24 stundir - 03.01.2008, Síða 33

24 stundir - 03.01.2008, Síða 33
24stundir FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 33 - kemur þér við 24 stundir óskar lesendum sín um gleðilegs árs og þakkar frábærar viðtökur á liðnu ári Líkamsræktarstöðvar landsins fyllast af fólki þessa dagana enda vilja margir losa sig við aukakíló sem gerðu vart við sig um hátíð- irnar. Fólk stundar í auknum mæli heilsu- rækt jafnt og þétt allt árið að sögn Guðrúnar Gísladóttur, framkvæmdastjóra Átaks heilsuræktar á Akureyri. Styrkjandi slökun á milli „Okkur fannst fólk vera duglegt að koma í desember en það eru samt margir sem taka sér smápásu í eina til tvær vikur og koma svo aftur sterkir inn í janúar. Það er alltaf einhver fækkun en minni en var,“ segir Guðrún og bendir jafnframt á að heilsuræktin sé orðin fjölbreyttari en áður. „Það er eins og fólk sé farið að átta sig á því hvað það er mikilvægt að taka rólega og styrkjandi slökunartíma inn á milli. Þeir hafa sótt mikið í sig veðrið í haust og það heldur örugglega áfram,“ segir hún. Líkt og í öðrum heilsuræktarstöðvum landsins er mikið að gerast í Átaki á þessum tíma árs og segir Guðrún að nú séu ný nám- skeið að hefjast. „Fit pilates og boot camp er mjög vinsælt. Við erum líka með sterka há- degishópa og hlaupahópa,“ segir hún. Stöðin þrefaldaðist Guðrún rekur Átak ásamt Fanneyju Bene- diktsdóttur. Fyrir um ári var stöðin stækkuð um 1.000 fermetra og er nú í 1.500 fermetra húsnæði ásamt nudd- og snyrtistofunni Aqua Spa. Um leið kom Fanney Benedikts- dóttir inn í reksturinn. Guðrún segir að stækkunin hafi breytt miklu fyrir stöðina. „Þetta var gríðarlega stórt skref fyrir okkur. Þetta var orðið svo lítið að við gátum í raun engu bætt við,“ segir Guðrún Gísladóttir. Nánari upplýsingar má nálgast á atakak.is. Margir eru duglegir í ræktinni í desember Heilsurækt allan ársins hring Fallegt útsýni Stöðin er við hafið og fallegt útsýni úr tækjasalnum. Hreyfing býður upp á námskeið til undirbúnings fyrir þá sem vilja taka alþjóðlega ACE- einkaþjálfunarprófið. Nám- skeiðið hefst 19. janúar og fer fram aðra hverja helgi, bæði laug- ardag og sunnudag, í átta vikur. Síðasti námskeiðsdagur er sunnudagurinn 2. mars. ACE- prófið sjálft fer síðan fram í Hreyfingu þann 15. mars. Aldurs- takmark er 18 ár og verða þátt- takendur að hafa gilt skyndi- hjálparnámskeið. Boðið verður upp á slíkt námskeið í tengslum við prófið. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Hreyfingu. Alþjóðleg einka- þjálfunarpróf Bretar hafa lagt bann við auglýs- ingum á ruslfæði sem beint er til barna yngri en 16 ára. Banninu er ætlað að hvetja til heilsusamlegri neysluhátta og berjast gegn sívax- andi offituvanda meðal barna. Með banninu eru settar skorður við sjónvarpsauglýsingum um matar- og drykkjarvörur sem innihalda mikið af fitu, salti og sykri. Slíkar auglýsingar eru ekki leyfðar fyrir og eftir sjónvarps- þætti sem höfða sérstaklega til barna á þessum aldri. Þó að sumum finnist bannið ganga of langt telja aðrir að leggja eigi á allsherjarbann við auglýs- ingum á ruslfæði. Bannað að aug- lýsa ruslfæði Svefnvenjur barna og unglinga fara gjarnan úr skorðum í jólafrí- inu og tekst sumum jafnvel að snúa sólarhringnum við. Yngri börn þurfa um níu klukkustunda svefn á hverri nóttu en unglingar tíu stunda. Ónógur svefn kemur niður á heilsu þeirra og frammi- stöðu í námi og leik. Það er því mikilvægt að foreldrar sjái til þess að svefnvenjur barna þeirra séu komnar í samt lag áður en skólinn hefst. Svefninn í lag

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.