24 stundir


24 stundir - 19.01.2008, Qupperneq 18

24 stundir - 19.01.2008, Qupperneq 18
Hús verslunarinnar Kaupmannasamtök Íslands eru með skrifstofu í húsinu. styrktarsjóður sem á að styðja við þróun verslunar í landinu. SVÞ hafa aftur á móti tekið við eldra hlutverki KÍ. „Fyrrverandi kaupmenn“ Í samþykktum KÍ segir um að- ild: „Aðilar að KÍ geta orðið fyrr- verandi kaupmenn og rekstrarað- ilar, sem áður voru félagar í KÍ, svo og einstaklingar, sem starfa við verslunarrekstur.“ Aðild er hins vegar háð samþykki stjórnar. Í samþykktunum segir einnig: „Félagsmenn KÍ og aðildarfélaga þeirra verða sjálfkrafa við inn- göngu beinir félagsmenn í SVÞ og Samtökum atvinnulífsins (SA). Þetta gildir þó ekki um fyrrver- andi kaupmenn og einstaklinga sem ekki eru lengur í rekstri.“ Í stjórn lífeyrissjóðs Þrátt fyrir að KÍ hafi ekki leng- ur hlutverk á vinnumarkaði hafa þau enn áhrif á og aðild að ýms- um þáttum sem tilheyra vinnu- markaði. Þar á meðal er sæti í Kaupmannasamtök Íslands (KÍ) stóðu ásamt fleirum að stofnun Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) árið 1999. Hin nýju samtök tóku þá við hlutverki KÍ og fleiri félagasamtaka sem áð- ur sáu um hagsmunagæslu fyrir atvinnurekendur í verslunar- og þjónustugreinum. KÍ áttu miklar eignir þegar SVÞ voru stofnuð en í stað þess láta þær renna inn í hin nýju samtök var ákveðið að viðhalda KÍ en breyta hlutverki þeirra og tilgangi. Eignirnar voru seldar og andvirði þeirra sett í sjóð. „Umsjón með eignum“ Í nýjum samþyktum KÍ segir að tilgangur þeirra sé annars veg- ar „að stuðla að framgangi versl- unarinnar og verslunarmenntun- ar í landinu og koma eftir aðstæðum að varðveislu hvers konar menningarverðmæta sem tengst hafa verslunarsögu lands- ins, meðal annars með styrkveit- ingum til safna og til útgáfustarf- semi.“ Hins vegar er tilgangurinn „að hafa umsjón með eignum samtakanna og ávöxtun fjármuna þeirra í samræmi við skýra fjár- festingastefnu.“ Hlutverk KÍ hefur því breyst frá því sem áður var, þegar þau voru aðili á vinnumarkaði, sem semur um kaup og kjör, í að vera eins konar fjárfestingar- og stjórn Lífeyrissjóðs verslunar- manna, eins stærsta lífeyrissjóðs landsins. Lífeyrissjóður verslunarmanna starfar á grundvelli samkomlags VR, Samtaka iðnaðarins (SI), Fé- lags íslenskra stórkaupmanna (FÍS), KÍ, SA og Verslunarráðs Ís- lands. Í samþykktum hans segir að af átta fulltrúum í stjórn skuli einn þeirra vera tilnefndur af KÍ. Fjórir eru tilnefndir af VR, SA og Verslunaráð skipa einn fulltrúa í sameiningu og hin tvenn sam- tökin einn hvor. SVÞ hafa sóst eftir því að fá sæti KÍ þar sem þau telja að stjórnarsetan samræmist frekar starfsemi þeirra en KÍ, sem er ekki lengur aðili að vinnumark- aði. Samþykktir lífeyrissjóðsins hafa þó komið í veg fyrir að svo verði en þeim verður ekki breytt nema með samþykki allra aðila. KÍ hafa hingað til neitað að gefa eftir sætið til SVÞ. Hlutdeild í félagsheimilasjóði Í kjarasamningi á milli VR og SA er kveðið á