24 stundir - 19.01.2008, Blaðsíða 43
okkur æfa stíft og það var meiri agi
í kringum okkur en áður og við
áttum honum mikið að þakka. Inn
á milli var hann alveg hundleið-
inlegur en við bárum alltaf virð-
ingu fyrir karlinum, hann
var það fær þjálfari. Hann
S
igurður Sveinsson hætti að
leika handbolta 2002, 43
ára gamall, og starfar nú
hjá Tryggingamiðstöðinni.
Hann var í langan tíma
stórstjarna í íslenskum handknatt-
leik og atvinnumaður í Þýskalandi
og Spáni í tíu ár við góðan orðstír.
Hann fylgist af miklum áhuga með
Evrópumótinu í handknattleik sem
nú stendur yfir í Noregi en Íslend-
ingar töpuðu sínum fyrsta leik með
fimm marka mun.
„Leikurinn við Svía einkenndist
af taugaspennu. Úrslitin eru mikil
vonbrigði bæði fyrir aðdáendur
liðsins og strákana. Þeir náðu
sóknarleiknum ekki í gang og voru
ráðlausir. En það verður að horfa
fram á veginn. Það þýðir ekkert að
væla. Staðan er langt frá því að vera
vonlaus. Við erum þekktir fyrir að
fara erfiðu leiðina fremur en þá
auðveldu. Þannig hefur þetta verið
í gegnum árin og ætlar ekkert að
breytast,“ segir Sigurður. „Það að
Ólafur Stefánsson er meiddur og
verður ekki með í næstu leikjum
þýðir að nú er komið að skulda-
dögum hjá drengjunum sem hann
hefur leitt í gegnum árin. Þeir
verða að sýna og sanna að þeir geti
þetta án hans og þeir verða bara að
gera það og ég held að þeir geri
það. Ég held að það þjappi hópn-
um meira saman að kapteinninn
verður ekki með í þeim tveimur
leikjum sem eftir eru í riðlinum og
strákarnir vita að þeir verða helst
að vinna báða leikina til að eiga
möguleika. Nú verða þeir að sýna
hvort þeir eru menn eða mýs.“
En er þetta nokkuð skemmtileg
keppni lengur ef við töpum okkar
leikjum?
„Það skiptir eiginlega ekki máli
hvort við stöndum okkur mjög vel,
vel eða bara þokkalega, handbolt-
inn sameinar þjóðina og það er
gríðarlega gaman þessa tíu daga
sem keppnin stendur. Þá tæmast
göturnar. Því miður fyrir hinar
íþróttagreinarnar þá er handbolt-
inn okkar íþrótt og hefur verið
gegnum árin og þar höfum við náð
árangri alveg frá 1964. Þeir Íslend-
ingar sem aðhyllast aðrar íþrótta-
greinar en handbolta verða bara að
bíta í það súra epli að við erum
góðir í þessari íþrótt og það liggur í
harðfisksgeninu. Það er alltaf verið
að tala um að handbolti sé ekki
nógu vinsæl íþrótt í heiminum,
komi á eftir rottuhlaupinu í vin-
sældum í Kína, en það er ekki mál-
ið. Við erum fámenn þjóð sem hef-
ur náð langt í handbolta og sú þjóð
sem á flesta atvinnumenn í þýska
boltanum, fyrir utan Þjóðverjana
sjálfa.“
Var keyrður um á kassabíl
Þú ert ein þekktasta handbolta-
hetja sem þjóðin hefur átt en mér er
sagt að þú hafir barist við veikindi
sem barn og varla getað gengið.
