24 stundir - 19.01.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 19.01.2008, Blaðsíða 10
Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is „Það er ákveðin reglugerð í gildi um hvernig verktakar mega haga sér við sprengingar og á meðan verktakinn gætir þess að halda sprengingum innan ákveðinna marka ber hann enga sök ef tjón verður.“ Þetta segir Ólafur Haukur Ólafsson, deildarstjóri eignatjóna hjá Tryggingamiðstöðinni. Verktakafyrirtækið Þórtak boð- aði íbúa við Þverholt á kynning- arfund á dögunum vegna sprengi- vinnu á svæðinu, en fyrirtækið byggir 319 íbúðir á lóð á milli Ein- holts og Þverholts. Íbúar hafa gagnrýnt að sprengivinnan hafi verið illa kynnt fyrir íbúum og að hús þeirra hafi ekki verið ástands- skoðuð áður en sprengivinnan hófst eins og verktakinn hafi boð- að. Sprengingarnar hófust 3. jan- úar. „Þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að þessi svokallaða ástands- skoðun var svona flaustursleg, því tryggingafélagið veit að það kemur aldrei til með að þurfa að borga neitt,“ segir Anna B. Saari, íbúi við Þverholt. Íbúum brugðið Eftirlit með sprengivinnu er í höndum eftirlitsaðila verkkaupa. Gæti verktaki þess að sprengingar fari ekki yfir áttatíu mý, sem er mælieining á bylgjuhraða spreng- inga, er hann ekki skaðabótaskyld- ur vegna skemmda sem hugsanlega tengjast sprengivinnunni. „Það var mikill hiti í íbúum á fundinum en það sem var mest sjokkerandi var þegar okkur var sagt að við værum ótryggð. Fulltrúi frá Tryggingamiðstöðinni sagði að þó að það kæmi glufa í húsið hjá mér eftir sprengingu, þannig að ég gæti séð út, beri verktakinn ekki ábyrgð reynist sprengingin innan marka,“ segir Anna. „Mörkin eru höfð það há að það er ekki séns að þeir fari upp fyrir þau. Samkvæmt mælingum hafa sprengingarnar hérna verið á bilinu tuttugu til þrjátíu mý fram að þessu og við höfum fundið heil- mikið fyrir þeim.“ Hverfandi líkur á tjóni „Það eru hverfandi líkur á að sprenging geti orsakað skemmdir í húsum í nágrenninu,“ segir Ólafur Haukur Ólafsson hjá Trygginga- miðstöðinni. Ólafur Haukur segir íbúa koma til með að sitja uppi með skemmd- ir sem kunna að hafa hlotist vegna sprenginganna gæti verktakinn þess að halda sig innan marka. „Orsökin fyrir tjóninu er ekkert frekar sprengingin en lélegur bygg- ingarmáti. Verktaki ber enga ábyrgð  Verktaki er ekki skaðabótaskyldur vegna sprengivinnu, sé hún innan ákveðinna marka  Sönnunarbyrðin er fasteignareigandans ➤ Sprengivinna í Þverholti hófst3. janúar, sama dag og íbúar voru boðaðir á fund þar sem kynna átti þeim vinnuna. ➤ Til þessa hefur verið sprengtþrisvar til fimm sinnum á dag. ➤ Stærð sprenginganna tilþessa hefur verið á bilinu tuttugu til þrjátíu mý. ➤ Reiknað er með að sprengi-vinnan standi í hálft ár. SPRENGINGAR Árvakur/ÞÖK Framkvæmdir við Þverholt Húseigendur fá ekki bætt tjón af völdum sprenginga haldi verktaki sig innan marka við sprengivinnuna. 10 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 24stundir „Ég tel að þvert á móti eigi að treysta eignarhald þjóðarinnar á ís- lensku sjávarauðlindinni,“ segir Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri grænna, um hug- mynd viðskiptaráðherra um að auðvelda erlendum fjárfestum að kaupa sig inn í sjávarútveginn. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, tekur í sama streng. „Ef við opnum fyrir erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi neyðumst við til að opna fyrir er- lenda eignaraðild að fiskveiðirétt- indunum. Sem við teljum að komi ekki til greina.“ Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að menn megi ekki rasa um ráð fram og eigi ekki að fórna auðlindum okkar einhliða. hlynur@24stundir Erlend fjárfesting í sjávarútvegi Stjórnarandstaða vill ekki rýmri reglur „Það á að halda í þessi hús og ég tel að verslun geti vel þrifist í þeim,“ segir Áslaug Harðardóttir verslunareigandi í mið- bænum en hún er ósam- mála hugmyndum um uppbyggingu sem kaup- menn við Laugaveg skýrðu frá í 24 stundum í gær. Hún segir engan ókost að stóru vöruhúsin sæki ekki í miðbæinn. „Miðbærinn á að skapa sér sérstöðu en ekki eltast við verslunarmiðstöðvarnar,“ segir hún en hennar verslun stendur við Skólavörðustíg. Áslaug segir flestar verslanir við Skólavörðustíg litlar en engu að síður sé mikil að- sókn í verslunarhúsnæði þar „hér þrífst bara öðruvísi verslun, ég get ekki séð betur en að hún sé að vaxa og dafna í miðbænum,“ segir hún. Áslaug rekur einnig verslun í Stavangri í Noregi og segir hún alla versl- un þar í litlum húsum. „Það hefur ekki verið rifið hús þar í 30 ár“ segir hún og bætir við „í Notting Hill í London eru litlar og skrítnar versl- anir og það er að stóraukast“ segir hún. Áslaug segist vel skilja að húsin séu léleg en vill að uppbygging fari þannig fram að séu byggð ný hús séu þau með sama sniði og þau sem fyrir voru. fifa@24stundir.is Hér þrífst öðruvísi verslun „Það er mjög miður að fá ekki fulltrúa í Jafnréttisráð. RIKK er miðstöð jafnréttisrannsókna hér á landi og vettvangur fræðimanna úr öllum há- skólum. Með fulltrúa héðan væri tryggt að ráðið gæti nýtt nið- urstöður rannsókna,“ segir Irma Erlingsdóttir forstöðumaður Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, aðspurð um frum- varp til jafnréttislaga. Í fyrri gerð frumvarpsins fékk RIKK fulltrúa en ekki nú. þkþ Klippt á fræða- samfélagið www.radiophonic-narration Radiophonic Narration er fagnám fyrir hæfileikafólk sem vill vinna að skapandi fjölmiðlun. Radiophonic Narration er fjölþjóðlegt verkefni á vegum Kvikmyndaskóla Íslands sem byggir á gagnvirkri kennslu og verkefnagerð. Þátttakendur ferðast til Grænlands, Svíþjóðar, Danmerkur og taka virkan þátt í workshops undir handleiðslu verðlaunaðra fagmanna. Í náminu er farið rækilega í grunnþætti á framleiðslu heimilda- og fléttuþátta, svo sem upptöku- og klippitækni, viðtalstækni, dramatúrgíu og hljóðnotkun. UMSÓKNARFRESTUR: 15 FEBRÚAR Nánari upplýsingar á www.radiophonic-narration.is Fyrirspurnir: rikke@kvikmyndaskoli.is Námstími: Frá mars 2008 til júlí 2009 www.kvikmyndaskoli.is HEFURÐU EYRA FYRIR FJÖLMIÐLUN? Námskeiðið Radiophonic Narration er haldið á vegum Kvikmyndaskóla Íslands í samvinnu við Háskóla Grænlands, Grænlenska fjölmiðlaskólann, Dramatiska Institutet í Stokkhólmi og Danska Ríkisútvarpið. Verkefnið er að auki stutt af RÚV, KNR og Miðstöð munnlegrar sögu og styrkt af Leonardo da Vinci - starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Kolbrún Halldórsdóttir hefur sent Félagi um foreldrajafnrétti svarbréf þar sem hún biðst afsök- unar á að hafa sært félagsmenn með ummælum sínum um félag- ið á þingi í fyrradag. Hún segir það rangt að hún hafi það helst gegn frumvarpinu að félagið fái fulltrúa í Jafnréttisráði og að sannfæring sín fyrir því að RIKK eigi að fá fulltrúa í ráðinu hafi ráðið málflutningi sínum. þkþ Biðst afsökunar á ummælum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.