24 stundir - 19.01.2008, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 24stundir
Ég var í sveit norður í Stóru-Ávík
sumarið 1972 meðan þeir Borís
Spasskí og Bobby Fischer tefldu ein-
vígið um heimsmeistaratitilinn í
skák suður í Reykjavík. Í Árnes-
hreppnum var þá ekkert sjónvarp
og dagblöðin bárust þangað býsna
stopult – að minnsta kosti man ég
ekki til þess að hafa litið í dagblað
þau fjögur sumur sem ég var í
Stóru-Ávík.
Því fór þetta heimsmeistaraein-
vígi að mestu leyti framhjá mér – ég
vissi varla um hvað systir mín var að
tala þegar hún vísaði í bréfum til
mín til einhvers Sæma rokk og
hvurju hann hefði tekið upp á – eða
talaði um hljóðnema í stólum og
flugur í ljósum.
Seinna meir, meðan ég tefldi svo-
lítið, þá taldi ég mér trú um að ef ég
hefði verið í bænum þetta sumar, þá
hefði ég áreiðanlega ánetjast skák-
listinni fyrir alvöru – og hangið í
Laugardalshöllinni öllum stundum
við að góna á skákborð meistar-
anna. Og ég hefði farið að venja
komur mínar í skákfélög og á
skammri stundu þroskað með mér
umtalsverða hæfileika.
Og alveg efunarlaust orðið á end-
anum stórmeistari í skák.
Ungpiltar urðu stórmeistarar
Þessi óskhyggja var ekki alveg út í
loftið. Heimsmeistaraeinvígið 1972
hafði einmitt þessi áhrif á nokkra ís-
lenska ungpilta – meðal strákanna
sem héngu í Laugardalshöllinni og
hlustuðu andaktugir á skákskýring-
ar voru jafnaldar mínir Jón L. Árna-
son og Margeir Pétursson – og Helgi
Ólafsson var þarna líka á vappi og
eflaust Jóhann Hjartarson, þótt
hann væri yngri. Og allir urðu þessir
ungu menn á endanum stórmeist-
arar í skák og unnu góð afrek yfir
reitunum 64.
Hví skyldi ég ekki hafa getað það
líka? Bara ef ég hefði verið í bæn-
um …
Reyndar benti mín taflmennska
aldrei til þess – jafnvel ekki þegar
best lét – að ég hefði neina sérstaka
hæfileika. Ég held því að skákheim-
urinn hafi ekki misst af miklu þótt
ég hefði verið í sveitinni. En þótt ég
nyti þess að vera í Stóru-Ávík hefði
ég svosem alveg viljað fylgjast með
þessu einvígi þar sem Bobby sálugi
Fischer hrifsaði æðstu djásn skák-
heimsins af Borís Spasskí – þetta
var, hvað sem öðru leið, söguleg
viðureign.
Ómögulegt annað en Fischer
myndi vinna
Að því marki sem ég fylgdist með
þessu, þá hélt ég reyndar með
Spasskí. Það var að parti til af því
mér fannst hann svolítið líkur karli
föður mínum í útliti (bara svolítið!)
en líka af því ég var penn og hlé-
drægur drengur og kunni betur að
meta pena og hlédræga menn eins
og Spasskí heldur en götustrákinn
Fischer sem sífellt var með kjaftinn á
lofti.
En samt virtist allan tímann ein-
hvern veginn ómögulegt annað en
Fischer myndi vinna. Spasskí var
fágaður skáksnillingur en hann var
bara maður. Fischer var einhvers
konar náttúruafl. Og þrátt fyrir alla
sína fágun og alla sína tækni hafa
mennirnir enn ekki afl til að sigra
náttúruna.
Að minnsta kosti ekki þegar hún
lætur fyrir alvöru skína í tennurnar.
Eins og Fischer gerði svo sannarlega
í Reykjavík.
