24 stundir


24 stundir - 19.01.2008, Qupperneq 41

24 stundir - 19.01.2008, Qupperneq 41
24stundir LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 41 Auglýsing um fasteignagjöld Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2008 verða sendir út næstu daga sem og greiðsluseðlar fyrir fyrstu greiðslu. Reykjavíkurborg sér um innheimtu gjaldanna. Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, holræsagjald, vatnsgjald og sorphirðugjald. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar framkvæmir breytingar á fasteignaskatti og holræsagjaldi elli- og örorkulífeyrisþega eftir yfirferð skattframtala, þarf því ekki að sækja sérstaklega um lækkun eða niðurfellingu þessara gjalda. Við álagningu fasteignagjalda nú í janúar verður afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2006. Þeir sem fengu lækkun á fasteignaskatti og holræsagjaldi á liðnu ári, fá einnig lækkun á árinu 2008, að teknu tilliti til tekju- og eignaviðmiðunar. Þegar álagning vegna tekna ársins 2007 liggur fyrir á þessu ári, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega. Skilyrði lækkunar eru að viðkomandi elli- eða örorkulífeyrisþegi eigi lögheimili í Reykjavík og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignaskatt. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega vegna lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds á árinu 2008 hækki um 11,4% á milli ára og verði eftirfarandi miðað við tekjur liðins árs: 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að kr. 2.080.000. Hjón með tekjur allt að kr. 2.920.000. 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 2.080.000 til kr. 2.400.000. Hjón með tekjur á bilinu kr. 2.920.000 til kr. 3.260.000. 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 2.400.000 til kr. 2.790.000. Hjón með tekjur á bilinu kr. 3.260.000 til kr. 3.890.000. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar, Skúlagötu 19, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi í síma 411 8500. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, veitir upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á vatnsgjaldi í síma 516 6000. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið or@or.is. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar, Ráðhúsi Reykjavíkur, veitir upplýsingar varðandi álagningu annarra fasteignagjalda og breytingar á þeim í síma 411 3636. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is. Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 25.000 fyrir árið 2008 eru: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Gjalddagi gjalda undir kr. 25.000 og gjalda þeirra gjaldenda er völdu eingreiðslu fasteignagjaldanna er 1. maí. Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar. www.reyk jav ik . i s Reykjavík, 19. janúar 2008. Borgarstjórinn í Reykjavík MENNING menning@24stundir.is a Við mannfólkið erum alltaf með samviskubit yfir sjúkdómum fólks í þriðja heiminum en gerum svo ekkert í því, nema kannski borga smápeninga í hjálp- arstarf og gleyma þessu svo um leið. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Kvikmyndin Brúðguminn eftir Baltasar Kormák var frumsýnd í Háskólabíói í vikunni og hefur hlotið mikið lof áhorfenda, en myndin er byggð á leikritinu Ív- anov eftir Tsjekhov sem hefur jafn- framt verið á fjölum Þjóðleikhúss- ins frá 26. desember síðastliðnum. Sömu leikarar fara með burð- arhlutverkin í myndinni og leikrit- inu og er Margrét Vilhjálmsdóttir í hópi þeirra. Hún fer með hlutverk fárveikrar eiginkonu aðalsöguhetj- unnar, en í leikritinu, sem var skrifað í lok 19. aldar í Rússlandi, er hún með berkla og í kvikmynd- inni, sem gerist í nútímanum í Flatey á Breiðafirði, er hún haldin geðhvarfasýki. „Aðalatriðið er reyndar ekki sjúkdómurinn sjálfur heldur hvaða áhrif hann hefur á samband hennar við eiginmanninn og umhverfið. Maðurinn hennar er með samviskubit yfir því að hugsa ekki nógu mikið um hana en gerir samt lítið í því. Í