24 stundir - 19.01.2008, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008ATVINNA36 stundir
Vallý s.510 3728
Böddi s.510 3726
BLAU ÐIÐINNATVINNUBL
AÐIÐ
atvinna@24stundir.is
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 100 milljónum króna árið 2008 til eflingar
atvinnuþróunar og nýsköpunar á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna
skerðingar þorskaflaheimilda. Styrkhæf svæði eru sveitarfélög og eyjar þar sem
hlutfall starfa í veiðum og vinnslu er 10% eða hærra. Áformað er að í fjárlögum ársins
2009 verði 100 milljónir sem verður ráðstafað á sama hátt.
Auglýst er eftir umsóknum um stuðning við verkefni á viðkomandi svæðum.
Umsækjendur geta verið sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar. Hámarks-
styrkur er 8 milljónir króna, þó aldrei hærri en 50% af viðurkenndum heildar-
kostnaði verkefnisins. Hámarks hlutafé er 8 milljónir króna, þó að hámarki
50% af heildarhlutafé.
Styrkir verða veittir til:
Stofnkostnaðar annars en kaupa/byggingar húsnæðis, véla og tækja.
Þróunarkostnaðar á vöru og/eða þjónustu
Markaðssetningar á vöru og/eða þjónustu.
Við afgreiðslu umsókna verður sérstaklega litið til langtímaáhrifa verkefna, sköpunar
nýrra starfa á svæðunum og hversu hratt störfin geta orðið til. Ekki er um að ræða
styrki/hlutafé til menntunar- og rannsóknarverkefna.
Umsóknum skal skila fyrir 19. febrúar 2008 til atvinnuþróunarfélaga eða samtaka
sveitarfélaga á viðkomandi svæði á sérstökum umsóknareyðublöðum sem hægt er
að nálgast á heimasíðu Byggðastofnunar (www.byggdastofnun.is).Tenglar á heima-
síður atvinnuþróunarfélaganna og samtaka sveitarfélaga eru á heimasíðu
Byggðastofnunar undir ,,innlent samstarf“.
Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar
2008 og 2009
ÞRÓUNARFÉLAG AUSTURLANDS
Efling atvinnuþróunar og nýsköpunar
Sjálfstæður
rekstur
Ef þú hefur í hyggju að segja
upp starfi þínu til að stofna
þitt eigið fyrirtæki er vert að
byrja á því að skipuleggja sig
mjög vel og eins að hugleiða
þau vandamál sem upp gætu
komið. Skipuleggðu þig vel og
hopp aðu ekki beint út í djúpu
laugina! Ef þú hlýtur styrk
frá vinnuveitanda þínum til
líkamsræktar og læknisþjón-
ustu verður þú að taka með
í reikninginn meiri útgjöld
fyrir slíkt. Þá skaltu nýta
þér að fara á frí námskeið og
þjálfun sem í boði er í fyrir-
tækinu og gæti nýst þér síðar
meir í þínum eigin rekstri.
Fjárhagslega hlið in er ein sú
mikilvægasta þegar kemur
að sjálfstæðum atvinnu-
rekstri og því skaltu vera viss
um að peningamálin séu í
góðu standi og skuldir ekki
of miklar til að láta af föstu
starfi. Í framhaldi af þessu er
gott ráð að prófa að lifa á eins
litlu og maður getur til að sjá
hve mikið maður gæti þolað
í upphafi reksturs þegar pen-
ingar eru enn ekki farnir að
streyma inn. Sérfræð ingar
áætla að það taki að meðal-
tali tvö ár að koma rekstri
almennilega í gang. Loks er
mikilvægt að fara í smá na-
flaskoðun og spyrja sjálfan
sig og fólkið í kringum sig
hvort það telji að maður hafi
það sem þarf til að reka eigið
fyrirtæki. Eins að ræða málin
við maka og fjölskylduna um
hvernig þessi breyting gæti
haft áhrif á líf þeirra.
107.000 eintök
á dag - ókeypis
Auglýsingasíminn er
510 3744
- kemur þér við