24 stundir - 03.01.2008, Blaðsíða 29

24 stundir - 03.01.2008, Blaðsíða 29
24stundir FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 29 Það er dálítið merkilegt að jóla- sýning Borgarleikhússins þetta ár- ið er ekki leiksýning, heldur rokk- tónleikar. Ágætir rokktónleikar að vísu, en ekki leiksýning þar sem mátti auðveldlega festa hönd á framvindu eða söguþræði. Hljóm- sveitin var kröftug og mátti engan veikan blett á henni finna. Að- alstjarnan á sviðinu – súpergoðið sjálft, Krummi í Mínus – söng líka fantavel. Túlkun hans á titilstjörn- unni var þó vitaskuld mörkuð af því að hann er ekki leikari og því var það tilfinningalega litróf sem birtist á sviðinu heldur stutt. Sérstaklega var bagalegt að sjá enga alvöru til- finningu í Getsemane. Jens Ólafsson, Júdas, var þó veiki hlekkur sýningarinnar. Til þess að verkið nái tilætluðum hughrifum verður salurinn að sjá að Júdas trúir því að gjörðir hans séu öllum fyrir bestu. Júdas þess- arar uppfærslu var reiður, ógn- andi og – verst af öllu – óskýr- mæltur. Grunnhugmynd verksins týndist með öllu. Það má segja að Súperstar sé verk aukapersónanna. Kumpán- arnir Pílatus og Heródes eru með því skemmtilegra í verkinu og þau atriði þar sem Ingvar Sigurðsson og Bergur Þór Ingólfsson birtust í gervum þeirra voru hápunktar sýningarinnar. Sérstaklega tókst Ingvari að draga upp skarpa mynd af þeirri siðferðislegu klemmu sem Pílatus lendir í. Lára Sveinsdóttir í hlutverki Maríu Magdalenu stóð sig jafnframt mjög vel og söng eins og engill. Búningar voru vel heppnaðir. Fylgismenn Krists virtust heldur ógæfulegt lið, hann sjálfur lufs- aðist um á leðurbuxum og María Magdalena var klædd eins og ódýr hóra. Þetta skapaði skemmtilega stemningu á sviðinu sem minnti á að það var ekki rjómi samfélagsins sem flykkti sér um smiðssoninn forðum. Ný þýðing Karls Ágústs Úlfs- sonar var oft ljómandi skemmti- leg, ljóðræn og hversdagsleg til skiptis. „Hann minnti mig á veiðidýr í neyð – og veiðimann, um leið,“ söng Pílatus um það þegar Kristur vitjaði hans í draumi. Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu „Fjölfaldaðu eitt ýsuflak, með hendur fyrir aftan bak“ Leikstjóri: Björn Hlynur Haraldsson Tónlistarstjóri: Daði Birgisson Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson Leikarar: leikarar Bergur Þór Ingólfsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jens Ólafs- son, Jóhann G. Jóhanns- son, Krummi Björgvins, Lára Sveinsdóttir, Magnús Jónsson, Orri Huginn Ágústsson og fleiri. Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu Eft ir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@24stundir.is LEIKLIST Aðdáendur Grýlu og jólasvein- anna geta enn fengið að hitta þau á Draugasetrinu á Stokkseyri, en þar hófust svokallaðir Grýludag- ar þann 17. nóvember síðastlið- inn og þeir standa fram á þrett- ándann sem er næstkomandi sunnudag. Þá kom Grýla á safnið og byrjaði að skemmta gestum á meðan hún sópaði gólf og beið eftir jóla- sveinunum. Sá fyrsti, Stekkjar- staur, kom 12. desember og sá síðasti, Kertasníkir, hverfur aftur til fjalla á þrettándanum og kem- ur ekki aftur fyrr en á næstu jól- um. Jólasveinar í Draugasafninu Vínartónleikar verða haldnir í Tónlistarhúsinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á sunnudaginn næstkomandi. Flytjendur verða Salonhljómsveit Sigurðar I. Snorrasonar og Hulda Björk Garðarsdóttir og á efnisskrá er Vínartónlist eftir ýmis tónskáld, þar á meðal Josef og Johann Strauß. En þar sem álfar eru taldir fara á kreik á þrettánda degi jóla hefst leikurinn á nokkrum íslenskum álfalögum og lagi Atla Heimis við þýðingu Jónasar Hallgrímssonar á ljóði þýska skáldsins Heinrich Heine, Álfareiðinni. Tónleikarnir hefjast klukkan 15. Vínartónleikar í Laugarborg Síðasti sýningardagur samsýn- ingar Stephans Stephensens, Rak- elar Gunnarsdóttur, Lóu Hjálm- týsdóttur, Guðmundar Thoroddsen, Helga Þórssonar og Söru Riel í 101 Gallery er í dag, fimmtudaginn 3. janúar 2008. Listamennirnir eiga það allir sameiginlegt að hafa haldið einkasýningar í galleríinu á ný- liðnu ári og er þessi sýning nokk- urs konar lokaviðburður sýning- arársins. Lokadagur Alþjóðahús óskar viðurkenningarhöfunum Luca Lúkasi Kostić, Hjálmari Sveinssyni, Ævari Kjartanssyni og Eflingu-stéttarfélagi til hamingju en þeir hlutu viðurkenningu Alþjóðahúss „Vel að verki staðið“ fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi. Viðurkenningin þjónar þeim tilgangi að vekja athygli á jákvæðu starfi sem unnið er hér á landi í málefnum innflytjenda. Veittar voru viðurkenningar fyrir lofsverða frammistöðu í þremur flokkum; til einstaklings af íslensku bergi brotinn sem hefur lagt sitt af mörkum til innflytjenda á Íslandi sem voru tveir að þessu sinni, til einstaklings af erlendum uppruna sem hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins og til fyrirtækis, stofnunar eða félagasamtaka fyrir framlag til málefna innflytjenda og fjölmenningarsamfélagsins. H ÖN N UN : L UC IA N O DU TR ATil hamingju Landsbankinn er bakhjarl viðurkenningarinnar. VIÐURKENNINGIN ER TILEINKUÐ THOR JENSEN EN HANN FLUTTI HINGAÐ TIL LANDS UNGUR AÐ ALDRI, VANN SIG UPP ÚR SÁRRI FÁTÆKT OG MARKAÐI REKSTUR FYRIRTÆKJA HANS INNREIÐ TÆKNIALDAR Í ÍSLENSKT ATVINNULÍF OG HAFÐI HANN GRÍÐARLEG ÁHRIF Á ÍSLENSKT SAMFÉLAG Á FYRRI HLUTA 20. ALDAR. Katla Þorsteinsdóttir, stjórnarformaður Alþjóðahúss, Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, Sigurður Bessason, formaður Eflingar-stéttarfélags, Luca Lúkas Kostić knattspyrnuþjálfari, Ævar Kjartansson dagskrárgerðarmaður, Hjálmar Sveinsson dagskrárgerðarmaður, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.