24 stundir - 19.01.2008, Blaðsíða 37

24 stundir - 19.01.2008, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 37ATVINNAstundir Comeníus styrkir til skóla og kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi • Styrkir eru veittir til samstarfsverkefna skóla til tveggja ára. Þátttakendur í verkefnum eru a.m.k. 3 skólar frá jafnmörgum Evrópulöndum. Styrkir felast einkum í ferðum kennara og nemenda og eru á bilinu 7.500-20.000 evrur. Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar 2008. • Styrkir eru veittir til kennara og skólastjórnenda á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi til að sækja evrópsk endurmenntunarnámskeið í 1-4 vikur. Næsti umsóknarfrestur er 31. janúar nk. vegna námskeiða apríl–júní. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á www.lme.is, Landskrifstofa Menntaáætlunar ESB, Háskólatorgi. R. rz@hi.is, ruv@hi.is • Evrópskir styrkir til endurmenntunar fullorðinsfræðslukennara Grundtvig styrkir eru veittir til fullorðinsfræðslukennara til að sækja evrópsk endurmenntunarnámskeið / ráðstefnur / þjálfun í sínu fagi eða að fylgjast með áhugaverðu starfi í Evrópu. Meðaltal styrkja fyrir viku- námskeið er um 1500€. Umsóknarfrestur er til 31. janúar vegna námskeiða í apríl - júní 2008. (ath. fjórir umsóknarfrestir á ári). • Tækifæri til að starfa með evrópskum fullorðinsfræðslustofnunum Grundtvig styrkir eru veittir til tveggja ára samstarfsverkefna fullorðinsfræðslustofnana. Þátttakendur í verkefnum eru a.m.k. 3 stofnanir frá jafnmörgum Evrópulöndum. Verkefnin miða að því að þátttakendur skiptist á þekkingu og styrkir felast einkum í fundaferðum þátttakenda. Styrkupphæðir fyrir 2 ára verkefni eru á bilinu 9 – 18 þúsund evrur. Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar 2008. Nánari upplýsingar á www.grundtvig.is, rz@hi.is, Landskrifstofa Menntaáætlunar ESB, Háskólatorgi, 101 Reykjavík. Grundtvig styrkir ÆVINTÝRALEG STÖRF Í BOÐI! Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins óska eftir starfsmönnum í fullt starf/hlutastarf. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtileg störf í hreinu fjallalofti s.s. lyftuvörslu, miðasölu og veitingasölu um helgar. Umsækjendur verða að vera áreiðanlegir, tilbúnir í mikla vinnu og hafa gaman af útiveru. Ekki er nauðsynlegt að hafa bíl. Störfin henta fólki á öllum aldri, konum og körlum, strákum og stelpum. Vinnutími fyrir 100% starf er breytilegur. Mikill þegar opið er og í kringum opnun en annars minni. Vinnutími fyrir hlutastarf: Unnið eingöngu þegar opið er í fjöllunum. Einnig er hægt að bjóða uppá fastar vaktir. Um tímabundna ráðningu er að ræða eða út apríl 2008. Laun eru skv. Kjarasamningum Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkur. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn á heimasíðu Skíðasvæðanna www.skidasvaedi.is eða á Magnús Árnason magnus@skidasvaedi.is Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur I Bæjarhálsi 1 Sími 411 5000 I Bréfsími 411 5009 I www.itr.is I itr@itr.is 107.000 eintök á dag - ókeypis Auglýsingasíminn er 510 3744 Borgartúni 21 • 105 Reykjavík • Sími 510 1100 • Bréfasími 510 1101 postur@neytendastofa.is • www.neytendastofa.is Neytendastofa óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstak- ling í krefjandi starf sérfræðings á sviði tölvu- og upp- lýsingamála sem jafnframt vinnur að ákveðnum sérverk- efnum, s.s. eftirliti með rafrænum undirskriftum o.fl. Helstu viðfangsefni: Umsjón með eftirfarandi starfsþáttum: • Kerfisumsjón helstu upplýsingakerfa, þ.m.t. aðgangsstýringar, viðhald stofnupplýsinga, notendaaðstoð o.þ.h. • Upplýsingaöryggismál Neytendastofu • Samskipti við þjónustuaðila á sviði upplýsingatækni • Verkefnistjórnun í innleiðingarverkefnum sem tengiliður Neytendastofu við þjónustuaðila • Umsjón og ráðgjöf við innkaup á búnaði • Stefnumörkun og samstarf við stjórnun breytinga í upplýsingatæknimálum • Umsjón og undirbúningur að eftirliti með rafrænum undirskriftum á Íslandi • Önnur sérhæfð verkefni Æskileg menntun: Háskólamenntun, s.s. viðskiptafræði, rekstrarfræði, verk- fræði eða tölvunarfræði, eða önnur menntun á sviði upp- lýsingatækni. Almenn þekking og hæfniskröfur: • Góð almenn þekking á tölvum og tölvukerfum • Reynsla af rekstri upplýsingakerfa er kostur • Góð íslensku- og enskukunnátta • Góð almenn þekking á skrifstofuhugbúnaði Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Vakin er athygli á 20. gr. laga nr. 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Umsóknir óskast sendar Neytendastofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík, eða rafrænt á póstfang stofnunarinnar, postur@neytendastofa.is, eigi síðar en 30. janúar 2008. Umsóknir geta gilt í sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið veita Tryggvi Axelsson for- stjóri og Helga Sigurðardóttir fjármálastjóri í síma 510 1100. Netföng: tryggvi@neytendastofa.is og helga@neytendastofa.is. Neytendastofa er stjórnsýslustofnun sem hefur eftirlit með viðskiptaháttum, hefur umsjón með mæligrunnum og annast eftirlit með almennu öryggi neytenda í viðskiptum, s.s. markaðseftirlit með vörum og eftirlit með rafrænum undirskriftum. SÉRFRÆÐINGUR TÖLVU- OG UPPLÝSINGAMÁLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.