„Ég fékk pertes tveggja eða
þriggja ára gamall. Þetta er þekktur
barnasjúkdómur þar sem mjaðma-
kúlan harðnar ekki. Afleiðingarnar
eru mismunandi. Sumir þurfa að
fara beint í mjaðmaskiptingu, hjá
öðrum styttist löppin og sumir eru
á hækjum, þetta er allavega. Sem
krakki var ég keyrður mikið um á
kassabíl sem systkini og hinir og
þessir drógu. Þetta þjakaði mig
ekkert í æsku, alls ekki. Mér leið
ekkert illa út af sjúkdómnum og
það hvarflaði ekki að mér að hann
yrði varanlegur. Ég mátti lítið
ganga en stalst mikið til þess og
þegar ég kom í skóla hafði þetta
lagast nokkuð en ég haltraði og
haltra enn í dag og hef sérkenni-
legan hlaupstíl. Ég fór um tíma á
Reykjalund og synti þar eins og
skepna þótt ég mætti ekki stíga of
mikið í fæturna. Það hjálpaði mér
mikið. Ég var það heppinn að
mjaðmakúlan harðnaði þegar ég
var tólf ára. Ég er með hana nokk-
uð skemmda en hún hefur staðið
sig með prýði hingað til. Rúmlega
tólf ára fór ég að leggja stund á allar
íþróttir sem hugsast gat, hand-
bolta, fótbolta, körfubolta. Hand-
boltinn komst svo í forgang þegar
uppgötvaðist að ég gat hent bolta
nokkuð fast“.
Mér er sagt að þú hafir ekki getað
spilað vörn. Er það rétt?
„Ég var misskilinn varnarmað-
ur! Ég taldi mig alltaf góðan varn-
armann en öðrum þótti ég ekki
sérlega öflugur í vörn. Svo er auð-
vitað miklu skemmtilegra að skora
mörkin en að berja á mönnum.
Ég var mjög tapsár leikmaður. Í
mínum huga var númer eitt, tvö og
þrjú að vinna. Það viðhorf á ekki
bara við um landsliðið heldur alla
þjóðina. Ef landsliðið tapar leik þá
eru leikmennirnir skúrkar en þegar
landsliðið vinnur þá eru leikmenn-
irnir „strákarnir okkar“. Þetta hef-
ur verið svona í gegnum árin og
verður alltaf. Það er ekkert við því
að segja. Sú gagnrýni sem íslenskir
leikmenn fá í fjölmiðlum er ljúf
miðað við það hvernig útreið leik-
menn fá erlendis þegar illa geng-
ur.“
Harðstjórinn Bogdan
Er það rétt að þú hafi reykt á þeim
árum sem þú lékst með íslenska
landsliðinu?
„Á sínum tíma vorum við nokk-
uð margir sem reyktum í landslið-
inu. Það er til mynd af okkur þar
sem við auglýsum slagorðið Reyk-
laust Ísland árið 2000. Við erum
sextán á myndinni og þar af voru
átta reykingamenn. Háskóli Íslands
tók okkur einstaka sinnum í út-
haldspróf og það virtist engu skipta
fyrir niðurstöðuna hverjir reyktu
og hverjir ekki. Ég reyki ennþá og
skammast mín fyrir það. Ég hef
hætt að reykja hundrað tuttugu og
einu sinni.
Eftir hvert mót höfðum við
landsliðsmennirnir gaman af að
fagna góðum sigrum og komum
líka saman eftir tap. Svo mætti vin-
ur okkar Bogdan Kowalcyk, eða
Bóbó Konráðs, á svæðið og tók við
þjálfun landsliðsins. Við vorum
villtir áður en hann mætti á sviðið,
sem betur fer, því það er ekkert
gaman að vera alltaf prúður og
stilltur. Bogdan var mjög góður
þjálfari og breytti miklu fyrir ís-
lenskan handknattleik. Hann lét
a
Ég held að það
þjappi hópnum
meira saman að
kapteinninn verður ekki
með í þeim tveimur leikj-
um sem eftir eru í riðl-
inum og strákarnir vita
að þeir verða helst að
vinna báða leikina til að
eiga möguleika. Nú verða
þeir að sýna hvort þeir
eru menn eða mýs.
HELGARVIÐTALIÐ
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@24stundir.is
»x
24stundir LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 43
Bryggjuborð úr Azoba tré.
Dönsk hönnun, dönsk gæði,
dönsk vara, lífstíðar ending.
Þetta eru framtíðarútihúsgögn.
Arctic Spas Faxafeni 9 (ATH: aðkoma í kjallara bakhús)
Sími 554 7755 www.arcticspas.is & www.heitirpottar.is
LÖNG HELGI:
Opið í dag Laugardag 10.00-18.00
Opið morgun, sunnudag 12.00-18.00
núna 33 potta á gólfi
27 potta á gólfi
Pókerborð og Pókerstólar, Billiardborð