raun er hægt að hugsa um þetta í stóru samhengi; Við mannfólkið erum alltaf með samviskubit yfir sjúkdómum fólks í þriðja heiminum en gerum svo ekkert í því, nema kannski borga smápeninga í hjálparstarf og gleyma þessu svo um leið. Ég held að ef við náum að sjá okkur dálítið í Ívanov sé markmiðinu náð, hvort sem það er í leikhúsinu eða í bíó- myndinni,“ segir hún. Margrét segir verkið vera góða blöndu af tragík og kómík. „Þetta er eitt fyrsta verkið sem Tsjekhov skrifaði í þessum stíl og það besta við hann er að hann er ofboðslega mannlega þenkjandi og alltaf að velta fyrir sér heimspekilegum spurningum um okkur mann- fólkið og hvað það er sem við erum að kljást við í lífinu og þó svo að leikritið sé meira en 100 ára gamalt á það alltaf við.“ En það er stór munur á því að setja upp verk í leikhúsi og að gera kvikmynd. „Við vinnum þetta mjög ólíkt, enda eru þetta raun tveir mjög ólíkir miðlar. Í mynd- inni er sagan færð í nútímann og gerist á Íslandi en leikritið er kannski meira í fljótandi tímarúmi ef svo má segja og þar er skírskotað til eldri tíma. Leikhúsið býður upp á ákveðið frelsi þannig að við get- um verið með svífandi leikmynd og alls konar gervi og þóst drekka vodka. Í kvikmyndinni erum við hins vegar bundin við ákveðinn realisma og það hefur verið mjög fróðlegt að vinna þetta samtímis í þessum ólíku formum,“ segir Mar- grét og bætir því við að hún sé ekki í nokkrum vafa um að það að túlka sömu persónuna í leikriti og kvik- mynd samtímis hafi alls ekki trufl- að. „Þvert á móti hefur það hjálpað mikið til, ekki síst fyrir leikhúsið af því að maður þarf oft góðan tíma til að kynnast persónunni sjálfri og byggja upp gott samband á milli persónanna. Þegar við tókum upp myndina urðu samskipti okkar mjög þétt og það skilaði sér mjög vel í leikhúsið,“ segir hún að lok- um. Árvakur/Kristinn Ingvarsson Góð blanda af tragík og kómík Margrét Vilhjálms- dóttir Leikur fársjúka konu í Ívanov og Brúð- gumanum. Brúðguminn og Ívanov Kvikmyndin Brúðguminn var frumsýnd í vikunni en hún er byggð á leikritinu Ívanov eftir Anton Tsjek- hov. Leikritið var frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu á annan í jólum og er sami leikstjóri og sömu leik- arar í kvikmyndinni og leikritinu. Margrét Vil- hjálmsdóttir fer með eitt aðahlutverkanna. Þorvaldur Þorsteinsson opnar myndlistarsýninguna Leikmyndir í Populus Tremula á Akureyri í dag, laugardaginn 19. janúar klukkan 14. Um leið kemur út bókin Mónólógar eftir Þorvald. Í kvöld verður svo kvöldskemmtun á staðnum þar sem stórleikarar lesa úr nýútkominni bók ásamt höfundinum sjálfum. Sickbird leikur sína eigin tónlist með stór- sveit skipaðri Arnari Tryggvasyni, Kristjáni Edelstein, Ingva Rafni Ingvasyni, Pálma Gunnarssyni og Togga skyttu. Aðgangur að kvöld- skemmtuninni er ókeypis og húsið verður opnað klukkan 21.30. Sýning Þorvaldar verður einnig Ný bók og sýning Þorvaldar Þorsteinssonar Þorvaldur Þorsteinsson Sýnir í Populus Tremula. opin á morgun, sunnudaginn 20. janúar á milli klukkan 14 og 17, en hún verður einungis opin þessa einu helgi. Listasafn Reykjavíkur efnir til listasmiðju fyrir fjölskylduna í Hafnarhúsinu á morgun, sunnu- daginn 20. janúar klukkan 14. Gestir á öllum aldri fá þar tæki- færi til þess að glíma við tilraunir, textasmíði, leik og leiðsögn, en hugmyndir og viðfangsefni í listasmiðjunni eru sótt í sýningu Hreins Friðfinnssonar sem nú stendur yfir í tveimur sölum Hafnarhússins. Klukkan 15 verð- ur svo boðið upp á leiðsögn um sýningu Hreins með listamönn- unum Ingólfi Arnarsyni og Birtu Guðjónsdóttur. Þau eru fulltrúar ólíkra kynslóða í myndlist og miðar leiðsögn þeirra að því að skoða verk Hreins út frá þeim áhrifum sem hann hefur haft á listsköpun þeirra sjálfra sem og annarra samstarfsmanna. Á sýn- ingu Hreins í Hafnarhúsinu eru ljósmyndir, teikningar og þrívíð verk sem spanna feril listamanns- ins frá upphafi. Listasmiðja og leiðsögn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.