24 stundir - 19.01.2008, Blaðsíða 70

24 stundir - 19.01.2008, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 24stundir „Það er mikilvægt að allir haldi ró sinni,“ sagði forsætisráðherra, í umræðum um efnahagsmál á Alþingi í dag. Gárungarnir telja að þarna sé formaður Sjálfstæð- isflokksins að tala um Krata- rósina! Mikilvægt sé að halda henni – hvað sem hver segir um stjórnarsamstarfið.“ Arna Schram arna.eyjan.is „Næst þegar maður les vandaða frétt eftir Óla Tynes um svallið hjá Paris Hilton eða Jessicu Simpson – þá er vert að spyrja sig að því hvaða tilgangi endalausar fregnir af drykkju- skap og stóðlífi ungra kvenna þjóni…“ Stefán Pálsson kaninka.net/stefan „Eigum við að kalla landsliðið heim frá EM? Hrakfarir íslenska landsliðins voru með endemum í leiknum við Svía. Nú voru það reynsluboltarnir í liðinu sem gerðu hver afglöpin á fætur öðr- um. Og nú er búið að gefa það út að Ólafur Stefánsson verður ekki með meira.“ Guðmundur Óli Scheving blogg.visir.is/gudmunduroli BLOGGARINN Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Margir þekkja til verka Rebekku Guðleifsdóttur, sem slegið hefur í gegn á myndavefnum flickr.com fyrir afburðaljósmyndir sínar. Re- bekka opnar í dag sína fyrstu ljós- myndasýningu í kjallara Norræna hússins klukkan 16 og stendur sýn- ingin yfir til 10. febrúar. Er meira en bara flickr-stelpan „Þetta er mín fyrsta einkasýning, sem er ekki í tengslum við neitt annað verkefni. Þetta eru 24 myndir sem ég vann á árunum 2005-2007 og eru þetta annars veg- ar sjálfsmyndir og hins vegar nátt- úru- og landslagsmyndir,“ segir Rebekka sem er hægt og bítandi að slíta sig frá netinu. „Ég nýtti netið til þess að koma mér á framfæri og það tókst mjög vel, með 4-5 millj- ónir heimsókna á síðuna mína. Þar fékk ég uppbyggilega gagnrýni og gat þróað minn stíl. En nú er þetta orðið gott í bili, ljósmyndir eiga miklu fremur heima í stærri um- gjörð uppi á vegg en á takmörk- uðum tölvuskjá. Einnig vil ég helst ekki vera þekkt sem flickr-stelpan það sem eftir er! Því er það ákveð- inn sigur að halda þessa sýningu og draumurinn er að gefa út bók, sem yrði helst sett á erlendan markað, enda hef ég náð að vekja mesta athygli þar frekar en hér heima! Þjófnaður lán í óláni Rebekka lenti í óprúttnum að- ilum um mitt ár í fyrra, sem stálu ljósmyndum hennar af netinu og seldu fyrir góða summu, án þess að hún fengi krónu fyrir. Þrátt fyrir þreifingar af hennar hálfu tókst henni ekki að hafa hendur í hári þjófanna. „Nei, því miður, það varð aldrei neitt úr því. En hins vegar varð þetta atvik til þess að ég kom á fót eigin netverslun og í rauninni var þetta bara hvatning fyrir mig til þess að selja mynd- irnar mínar sjálf.“ Myndar meðfram náminu „Ég hef verið í myndlistardeild Listaháskólans auk þess að sinna ljósmyndaáhuganum. Ég hef einn- ig verið að teikna og gera hreyfi- myndir, en vinn þó aðallega með ljósmyndamiðilinn, sem er annað og meira en bara að miða og hleypa af. Flestar myndirnar á sýn- ingunni eru til sölu að sögn Re- bekku og aðgangur er ókeypis. Rebekka Guðleifsdóttir hefur slegið í gegn á flickr.com Heldur sína fyrstu „alvöru“ sýningu Rebekka Guðleifsdóttir hefur heldur betur slegið í gegn á ljósmynda- síðunni flickr.com, með milljónir aðdáenda og heimsókna. Hún heldur nú sína fyrstu sýningu. Listaverk Ein af mynd- unum á sýningunni. Myndasmiðurinn Rebekka undirbýr sýninguna. HEYRST HEFUR … Davíð Oddsson hélt stutta ræðu í afmæli sínu í Ráðhúsinu og fór á kostum eins og hans var von og vísa, en Davíð þykir með skemmtilegri mönnum. Hann sagði: „Í desembermánuði sótti Þorsteinn, sonur minn, um starf og af því tilefni tóku að birt- ast myndir í fjölmiðlum, ein mynd af honum og sex myndir af mér. Þegar sjöunda myndin birtist af mér varð ég mjög hræddur um að fá starfið.