24 stundir - 19.01.2008, Síða 4
NEYTENDAVAKTIN
Bolli af cappucino
Kaffihús Verð Verðmunur
Bláa kannan Akureyri 290
Energia Smáralind 300 3,4 %
Café Konditori Smáralind 300 3,4 %
Kofi Tómasar frænda Laugavegi 310 6,9 %
Kaffitár Keflavíkurflugvelli 320 10,3 %
Kaffi París Austurstræti 330 13,8 %
Perlan kaffitería 380 31,0 %
4 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 24stundir
Það er komin
vetrartíð ...
SINDAL motta
100% kókostrefjar, latex bakhlið
L80xB50 cm
495,-
©
In
te
r I
KE
A
Sy
ste
m
s B
.V
. 2
00
8
www.IKEA.isOpið 10-20 virka daga Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18
A
T
A
R
N
A
–
K
M
I
/
F
ÍT
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is
Þvottavél
frá Siemens,
sem lætur
blettina hverfa.
Þetta er vélin
handa þér!
„Hann var góður drengur hann
Fischer, ég var einmitt að setja
hérna til hliðar bók sem ég veit að
hann hefði viljað fá,“ segir Bragi
Kristjónsson fornbókasali en
Bobby Fischer, fyrrverandi heims-
meistari í skák, lést á fimmtudag.
Fischer var fæddur í Bandaríkjun-
um þann 9. mars 1943 en hann
vann heimsmeistaratitilinn í frægu
einvígi við Boris Spasskí í Reykja-
vík árið 1972. Fischer fékk íslensk-
an ríkisborgararétt árið 2005 og
flutti hingað til lands.
„Það er ekkert nema gott um
þennan mann að segja og skrýtið
sumt,“ segir Bragi en Fischer vandi
komur sínar í bókabúðina hans við
Hverfisgötu í Reykjavík. „Hann var
að spá í alls konar útlagabók-
menntir, hann taldi sig náttúrlega
vera útlaga frá Bandaríkjunum og
var það að sumu leyti,“ segir Bragi.
„Hann var náttúrlega fórnarlamb
mannvonsku heimsvaldastefnunn-
ar,“ bætir hann við.
„Hann var að sumu leyti óþarf-
lega tilfinningasamur gagnvart
sjálfum sér, hann var með það á
heilanum að hann væri ofsóttur,“
segir Bragi, og bætir við að Bobby
hafi verið mjög einstrengingslegur í
skoðunum að mörgu leyti, „en
hann var líka alveg brilliant og
flottur,“ segir hann. fifa@24stundir.is
Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, lést í gær
Var útlagi að sumu leyti
Veitingahúsið Kaffi Krókur, sem stendur við Aðalgötu á Sauðárkróki,
gjöreyðilagðist í bruna í fyrrinótt.
Húsið er eitt elsta hús á Sauðárkróki, byggt árið 1887, og hefur hýst
margvíslega starfsemi. Þar var m.a. fyrsta fangageymsla Skagfirðinga.
Stórbruni á Sauðárkróki í fyrrinótt
Mynd/Feykir-Guðný Jóhannesdóttir
Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur
fifa@24stundir.is
„Heilbrigðiskerfið virkar af því að
heilbrigðisstéttir vinna saman. Við
teljumst til heilbrigðisstétta,“ segir
Sveinbjörn Berentsson bráðatækn-
ir en mikil umræða hefur verið
undanfarið um þá ákvörðun að
hætta að láta lækna fylgja neyðar-
bílnum.
Sveinbjörn segir Landspítalann
þó einungis vera að bregðast við
þeirri þróun sem hefur orðið í
menntun bráðatækna. Brynjar Þór
Friðriksson starfar einnig sem
bráðatæknir og hann tekur undir
með Sveinbirni. „Þetta er ekki svo
mikil breyting frá því sem áður var.
Það er ekki læknir í öllum bílum,“
segir hann og bætir við að áfram
verði unnið í nánu samstarfi við
bráðalækni. „Við verðum í beinu
talsambandi við lækna á bráða-
móttökunni,“ segir hann og bætir
því við að eftir sem áður verði
læknir sendur á staðinn þegar mik-
ið liggur við.
„Meðalstarfsaldur bráðatækna
hérna er 12 ár,“ segir Sveinbjörn og
Brynjar bætir við að mikið hafi ver-
ið lagt í þjálfunina. „Þjálfunin hér
heima er stigskipt, fyrst er byrj-
endaþjálfun, svo vinna menn í þrjú
ár og fara í framhald og svo seinna
lokaþjálfun erlendis.“ Íslenskir
sjúkraflutningsmenn hafa farið til
Pittsburg í Bandaríkjunum og tek-
ur þjálfun þar um 10 mánuði.
Bjarni Þór Eyvindsson hefur far-
ið fyrir þeim bráðalæknum sem
helst hafa gagnrýnt breytingarnar.
„Menn hafa áhyggjur af því hvað
gerist þó þjálfun bráðatækna sé
mikið framfaraskref sem miðaði að
því að efla þjónustuna,“ segir hann
og bætir því við að samstarfið hafi
skilað mjög góðum árangri. „Nú á
að fórna því samstarfi fyrir litla eða
enga peninga,“ segir Bjarni Þór.
Bráðatæknar
vel menntaðir
Þjónusta við sjúklinga ekki verri þótt læknar séu ekki í neyðarbíl
Í þjálfun Bráðatæknar
fá þjálfun í Pittsburg.
➤ Læknir hætti að vera í neyð-arbílum þann 15. janúar síð-
astliðinn.
➤ Landlæknir telur breytingunaverða til bóta.
➤ Gert er ráð fyrir að breytinginspari um 30 milljónir.
BRÁÐATÆKNAR
Bráðatækna eða bráðalækna? Svein-
björn Berentsson og Brynjar Þór Frið-
riksson segja bráðatækna mikið fram-
faraskref
Svandís Svavarsdóttir, borg-
arfulltrúi í Reykjavík, var í sæti
sem sem losnaði í ókyrrð í lofti í
gær þegar flugvél Flugfélags Ís-
lands var í aðflugi að Egilsstaða-
flugvelli. Svandís fékk höfuðhögg
við atvikið. Hún var flutt á
Heilsugæslustöðina á Egils-
stöðum, en er ekki talin alvarlega
slösuð. mbl.is
Svandís fékk
höfuðhögg í flugi
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Gerð var verðkönnun á einföldum cappucino á kaffi-
húsum.
31% verðmunur er á bollanum þar sem Bláa kannan,
Akureyri er með lægsta verð en Perlan með hæsta
verð.
Athugið að ekki er tekið tillit til gæða.
Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum.
Bláa kannan ódýrust
Kristín
Einarsdóttir