort tveggja er mun hagkvæmara ásamt því sem árangurinn verður þegar augljós,“ bendir hann á. Loftslagsráðstefnan á Balí fyrir jól Lífrænt eldsneyti óhagkvæmt? Mengun mikil af völdum samgangna Jack Short vill sjá áhrifaríkar lausnir. 24stundir/Steinunn Ásmundsd. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs i i t i l il j l f l i M bl 94 85 00 Bíldshöfði 14 - Sími 553 1244 – ljosboginnehf@simnet.is Mikið úrval af: störturum og alternatorum fyrir flestar gerðir fólksbíla, vörubíla og vinnuvéla. Einnig varahlutaþjónusta námutrukkur sem kallaður er Bú- kolla. Segir Valdimar Kristjánsson hjá GV Gröfum að þetta sé algilt viðurnefni á slíkum bílum þó hann viti ekki hvaðan það hafi komið upphaflega. Líkist belju Gísli Ólafsson hjá Vélum og Þjónustu var inntur eftir skýringu á Búkollunafninu. Hann segir að nafnið sé þannig til komið að slíkir liðskiptir trukkar, eða námubílar, þyki líkjast kúm. „Þegar tækið beygjir á liðstýringunni er það eins og kú sem lítur aftur fyrir sig. Einnig þykir tækið luralegt og hægfara eins og nautgripir eru,“ segir Gísli. Þá sé oft unnið á vél- unum við erfiðar aðstæður í drullu og eðju og því séu þær oft illa útlít- andi eins og nautgripir eru gjarnan þegar þeir eru hafðir úti við í mis- jafnri tíð. Baulaðu nú Búkolla mín Herra Ísland sest undir stýri á vörubíl ➤ Kemur frá Kópaskeri, er 19ára og var kosinn Herra Ísland árið 2007. ➤ Stundar nám á félagsfræði-braut í Menntaskólanum á Akureyri og er á síðasta ári. ➤ Finnst fátt betra en að heim-sækja fjölskylduna heim á Kópasker og hafa það gott þar. ÁGÚST ÖRN Skyldi alla stráka hafa dreymt um að setjast undir stýri á vörubíl eða gröfu? Hér sest Herra Ís- land, Ágúst Örn Guð- mundsson undir stýri. Reffilegur Ágúst Örn sest- ur undir stýri á Búkollu. Ágúst Örn Skyldi alla stráka dreyma um að keyra vörubíl? 24stundir/Skapti Hallgrímsson Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Ágúst Örn segist ekki hafa keyrt vörubíl áður en að það gæti verið gaman að prófa það. Hann hafi passlegan áhuga á vinnuvélum og hafi keyrt traktor sem lítill strákur í sveitinni hjá afa sínum. Ágúst Örn er þó ekki laus við alla tækjadellu því hann hefur mikinn áhuga á motorcross. „Sá áhugi byrjaði þannig að félagi minn átti hjól og maður fékk að prufa og fylgjast með honum, en síðan keypti ég mér hjól síðastliðið vor. Ég er reyndar ekki búinn að vera nógu mikið á ferðinni þar sem hjólið bil- aði svo nú er ég bara að bíða eftir varahlut og þá kemst ég aftur af stað,“ segir Ágúst Örn. Námutrukkurinn Búkolla Trukkurinn sem Ágúst Örn sett- ist undir stýri á er hefðbundinn

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.