24 stundir - 19.01.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 19.01.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 24stundir Enn meiri verðlækkun Allar vetrarvörur á 40-70% afslætti Gling-gló ehf Laugavegi 39 - 101 Reykjavík www.glingglo.is - s:5527682 Serblad 24 stunda Auglysingasimi Katrin s.510 3727 / kata@24stundir.is KOLLA s. 510 3722 / kolla@24stundir.is Heilsa 29.januar 2008 Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is María, krónprinsessa Danmerk- ur, fetar um þessar mundir í fót- spor tengdamóður sinnar og stundar herþjálfun. Lærir hún að hleypa af byssu, slökkva elda og veita fyrstu hjálp. Að þjálfun lokinni mun María ganga í heimavarðlið landsins. Þar gegndi Margrét Þórhildur drottning á sínum tíma stöðu majórs í flugsveit kvenna. Til að byrja með mun prinsessan þjóna varnarsvæði Kaupmannahafnar. „Við erum ótrúlega ánægð með áhuga krónprinsessunnar,“ segir Jan S. Norgaard, yfirmaður heimavarðliðsins. Lítur hann á aðild Maríu sem klapp á bak hinna fjölmörgu sjálfboðaliða varðliðsins. aij Krónprinsessa fer í herinn Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Ísraelar segjast hafa gert prófanir á langdrægum eldflaugum sem borið geta kjarnaodda. Talið er að próf- ununum sé ætlað að skjóta Írönum skelk í bringu. Mahmoud Ahmad- inejad Íransforseti segist engar áhyggjur hafa. Eldflaugar drífa til Írans Varnarmálaráðuneytið hefur ekkert staðfest annað en að prófun á eldflaugum hafi farið fram á fimmtudag. Telja sérfræðingar að flaugunum sé ætlað að vera þriðja kynslóð Jer- icho-flauga. Mun flugdrægni þeirra vera um 1.500 kílómetrar. Þar með gætu Ísraelar skotið flaugum hvert á land sem er í Íran. Þetta kemur heim og saman við tilgátur um að prófununum sé ætlað að fá Írana til að hætta kjarnorkuáætlun sinni. „Það var mikið fagnað þegar niðurstöður prófunarinnar urðu ljósar,“ hefur The Telegraph eftir ísraelskum heimildarmanni. „Hver sá sem er að fylgjast með hvað ger- ist í Ísrael mun skilja hvað hann á að skilja.“ Óttast ekki árás Mahmoud Ahmadinejad var lít- ið brugðið við tíðindin og segist ekki taka hættuna á árás Ísraels al- varlega. Ísrael „skortir hugrekki til að ráðast á Íran,“ sagði Ahmad- inejad í viðtali við sjónvarpsstöðina al-Jazeera. „Viðbrögð Írans myndu láta þá sjá eftir því, og þeir vita það. Ahmadinejad neitar því að Ír- ansstjórn stefni að því að koma sér upp kjarnavopnum. Segir hann kjarnorkuáætlun landsins þjóna friðsamlegum tilgangi. Þrýsta á Rússa Samkvæmt samningi á milli rík- isstjórna landanna munu Rússar selja Írönum 82 tonn af auðguðu úrani til kjarnorkuframleiðslu á tveggja mánaða tímabili. Þriðja sending af fimm barst í gærmorg- un. Ísraelar hvetja Rússa til að hætta samstarfi við Írana, sem þeir óttast að hjálpi þeim að þróa kjarnavopn. „Fyrst Rússland er farið að senda kjarnorkueldsneyti til Bushehr get- ur auðgun úrans þjónað hernaðar- legum tilgangi,“ segir Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels. Langdrægar flaugar Ísraels Ahmadinejad Tekur á móti Mohamed el-Baradei, kjarn- orkueftirlitsmanni Samein- uðu þjóðanna ➤ Ísrael hefur aldrei viðurkenntopinberlega að búa yfir kjarnavopnum. ➤ Talið er að áform Írans-stjórnar um að koma sér upp kjarnavopnum hafi verið lögð á hilluna fyrir fjórum árum. VÍGBÚNAÐARKAPPHLAUP  Næsta kynslóð ísraelskra eldflauga myndi ná til allra íranskra skotmarka  Rússar hvattir til að hætta að aðstoða Írana Omar Osama bin Laden, einn af 19 börnum hryðjuverkamanns- ins, ætlar að vinna að frið- armálum og bæta ímynd Íslams á Vesturlöndum. „Fjöldi fólks heldur að Arabar — sérstaklega bin Laden fjöl- skyldan, sérstaklega synir Obama — séu allir hryðjuverkamenn. Þetta er ekki satt,“ sagði bin Lad- en fréttamanni AP. aij Föðurbetrungur bin Ladens Tölvur í höfuðstöðvum Kristi- legra demókrata í Svíþjóð voru notaðar til að nálgast klámfengn- ar myndir af ungum stúlkum. „Þetta er óásættanlegt,“ segir Lennart Sjögren, ritari flokksins, í samtali við Dagens Nyheter. Segir Sjögren málið verða rann- sakað ítarlega. Einnig verði skerpt á reglum varðandi tölvu- notkun starfsmanna flokksins. aij Klám finnst hjá Kristilegum Fjöldi fólks hefur farist í óvenju- miklum frosthörkum í Miðaust- urlöndum. Frostið í Sýrlandi fór niður í 16 gráður og snjór féll í Bagdad í fyrsta sinn í manna minn- um. Bændur á svæðinu hafa orðið fyrir uppskerubresti. Allt að 200 manns hafa týnt lífi í Afganistan vegna kuldanna. Segja stjórnvöld flesta hinna látnu hafa verið smala, en einnig séu konur og börn á meðal fallinna. Verst er ástandið í vesturhluta landsins, þar sem snjóar aðeins nokkra daga á meðalári. Þar hefur meginþorri mannfallsins orðið og tugþúsundir búfjár hafa orðið úti. andresingi@24stundir.is Kuldakast í Miðausturlöndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.