24 stundir - 19.01.2008, Síða 50
LIGGUR Á HJARTA
Anna Pála Sverrisdóttir
formaður Ungra jafnaðarmanna
fædd 19.09.1983
Sendið fyrirspurnir á netfangið: femin@femin.is – Merkt: Fyrirspurn til ráðgjafa vegna 24 stunda
Ekkert rugl! Ungir
jafnaðarmenn hafna
virkjunum í neðri-
hluta Þjórsár
YFIRLÝSINGIN
Árvakur/Frikki
Ég er tvítug stelpa sem er
búin að vera að berjast við
búlimíu í næstum 2 ár! Ég var
ekki ánægð með mig og ég veit
hreinlega ekki af hverju ég byrj-
aði á þessu.
Ég er búin að vera virkilega
slæm upp á síðkastið. Ég kasta
upp eftir
máltíðir 3-5 sinnum á dag og
hreyfi mig endalaust en ég er
búin að missa 15 kg á 7 vikum
en ég er samt ennþá feit. Ég veit
að ég er að gera rangt með því
að halda þessum uppköstum
áfram en ég get bara ekki hætt.
Mig vantar virkilega hjálp en
ég veit hreinlega ekki hvort ég
hef það í mér að fara til læknis
og tala um þetta!
Og eitt sem ég vil vita: hefur
búlimía áhrif á einbeitingu?
Mér gekk mjög vel í skóla, en
núna hef ég enga einbeitingu í
að læra. Ég bara get hreinlega
ekki einbeitt mér og gengur
mjög illa í prófum og ég mæti
líka illa því ég get ekki vaknað
á morgnana!!
Kveðja,
ein í vanda!
Sæl og takk fyrir opið og hrein-
skilið bréf um það ástand sem
þú ert að upplifa.
Það sem ég mæli með er að
þú sækir þér hjálp strax. Ekki
bíða með það, þessi sjúkdómur
getur aðeins þróast til verri
vegar og í fæstum tilfellum
læknast hann af sjálfu sér.
Þú getur komið í greining-
arviðtal á MFM-miðstöðina
(meðferðar og fræðslumiðstöð
vegna matarfíknar og átrask-
ana), þar sem þú færð grein-
ingu á ástandi þínu og fræðslu
um sjúkdóminn og hvaða leiðir
eru til bata. Hjá MFM-miðstöð-
inni erum við með einstaklings-
miðað meðferðarprógramm og
stuðning. Einnig bendum við á
aðrar leiðir til sjálfshjálpar
Góðu fréttirnar eru að það
eru til lausnir. Þú þarft ekki að
þjást svona.
Slæmu fréttirnar eru að ef
þú gerir ekkert í málinu, þá á
þetta ástand eftir að versna.
Varðandi einbeitingarskortinn,
þá er hann svo sannarlega ein
af af leiðingum átröskunar.
Aðrir sem veita stuðning og
fræðslu varðandi átraskanir
eru: Spegillinn, Forma sam-
tökin og ABA samtökin sem eru
12 spora batasamtök.
Gangi þér vel mín kæra og
mundu að þú ert ekki ein, það
er til fólk sem skilur þá þjáningu
sem þú ert að ganga í gegnum og
getur stutt þig. Þitt er að sækja
hjálpina.
Bestu kveðjur,
Esther Helga – Ráðgjafi hjá femin.is.
Kastar upp eftir máltíðir
Ég fæ aldrei fullnægingu
þegar ég stunda samfarir.
Aldrei. Mér hefur ekki þótt
það nauðsynlegt hingað til.
Mér finnst kynlíf alveg hrika-
lega gott og er nóg fyrir mig
aðeins að stunda það, helst á
hverjum degi eða oftar, heldur
en að vera að pressa á einhverja
fullnægingu.
Ég er mjög dugleg að koma
við sjálfa mig út af þessu sem
jafnar þetta kannski út, en
fullnæging með makanum yrði
bara toppurinn á tilverunni.
Er eitthvað sem ég get gert?
Ég er búin að lesa greinar
hérna um tegundir fullnæginga
og hef reynt f lest af þessu en
það gerist voðalega lítið.
Þarf ég í alvörunni að fara að
sætta mig við það að vera ein
af þeim konum sem geta ekki
fengið fullnægingu með sam-
förum? – Það væri martröð.
Hæ og takk fyrir að leita til
femin.is.
Heyrðu þú ert bara rosalega
heppin:
Þú getur fengið fullnægingu,
það er svo miklu meira en aðrar
konur. Þetta er nefnilega ekki
eins og í bíómyndunum þar sem
karlmaðurinn stingur limnum
inn og svo koma þau saman
örskömmu síðar. Flestar konur
upplifa aðeins snípsfullnægingu,
ef þær fá það á annað borð, og
það þýðir að þær þurfa örvun
á snípinn með fingrunum eða
hjálpartæki og í sumum tilfellum
er hægt að ná því með stellingum
þannig að limurinn örvi snípinn.
Auðveldast þegar konan er ofan á
og liggur þétt upp við manninn
og hún mjakar sér þannig að hún
nær örvun á snípinn. Einnig það
sama þegar hann liggur ofan
á þétt upp við konuna og hún
mjakar sér þannig að hún nái
örvun. Sumar konur fá g-bletts-
fullnægingu og þú getur lesið
um slíkt hér á femin.is en það er
erfiðara.
Passaðu samt að einblína ekki
of mikið á þetta, slakaðu á og
njóttu þín svo að fullnægingin
komi áreynslulaust.
Gangi þér vel,
Soffía – Ráðgjafi hjá femin.is
Fullnæging orðin vandamál
50 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 24stundir
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Hjá okkur fáið þið mikið
úrval af barnabílstólum
Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200
www.babysam.is
Serblad 24 stunda
Heilsa
29.januar 2008