“ „En svona er nú fjölmiðlunin á Íslandi, hún er á þessu hræðilega plani, eins og við höfum horft upp á í heilan mánuð,“ sagði Davíð og bætti við: „Reyndar var Ástríður nokkuð pirruð á því að þessi ágæti piltur væri alltaf sagður sonur minn en henn- ar aldrei getið. Ég benti konu minni á að þetta væri aðventan og þá væri mjög mikið talað um eingetna menn.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson var vitanlega meðal afmælisgesta og tók með sér kennara úr stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands, þá Ólaf Þ. Harðarson og Gunnar Helga Kristinsson. Hannes mun hafa sagt þeim að þeir gætu ekki verið þekktir fyrir annað en að mæta og heiðra merkan stjórn- málamann og saman röltu þeir frá háskólanum niður í Ráðhús og skemmtu sér konunglega. kb „Hugmyndin er að drulla sér héðan. Ég er laus og liðugur og það er ekkert sem heldur mér hérna,“ segir hinn ástkæri útvarpsmaður Andri Freyr Viðarsson. Útvarpsferill Andra Freys er jafn glæsilegur og hann er þyrnum stráður. Útvarpsþáttur hans og Búa Bendtsen hefur verið stjórn- og bakborði þriggja útvarpsstöðva sem hafa sokkið í ólgusjó fjöl- miðlaheimsins – nú síðast Reykja- vík FM. Andri þreifar því fyrir sér á nýjum vettvangi og íhugar að sækja um í kvikmyndaskóla í Dan- mörku. „Það er hugmynd. Ég er ekki búinn að sækja um, en er að velta þessu fyrir mér.“ Til í Reykjavík síðdegis Andri segist ekki hafa orðið var við að aðrar útvarpstöðvar hafi sóst eftir kröftum hans. Hann hefði þó ekkert á móti því að ganga til liðs við gullbarkana í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það er náttúrulega draumurinn því þar gera menn ekkert annað en að segja: Við skulum opna fyrir sím- ann. Það er mjög þægilegt, hlust- endur sjá bara um þetta,“ segir Andri og hlær. „Svo spyrja þeir alltaf: Hvað er verið að ræða á kaffi- stofum og í heitum pottum? Algjörir snillingar.“ Rás 2 heillar einnig Andra og þá sérstaklega tiltekinn útvarpsmaður frá Akureyri. „Það er draumur að fá að sitja á móti Gesti Einari,“ seg- ir hann. „Ég held að þeir átti sig ekki á því á Rás 2 hvað það yrði gott mix. Hann fyrir norðan og ég í bænum. Við félagarnir að ræða hvað er í blöðunum og svona. Það væri geggjað.“ atli@24stundir.is Andri Freyr veltir fyrir sér framtíðinni Íhugar kvikmynda- nám í Danmörku Flytur út Andri Freyr íhugar að sækja um í kvikmyndaskóla. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 2 4 6 9 5 8 3 7 1 5 7 9 1 2 3 8 6 4 3 1 8 4 6 7 9 5 2 6 3 5 2 7 9 1 4 8 7 8 1 6 3 4 2 9 5 4 9 2 5 8 1 6 3 7 1 2 4 3 9 5 7 8 6 8 5 3 7 1 6 4 2 9 9 6 7 8 4 2 5 1 3 Olga, ég þarf að fá þig til að leysa mig af á hluthafafundinum á mánudaginn. 24FÓLK folk@24stundir.is a Ætli ég opni ekki bara gallerí og geri þetta að list, er ekki allt löglegt í nafni listarinnar? Jón, ertu sjóræningi? Jón Þórðarson, útgerðarmaður á Bíldudal, hefur fengið stöðu grunaðs manns fyrir að stunda ólögmæta fisk- vinnslu. Fólst sú fiskvinnsla í 42 kílóum af ýsu sem Jón veiddi, flakaði, gaf og seldi til vina og kunningja. OPIÐ HÚS VEGHÚSUM 31/903 Í dag, laugardag kl. 16 - 16:30 Stórglæsileg 92m² 3. herb. íbúð, lækkað verð : kr. 21.900.000 Kristján sölufulltrúi, 896 3867
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.