24 stundir - 19.01.2008, Page 37
LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 37ATVINNAstundir
Comeníus styrkir til skóla og kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi
• Styrkir eru veittir til samstarfsverkefna skóla til tveggja ára. Þátttakendur í verkefnum eru a.m.k. 3 skólar frá
jafnmörgum Evrópulöndum. Styrkir felast einkum í ferðum kennara og nemenda og eru á bilinu 7.500-20.000
evrur.
Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar 2008.
• Styrkir eru veittir til kennara og skólastjórnenda á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi til að sækja evrópsk
endurmenntunarnámskeið í 1-4 vikur.
Næsti umsóknarfrestur er 31. janúar nk. vegna námskeiða apríl–júní.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á www.lme.is,
Landskrifstofa Menntaáætlunar ESB, Háskólatorgi. R. rz@hi.is, ruv@hi.is
• Evrópskir styrkir til endurmenntunar fullorðinsfræðslukennara
Grundtvig styrkir eru veittir til fullorðinsfræðslukennara til að sækja evrópsk endurmenntunarnámskeið /
ráðstefnur / þjálfun í sínu fagi eða að fylgjast með áhugaverðu starfi í Evrópu. Meðaltal styrkja fyrir viku-
námskeið er um 1500€.
Umsóknarfrestur er til 31. janúar vegna námskeiða í apríl - júní 2008. (ath. fjórir umsóknarfrestir á ári).
• Tækifæri til að starfa með evrópskum fullorðinsfræðslustofnunum
Grundtvig styrkir eru veittir til tveggja ára samstarfsverkefna fullorðinsfræðslustofnana. Þátttakendur í
verkefnum eru a.m.k. 3 stofnanir frá jafnmörgum Evrópulöndum. Verkefnin miða að því að þátttakendur
skiptist á þekkingu og styrkir felast einkum í fundaferðum þátttakenda. Styrkupphæðir fyrir 2 ára verkefni eru
á bilinu 9 – 18 þúsund evrur.
Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar 2008.
Nánari upplýsingar á www.grundtvig.is, rz@hi.is,
Landskrifstofa Menntaáætlunar ESB, Háskólatorgi, 101 Reykjavík.
Grundtvig styrkir
ÆVINTÝRALEG
STÖRF Í BOÐI!
Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins óska eftir starfsmönnum í fullt starf/hlutastarf.
Um er að ræða fjölbreytt og skemmtileg störf í hreinu fjallalofti s.s. lyftuvörslu,
miðasölu og veitingasölu um helgar.
Umsækjendur verða að vera áreiðanlegir, tilbúnir í mikla vinnu og hafa gaman af útiveru.
Ekki er nauðsynlegt að hafa bíl. Störfin henta fólki á öllum aldri, konum og körlum,
strákum og stelpum.
Vinnutími fyrir 100% starf er breytilegur. Mikill þegar opið er og í kringum opnun
en annars minni.
Vinnutími fyrir hlutastarf: Unnið eingöngu þegar opið er í fjöllunum.
Einnig er hægt að bjóða uppá fastar vaktir.
Um tímabundna ráðningu er að ræða eða út apríl 2008.
Laun eru skv. Kjarasamningum Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkur.
Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn á heimasíðu Skíðasvæðanna www.skidasvaedi.is
eða á Magnús Árnason magnus@skidasvaedi.is
Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur I Bæjarhálsi 1
Sími 411 5000 I Bréfsími 411 5009 I www.itr.is I itr@itr.is
107.000 eintök
á dag - ókeypis
Auglýsingasíminn er
510 3744
Borgartúni 21 • 105 Reykjavík • Sími 510 1100 • Bréfasími 510 1101
postur@neytendastofa.is • www.neytendastofa.is
Neytendastofa óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstak-
ling í krefjandi starf sérfræðings á sviði tölvu- og upp-
lýsingamála sem jafnframt vinnur að ákveðnum sérverk-
efnum, s.s. eftirliti með rafrænum undirskriftum o.fl.
Helstu viðfangsefni:
Umsjón með eftirfarandi starfsþáttum:
• Kerfisumsjón helstu upplýsingakerfa, þ.m.t.
aðgangsstýringar, viðhald stofnupplýsinga,
notendaaðstoð o.þ.h.
• Upplýsingaöryggismál Neytendastofu
• Samskipti við þjónustuaðila á sviði upplýsingatækni
• Verkefnistjórnun í innleiðingarverkefnum sem tengiliður
Neytendastofu við þjónustuaðila
• Umsjón og ráðgjöf við innkaup á búnaði
• Stefnumörkun og samstarf við stjórnun breytinga í
upplýsingatæknimálum
• Umsjón og undirbúningur að eftirliti með rafrænum
undirskriftum á Íslandi
• Önnur sérhæfð verkefni
Æskileg menntun:
Háskólamenntun, s.s. viðskiptafræði, rekstrarfræði, verk-
fræði eða tölvunarfræði, eða önnur menntun á sviði upp-
lýsingatækni.
Almenn þekking og hæfniskröfur:
• Góð almenn þekking á tölvum og tölvukerfum
• Reynsla af rekstri upplýsingakerfa er kostur
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Góð almenn þekking á skrifstofuhugbúnaði
Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningum opinberra
starfsmanna. Vakin er athygli á 20. gr. laga nr. 96/2000,
um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Umsóknir óskast sendar Neytendastofu, Borgartúni 21,
105 Reykjavík, eða rafrænt á póstfang stofnunarinnar,
postur@neytendastofa.is, eigi síðar en 30. janúar 2008.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði. Öllum umsóknum verður
svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veita Tryggvi Axelsson for-
stjóri og Helga Sigurðardóttir fjármálastjóri í síma
510 1100. Netföng: tryggvi@neytendastofa.is og
helga@neytendastofa.is.
Neytendastofa er stjórnsýslustofnun sem hefur eftirlit með
viðskiptaháttum, hefur umsjón með mæligrunnum og
annast eftirlit með almennu öryggi neytenda í viðskiptum,
s.s. markaðseftirlit með vörum og eftirlit með rafrænum
undirskriftum.
SÉRFRÆÐINGUR
TÖLVU- OG
UPPLÝSINGAMÁLA