Gyðingahatari
Seinna meir lærði ég að meta
Fischer og það sem hann afrekaði
þrátt fyrir alla erfiðleika og and-
stöðu. Ég verð hins vegar að segja að
á síðari hluta ævinnar þótti mér æ
minna til hans koma. Ég á óskaplega
erfitt með að bera virðingu fyrir
delluskoðunum eins og þeim sem
Fischer kom sér upp í æ ríkari mæli
eftir því sem leið á ævina. Hann
gerðist Gyðingahatari þótt hann
væri sjálfur af Gyðingaættum og
þótt ýmsar kenningar hans um sam-
blástur sovésku stórmeistaranna
gegn sér væru áreiðanlega sannar,
þá virtist það fyrir neðan virðingu
þessa mikla snillings að halda fram
þvættingi eins og þeim að allar skák-
ir sovésku skákmeistaranna væru
samdar fyrirfram á einhverri rann-
sóknarstofu – bara til að samræma
aðgerðir gegn honum og öðrum
hugsanlegum arftökum hans.
Að rekast reglulega á Fischer
Vitaskuld báru margar skoðanir
Fischers í seinni tíð fyrst og fremst
vitni um að hann væri haldinn sjúk-
legum ofsóknargrillum. Það var
náttúrlega fyrst og fremst verst fyrir
hann sjálfan – hann leyfði aldrei
hæfileikum sínum að blómstra eftir
að lokamarki hans var náð hér í
Reykjavík sumarið 1972. En per-
sónulega verð ég samt að segja að
það var eitthvað huggulegt og
skemmtilegt við að rekast reglulega
á Bobby Fischer í miðbæ Reykjavík-
ur nú síðustu misserin – ýmist í
bókabúð Máls og menningar, eða þá
í fornbókabúðinni hans Braga
frænda míns þar sem hann var
fastagestur. Og þá brá svo við að
hvað sem leið furðulegum og að
mörgu leyti afspyrnu vondum skoð-
unum hans, þá var hann í fram-
göngu og fasi bæði penn og hlé-
drægur.
Það verður sjónarsviptir að hon-
um.
Ég hélt með Spasskí!
aIllugi Jökulsson skrifar um skáksnilling
Það var eitt-
hvað huggu-
legt og
skemmtilegt
við að rekast
reglulega á
Bobby Fisc-
her í miðbæ Reykjavíkur
nú síðustu misserin – ým-
ist í bókabúð Máls og
menningar, eða þá í forn-
bókabúðinni hans Braga
frænda míns þar sem
hann var fastagestur
Serblad 24 stunda
Heilsa
29.januar 2008
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
frá kr. 99.990 – með allt innifalið
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Heimsferðir bjóða frábært tilboð í ferðir til Karíbahafsperlunnar
Jamaica 14. og 24. febrúar. Í boði er gisting á góðu fjögurra
stjörnu hóteli við Ocho Rios, Shaw Park Beach Hotel & Spa á
ótrúlegum kjörum. Ævintýraeyjan Jamaica lætur engan
ósnortinn. Eyjan er án efa ein fegursta eyja Karíbahafsins og
hún býður stórkostlega náttúrufegurð og veðurfar. Á Jamaica
ríkir einnig einstakt andrúmsloft og menningin á sér vart
hliðstæðu í Karíbahafinu. Sandstrendurnar eru drifhvítar og
með þeim fegurstu í heimi. Eyjan skartar náttúruperlum eins
og Dunn’s fossunum, Blue Mountains og YS fossunum sem
eru einstakar og láta engan ósnortinn. Reggie tónlistin ómar
allsstaðar, taktur Bob Marleys fægasta sonar Jamaica. Þeir
sem hafa komið til Jamaica eru flestir sammála um að eyjan
hafi einstakt aðdráttarafl. Gríptu þetta frábæra tækifæri til að
heimsækja þessa einstöku Karíbahafseyju á hreint
ótrúlegum kjörum.
14. og 24. febrúar
Ótrúlegt sértilboð
**** hótel m/allt innifalið
10 eða 11 nætur
- allt innifalið
Verð kr. 99.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með allt innifalið í 10 nætur, 14. febrúar. Ferð 24. febrúar í 11 nætur kr.
7.000 aukalega. Ath. mjög takmörkuð gisting í boði á þessu sérstaka tilboðsverði.
Mjög takmörkuð gisting í boði á þessu verði!
Jamaica