24 stundir - 19.01.2008, Page 2
2 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 24stundir
WWW.EBK.DK
Danskir gæðasumarbústaðir
(heilsársbústaðir)
Hafðu samband við okkur fyrir frekari
upplýsingar: Anders Ingemann Jensen
farsími nr. +45 40 20 32 38
netfang: aj@ebk.dk
Ert þú í byggingarhugleiðingum?
Hugsaðu um hollustuna!
Svalandi,
próteinríkur
og fitulaus
Silkimjúkt, próteinríkt
og fitulaust
Fitusnauðar
og mildar ab-vörur
– dagleg neysla stuðlar að bættri
heilsu og vellíðan
VÍÐA UM HEIM
Algarve 17
Amsterdam 9
Ankara 4
Barcelona 17
Berlín 8
Chicago -14
Dublin 13
Frankfurt 10
Glasgow 13
Halifax 4
Hamborg 9
Helsinki 2
Kaupmannahöfn 6
London 13
Madrid 12
Mílanó 10
Montreal 0
München 10
New York 4
Nuuk 1
Orlando 17
Osló 2
Palma 20
París 10
Prag 9
Stokkhólmur 4
Þórshöfn 3
Vestan 8-15 m/s og él, en léttskýjað A-lands.
Frost 3 til 10 stig, kaldast í innsveitum.
VEÐRIÐ Í DAG
0
-5
-1 -2
-2
Allt að 10 stiga frost
Norðan og norðvestan, 10-15 m/s. Snjókoma
eða él fyrir norðan, en bjartviðri syðra.
Frost 1 til 10 stig, en um frostmark við suður-
ströndina.
VEÐRIÐ Á MORGUN
0
1
0 1
-1
Snjókoma eða él nyrðra
Allir sakborningarnir í Fá-
skrúðsfjarðarmálinu játuðu sök
þegar málið var þingfest í gær í
Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir
gerðu þó fyrirvara um nokkur at-
riði í sakargiftum, meðal annars
magn fíkniefnanna sem þeir eru
ákærðir fyrir að smygla til landsins.
Röksemdin fyrir því var sú skoðun
þeirra að raki hefði komist í efnin
og þau því verið þyngri við vigtun
lögreglu á þeim.
Játuðu með fyrirvörum
Einar Jökull Einarsson játaði því
að hafa skipulagt innflutning á
fíkniefnunum en neitaði því að
hafa fjármagnað kaupin á efnun-
um. Bjarni Hrafnkelsson játaði að
hafa pakkað fíkniefnunum til
flutnings en neitaði að hafa komið
að skipulagningu smyglsins að
öðru leyti. Alvar Óskarsson og
Guðbjarni Traustason játuðu báðir
að hafa flutt efnin til landsins í
skútu frá Danmörku. Þeir gerðu
hins vegar athugasemdir við magn
fíkniefnanna. Marinó Einar Árna-
son játaði að hafa tekið við fíkni-
efnunum af þeim Alvari og Guð-
bjarna á Fáskrúðsfirði. Jafnframt
játaði hann að hafa ætlað að af-
henda þeim vistir og olíu til að þeir
gætu siglt skútunni aftur frá Ís-
landi. Arnar Gústafsson játaði að
hafa ætlað að taka við fíkniefnun-
um af Marinó og geyma þau fyrir
Einar Jökul. Hann sagðist þó ekki
hafa vitað hvað væri í pökkunum.
freyr@24stundir.is
Sakborningarnir í Fáskrúðsfjarðarmálinu mættu í dómsal í gær
Játuðu allir sök með fyrirvara
Játuðu Allir sakborning-
arnir játuðu sök með mis-
miklum fyrirvörum.
Ármann Kr. Ólafsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, mun á þriðju-
dag flytja þingsályktunartillögu um
aukið öryggi við framkvæmdir hins
opinbera. 24 stundir sögðu frá því á
fimmtudag að frágangur og merk-
ingar vegna framkvæmda við
Reykjanesbraut væri með slakasta
móti og skapaði slysahættu. Ár-
mann segir Vegagerðina verða að
koma með mun ákveðnari hætti að
þessum málum. „Annaðhvort með
því að settar verði reglur eða framkvæmdaraðilum verði gert skylt að
sýna fram á með hvaða hætti þeir ætla að huga að öryggismálum við
framkvæmdina. Þá þarf einnig að fá samþykkt Vegagerðarinnar fyrir
því að nægilega vel sé staðið að merkingunum. Vegagerðin þarf að gera
þessar kröfur til verktaka og fylgja því eftir að hann verði við þeim.
Þetta er gríðarlega brýnt mál því slys af völdum þess að ekki er nægi-
lega vel staðið að framkvæmdum getum við ekki sætt okkur við.“ þsj
Vill draga úr slysahættu
Kröfu Saga Capi-
tal fjárfesting-
arbanka um að
verða skráður
eigandi allra
hluta í fjárfest-
ingarfélaginu In-
solidum ehf. var
hafnað í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær.
Dögg Pálsdóttir annar eigandi In-
solidum segist ánægð með nið-
urstöðuna.
