24 stundir - 03.01.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 03.01.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Hugmyndin er að vekja athygli á trúarbrögðum heims og því hvað við eigum sameiginlegt. Við minn- umst á yfir 100 trúarhátíðir þó það sé fjallað sérstaklega um 48,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, verkefnis- stjóri Evrópuárs jafnra tækifæra, um trúardagatal sem kemur út á næstu dögum. Dagatalinu var bæði ætlað að endurspegla íslenskan veruleika til dæmis með því að hafa ásatrúar- félagið með, en huga líka að því hvernig trúarhátíðum er háttað í heiminum og höfðu skipuleggjend- ur samband við samráðsvettvang trúfélaga og buðum öllum þar að vera í ritstjórn en þau trúfélög sem ekki þáðu það af einhverjum ástæð- um voru engu að síður með í ráð- um til að mynda varðandi yfirlestur á textum. Breytileiki innan trúarbragða Að sögn Lindu Rósar er lögð áhersla á fimm trúarbrögð, það eru hindú, búddismi, íslam, gyðing- dómur og kristni, bæði vegna sög- unnar og fjöldans. Þannig er gyð- ingdómur mikilvægur því hann er upphaf eingyðistrúarbragða og bæði kristni og íslam rekja ættir sínar til gyðingdóms þó hann sé ekki mjög fjölmennur. „Svo er kristni, ekki bara lútherska kirkjan, það eru líka kaþólikkar, vottar Je- hóva, mormónar, aðventistar og við reynum að spanna eins fjölbreytt svið innan hverra trúarbragða.“ Dagatalinu verður dreift í allar bekkjardeildir, alla leikskóla og ef það verður afgangur verður honum dreift á fjölþjóðlega vinnustaði en upplagið er um 3600 eintök en það verður einnig hægt að nálgast það á vefsíðunni island.is. Margar hátíðir á sama tíma Linda Rósa segir mjög marga daga rauða á dagatalinu, það sé um þriðji hver, en ekki sé ætlast til þess að fólk fylgi öllum rauðu dögun- um. Hún segir tilhneigingu til að trúarhátíðir séu allar á svipuðum tíma. „Til dæmis er lítið á sumrin en mjög margar hátíðir í desember og janúar kristni, shinto, sikhismi, íslam, hindú, gyðingdómur og ásatrú eru öll með hátíðir í janúar og í mars er nánast allt rautt,“ segir hún. Hún segir þá kenningu algenga að ný trúarbrögð yfirtaki þau eldri samanber þá um jólahátíðina sem kom úr ásatrú. Þá tengist trúarhá- tíðir líka uppskerunni. Linda gefur lítið út á skrítnar há- tíðir enda hafi markmið útgáfunnar verið að ekkert ætti að vera skrítið. „Við fjöllum þó um sprengidag sem fæstir tengja föstu lengur. Aðspurð segist Linda Rós ekki vita hvort dagatalið verður endur- útgefið þar sem töluverð vinna ligg- ur að baki því þar sem tímatöl eru ekki öll eins. Þannig fylgir íslamska árið til að mynda tunglinu en gyð- ingar hafa 13 mánuði þriðja hvert ár. Meira en hundrað trúarhátíðir á árinu  Evrópuár jafnra tækifæra gefur út trúardagatal  Ekki ætlast til þess að fólk taki sér frí á öllum rauðum dögum Musteri himnanna Eitt frægasta tákn Peking og bænastaður fyrir uppskeru. ➤ Afmæli gúrúsins Gobid Singhí sikhisma, 5. janúar. ➤ Þrettándinn í kristni, 6. jan-úar. ➤ Jóladagur rétttrúnaðarkirkj-unnar, 7. janúar. ➤ Al-Hijira, nýársdagur íslams,10 janúar. ➤ Samkirkjuleg bænavika hefstí kristni 13. janúar. ➤ Makar Sankrant í hindúasiðþann 14. janúar. ➤ Dagur fullorðinna eða SeijinShiki í shinto, 15. janúar ➤ Bóndadagur, ásatrú, 25. jan-úar. NÆSTU TRÚARHÁTÍÐIR 24stundir/Þorkell „Þarna er hennar efni notað án leyfis svo þessari síðu verður lokað umsvifalaust,“ segir Árni Matthías- son, einn umsjónarmanna blog.is. Síðan sem um ræðir er bloggsíða þar sem gat að líta sömu færslur og á heimasíðu Sóleyjar Tómasdóttur varaborgarfulltrúa, eini munurinn var sá að opið var fyrir athuga- semdir en Sóley lokaði fyrir þann möguleika á sinni síðu fyrir skömmu. Aðspurð sagðist Sóley Tómas- dóttir ekki hafa hugmynd um hver væri á bak við síðuna. „Ætli þetta séu mennirnir sem velta því fyrir sér hvort fólk hafi ekkert betra að gera þegar það veltir fyrir sér starfs- heiti ráðherra? Þeir finna sér ald- eilis nóg til dundurs, sitja allan ný- ársdag og afrita heila bloggsíðu.“ Að sögn Sóleyjar lokaði hún ekki á athugasemdir af þeirri ástæðu að hún þyldi þær ekki. „Mér fannst gagnlegt að hafa athugasemdirnar þarna inni svo fólk sæi hvað kven- frelsisbaráttan á við að etja. En ég ber ritstjórnarlega ábyrgð á því sem þar birtist.“ Árni segir ekki algengt að loka þurfi bloggsíðum, það hafi einung- is gerst um tíu sinnum. Afritaði heimasíðu til að gera athugasemdir Blog.is lokar hermibloggsíðu Danska þjóðin fær að kjósa um að fella úr gildi undanþágur Dan- merkur frá samningum Evrópu- sambandsins. Þetta kom fram í ný- ársávarpi forsætisráðherrans Anders Fogh Rasmussen, sem seg- ist vona að landið styrki með þessu stöðu sína innan sambandsins. „Nú þurfum við að gera upp við okkur hvort við viljum láta okkur nægja að vera fyrirmynd, eða hvort við viljum leika stærra hlutverk,“ sagði Fogh. Undanþágur Dana snúa að þátt- töku í peningamálastefnu Evrópu- sambandsins, sameiginlegum varnarmálum, dómsmálasam- vinnu og innanríkismálum. aij Nýársávarp Anders Fogh Rasmussen Undanþágurnar út ÚTSALAN HEFST Í DAG KRINGLUNNI OG LAUGARVEGI 17 20-60 % AFSLÁTTUR

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.