24 stundir - 19.01.2008, Page 65

24 stundir - 19.01.2008, Page 65
Hinir árlegu styrktartónleikar krabbameins- sjúkra barna, sem fara áttu fram milli jóla og nýárs, en var frestað vegna veðurs, verða haldnir næstkomandi sunnudagskvöld, þann 20. janúar, í Háskólabíói. Að tónleikunum standa Bylgjan, Stöð 2, EB hljóðkerfi og Concert. Er þetta ní- unda árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir og hafa í gegnum tíðina safnast yfir 22 milljónir króna. Ávallt eru það vinsælustu tónlistarmenn þjóðarinnar sem fram koma á tónleikunum og á því verður lítil breyting í ár, en þó einhver, segir Einar Bárðarson hjá Concert. „Sökum þessara skipulagsbreytinga urðu þrjár hljóm- sveitir frá að hverfa: Mínus, Sprengjuhöllinn og Dísella, en það kemur alltaf maður í manns stað og fengum við Pál Óskar, Jógvan og Snigla- bandið til þess að fylla í skarðið.“ Einar segir einnig að nánast sé uppselt á tónleikana, sem hefjast klukkan 16.00. „Ég reikna fastlega með því. Það þurftu einhverjir sem búsettir voru er- lendis að skila inn miðum sínum, en við vorum með langan biðlista og því fóru þeir fljótt út aft- ur.“ Við eftirgrennslan 24 stunda í gær kom í ljós að nákvæmlega einn miði var laus á midi.is og fer því hver að verða síðastur. Að sögn Einars verður ágóðinn, 2,4 milljónir króna, afhentur Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna á tón- leikunum, venju samkvæmt. „ Það er alltaf jafn ánægjulegt að gefa í jafn þarft og gott málefni,“ sagði Einar. Meðal þeirra sem fram koma eru Luxor, Páll Óskar, Nylon, Bubbi Morthens, Magni & Á móti sól, Sniglabandið, Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Land & synir, Jógvan, Klaufarnir, Stebbi og Eyfi, SSSÓL, Birgitta Haukdal, HARA og Ragnheiður Gröndal. Styrktartónleikar krabbameinssjúkra barna hafa fengið nýja dagsetningu Stórtónleikar í Háskólabíói á sunnudag Árvakur/Kristinn Ingvarsson Umboðsmaður Íslands Einar Bárðarson er skipuleggj- andi tónleikanna. 24stundir LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 65 Borgin er full af Vildarpunktum safnaðu þeim með því að setja fasteignagjöldin á VISA VISA-kreditkorthöfum stendur til boða að setja fasteignagjöldin í Boðgreiðslur, þ.e.a.s. að greiða þau með reglulegum færslum af VISA-kortinu. Þeir sem nýta sér þennan þægilega kost fá ekki lengur sendan reikning fyrir fasteignagjöldunum en þess í stað gildir færslan á VISA-yfirlitinu sem staðfesting á greiðslu. Allir korthafar sem eru með fasteignagjöldin á Boðgreiðslusamningi og greiða með Vildarkorti VISA og Icelandair eiga möguleika á að vinna 100.000 Vildarpunkta* * 5 heppnir korthafar sem greiða fasteignagjöldin með Vildarkorti VISA og Icelandair verða dregnir út þann 29. febrúar 2008 og haft verður samband við þá heppnu. Þeir sem þegar greiða fasteignagjöldin með VISA Boðgreiðslum þurfa ekki að skrá sig aftur og eru í pottinum. Þeir korthafar sem hafa áhuga á að greiða fasteignagjöld sín hjá Reykjavíkurborg með VISA Boðgreiðslum geta skráð sig í Rafrænni Reykjavík á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is, hringt í síma 4 11 11 11 og einnig er hægt að skrá fasteignagjöldin á www.valitor.is/visabod Leikkonan Sienna Miller vann á dögunum mál fyrir rétti gegn ljósmyndara sem hafði tekið nektarmyndir af henni, gegn hennar samþykki. Myndirnar voru teknar á tökustað mynd- arinnar Hippie Hippie Shake en ljósmyndarinn notaði aðdrátt- arlinsu til að fanga nekt leikkon- unnar á filmu. Enn hefur ekki verið ákveðið hversu háar bætur leikkonan fær í sinn hlut en þær verða líklega dágóðar. vij Sienna Miller fær skaðabætur Dópdísin Amy Winehouse lét til sín taka í vikunni þegar hún slóst við ljósmyndara. Winehouse var að rölta heim til sín eftir að hafa heimsótt eiginmann sinn í fang- elsi þegar ljósmyndarinn varð á vegi hennar. Winehouse kærði sig lítið um myndatökurnar, reifst við ljósmyndarann og endaði á því að kýla hann kaldan. vij Winehouse lem- ur ljósmyndara Nú hefur American Idol hafið göngu sína á ný og strax hefur komið upp hneykslismál. Svo virðist sem sumir af keppend- unum séu ekki eins óreyndir og aðrir og hafa til dæmis þrír kepp- endur verið áður á plötusamningi og einn þeirra hefur gefið út eina plötu. Öll lög af þeirri plötu hafa hins vegar verið fjarlægð af int- ernetinu. vij Sumir reynslu- meiri en aðrir Van Morrison gefur út nýja plötu, Keep It Simple, þann 17. mars næstkomandi. Þetta er hans fyrsta plata með nýju efni síðan 2005, en í millitíðinni hafa komið út þrjár safnplötur með eldri lög- um hans. Sú nýjasta þeirra, Still On Top, fór í 2. sæti breska vin- sældalistans og seldist í plat- ínumsölu, enda ekkert lát á vin- sældum kappans. re Ný plata frá Van Morrison

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.