24 stundir - 28.12.2007, Side 39

24 stundir - 28.12.2007, Side 39
24stundir FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 39 Fyrirtækið Otto Schachner hefur búið til gæðastuðul fyrir hanska sem byggir á því hvaða gæðaprófanir tiltekin tegund af hanska hefur staðist og til hvers konar vinnu hann hentar. Hanskarnir eru flokkaðir í A- til E-flokka. Þeir hanskar sem best henta atvinnumanni í þungaiðn- aði eru í efstu gæðaflokkunum. Engin ástæða er til dæmis fyrir frístundasmiðinn að kaupa sér hanska í efsta gæðaflokki. Gæðastuðull fyrir hanska Fjöldi Íslendinga vinnur vakta- vinnu en slík vinna getur haft áhrif á eðlislæga dægursveiflu hjá mann- inum. Ástæðan er sú að mann- skepnunni er eðlilegt að sofna á kvöldin, vakna á morgnana og borða á nokkurra klukkustunda fresti. Vaktavinna leggst misjafn- lega í fólk og finna sumir lítið sem ekkert fyrir því að snúa sólar- hringnum við en þreyta getur haft áhrif á vinnuhæfni og nákvæmni manna. Vaktavinna fólki miserfið Á dögunum keypti þróunar- og fasteignafélagið Njála 3.000 fermetra stálgrindarhús að grunnfleti frá Mest. Mest sér um að útvega Njálu stálgrindarhús, glugga, iðnaðarhurðir, milliveggi og stiga. Mest er framsækið framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem hefur það markmið að bjóða viðskiptavinum sínum verðmæt- ar heildarlausnir en Mest sérhæf- ir sig í sölu á vörum og þjónustu til verktaka og fagaðila í bygging- ariðnaði og verklegum fram- kvæmdum. „Ég er mjög ánægður að fá Njálu í viðskipti en þetta er eitt framsæknasta fyrirtækið á ís- lenskum fasteignamarkaði, með mikla vaxtarmöguleika og metn- aðarfulla framtíðarsýn og mark- mið. Við hlökkum til að eiga við- skipti við Njálu og að taka þátt í uppbyggingu félagsins á fast- eignamarkaðinum,“ segir Elvar Bjarki Helgason, markaðsstjóri Mest. Njála er leiðandi þróunar- og fasteignafélag sem stofnað var ár- ið 2005. Aðalstarfsemi fyrirtæk- isins eru byggingarframkvæmdir, kaup, sala og útleiga fasteigna. Hjá fyrirtækinu starfa þrír starfs- menn þar af tveir eigendur fé- lagsins. Á árinu 2007 eru ríflega 13.000 fermetrar af atvinnu- húsnæði í byggingu fyrir Njálu og dótturfélög í Hafnarfirði og í Reykjavík. Húsnæðið er bæði til leigu og sölu en í dag eru leigj- endur atvinnuhúsnæðis hjá Njálu alls 23 talsins. Markmið Njálu er að geta boðið heildarlausn í þróun, end- urskipulagningu, útleigu, sölu og byggingu atvinnuhúsnæðis. Til þess býður Njála upp á þarfa- greiningu fyrir húsnæðisþörf fyr- irtækja og samstarf um hönnun og byggingu nýbygginga og end- urbætur á eldra húsnæði. Njála kaupir 3000 fermetra hús af Mest Verðmætar heildarlausnir Glæsilegt Njála keypti 3000 fermetra stálgrind- arhús frá Mest »KYNNING Venieri fyrir veturinn stórar Hardox skóflur • vökvadrifnir snjóblásarar • snjótennur Með góðum nýársafslætti til 10. janúar Snjótönn / fjölplógur Snjótönn / fjölplógur Snjótönn / fjölplógur

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.