um greiðslur vinnuveitenda í Félagsheimila- sjóð. Samkvæmt kjarasamning- unum ber vinnuveitendum að greiða í sjóðinn 0,25 prósent af sama launastofni og lífeyrissjóðs- gjöld eru reiknuð af. Greiðslur úr sjóðnum skiptast síðan á milli nokkurra samtaka atvinnurek- enda auk KÍ. Þegar SVÞ voru stofnuð sömdu KÍ um að nýju samtökin fengju hluta af þeirra hlutdeild í sjóðn- um. Síðan þá hafa KÍ gefið eftir meira af sínum hlut til SVÞ. Sam- tök verslunar og þjónustu hafa ekki verið fullkomlega sátt við þetta fyrirkomulag enda eru greiðslur í sjóðinn hluti af kjara- samningum og því ætlaðar að- ilum vinnumarkaðarins. Sérstök staða KÍ Staða KÍ er því mjög sérstök. Samtökin létu af hlutverki sínu á vinnumarkaði fyrir tæpum áratug en fá þó enn til sín tekjur sem eru tilkomnar vegna kjarasamninga auk þess sem þau eiga fulltrúa í stjórn eins stærsta lífeyrissjóðs landsins. KÍ hafa hingað til hafnað öll- um óskum um að gefa eftir stjórnarsætið og er ekki búist við að svo verði á næstunni. Sam- tökin munu því líklega halda sér- stöðu sinni áfram. Hafa áfram tekjur og völd en litla starfsemi ➤ KÍ hafa verið einn af bak-hjörlum Rannsóknarseturs verslunarinnar. ➤ KÍ hafa styrkt verslunarbrautBorgarholtsskóla auk þess að veita styrki til ýmissa safna. VERKEFNI KÍ FRÉTTASKÝRING  Kaupmannasamtökin eiga stjórnarsæti í einum stærsta lífeyrissjóðnum þótt hlutverki þeirra hafi lokið 1999 Árvakur/Ómar Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is 18 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 24stundir „Við vildum fá þetta sæti á sínum tíma en það var ekki samþykkt af Kaupmanna- samtök- unum,“ segir Sigurður Jónsson, fram- kvæmda- stjóri SVÞ, aðspurður um stjórnarsæti KÍ í stjórn Líf- eyrissjóðs verslunarmanna. „Við erum fulltrúar fyr- irtækjanna í bransanum, semjum um þeirra laun og vinnum að þeirra hagsmuna- málum. Þessi sæti samræm- ast á engan hátt tilgangi Kaupmannasamtakanna,“ segir Sigurður. Hann setur einnig spurningarmerki við hlutdeild KÍ í Félags- heimilasjóði, það er að þau séu ekki fulltrúar þeirra sem greiða í hann. Sigurður stað- festir að stjórn SVÞ hafi ósk- að eftir því við KÍ að yf- irtaka stjórnarsætið. Sigurður Jónsson SVÞ vilja sætið „Það var samið um það á sín- um tíma að tilnefningarrétt- urinn yrði hjá KÍ en hann færi ekki til SVÞ,“ segir Bene- dikt Krist- jánsson, for- maður Kaup- mannasamtaka Íslands, spurður hvers vegna KÍ eigi enn fulltrúa í stjórn Lífeyr- issjóðs verslunarmanna. Hann segir að KÍ séu að ýmsu leyti ennþá í hagsmunagæslu fyrir kaupmenn. „Það er ekkert launungarmál að sumir af okkar félagsmönnum hafa ekki fundið sig innan SVÞ vegna þess að þau eru mynduð af stórum fyrirtækjum en fé- lagsmenn Kaupmanna- samtakanna eru litlir og með- alstórir kaupmenn í dag.“ Benedikt segir ekkert óeðlilegt að KÍ eigi aðild að Fé- lagsheimilasjóði þar sem margir félagsmenn þeirra séu enn í rekstri. Benedikt Kristjánsson Með hlutverk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.