Lögmaður Saga Capital segist bú-
ast við að málið fari fyrir Hæsta-
rétt. fr
Kröfu Saga
Capital hafnað
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
Samkeppniseftirlitið hefur nú
eignarhald Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) í Hitaveitu Suðurnesja (HS)
til skoðunar. Athugunin er í flýti-
meðferð hjá stofnuninni þar sem
niðurstaða verður helst að liggja
fyrir áður en gengið verður frá
kaupum OR á hlut Hafnfirðinga í
HS, en það verður í síðasta lagi í
byrjun mars næstkomandi.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, segir það
ekki liggja alveg fyrir hvenær at-
huguninni lýkur. „Við lýstum því
yfir í undirbúningsferli við sölu á
hlut ríkisins að það yrði skoðað vel
ef eignatengsl kæmu upp milli
keppinauta á þessum þrönga
markaði. Athyglin beinist fyrst og
fremst að þessum eignatengslum.“
Niðurstaða áður en OR kaupir
Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR,
segir samkeppnisyfirvöld hafa
heyrt afstöðu allra málsaðila og
fengið öll gögn málsins afhent.
„Við höfum reynt að ýta á að nið-
urstaðan liggi fyrir áður en til loka
þessara samninga um kaup á hlut
Hafnarfjarðar kemur. Ef við kaup-
um en það yrði síðan ógilt þá er
ekkert víst að peningar fyrir hlutn-
um séu enn til hjá Hafnfirðingum.
Þeir gætu verið búnir að nota þá til
skynsamlegri hluta. Ég held að
Samkeppniseftirlitið geri sér líka
grein fyrir því að þeir verði að klára
sína vinnu fyrir þann tíma.“
Engir fyrirvarar í samningnum
Gunnar Svavarsson, bæjar-
fulltrúi í Hafnarfirði, segir enga
fyrirvara um samþykki samkeppn-
isyfirvalda í kaupsamningnum
milli OR og Hafnarfjarðar. „Það er
þannig að þegar gert er tilboð eins
og þetta er gert ráð fyrir því, eins
og í öðrum málum, að stór aðili
eins og Orkuveitan standi við sitt á
sama hátt og sveitarfélög verða að
standa við sitt. Það er enginn fyr-
irvari í tilboði Orkuveitunnar. Þar
af leiðandi myndu menn fyrst og
fremst líta svo á að það væri Orku-
veitunnar að leysa úr þeim vanda-
málum sem kæmu upp vegna sam-
keppnishindrana.“
Skoða hvort OR
megi eiga í HS
Samkeppniseftirlitið skoðar eignaraðild Orkuveitunnar í HS
Óvíst er hvort orkufyrirtæki megi eiga hlut í keppinaut sínum
Samkeppnishaml-
andi? Ekki er víst að OR
megi kaupa í Hitaveitu
Suðurnesja.
➤ Þegar íslenska ríkið seldi rúm15 prósent í HS í fyrra var tek-
ið fram að opinber orkufyr-
irtæki mættu ekki bjóða í
hlutinn vegna þess að það
stæðist ekki samkeppnislög.
➤ OR, sem er opinbert orkufyr-irtæki, á í dag 16,6 prósenta
hlut og hefur gert samning
um kaup á 15,4 prósenta hlut
til viðbótar.
EIGNARHALD
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Því skal haldið til haga, að
pistlahöfundur 24 stunda, Ill-
ugi Jökulsson, starfar hjá Birt-
íngi útgáfufélagi. Birtíngur er
í meirihlutaeigu félags í eigu
Baugs Group, sem var til um-
fjöllunar í pistli Illuga sl. laug-
ardag. Ritstj.
Árétting
Landsvirkjun greiddi í gær Arn-
arfelli, sem byggir Hrauna- og Ufs-
árveitur Kárahnjúkavirkjunar,
framhjá Landsbankanum svo fyr-
irtækið gæti greitt starfsmönnum
sínum laun, en margir þeirra höfðu
ekki fengið greitt fyrir vinnu í des-
ember. Alla jafna hefur Landsvirkj-
un lagt greiðslur til Arnarfells inn á
reikning í Landsbankanum.
Arnarfell hefur undanfarið átt í
viðræðum við Landsbankann og
Lýsingu vegna bágrar fjárhagsstöðu
fyrirtækisins. Samkvæmt heimild-
um frysti Landsbankinn launasjóð
fyrirtækisins.
„Okkur fannst sanngjarnt að
starfsfólkið fengi sín laun á meðan
þessar viðræður fara fram og því
var brugðið á þetta ráð,“ segir Sig-
urður Arnalds, talsmaður Kára-
hnjúkavirkjunar.
Fyrir austan starfar nú lág-
marksfjöldi starfsmanna hjá Arn-
arfelli. Þeir vinna helst við að halda
í horfinu. Vinna við aðra verkþætti
hefur legið niðri í rúma viku.
„Við þurfum að fara að skoða
þessi mál mjög alvarlega í næstu
viku, við getum ekki látið verkið
bíða mikið lengur,“ segir Sigurður.
aegir@24stundir.is
Landsvirkjun greiðir laun Arnarfells
Landsvirkjun greiðir
framhjá Landsbanka
Snjó hefur kyngt niður í Heið-
mörk síðustu daga og því er
skíðafærið það allra besta sem
komið hefur í nokkur ár, að sögn
starfsmanna þar. Búið er að troða
skíðabrautir á svæðinu frá Elliða-
vatnsbænum og upp á Elliða-
vatnsheiði. mbl
Besta skíðafæri
í mörg ár
STUTT
● Spilavíti Lögregla lagði hald á
nokkur spilaborð og fleiri muni
í húsleit í miðborginni í fyrra-
kvöld. Farið var í tvö hús, en
grunur leikur á að í öðru þeirra
hafi verið rekið spilavíti. Við
aðgerðina naut lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu aðstoðar sér-
sveitar ríkislögreglustjóra. mbl.is